Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 23
Sunnudagur 28. mars 1982 Etttmca 23 á bókamarkaði Jaines A. Michener: The Covenant. Fawcett Crest 1982. Bandariski höfundurinn Kurt Vonnergut skrifar i ný- legri ritgeröabók eitthvað á þá leið að helsti munurinn á Joseph Heller, höfundi „Catch 22” með meiru, og James Michener, sé sá að til að skrifa bók þurfi Heller að fá 150 fyndnar hugmyndir en Michener aðeins eina, og sú þarf ekki einu sinni að vera fyndin. Samt eru bækur Micheners aldrei styttri en lOOOsiður. Þessi hamhleypa er alþekkt, höfundur „Centenni- al”, sem siðar varð að sjón- varpsþáttum, „Chesepeake” og „Hawaii”, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Aðall Micheners er að kunna að segja góða og stóra sögu, bækur hans eru stórar i sniðum ogspanna ald- ir og mikil lönd. Oftastnær et bakgrunnurinn sögulega traustur, en Michener notar uppdiktaðar persónur til að koma rás sögunnar til skiia. Þær liggja þannig á mörkum þess að vera sögulegar skáld- sögur og það má Michener eiga að hann hefur lætt ýms- um sögulegum fróðleiksmol- um að illa upplýstum löndum sinum. 1 þessari bók er sögu- sviðið Suður-Afrika allt frá tima hinna fyrstu hvitu land- nema fram á daga apartheid. Hér ægir saman fólki af öllum kynþáttum, góðmennum og illmennum, þeim sem verða undir og þeim sem verða ofan á, ástum og stórum örlögum. Og lesendurnir láta ekki á sér standa fremur en fyrri daginn. ■ Jorge Amado: Dona Flor and Her Two Husbands. Avon Books 1980. Þetta var lika kvikmynd sem sýnd var hér i Háskóla- biói rétt fyrir jólin, Dona Flor og eiginmennirnir hennar tveir. Höfundur bókarinnar, Jorge Amado, er brasiliskt stórskáld, fæddur 1912 i kaffi- ræktarhéraðinu Bahaia. Ann- ars er hann islenskum lesend- um kunnur, eftir hann var þýdd bók fyrir mörgum árum undir nafninu „Astin og dauð- inn við hafið”, en hana skrif- aöi hann 1936, þá enn pólitisk- ur höfundur á snærum stétta- baráttunnar. En siðan hefur Amado tekiö stórum breyting- um sem höfundur, stillinn hefur orðiö nýstárlegri sem og viðfangsefnin og bækur hans fjarstæðukenndari, ýktari og gáskafyllri, meira i ætt við verk annars suður-amerisks meginhöfundar, Gabriels Garcia Marquez. Þekktastur siðari bóka Amados eru „Gabriela, kanell og kardi- mommur” og svo þessi um Donu Flor og eiginmennina hennarsem fyrst kom Ut 1966. Það er ekki til mikils að lýsa söguþræðinum, nægir ekki að segja að annar eiginmaður Donu er á lifi en hinn dauður, en báðir eru þeir henni jafn ómissandi. Þetta er kröftug bók sem iðar af lifi og frjóu hugmyndaflugi, enn eitt dæmi um sérstöðu og lifsþrótt skáld- sögunnar i Suður-Ameriku. HUn er gefin Ut i flokki suður- ameriskra nUtimabóka Avon- forlagsins bandariska, þrifn- aðarflokki. Mary Shelley: Frankenstein. Bantam Classics 1981. Allir þekkja Frankenstein, söguna af visindamanninum sem kveikir lif sem hann fær ekki hamið, en þeir eru áreiðanlega færri sem þekkja tilurð þessarar þjóðsögu nU- timans, það er ekki siðra ævintýri en sagan sjálf: Sum- arið 1816 við Genfarvatn var bæði kalt og votviðrasamt, þar bjuggu um þær mundir skáld- ið Percy Bysshe Shelley og ástkona hans Mary Wollstone- craft, siðar Shelley, og skammt þar frá annað höfuð- skáld rómantikurinnar, sjálf- ur Byron lávarður. Þau urðu að hafa ofan af fyrir sér innan dyra, ræddu heimspeki og leyndardóm lifsgátunnar lásu upphátt og sögðu draug-wögvr á siðkvöldum. SU hugmynd fæddist að hvert þeirra skyldi semja eina draugasögu og þar sló Mary, sem ekki var nema 18 ára, þjóðskáldunum við. Eitt kvöldið fékk hUn hugljóm- un milli svefns og vöku, sá fyrir sér sofandi mann og ófreskju yfir rUmi hans. Þetta varð kveikjan að hinni lifseigu söguum Frankenstein, sem er ekki sist i gildi nU þegar vis- indamenn eru að framleiða lif á tilraunastofum. NU fjar- lægðist Frankenstein blessað- ur fljótt uppruna sinn og fór að lifa sjálfstæðu lifi i afþrey- ingarbókum og kvikmyndum og bók Mariu varð fátið utan bókasafna, allt þar til aö menn hafa enduruppgötvað hana hin siöariár. Annars er ekki furða að slik hryllingssýn skyldi vakna i þessum unga stUlku- kolli, lif hennar var samfelld hrakfarasaga, eins og kemur fram i ágætum formála að bókinni. ■ Doris Lessing: The Sirian Ex- periments. Granada 1982. Hér er Doris Lessing enn aðUti i geimnum, á fjarlægum og fjarstæðukenndum hnött- um. „The Sirian Experi- ments” er þriðja bókin i flokki hennar sem i heild nefnist „Canopus in Argos: Archiv- es”, nU loks komin Ut i kilju, en alls eru þessar geimskáld- sögur hennar orðnar fjórar: „Shikasta”, „The Marriages Between Zones Three, Four and Five”, þessi, og sU fjórða og nýjasta kom Ut eigi fyrir alllönguog heitir ekki óskritn- ara nafni en hinar eða „The Making of Representative for Planet 8”. Það er orðin heil fræðigrein að henda reiður á þessum sögum hennar, en hUn kýs að kalla formið geim- skáldskap sem ekki ber að rugla saman við geimferða- skáldskap. Þetta er sérstakur söguheimur sem hUn hefur skapaðsér, heimur Canopusar og Siriusar, þar sem hUn leik- ur sér að tilfinningum, hug- myndum og vandamálum sem vitaskuld varða okkur jarðar- bUa mest af öllum. En það er lika svo margt sem okkur er hulið hér niðri. Góður maður sagði að D. Lessing væri hrifn- ari af hugmyndum en fólki af holdi og blóði, margt til i þvi. ■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókabúö Máls og menningar. Tekið skal fram að hér er um kynningar aö ræöa en öngva ritdóma. ORUnDIG LALJGÆÆGIÍO, SÍMI27788 Húsgagnasýning sunnudag FLORIDA SVEFNSÓFINN Fullkomið rúm á nóttunni Aðeins eitt handtak, þá er hann rúm eða sófi Góð sængurfatageymsla Full verslun af úrvals húsgögnum Verið ával/t ve/komin! LStyeHá SMIDJUVEG SMIDJUVEGI6 SIMI44544 Auglýsingastofa Kristínar hf. 80.49

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.