Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 5
Sunnudagur 25. apiil 1982 S»J Meyjarnar og unnustar þeirra, söolasmiöurinn og sótarinn. Schuberts Og Berté var af þessu forríkur maöur en Schubert hafði hinsveg- ar andast i sárustu fátækt tæpri öld áöur, svo sem kunnugt er. Um söguþráð Meyjaskemm- unnar er óþarfi að fjölyrða hér. Þetta er ofureinföld saga af ást- um og ástarraunum Schuberts, en aö visu ekki byggð á raunveru- legum atvikum gagnstætt þvl sem nokkuð almennt er álitið. Margar helstu persónurnar voru að vfsu til á sinum tlma og aðrar eiga sér fyrirmyndir Ur raun- veruleikanum, en verkið lýtur að öllu leyti lögmálum skáldskapar- ins. 50 söngvarar og leikarar Mikillfjöldisöngvara. ogleik- ara koma fram í sýningunni á Meyjaskemmunni — alls um fimmtlu manns—• og margir nýir kraftar á ferðinni. Þaö er. Sigurður Björnsson sem fer með hlutverk tónskáldsins Franz Schubert, Júlfus Vlfill Ingvarsson er I hlutverki vinar hans Franz Schober, þess sem rænir tón- skáídið stúlkunni en Juli'us hefur undanfarið verið við söhgnám á Italiu og kemur nii i' fyrsta skipti fram I Þjóðleikhusinu. Systurnar þrjár i Meyjaskemmunni eru KatrinSigurðardóttir, sem leikur Hönnu, Kristtn Sædal Sigtryggs- dóttir, sem leikur Heiðu og Ellsa- bet F. Eiriksdóttir sem leikur Hildu. Þetta er frumraun Katrin- ar hér i Þjdðleikhúsinu en hún hefur verið við söngnám i Svi- þjóð, Kristin og Elísabet hafa hinsvegar báðar verið hér I sýningum með Þjóðleikhússkórn- um og Elisabet söng einsöngs- hlutverk I Sögum Ur Vinarskógi mamzjam (TimamyndELLA) nú I vetur. Guðmundur Jónsson og Þurlöur Pálsdöttir eru foreldr- ar stúlknanna I sýningunni. þeir Kristinn Hallsson, Halldór Vil- helmsson og Bergþór Pálsson eru félagar þeirraSchuberts og Scho- bers, og Bergþor er einnig nyr maður á sviði Þjóðleikhússins. Anna Júllana Sveinsdóttir er I hlutverki Guidittu Grisi óperu- söngkonu. Fjöldi leikara kemur einnig fram I sýningunni eins og áður sagði og með stærstu leikarahlutverkin fara Jdn S. Gunnarsson, Kristjan Viggdsson, Árni Tryggvason, Erlingur Gisla- son og Herdís Þorvaldsdóttir. Sem fyrr segir er frumsýningin i kvöld 24. april en önnur sýning óperettunnarverður annaðkvöld. Söngáhuginn vaknaði í Tónlistar- skólaniim Rætt við Katrínu Sigiirðardóttur Katrln Sigurðardóttir (TimamyndG.E.) ¦ ,,Ahugi minn á söng vaknaði þegar ég var i Tónlistarskólan- um. ftg tók þar tónlistarkennara- pröi' og liður i náminu var söng- nám," segir Katrin Sigurðardótt- ir ættuðfrá Húsavik, sem fer með hlutverk Hönnu, hina yngstu systranna þriggja I „Meyjar- skemmunni." „Ég í'ór að læra á pianó átta ára gömul", segir Katrln, „og hafði alltai' gaman af tónlist. Að loknu tónlistarkennaraprófinu 1978 fór ég til Húsavikur og var þar við tónlistarkenslu um tima, en fór svo I Söngskólann i Reykjavik, þar sem ég starfaði sem undir- leikari og var.nemandi um leið. Söngkennaraprófi lauk ég svo i fyrravor." Þá lá leið þin til Svfþjöðar? „Já, ég fór til Stokkhólms I fyrrahaust og hef verið þar viö nám i einkatimum hjá Karin Langebo. Ég kom heim nú i end- aðan febrúar til þess að syngja þetta hlutverk I „Meyjaskemm- unni". Svo liggur leiðin til Sviþjóðar að nýju? „Já, það ætla ég að vona. Það er að minnsta kosti von min, að ég getihaldiðáframaðlæra." Við þökkum Katrlnu fyrir spjallið, en hiin er aðeins 24 ára og á timann fyrir sér, þvi við höf- um sannspurt að hún sé þegar ein okkar efniiegasta sópransöng- kona. —AM „Falleg mynd af Schubert og lífi hans" — segir Sigurður Björnsson, sem senn á 20 ára söngafmæli og hef ur sungið á annað hundrað hlutverk Við höfum spurnir af þvi að Sigurður Björnsson, sem fer með hlutverk Schuberts i Meyja- skemmunni, ætti tuttugu ára söngafmæli á næstunni og til þess að fá úr þessu skorið lá beinast við að spyrja hann sjálfan. Það gerðum við á æfingunni sl. þriðju- dagskvöld. „Já, það er rétt. Þann 22. októ- ber nk. eru tuttugu ár liðin frá þvi er ég söng fyrst i Stuttgart, sem fastráðinn söngvari þar. Ég fór fyrst út árið 1956 til söngnáms i Miinchen og var þar i sex ár, en 1962 kom ég að óperunni i Stutt- gart þar sem ég var svo sex næstu árin. Þaðan fór ég til óperunnar i Kassel og það var af þvi að þeir gömlu sátu fyrir stóru hlutverk- unum. En ég vildi reyna mig við þau hlutverk og fór þvi til óperu af miðlungsstærð. Þar var ég i 4 ár." Og þá lá leið þin til Munchen? „Nei, ekki var það nú, þvi ég var eftir það i 3 ár i Graz og á samningi viö Volksoper um leið. Þá barst mér boð um að starfa við Gartnerplatztheater i Miinchen. Já, hver hefði neitað boði frá Miinchen? Þar hafði ég lært og leit á borgina sem mitt annað heimili." Hvc mörgeruhlutverkin orðin? „Þau munu vera orðin áannað hundrað. Sjálfsagt hefðu þau orð- ið fleiri ef ég hefði verið áfram ytra, en þegar þar að kom að börnin voru komin á þann aldur að við urðum að velja á milli þess að „fara heim", eins og konan min sagði, eða vera áfram ytra völdum við fyrri kostinn. Þetta snerist um það hvort við vildum að börnin yrðu útlendingar eða Islendingar. Þegar mér svo barst boð um að taka við starfi fram- kvæmdastjóra S.l. þá þáði ég það. Það varárið 1977." Hvað um hlutverk Schuberts I Meyjaskemmunni núna? „Ég hafði aldrei sungið hlut- verk Schuberts, þótt ég hefði sungið mikið ljóð eftir hann. Raunar hafði ég ekki séð þessa óperettu fyrr þvi hún er ekki mik- ið flutt erlendis, þótt i henni séu öll þessifallegu lög, sem hljómað hafaaftur og aftur I allra eyrum. En það er gaman að fást viðað syngja Schubert „i eigin persónu" og það hefur verið gam- an að fást við þessa uppfærslu, sem ekki er sist að þakka austur- riska leikstjóranum Wilfried Steiner. Hér I óperunni kemur einmitt fram vinur Schuberts Vogel, sem hann skrifaði flest sinna 700 laga fyrir. Þetta verk er gætt miklum þokka og að minu mati er þetta falleg mynd af Schubert og lifi hans. —AM Sigurður Björnsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.