Tíminn - 25.04.1982, Qupperneq 4
4
Sunnudagur 25. apríl 1982
■ Schober, vinur Schuberts (Július Vifill Ingvarsson) og óperusöng-
konan Guidetta Grisi (Anna Júliana Sveinsdóttir). (Timamynd ELLA)
■ Grisi (Anna Júliana Sveinsdóttir) og herra Tschöll (Guðmundur
Jónsson). Timamynd ELLA)
Hanna (Katrin Sigurðardóttir) ogSchubert (Sigurður Björnsson).
(Timamynd ELLA)
Ástarraunir
■ í kvöld laugardaginn 24. april
frumsýnir Þjóðleikhiísið gamal-
kunnan og vinsælan söngleik,
Meyjaskemmuna, með alþekktri
tónlist eftir Franz Schubert. Leik-
stjóri sýningarinnar er frá
Austurriki og heitir Wilfried
Stciner og á orðið langan íeril
að baki sem leikstjóri og
leikari og hei'ur starfað i flest-
um borgum Austurrikis og
V-Þýskalands. — HljómsveiJ-
arstjóri er Páll Pampichler
Pálsson og Sinfóniuhljómsveit Is-
lands leikur. Islensk þýðing söng-
leiksins er eftir Björn Franzson:
Sigurjón Jóhannsson gerir leik-
mynd og búninga en Páll
Ragnarsson sér um lýsinguna.
Texti óperettunnar er eftir A.M.
Willner og Heinz Reihert, en ung-
versk ættaða tónskáldið Heinrich
Berté bjó tónlist Schuberts til
sviðsflutnings. Raunar er mikil
raunasaga á bak við þátt þessa
Berté i Meyjaskemmunni þvi
hann hafði sjálfur samið tónlist
við verkið en henni veriö hafnað á
þeirri forsendu að hún stæðist
engan samanburð við tónlist
Schuberts sjálfs. Var honum
nauðugur einn kostur að hlýta
fyrirskipunum rétthafa verksins
ef hann vildi losna við að verða
dreginn fyrir rétt. Berté var siðan
úthrópaður af gagnrýnendum
eftir frumsýninguna i Vinarborg
árið 1915 fyrir að „stela” tónlist
Schuberts. Enallt um það þá náði
Meyjaskemman strax ótrúlegri
hylli og var sýnd yfir eitthundrað
þúsund sinnum i Vi'narborg einni!
„Það hefur verið
gaman að glíma
við þessa óperettu”
— segir Júlíus Vífill Ingvarsson
Horfið
aftur til
„Bieder-
mayer-
tímans”
— segir Sigurjón
Jóhannsson
■ „Jú, þetta er mikil sýning,
fjölmenn og stór og eftir þvi mikil
um sig”, sagði Sigurjón Jóhanns-
son, sem á heiðurinn af leikmynd-
um Meyjaskemmunnar. „Éghef
veriö hæfilega trúr timabilinu
sem söngleikurinn á að gerast á
og raunveruleikanum. Þetta er sá
timi sem „Þjóðverjar nefna
„Biedermayertimann” árin
1820—1835, en þetta gerist siðla á
þeim árum. Út frá þessu hef ég
svo unnið.
Sviösmyndin er talsvert viða-
mikil, en likt er eftir heimili
Schuberts, sem menn vita all vel
hvernig leit út, þvi hús hans er
varðveitt sem næst upprunalegri
mynd i Vin.
Annar þáttur gerist i „Meyjar-
skemmunni” sjálfri, sem er stof-
ur Tschöll hjónanna og þriðji
þáttur fer fram i útborg Vinar,
Grieniz.
Já, þetta hefur verið ánægju-
legt verkefni og ég vil láta þess
sérstaklega getið hve samvinnan
við leikstjórann, Wilfried Steiner
hefur verið ánægjuleg.”
—AM
■ Það er ungur söngvari sem nú
er við nám á Italiu, Július Vifill
Ingvarsson, sem fer með hlutverk
Schoberts i Meyjarskemmunni,
en Schobert er einn vina Schu-
berts. Við hittum Vifil i vikunni og
spurðum hann um tónlistarferil
hans og framtiðaráætlanir.
„Ég fór til Bologna á ttaliu árið
1979, að loknu námi við Tónlistar-
skólann i Reykjavik og Söngskól-
ann i Reykjavik, en þar var
Magnús Jónsson minn helsti
kennari,” segir Vifill. „Ég fór þó
ekki strax út, þvi áður varð ég að
ljúka laganámi minu hér heima
og hafði raunar hugsað mér þeg-
ar ég hélt til ttaliu aöfara i fram-
haldsnám þar. Söngnámið krafð-
ist hins vegar það mikils tima að
ég varð að helga mig þvi óskiptur.
I Bologna við tónlistarskólann
þar hefur Arrigo Pola verið minn
helsti kennari, en hann var einn
helsti kennari Pavarottis og enn
hef ég sótt söngtima hjá Mario del
Monaco.”
Hefur þú sungið i söngleikjum
ytra?
„Nei, ég hef forðast það sem
mest. Sumir ungir söngvarar
hafa lagt sig eftir að spreyta sig
með námi, en ég tel þetta ekki
nógu vel borgað og of timafrekt,
til þess að slikt svari kostnaði.
Samt hef ég stöku sinnum sungiö
á tónleikum, og á söngkeppni,
sem kennd er viö Aurelio Pertile,
vann ég til 2. verðlauna árið 1980.
En eins og ég sagði, — ég hef
heldur forðast að syngja utan
■ Július Vifill með hundinn
Nadda. (Timamynd G.E.)
námsins, einnig vegna þess að þvi
fylgja oft þreytandi ferðalög”.
Hvaða höfunda lætur þér best
aösyngja?
„Það er sjálfsagt hæpið að fara
að skilgreina sjálfan sig, en ég tel
að min rödd sem er hálýrisk
tenórrödd, sé hæf til að takast á
við Donnisetti, Bellini, mikið af
Verdi og Puccini, svo ég nefni
dæmi.
Jú, það hefur verið gaman að
glima við þessa óperettu. Schu-
bert er eitt af minum uppáhalds-
tónskáldum, og kannske er þessi
músik mér nýrri og ferskari
vegna þess að hann er ekki mikið
sunginn á ltaliu. Samstarfið hefur
lika verið gott, mikið af skemmti-
legu fólki i kring um mann og
vinnan ialla staði ánægjuleg.”
Hvað um framtiðina?
Ég vona að ég geti farið til
ítaliu að nýju i haust, en samt
kann svo að fara að ég verði að fá
mér eitthvað starf i tengslum við
lögfræðina hér heima næsta vet-
ur. Þetta er óráðið, þótt auðvitað
kysi ég fyrri kostinn langtum
heldur. Vonandi gefast i framtið-
inni tækifæri til þess að syngja
hér heima og á Islandi vildi ég
helst starfa. Annars er liklegt að
ég leiti mér viðfangsefna erlend-
is”. —AM