Tíminn - 28.03.1982, Qupperneq 15
Sunnudagur 28. mars 1982
15
heldur frá öörum eftirminnileg-
um viðburði á ferlinum, frétt sem
aldrei varð frétt. Frétt sem
þögguð var niður — með sam-
þykki allra.
Ég man ekki einu sinni árið
lengur. En þetta var fagur vor-
dagur og það var boðaöur blaða-
mannafundur i ráðherrabústaðn-
um. Tilefni hans var að nú átti að
sæma hinn mikla meistara is-
lenskrar málaralistar, Jóhannes
Kjarval, Fálkaoröunni. Gott ef
tilstandiö var ekki allt út af ein-
hverjum tímamótum i ævi hans.
Asgeir forseti Asgeirsson hlýtur
að hafa verið fjarstaddur, þvi að
ég man að Bjarni Benediktsson
þáverandi forsætisráðherra var
þarna staddur sem fulltrúi hand-
hafa forsetavalds og einnig Gylfi
Þ. Gislason, þáverandi mennta-
málaráðherra.
Meistarinn lét eitthvað biða eft-
ir sér, svo að byrjað var aö
dreypa á einhverjum veigum á
kostnað lýðveldisins. Kjarval
kom þó seint og um siðir með
töluverðum fyrirgangi og á eftir
honum vinur hans Sigurður Bene-
diktsson, uppboöshaldari, afar
áhyggjufullur. Seremónian hófst
þó aldrei. Kjarval sveif fljótlega á
þá ráðherrana og gerði uppreisn.
Hann lýsti þvi yfir i töluverðri
geðshræringu að þeir væru að
reyna að eyðileggja hann með þvi
að veita honum orðuna. ,,Þið
eyðilögðuð Gunnar Gunnarsson,
sem hefur ekkert skrifað eftir að
hann fékk orðuna og þið eruð að
eyðileggja Laxness”, hrópaði
meistarinn með sinni mikilfeng-
legu raust. Og honum varð ekki
snúið.
Ég hef aldrei séð jafn kindar-
lega ráðherra og þá Bjarna og
Gylfa meðan á þrumuræðu Kjar-
vals stóð. Athöfnin var auðvitað
runnin út í sandinn og i þann
mund sem við blaðamennirnir
vorum að læðast út, komu þeir
Bjarni og Gylfi og Bjarni sagði:
„Við skulum bara gleyma þessu,
strákar”. Og það stóð. Samsæri
þagnarinnar var algjört.
Fáeinum dögum siðar barst
fréttatilkynning frá orðuritara
um að Jóhannesi Kjarval hefði
verið veitt orðan góða. Að þessu
sinni hafði athöfnin greinilega
farið fram i kyrrþey. Uppreisn
þessa bóhems allra tima hafði
verið bæld niður. Og ég á minn
þátt i þvi.
Sæmundur
Guðvinsson:
Lausa
fregn sem
varð að
fimmdálk
■ Það er úr vöndu að ráða þegar
ritja á upp þá eftirminnilegustu
frétt sem ég hefi skrifað. Sem
blaðamaður hefi ég auðvitað
þurft að skrifa um mörg mál á
degi hverjum árum saman og það
er vonlaust að geyma allt i
minnisbankanum. Tilurð „skúbb-
frétta” (það er að ná fréttinni
fyrstur) er lika oft með þeim
hætti að ekki má segja frá þvi.
Það verður að virða trúnað viö
heimildarmenn. Upprifjun á
sumum stórfréttum sem ég hefi
komið nálægt geta lika orðið til að
ýfa gömul sár einhverra einstakl-
inga er komu við sögu og þvi best
að láta kyrrt liggja. En eitthvað
má nú nefna, enda er hann Illugi
minn Jökulsson ótrúlega ýtinn á
sinn hógværa hátt þegar hann vill
ná einhverju út úr fólki.
Fyrir nokkrum árum barst
okkur á Visi lausafregn um að
yfirvöld hér væru eitthvað að
snudda utan i hugsanlegum
bankainnistæðum tslendinga er-
lendis. Ég var settur i að kanna
málið.
Mig minnir að það hafi verið
uppúr klukkan niu um morgun-
inn, i miðri viku og ekkert að ger-
ast, sem ég lyfti simtólinu og sló á
til skattrannsóknarstjóra. Spurði
hvort nokkuð væri tiðinda. Garð-
ar Valdimarsson skattrann-
sóknarstjóri er maður orðvar og
kvaðst ekki vita til þess. Ég
spurði hvort verið væri að gera
rassiu varðandi bankainnistæður
tslendinga vitt og breitt um heim-
inn. Garðar neitaði þvi eindregið.
Ekki vildi hann heldur kannast
við að rannsókn þessa eðlis færi
fram á öllum Norðurlöndum að
beiðni yfirvalda hér.
Þegar hér var komið sögu þótti
mér horfur hafa daprast. Allar
likur á að þetta væri enn ein
kjaftasagan. Best að halda áfram
að skjóta út i loftiö smástund:
— En er það rétt, að dönskum
bönkum hafi veriö skrifað og þeir
beðnir að gefa upp innistæður Is-
lendinga?
— Nei, það er ekki rétt — ekki
bönkum? Biðiði við. Þarna býr
eitthvaðundir. Hvað á hann við —
ekki bönkum. Ætli þeir hafi skrif-
að sparisjóðum? Eða bara einum
banka?
— Er það biara eian banki sem
hefur gefið ykkur upplýsingar?
Mér er sagt að þeir séu fleiri.
(Þetta siðasta var nú tilbúningur)
— Ja, sjáðu til. Við höfum bara
fengið upplýsingar um innistæður
tslendinga i einum banka núna...
Ég lyftist i sætinu. Þetta var þá
mál, sennilega stórmál, sjens aö
redda fimmdálki á forsiðuna i
dag. Og áfram var Garðar spurð-
ur og loksins toguðust megin-
atriðin uppúr honum. Tæplega 30
bankareikningar Islendinga i
Finansbanken danska höfðu verið
afhjúpaðir, peningarnir sviknir
undan skatti, upphæðir mismun-
andi háar, heildarupphæðin lá
fyrir. Nei, engin nöfn, kemur ekki
til mála. Svona nú færðu ekki
meiri upplýsingar frá mér. Nei,
meira get ég ekki sagt, nei, ja, jú
sumir hafa átt þessa peninga
lengi, nei, ekki meira nei, nei....
Allt i þessu fina. öll megin-
atriðin lágu ljós fyrir, en nú reið á
að skrifa þetta i hvelli svo blaðið
kæmi út á réttum tima. Þetta
gekk upp og eftir að hafa skilað
fréttinni gafst mér loksins tóm til
að njóta þeirrar tilfinningar að
hafa krækt i alvörufrétt sem vekti
þjóðarathygli og við vorum fyrst-
ir með hana.
Það er óþarfi að rekja þetta
mál frekar. Visir sló fréttinni vel
upp og aðrir fjölmiðlar tóku siðan
málið upp lika. Finansbankamál-
iðvar helsta umræðuefni almenn-
ings. En það er þó rétt að skjóta
þvi inn, að hér reyndist ekki vera
neitt stórsvindl á ferðinni, enda
skipta þeir við svissneska banka
sem þurfa að fela eitthvað um-
talsvert, eins og allir vita.
Nú svo er mér það ógleyman-
legt þegar Mogginn tók siðdegis-
pressuna i bælinu með þvi að
birta frétt á þriðjudagsmorgni
um handtöku nokkurra Islend-
inga i Kaupmannahöfn á laugar-
deginum áður, fyrir kókain-
smygl. Visisliðið æröist. Morgun-
vél Flugleiða til Kaupmanna-
hafnar farin. Svo fréttist að
Mogginn væri ekki búinn að senda
mann. Nú varð aðleita allra ráða.
Um miðnætti var ég kominn um
borð i sænska SAS vél sem hafði
millilent i Keflavik þar sem
ólendandi var á Grænlandi. Far-
þegarnir urðu eftir i Keflavik. Is-
lensk vél átti að reyna að fljúga
þeim daginn eftir. Ég var eini
farþeginn i þotunni út og hló hug-
ur i brjósti. Þarna næði ég for-
skoti á hina sem kæmu meðFlug-
leiðum daginn eftir...
Nei annars. Það er best að láta
þetta nægja þvi annars væri erfitt
að stoppa þegar minningarnar
halda áfram að streyma upp. En
það er nú svo, að sumar fréttir af
slysförum liða manni seint úr
minni. Við vinnslu slikra frétta
koma oft i ljós átakanleg atvik i
kringum slysin sem aldrei er
hægt að segja frá. En það er erfitt
að gleyma þeim.
hJ/LJ' 2^
BEINN I BAKI
- BELTIÐ
SPENNT
||UMFERÐAR
Borgarspítalinn
Staða hjúkrunarfræðings við göngudeild
lyflækningadeildar er laus nú þegar.
Vinnutimi kl. 8.30-12.30 virka daga.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu hjúkrunarforstjóra simi 81200
(207 — 201 — 360).
Reykjavik, 26. mars 1982.
Borgarspitalinn
Fullkomnasta
heydreifikerfið
völ er á í dag
Dreifir í hvern krók og
kima i hlöðunni, án
þess að mannshöndin
komi þar nærri.
Tvær gerðir fáanlegar, með eða án
electronic.
Bændur athugið!
Nú er síðasti möguleiki að panta
heydreifikerfi fyrir sumarið.
Verðið er einstaklega
hagstætt
Hafið samband við
söiumenn okkar sem
s gefa allar nánari upp-
lýsingar.
G/obuse
LAGMÚLA 5 - SlMI 81555 - REYKJAVIK