Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 25. apiíl 1982 m i greininni hér aö neðan kemur meðal annars fram að bækur Halldórs Laxness hafa verið þýddar á um 35 tungumái i ölium heimsins hornum. Öt- gáfurnar á verkum hans erlendis skipta hundruðum/ hann er með sanni einn af hinum eigin- iegu heimshöfundum. I tilef ni hins mjögumf jallaða afmælis Halldórs er hér stiklað á stóru í þýðinga- málum hans erlendis, allt frá því að fyrsta „al- vörubók" hans Vefarinn mikli frá Kasmir kom út. Hér eru rakin tildrög þess að Salka Valka og síðar Sjálfstætt fólk komust fyrir sjónir útlendinga og Halldór einkum látinn tala sjálfur, enda engin hætta á aðorð hans verði betrumb*tt. Vikjum fyrst að Vefaranum mikla og tilraunum Halldórs til að leggja undir sig hinn enskumælandi heim. t bréfi til Ingu Einarsdóttur frá 26. april 1928 skrifar Halldór Lax- ness sem þá dvaldi i Kaliforniu: „Það væri brjálsemi aö stökkva nii heim til íslands aftur rneðan verið er að þýða Vefarann á ensku, en sú þýðing getur orðið stepping-stone fyrir mig í enska heiminum." Halldór var i Kali- forniu fyrst og fremst þeirra er- inda að komast á mála hjá ein- hverju af stóru kvikmyndaverun- um i Hollywood, hann skrifaði meðal annars kvikmyndahandrit undir nafninu Kari Karan, en það voru margir hæfileikamenn um hituna i Hollivúdd og Halldór sagði skilið við hreyfimyndirnar fullur af gremju. Eftir þessi von- brigði batt hann allar vonir sinar um heimsfrægð við Vefarann mikla frá Kasmir: „Bara að ég kæmi Vefaranum út á ensku, — þá væri ég hólpinn!" Þremur ár- um áður hafði hann tekið i sama streng i bréfi til Jóns Sveinsson- ar/Nonna: ,,... enski heimurinn (hefur) alltaf verið markmið mitt." Hann skrifar Ingu enn- fremur að hann hyggist fara á fund Upton Sinclairs „og annara voldugra manna", sem hafi heitið sér fulltingi sinu við útgáfu bókarinnar. Það er ekki furða að hinum unga og óþreyjufulla rithöfundi af Islandi hafi verið kappsmál að koma verkum sinum út á erlend- um stórtungum, ekki sist ensku en um þær mundir voru skrifaðar mestar bókmenntir á þvi máli. Lesendahópurinn hér heima þótti person" geti lagfært þær. Sinclair reyndi lfka allt hvað hann gat til að vekja áhuga ameriskra útgef- enda á skáldsögunni. En skömmu fyrir brottför Halldórs frá Kali- forniu, hinn 5. október, hefur viðleitni Sinclairs enn engan árangur borið. En skáldbróðirinn ameriski hafði tekið að sér að gera samning um Vefarann fyrir hönd Halldórs eftir að hann er farinn úr landi. t bréfi til Ingu er Halldór vongóöur: „Ég er sann- færður um að bókin á eftir að koma út og gera lukku i enska heiminum." 22. október skrifar hann hinsvegar sjálfur banda- risku forlagi og býður þvi Vefar- ann mikla. Hann lýsir skáldsög- unni stuttlega og vitnar i útdrátt úr umsögn Uptons Sinclairs i bréfi til höfundarins. Halldór seg- ist þurfa að hafa hraðan á, „sailing for Germany from Los Angeles on the lst of Novem- ber." Vefarinn mikli frá Kasmir kom aldrei á bok i Ameriku, reyndar var það ekki fyrr en 1975 að hun kom fyrst út á erlendu tungumáli, þá á dönsku i þýðingu Eriks Sönderholms. t veraldlegum skilningi var Amerikuför Ilall- dórs hálfgerð fýluferð, þótt hún hefði óefað þroskandi áhrif á hann sem rithöfund. En hvers vegna létu ameriskir forleggjar- ar sér fátt um Vefarann finnast? Þvi hefur Halldór sjálfur reynt aö svara i Skáldatima frá árinu 1963: ¦ Fyrsta útgáfan á verkieftir Halldór Laxness erlendis, Salka Valka f þýðingu Gunnars Gunnarssonar. Útgefandinn var Hasselbalchforlagið sem ætlaði vlst að græða milljón á bókinni, árið var 1934. Ieingur fram, ég var biiinn að leggja honum upp sem ósjófær- um. Þetta er æskuþrúngið kaþólskt trútekningar- og trúaf- neitunarrit, meir samið til að létta af höfundinum óþörfum ábagga sem hann hafði bundið sér en segja sögu. Sil óklassisk aðferð hafði nú einusinni veriö ráðandi á upprunadögum Vefar- ans, aö hver sem hafði einhverja meinloku i hausnum, og þó hann hefði ekki nema lús i skegginu, þóttist skyldugur að rölta af sér þessa einkaóværu með þvi aö gefa út af sér eitthvert f jölmúla- vil sem átti að heita skáldsaga. strax að þetta var eingin bók handa Ameriku á dögum þjóð- félagsskáldsögunnar. Þeir sögðu að þarna væri i rauninni tvær óskyldar bækur I samkrulli, væri önnur um páfatrú en hin um þá undarlegu þjóð sem islendingar væru kallaðir. Gátu þeir fyrir aungan mun skilið hvernig hægt væri aö flækja þessu tvennu saman: væri það þeim mun óskiljanlegra sem hverskyns þræta við páfann hefði verið lögð niður á evrópsku menningar- svæði með samkomulagi beggja aðilja allar götur aftur á 16. öld. Sögðu að þeir innflytjendaflokkar kvenmannsbuxurnar með falleg- um skinnperluútsaum; væru snjóhús þeirra sannkölluð meistaraverk. Fullyrtu að marg- ir amriskir lesarar mundu þess óðfúsir að lesa bækur um það þegar fólk þetta væri að veiða hreindýr úti snjónum og skjóta á rostúnga með beinprjónum; hvöttu mig einlæglega til að skrifa slika bók. En hvað slik þjóð væri að vilja i Rómaborg, einsog segir i Vefaranum, það mundu amerikumenn aldrei fá skiliö né aðrar þjóðir. Mundi ekki mega gera úr þessu tvær bækur, aðra um páfann og hina um is- lendinga? Mig minnir að þegar ég kom heim frá Amerfku hafi ég lagt þýðingu Magnúsar Arnason- ar i múrningu i handritadeild Landsbókasafnsins i Reykjavik." Hasselbalch falast eftir Sölku Völku Reyndar er rétt að geta þess að þonokkrum árum áður höfðu af- urðir Halldórs komist á prent á erlendu tungumáli, smásögur þær sem hann skrifaði unglingur á dönsku og fékk birtar i sunnu- dagsútgáfu Berlingske Tidende i Kaupmannahöfn. Nokkuð sem varð honum til álitsauka i augum landa hans, þó nú þyki þessar rit- smiðar ef til vill ekki björgulegar. En fyrsta stóra skáldverk Hall- dórs Laxness mun hafa verið Salka Valka sem Steen Hassel- balchs Forlag i Kaupmannahöfn gaf út árið 1934, aðeins tveimur árum eftir aö siöari hluti bókar- innar, Fuglinn i fjörunni, birtist á islensku. Það var Gunnar Gunnarsson sem þýddi bókina á dönsku, en Halldór launaði hon- um ómakið alleftirminnilega siðar og þýddi alls sjö bækur eftir Gunnar á islensku. Víkjum aðeins að forsögu þessarar þýðingar og látum Halldór um að segja frá, hér sem oftast eftirleiðis i grein- inni er það Skáldatimi sem vitnað er i: „Innanum gömul uppköst af Sölku Völku sem tilviljunin ber upp i hendur mér liggur eftirfar- andi skeyti frá Kaupmannahöfn, ,LOKSINS KOMIÐ EFNII honum bæöi fámennur og skilningssljór. Þegar Halldór vann við samningu Vefarans sumarið 1925 skrifaði hann vini sinum Erlendi Guðmundssyni: „Mér er sem stendur einna efst i hug, að snúa sinishorni af sögunni; á dönsku i haust og senda forlagi I Höfn, t.d. Gyldendal; ég þori að fullirða að slfkt iröi hárvis^s succés. Það er hvort sem er ekki annað en heimskulegt sport að vera að skrifa á islensku, eins og sakir standa: maður hefur ekki efni á þvi, og þar heldur ekki sá rétti jarðvegur. — Hart að tala firir daufum eirum." „•••eingin bók handa Ameríku..." „...að þvler Vefaranum viðveik hefur hann sérstöðu i samanlögðu verki minuj ég bauö hann ekki Vinur minn Magnús A. Arnason, sem átti heima i San Fransisco, fjölfróður listamaður og að þvi skapi verksigjarn, snaraöi reyndar Vefaranum á ensku meðan ég var vestra, og Helen Crane lagaði i þýðingunni málið. Sprenglærðir bókmentaráðunautar tveggja New York-forlaga voru feingnir til að athuga verkið. Þeir sáu i Ameriku sem aðhyltust páfann hefðu alt sitt I góöri reglu; mariu- saltara, sakramentin sjö, reyk- elsi, dómsdag og annað lif og kærðu sig ekki um neina dispútan um málið i bókum, — gott ef þeir kynnu að lesa. Hvað islendinga áhrærði, sögðu þessir gáfuðu og hálærðu menn, þá væri það skemtileg þjóö i loðúlpum og — lausleg san ...horrific novel-tragedy..." Það mun hafa verið landi Hall- dórs fyrir vestan, Magnús A. Arnason, sem átti stærstan hlut i þýðingu Vefarans, grófþýddi bók- ina, en höfundurinn sjálfur fágaði verkið i félagi við ameriska höf- undinn Helen Crane sem Upton Sinclair hafði fengið honum til að- stoðar. t bréfi til Sinclairs sama vor segir Halldór að sex siðustu vik- urnar hafi hann unnið baki brotnu aö þýðingunni á sinni „horrific novel-tragedy". Sem sýnishorn sendir hann fyrstu þrjá kaflana. Svar Sinclairs er vingjarnlegt og uppörvandi: „Vigourous and powerful writing; not my point of view, of course, but in the fashion just now, and it seems to me you should „arrive" in America". Hann segist einnig gjarna vilja rita formála að bókinni. Um sjálfa þýðinguna segir hann siðar i bréfi að málvillurnar séu smá- vægilegar og „any competent m t Hollandi ætluðu menn llka að græða milljón á Sölku Völku að sögn Halldórs. 1938 gaf forlag I Den Haag bókina út I glæsilegum búningi, stóru bandi og prýdda litmy ndum. meðtekið frá S(eyðis)f(irði) 8-12-1931, kl. 17.40: „Betingelser for dansknorsk udgivelsesret til Thu Vinvidur hreini og fort- sættelse udbedes. Naar ventes fortsættelsen? Steen Hassel- balchs Forlag." Þarna mun mér hafa borist i fyrsta sinn boðskapur frá erlendu útgáfufyrirtæki sem er að fala af mér rétt til útgáfu bókar. Nú eru týnd öll frekari bréf þvi til skýringar hvað hrundið hefur Hasselbalch, mikilsvirtu forlagi i Danmörku, til að sækja útgáfu- réttar á Norðurlöndum til bókar eftir mig. Eitthvað held ég mér hafi fund- ist þeir bráðlátir i útlöndum, að vera farnir að fala af mér bækur áður en þær voru til. Bók sú sem Hasselbalch spurði um, Salka Valka, var semsé ekki. komin fyrir almenningssjónir nema hálf i heimalandinu, enda ekki f'ull- samin." „•••einsog f jöður í hattinum..." Enda liðu enn þrjú ár þar til varö af útgáfu Sölku Völku I Dan- mörku. t Skáldatima segir Hall- dór frá morgunverðarboöi sem þeir Kristmann Guðmundsson, en um þær mundir skrifaði sá siðar- nefndi bækur á norsku sem út komu hjá Hasselbalch, sátu á einkaskrifstofu sjálfs Hassel- balchs forleggjara: „Að skattinum étnum voru skrifaðir samningar um réttindi til handa Hasselbalch á Sölku Völku i Danmörku. Mér var tjáð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.