Tíminn - 28.03.1982, Qupperneq 29
Sunnudagur 28. mars 1982
Wmmm
29
var hann kominn i innsta hring
rússneskra bolsevika. Frá og með
april 1917 hafði hann umsjón með
tengslum bolsévika við umheim-
inn og árið 1919 er hann var á
ferðalagi i Þýskalandi til að að-
stoða við stofnun kommúnista-
flokks var hann handtekinn og sat
marga mánuði i fangelsi. Þó hann
hafi formlega ekki orðið bolséviki
fyrr en 1917 var hann strax 1919
kjörinn i miðstjórn og sat þar til
ársins 1924, hann sat einnig i
framkvæmdanefnd Alþjóðasam-
bandsinsog var einn af leiðtogum
þýska kommúnistaflokksins.
..Dýrmætasta barn
flökksins” leitt fyrir rétt
Gregor Sókólnikov var 49 ára
og ekta bolséviki af gamla
skólanum. Hann var læknissonur
en gekk i' flokkinn þegar hann var
sautján á ra og fór þá sjálfviljugur
i útlegð. Námi i lögfræði og hag-
fræði lauk hann með framúrskar-
andi árangri í Paris og nokkru
siðar starfaði hann með Lenin i
Sviss, sneri heim til Rússlands
ásamt honum og stýrði Prövdu
eftir þa ð með Stalin. Hann var al-
þýðukommissar fyrir efnahags-
mál árið 1918 og frá 1922 til '26
stjórnaði hann þjóðnýtingu banka
og ýmsum öðrum aðgerðum i
efnahagsmálum. Hann sat i mið-
stjóminni frá ágústmánuði 1917.
Lev Serebriakov var 49 ára og
gamall i hettunni. Frá þvi hann
var niu ára stundaði hann al-
menna verkamannavinnu, frá
sautján ára aldri var hann bolsé-
viki. Arið 1912 ferðaðist hann
um og heimsótti ieynisam-
tök kommúnista ásamt
Ordsjónikfdze, útsendara Lenins,
en þetta ferðalag undirbjó jarð-
veginn fyrir fræga ráðstefnu
kommúnista i Prag, en þar urðu
bólsévikar ofan á. Er Serebriakov
sneri heim til Rússlands var hann
handtekinn og sat fjölda ára i
fangelsi. Hann tók þátt i borgara-
styrjöldinni og að þvi er sagt er
voru það „hinir manneskjulegu
eiginleikar hans” sem leiddu til
þess að hann var um hríð ritari
miðstjórnar, auk margvislegra
annarra starfa.
Þriðju réttarhöldin sem við
segjum frá hér voru haldin frá 2.
til 13. mars 1938. Hafi einhver enn
verið i vafa um að Stalin ætlaði
sér að ganga f eitt skipti fyrir öll
af flokki Leni'ns dauðum, þá hlaut
sá efi að hverfa er i salinn var
leiddur Nikolæ Búkharin, maður-
inn sem Lenin hafði sagt að væri
„dýrmætasta barn flokksins”.
Búkharin var læknissonur, fædd-
ur 1888, frábær námsmaður og
hugaður áróðursmaður, gekk til
liðs við bolsévika árið 1906 og var
strax mjög virkur. Hann var
handtekinn mörgum sinnum og
sendur i fangelsi en tókst jafn oft
að flýja og fór i útlegð árið 1910.
Hannsettistfyrst að i Póllandi og
siðar i' Austurriki en þar var hon-
um visað úr landi eftir að heims-
styrjöldin braust út 1914. Þá
leitaði hann hælis i Sviss og siðar
Noregi en fór i október árið 1916
til Bandarikjanna þar sem hann
gaf út timaritið Novy Mir og
komst i' kynni við Trotskij sem
starfaði með honum við blaðið.
Eftir byltinguna i Rússlandi i
febrúar 1917 sneri hann aftur til
Rússlands gegnum Japan og
Siberiu og komst strax i hóp
helstu leiðtoga bolsévika. í ágúst
1917 var hann valinn i miðstjórn
kommúnistaflokksins og i desem-
ber var hann gerður að aðalrit-
stjóra Prövdu. 1919 fékk hann
sæti i hinu nýstofnaða stjórn-
málaráði og á þriðja áratugnum
var hann talinn einn helsti hug-
my ndafræðingur flokksins.
Maður að nafni Térnenkó og tal-
inn heldur dúmm reynir nú að
tryggja sér þá stöðu eftir lát
kreddukarlsins Súslovs.
Alexis Rýkov var 57 ára,
bóndasonur ogstúdent. Hann var
handtekinn i fyrsta sinn er hann
var 17 ára gamall að skipuleggja
kröfugöngu á 1. mai og hann
starfaði mikið við Iskra, eða
Neista. Var þar fyrir utan einn af
fyrstu samstarfsmönnum Lenins
og bolséviki frá fyrstu tið, það er
að segja eftir kofninginn 1903.
Hann var nokkurs konar erind-
reki bolsévika og ferðaðist milli
leynilegra sella þeirra og tók þátt
i ráðstefnunni i London 1905 þar
sem hannvar valinn i miðstjórn,
aðeins 24ra ára að aldri. Eftir
ráðstefnuna hélt hann heim til
Rússlands og var strax handtek-
inn enslapp úr haldi i kjölfar upp-
reisnarinnar þetta sama ár og tók
virkan þátt í starfi sovétsins i
Sánkti Pétursborg, þar sem fyrst
vakti á sér athygli maðurinn Lev
Bronstæn, alias Trotskij. En
Rýkov var handtekinn, tókst að
flýja, var handtekinn aftur og svo
framvegis og svo framvegis allt
til byltingar. 1917 var hann kjör-
inn i miðstjórn kommúnista-
flokksins og varð alþýðu-
kommissar — sem samsvarar
ráðherraembætti — fyrir innan-
rikismál daginn eftir uppreisn
bolsévika, hann var forseti
þjóðarráðsins fyrir efnahagsmál
árið 1918 og félagi i stjórnmála-
ráðinu árið 1923.
Deilur i hópi bolsévika
Nikolæ Krestinskij var 53ja ára
og hafði tekið þátt i starfi
kommúnista frá átján ára aldri,
var bolséviki frá 1903 og var oft
handtekinn á næstu árum fyrir
starfsemi sina. Árið 1914 rak hann
áróður meðal verkamanna við
Pútilov-verksmiðjurnar og 1917
var hannleiðtogi bolsévika f Úral-
fjöllum og var valinn til mið-
stjórnar i'ágústsama ár. Frá 1919
til 1921 var hann ritari mið-
hugaða byltingu bolsévika árið
1917, en jafnvel þeir kumpánar
Sinovév og Kamenév voru ekki
alltaf sammála. Alkunnar eru
harðorðar deilur Lenins og
Trotski'js um flestöll mál og Lenin
átti einnig í höggi við Pjatakov og
Búkharin um tima, siðar
Rakovskij og Radek. Fylkingar
runnu sáman.komist var að sam-
komulagi — sem oftast fólst i þvi
að Lenin barði niður alla and-
stöðu við sjónarmið sin — og ný
bandalög mynduðust. Þetta
breyttist ekki eftir byltinguna,
árið 1920 kom til dæmis til harðra
deilna milli gömlu bolsévikanna
um verkalýðsfélögin og þá studdu
Sinovév, Kamenév, Sókónikov og
Rykov sjónarmið Lenins en Ivan
Smomov, Krestinskij og Pjata-
kov voru meðal þeirra sem
studdu Búkharin og Trotskij.
Stalin sigrar!
Eftir að bolsévikar höfðu tryggt
sér völdin i Rússlandi fór and-
rúmsloftið i flokknum smátt og
smátt að breytast, en i fyrstu
voru breytingarnar svo hægar að
enginn tók eftir þeim. Embáettis-
menn og skriffinar hreiðra æ
betur um sig og brátt er svo kom-
sósialisma f Sovétrikjunum sjálf-
um en Trotskij stóð á þvi fastar
en fótunum að raunverulegur
sósialismi gæti aldrei komist á i
einu einangruðu landi og þvi yrði
að ýta undir byltingaröfl i öðrum
löndum. Þá barðist Trotskij einn-
ig gegn skrifræöistilhneigingum
flokkskerfisins. Hann átti sér
marga bandamenn en þrieykið
fór með sigur af hólmi i fyrstu
lotu og Sinovév virtist á góðri leið
með að verða arftaki Lenins þótt
Rýkov tæki við forsetaembætti i
þjóðarráðinu eftir lát hans.
Nú kom það hins vegar i ljós
hversu vel Stalin hafði komið sér
fyrir. Allir valdaþræðir voru i
raun i' höndum hans. Arið 1925
uppgötvuðu þeir Sinovév og
Kamenév sér til skelfingar að
Stalin var farinn að ógna stöðu
þeirra og mynduðu þá i skyndi
nýja andstöðublokk sem óhjá-
kvæmilega téngdist Trotskij. Þeir
biðu algeran ósigur sumarið 1927
gegn Stalin og Búkarin sem var i
bandalagi með aðalritaranum —
þá.
Svo Stali'n hafði sigrað og
treysti stöðu sina enn meir á
komandi árum. Hugleiðum nú
ástandið i Rússlandi. öllum ber
■ „Hinir fjórir stóru . Staiin, Rykov Kamenev og Zinóvíjev árið 1925 þegar þeir stjórnuðu Sovétrikjunum.
stjórnarinnar og félagi i stjórn-
málaráðinu.
Kristján Rakovskij, 66 ára, var
evrópskur byltingarmaður frem-
ur en rússneskur. Hann fæddist i
Búlgari'u og var orðinn virkur
sósialisti sextán ára gamall, hélt
til Frakklands og lauk þar námi i
læknisfræði með prýðilegum
vitnisburði. Hann var einn af leið-
togum annars Alþjóða sambands-
ins og starfaði bæði með Jules
Guesdes og Rósu Lúxemburg, og
eftir 1913 meðTrotskij. Næstu ár-
in starfaði hann aðallega i
Rúmeni'u og var aðalritstjóri
blaðs sósialista i þvisa landi, rak
þá meðal annars áróður gegn
frönskum sósialistum. Honum
var stungið inn en byltingin
frelsaði hannog hann varð einn af
forsprökkum bolsévika i Rúss-
landi. 1919 tók hann sæti i
miðstjórn flokksins og forseti
þjóðarráðs sovétlýðveldisins
Úkrainu var hann allt til 1923.
Þessir voru hinir helstu meðal
sakborninganna, aðrir eru litt
þekktir en allir eiga það þó sam-
eiginlegt að hafa gengið vel og
rösklega fram i starfi kommún-
ista i Rússlandi bæði fyrir og eftir
byltingu. Og þó — meðal sakborn-
inganna skjóta ýmsir furðufuglar
upp kollinum. Til aö munda hann
Arnold sem segist bera ,,hið
niðurlægjandi merki bastarðar-
ins” og var liðhlaupi úr fyrsta
rússneska hernum og siðan hin-
um ameriska hafði verið dæmdur
fyrir þjófnað og gekk i kommún-
istaflokkinn þrátt fyrir að hann
segði hverjum sem heyra vildi að
hann væri frfmúrari — sem ekki
var vænlegt til vinsælda i hinum
nýju Sovétrikjum.
Þótt allir þessir menn hafi
starfað saman að sameiginlegu
markmiði skyldi enginn imynda
sér að þeir hafi ætið verið sam-
mála. Langt í frá. Innan bolsé-
víkahreyfingarinnar logaði allt i
deilum og var hver höndin upp á
móti annarri ef svo bar undir, þó
svo flokkurinn hafi verið kunnur
fyrir járnaga. En menn voru
hvattir til gagnrýni á flokkinn og
stjórnendur hans og létu ekki
segja sér það tvisvar. Þegar
hefur verið sagt frá ágreiningi
Sinovevs og Kamenévs annars
vegar og Lenins og fylgismanna
hans hins vegar varðandi fyrir-
ið að allir æðstu menn hvarvetna i
þjóðfélaginu eru skipaðir af
toppnum í stað þess að risa úr
röðum verkamanna og bænda
eins og ætlast hafði verið til. Er
mennveittu þessari þróun athygli
var gerð tilraun til að sporna við
henni en tókst ekki. Harðvitug
valdabarátta var þá hafin i
flokknum og stóð i mörg ár. Eftir
að Lenin veiktist alvarlega árið
1923 tók hann ekki frekari þátt i
stjórn landsmála en i hans stað
varð til þri'eyki sem fór með
helstu völd i landinu. Þrieyki
þetta samanstóð af Sinovév,
Kamenév og Stalin sem hafði
verið valinn aðalritari flokksins
1922 og reyndist afar kænn þegar
um var að ræða aö sölsa undir sig
völd, þannig að aðalritaraem-
bættið sem i fyrstu var ekki talið
sérlega mikilvægt er enn i dag
■ Leon Trotskíj. Hann slapp lif-
andi.
helsti valdastóll Sovétrikjanna.
Leiðtogi andstöðunnar gegn þri-
eykinu veu- Trotskij sem haföi
mjög mikil áhrif I flokknum þótt
Stali'n — og fleiri — réru að þvi
öllum árum að fella hann. Arið
1923 lagðist Trotskij gegn hinni
nýju efnahagsstefnu sem nótar
Stalíns voru fyrst og fremst
ábyrgir fyrir og segir sig auðvitað
sjálft að hann — sibyltingar-
maðurinn — barðist harkalega
gegn kenningum Stalins um
„sósialisma i einu landi” er þær
voru settar fram. Stalin taldi
mikilvægast að byggja upp
liklega saman um að febrúar-
byltingin i Rússlandi 1917 — er
keisarinn fór frá og borgaraleg
stjóm tók við — hafi verið eðlileg
og sjálfsögð en skiptar skoðanir
eru um októberbyltinguna er
bólsévikar náðu völdum. Altént
náðu þeir þessum eftirsóttu völd-
um og eftir mestu hörmungar
borgarastyrjaldarinnar fóru þeir,
og þjóðin öll, að huga að þvi sam-
félagi sem byggja skyldi á rúst-
um hins gamla. Fyrst eftir
byltinguna fóru frelsisstraumar
um landið og verkamenn, bændur
og menntamenn fögnuðu yfirleitt
hinninýju stjórn, fljótlega fóru þó
að renna tvær grimur á marga.
Og efljr þvi sem. skuggi Stalins
lengdist yfir Sovétrlkjunum
sljákkaöi i frelsisöflum uns hrein
og ber kúgunin stóð eftir. Per-
sónudýrkun var tekin upp. Svo
komu hreinsanirnar. Skýringum
á þessu ber náttúrlega ekki
saman. Er Sovétmenn sjálfir,
með Krússjof i broddi fylkingar,
reyndu að afneita verstu hryðju-
verkum Stalfns, var skýringin
venjulega sú að Stalin heföi
simpelthen verið ákaflega vondur
og auk þess svo klókur i undirferl-
um að hann hefði getað náð undir
sig völdum og haldið þeim meö
illskeyttum ráðum. Róttækir
vinstri menn halda þvf gjarnan
fram — fyrir utan þá sem enn
hafa trú á Stalin — að Stalin hafi
afvegaleitt flokk Lenins og þar
meö Sovétrikin. Aðrir telja að
endanleg niöurstaða hafi alla tið
blundað i' kommúnismanum
sjálfum og benda á reynslu ann-
arra þjóöa sem lent hafa undir
hverskonar ráðstjórn. Látum
þetta nú duga en hættum okkur
ekki út i flóknar isma-umræður,
staðreyndirnar i þessu tiltekna
máli eru alla vega staðreyndir:
Stalin vann fullnaðarsigur á
Trotski'j-istum og Sinovév-istum,
er hann sneri sér loks gegn Búk-
harin var sama uppi á teningn-
um. 1929 er Trotskij visað úr
landi.
Allt í ljúfri löð?
Er andstæðingum Stalins var
ljóst að þeir höfðu tapað reyndu
þeir flestir hverjir að koma sér i
mjúkinn hjá honum á nýjan leik
og það virtist oftastnær takast.
Sinovév og Kamenév unnu sér
það til áframhaldandi valda að
fordæma Trotskij, Jevdókimov
og Bakév fóru sömu leiö, siðan
Krestinskij, Pjatakov, Radek,
Serebriakov, Búkharin, Smirnov
— allir falla þeir á kné og lúta
Stali'n, fá i staðinn að ganga i
flokkinn aftur, en flestir höfðu
veriðreknirúr honum, lengst hélt
Rakovskij út en hann viðurkenndi
ekki almætti Stalins fyrr en 1934
og hafði þá verið mörg ár i
fangelsi við ákaflega slæman að-
búnað. Flestir þessara manna
tóku aftur viðembættum á vegum
flokksins og Búkharin og Pjata-
kov voru meira að segja kjörnir i
miðstjórnina á nýjan leik. Rýkov
varð póstm álakom m issar .
Pjatakov tók við yfirstjórn
þungaiðnaðarins af
Ordsjónikidze. Sinovév og
Kamenév fengu i sinn hlut
stjórnarstöður i minni háttar
menningarstofnunum, en Radek
varð aftur ritstjóri Prövdu. Búk-
harin ritstýrði Izvestia.
Kresti'nskij varð sendiherra og
varakommissar i utanrikisráðu-
neytinu meðan Sókólnikov túlkaði
stefnu Sovétrilíjanna i London og
Paris. Rakovskij var sendur til
Japan. Allir voru þeir mikils
metnir sérfræðingar hver á sinu
sviði, og allt virtist fallið i ljúfa
löð.
En það var bara á yfirborðinu.
Þessir menn voru niðurbrotnir
eftir áratuga erfiða baráttu og
niöurlægingu ósigursins. Stalin
hafði haft lag á að spila þeim
hverjum á móti öðrum, nú réði
hann örlögum þeirra að fullu og
öllu. Sá timi kom að hann lét til
skarar skriða gegn þeim.
Upp úr 1930 fóru erfiðleikar
hraövaxandi i Sovétrfkjunum.
Efnahagsmálin voru í megnasta
ólestri, stefnan hafði i raun og
veru beðið ósigur þótt enginn
viðurkenndi það opinberlega.
Þjóðin-rambaði á barmi hungurs-
neyðar og kúgunin færðist sifellt i
aukana. Mannréttindi voru ekki
virt fremur en á tima keisarans,
stöðugt fjölgaði I fangabúðunum i
Siberiu og menntamenn sem i
upphafi höfðu stutt nýju stjórnina
hlutu að snúa viö henni baki.
Leynilögreglan GPU fór hamför-
um gegn þeim og fékk æ meiri
völd. Oánægjan braust út á ýmsa
vegu, margir dufluðu við
terrorisma eins og háttur var
ungra Rússa á nitjándu öldinni.
Hryöjuverk voru þó aldrei alvar-
legt vandamál en þau veittu
Stali'n kærkomna átyllu til að
ráðast gegn andstæðingum sin-
um, raunverulegum en flestum
Imynduðum, er honum þótti
henta. Innan flokksins voru ennþá
væringar og árið 1932 komst upp
að Ri'útin nokkur virtist hafa gert
tilraun til að sameina alla and-
stæðinga Stalins i eina fylkingu.
Stali'n heimtaði höfuð Riútins en
fékk ekki, meirihluti stjórnmála-
ráðsins gerðist svo djarfur að
hafa orð hans að engu. I stjórn-
málaráðinu hafði ný stjarna skot-
ið upp kollinum, ungur og
metnaðargjarn leiðtogi flokksins
I Leningrað, Sergei Kirov. Talið
var aðhann væri Stalin ekki meir
en svo hollur, alla vega er vist að
Stalfn óttaðist áhrif hans og vin-
sældir. 1 stuðningsmannahópi
hans sjálfs voru hins vegar komn-
Sjá næstu síðu