Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 25. aprfl 1982 leigupennar f útlöndum ¦ Fyrir áhugamenn um bjór, kynþáttamál, spilakassa, skó- hælagerð, skipulagningu íbuða- hverfa, verslun og viðskipti er þetta bull: Ég bý á Amager i Kaupmannahöfn, f blokk sem stendur i miöri þyrpingu 16 annarra blokka, þetta er svona hverf i i hverfinu, ný jar blokkir og kósi. En engin sjoppa. Hér gegna sjoppur ekki sama uppeldishlut- verki og i Reykjavik meö lakkris- rörum og pikuskrækjum. fig vann einu sinni meö manni sem leit Ut einsog Alfred Neuman (sem er altmuligmaður hjá hinu virta bandariska timariti MAD), maður þessi sem viö skulum nefna Alfred var uppgjafa sjoppukaupmaður af Nörrebro og hann sagði mér aö það borgaoi sig ekki aö reka sjoppur nema með þvi aö selja bjdr á kvöldin. A bjór- sölunni mætti stórhagnast, en þvi miöur væri hiín bönnuö. Sjoppu- kaupmenn sem seldu bjór á kvöldin lifbu i stanslausum ótta viö lögregluna, eitt kvöldiö haföi hún bariö aö dyrum hjá Alla sjálfum og það þýddi bæbæ sjoppa, bæbæ heppiness, heiló akranes fyrir kappann. Hérna I hverfinu hafa yfirleitt verið einhver ráð með að komast yfir ölflösku á viðráðanlegu verði eftir að og um þessar mestra vinsælda „Svahiltsjoppan eigendurna sem heims. Það var að koma i staklega skyggja tekur mundir nýtur I þeim efnum ", kennd við eru þriðja mikið ævintýri Svahilisjoppuna, sér- fyrst eftir að hún opnaði. Maður trftlaði út úr blokkaþyrpingunni, sem er upp- lýst og fögur, siðan eftir gang- stigum útvaðandi í hundaskit, drasli og einstaka fyllibyttum á bekkjum, gegnum dimmt skuggasund og þá var komið i niðurnidda verslunar- og kráar- götu sem Holmbladsgade nefnist. t litlum glugga var hripað Kiosk á pappaspjald. Maður gekk að hurð við hlið gluggans, bretti upp kraganná fallhlffafrakkanum, lét hattinn sliita og öruggast var að setja upp dökk gleraugu áðuren haidið var inn. Innandyra sátu nokkrir þung- búnir skeggjaðir karlmenn með túrbana á hausnum og talnabönd milli fingranna, einsog á rikis- ráðsfundi I perslu, nema I stað myndanna af Khomeini voru tó- baksvörui; sælgæti og tímarit I bakgrunninum. Þessir brUnaþungu dimmrödduðu menn þögnuðu þegar viðskiftavinurinn birtist og maður fann á sér hvila 8—12 tortryggin augu. Svo byrjaði gamanið. Enginn persanna kunni dönsku, þekkti vörutegundirnar, var almennilega klár d verðinu, þeir kunnu ekki einu sinni á pen- ingakassann, samt vildu þeir allt fyrir mann gera, auðvitáð, þeir ætluðu að græða á þessu. Það var bitið I peninga, velt vöngum, beðist fyrir og peningakassinn var flæktur svo i talnarunum að honum lá við yfirliði, og eftir hálf- tima kabarett var farið innfyrir og ræstur tiuára gamall svahili- drengur sem kunni dönsku. Sá kom urillur fram með lftinn tUr- bana á husnum, gleraugu einsog hank marvin og kassettutæki sem glumdi einhverju sem liktist tyrkneskum þjóðlögum, ef þið vitið hvað ég er að fara. Þarmeð gátu viðskiftin hafist, drengurinn afgreiddi umbeðnar sigarettur og súkkulaðikex, að þvl loknu hallaði maður sér fram á borðið og muldraði tvo bjóra. Þá upp- hófst enn meira samsærishvisl, og tortryggnin sveif einsog slæöa á miðilsfundi um loftið, að lokum hvarf einn ajatollinn bakvið og kom svo fram með bjórana I dökkum plastpoka, maður borg- aði kontant og laumaöi sér svo út 1 náttmyrkrið með vöruna undir frakkanum. 1 venjulegum versl- unum á daginn kostar bjórinn tæpar fjórar krónur stykkið. A krám kostar hann 9—12 krónur á kvöldin, en Svahílímennirnir selja hanná 4.50 þannig að hér er augljóslega mikil þjóðþrifastarf- semi á ferðinni. Svahilisjoppan blómstrar Yfirleitt eiga þessi ólöglegu viðskifti sér skamma sögu, maður er ekki fyrr búinn að frétta af klnagrilli eöa sjoppuræksni sem verslar með bjdr á kvöldin, en löggan gerir rassi'u I hverfinu Svahflí-sjoppan og drykkjutæknarnir og upprætir glæpastarfsemina. Alfred Neuman hélt þvl fram að þeim væri nær þessum djöflum að kveða niður eiturlyfjasöluna sem blómgaðist fyrir opnum tjöldum viða um bæ almennilegu fólki til ama og hrellingar og ég man að um þetta urðu miklar umræður I vinnunni án þess niðurstaða feng- ist frekar en venjulega þegar danir deila. En Svahlllsjoppan blómstrar, ætli hún fari ekki að eiga ársaf- mæli bráöum, en þaö myndi llk- lega vera met I þessari viðskifta- grein. Helstu afgreiðslumennirn- ir kunna dönsku núorðið og eru farnir að þekkja vörutegund- irnar, komnir með stereosett fyr- ir tyrkjatónlistina og þeir allra vestrænustuerubiinir að snlða tlu neðstu sentlmetrana af skegginu og farnir aö gefa túrbaninum fri. Tveir þeirra eru komnir með nafn, Soldáninn og Jaminven. Við hliðina á sjoppunni reka Svahilimennirnir verslun sem heitir BAZAR, það mun vera eina kjörbúðin f Skandinaviu sem heit- ir þvl nafni, en ég hef heyrt að einhversstaðar i þriðja heiminum gangi öll verslun og viðskifti und- ir þessu nafni. Bazarinn er merkileg búð, innandyra er hálf- gertmyrkur og agaleg saggalykt, þar eru seldar venjulegar kjör- buöarvörur. Þarna er hægt að verslamjögódýrt, hægt aö kaupa vörur á hálfvirði. Þær hafa bara þann ókost að vera allt of gamlar, dagstimplarnir gefa til kynna að þær ættu að vera komnar á ösku- hauga fyrir óralöngu. En þær þurfa ekki endilega að vera eitr- aðar fyrir það, þarna er tildæmis hægt að kaupa vikugömul dag- blöð á krónu stykkiö og þegar grannt er skoðað kemur í ljós að þau eru ekkert verri. Að hafa svona kjörbiið við hliðiná reddar llklega að ein- hverju leyti sjoppurekstrinum fyrir svahi'limennina, þarmeð Höst þeim að hafa standandi bjdr- lager án þess að vera grunsam- legir. En eitt sér væri þetta liklega of gagnsætt trikk, þeir eru slóttugri en þetta. Svahllímenn- irnir hafa nefnilega lagt undir sig allt hUsið með basarnum og sjoppunni og þar bUa nokkrar svahllifjölskyldur, risastórar I einhverskonar kúmmUnubúskap, með heilan sæg af börnum (það eru helst við Utlendingarnir sem hlöðum niður börnum I þessu landi, dönum sjálfum fækkar, liklega vegna áhrifa frá barna- fjandskap '68 kynslóðarinnar, en hugmyndir hennar gegnsyra hér allt). Mér var sagt aö þegar lögg- an kom að rannsaka bjórbirgðir svahilisjoppunnar hafi þeir fund- iðlagerinn I fjölskyldulsskápnum bakvið, en i' Danmörku væri aldrei hægt að draga mann fyrir lög og dóm fyrir að eiga bjór I isskápnum, það yrði réttarglæpur aldarinnar. Fátækrahverfi á danska visu Þetta hverfi I kringum Holm- bladsgade er fátækrahverfi á danska visu, húsin eru flest upp- undir aldargömul, lekir ftínir og ljótir mUrsteinshjallar byggðir af iðnrekendum sem leiguhUsnæði fyrir verkalýðinn. Kakkalakka- og silfurskottuparadisir. Lasnir UtikamraE-i'bakgörðum. FUnir og hriktandi stigar. Ég kom eitt sinn I svona hUs með yngstu dætur mina tvær og mér var tekinn vari við þvi að bera þær upp á hand- leggnum, tröppurnar myndu ekki þola þungann. Litlu stelpurnar eru reyndar I nokkuð vænum holdum, en samt.... Þegar uppí Ibuðina var komið þurfti ég að dUöa börnin vandlega, þetta var um haust og miklu kaldara, eða hráslagalegra inni en utandyra. Ég var f fylgd með kunningja minum sem gengur með gler- augu, hann varð að taka þau niður þegar við komum inn, sagg- inn var svo magnaður að það sett- ist móða á linsurnar. Eldhúsinn- réttingin var svo fUin og kvik af skordýrum að IbUarnir sögðu að hUn færðist til um nokkra sentl- metra á hverri nóttu. Kamarinn i bakgarðinum treysti ég mér ekki Ólafur Gunnarsson, rifhöfundur, hefur nú, i bili að minnsta kosti, látið af leiguskriftum fyrir Helgar-Tímann: vegna anna við ritstörf að því er hann segir okkur. I staðinn er það kollegi ólafs, Einar Kára- son, sem hefur tekið að sér að skrifa fyrir okkur frá Kaupinhafn, en Einar gaf út sína fyrstu skáldsögu nú um jólin, Þetta eru asnar Guðjón. Væntum við góðs af honum. Einar Kárason, rithöf undur, skrifar f rá Kaupmannahöf n til að skoða eftir að hafa heyrt honum lýst. Kaldhæðinn nágranni sem rak inn hausinn i kartöflu- harki sagði að það væri ekkert mál að komast Utá kamar, ef maður hefði gott öldubretti, þá væri hægt að fleyta sér á rottu- gerinu alveg uppá setu. Það voru koppar undir öllutn rUmum, bæði nýmóðins plast- kopparog emaléraöir stálkoppar, óregluleg tæming þeirra orsakaði að einkennislykt bUðarinnar var svona ammoniaks eða salmiaks- stækja, það-lyktar-öðruvisi-lykt. Seðlarnir vaxa ekki I vösum IbUa þessa hverfis. Við Hólm- blaðsgötu er stofnun sem Kofoed- skóli nefnist, hversvegna hUn heitir skóli veit ég ekki, þvi þetta er aðalhjálparstofnunin fyrir róna og Utigangsmenn I allri Kaupmannahöfn. f hverfinu eru yfirleitt fullir vesalingar I hundraðatali, danskir frakka- menn, nauðalikir Reykvisku starfsbræðrum sínum fyrir utan Ingólfsapótek. Li'ka grænlend- ingar með heimskautajökulinn á herðunum. 1 kUfUöskólanum fá þeir súpu að éta, vasapeninga, næturgistingu, félagsráðgjöf og hjálp með gamlar mublur og annað smálegt ef þeir ætla að koma sér á réttan kjöl. Nærvera þessarar stofnunar er ekki til að hækka fasteignaverðiðl nærliggj- andigötum. Heims m eis tar akeppni ikóngakapal Þarna bUa semsagt sfátæklingar. Við Hólmblaðsgötu erukrárá nokkurra metra fresti, mjög iburðarlausar og hallæris- legar honkitonk bUllur, en ákaf- legakósi.Hverknæpaá slna föstu kUnna og hUn er þeirra annað heimili.þar þekkjast allir, þegja, rifast, verða vinir og óvinir og gestgjafarnir sem yfirleitt eru drykkfelld hjón stunda félags- ráðgjöf við barborðið. Alveg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.