Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 31
Sunnudagur 25. aprll 1982 ■ Ljdsmyndin af Myru Hindley um þaö leytisem moröin voru framin. Hár hennar var þá sítt og litaö en nú er hún stutthærö og skolhærö. Teikning er gerö eftir lýsingu þeirra sem heimsótt hafa hana ný- lega....” máliö aösegja: „Tvennir foreldr- ar hafa enn i' dag enga hugmynd hvaö kom fyrir börn þeirra. En hún sagöi ekki neitt. Hún sýndi enga iörun. HUn sýndi yfirleitt engar mannlegar tilfinningar. Ekkineitt”. I mai 1966 var Hindley flutt i kvennafangelsiö I Holloway og frá fyrstu stundu var hún al- ræmdasti fanginn þar. Orðstir hennar magnaðist i þröngu, yfir- spenntu samfélagi fangelsis og hið fyrsta sem nýir fangar geröu var aö spyrja til vegar aö klefa hennar. Alltaf var þeim sagt var- kárri röddu að það væri ekki gott að hafa nokkurt samband við hana, hún væri utangarðsmaður og það væri ekki sæmandi að vingast viö hana. Siðar var Hindley flutt til kvennafangelsis i Durham og bæði þar og í Holloway tókst henni þrátt fyrir allt að eignast nokkra vini, bæði meöal fanganna og fangavarðanna. Og þessir vin- ir hennar kynntust allt annarri Hindley en hinni þvermóðskufullu og tilfinningalausu moröynju sem lýst hafði verið við réttarhöldin. bvert á móti kynntust þeir gáf- aðri, tilfinningarikri og öðru hvoru tilfinningasamri konu sem lagði sig alla fram um að komast að áhugamálum þeirra og sinna þeim á alla lund. Og það sem meira var — hún virtist ekki hafa neitt á móti þvi að ræða morðmálið allt saman — og tókst jafnvelað sannfæra allmarga um að hún væri saklaus. Sumir þess- ara vina hennar segja svo frá að ekki hafi verið auðvelt að vingast við Hindley, vinátta hennar hafi verið kröfuhörö og stundum snennt — oft hafi hún sýnt til- hneigingu til að breyta lifi vina sinna, og skildi stundum viö þá i reiðileysi, fulla efa. „Ég hallast að þvi að Brady hafi gert það...” Einn af fyrstu föngunum sem varð var viö næstum yfirþyrm- andi aðdráttarafl Hindley var Dr. Rachel Pinney. Hún er dálitið sérkennileg kona, kvekari og hef- ur helgaö lif sitt baráttu fyrir félagslegum umbótum . Ferill hennar er langur og litrikur og árið 1969 var hún dæmd fyrir að virða ekki úrskurð dómstóls um yfirráð yfir börnum hennar. Hún var send til Holloway og man óvanalegaskýrteftir fyrsta fundi sinum og Hindleys. „Myra sat frammi á gangi og fól höfuðið i höndum sér”, segir Dr. Pinney. „Ég haföi komið þangað áður en ég sat i gæslu- varöhaldi og þá hafði ég velt fyrir mér hvar hiín væri i fangelsinu en ekki fengið að vita það. Hún var sú eina sem mig langaði til að kynnast. Ég gekk til hennar og sagði: „Ég er vinur þinn, má ég tala viö þig?” Myra svaraði blið- lega: „Auðvitað máttu það”. Sið- an sagði hún: „Ég vildi að þú hefðir komið til min áður”, og: „Ég ávarpa fólk aldrei að fyrra bragöi, vegna þess að svo margir spýta framan i mig.”” Þetta hafði djiip áhrif á Pinney og þær ræddu saman I hálfa klukkustund. Eftir það skrifaði Pinney I dagbók si'na: „Þaö hefur eitthvað gerst innra með mér — ég veitekki hvaöþaðer, en þaðer eitthvað merkilegt. Mér finnst ég hafa veriö f nálægö...”.Skömmu siöar var Pinney boðið til te- drykkju ásamt Hindley og tveim- ur öðrum föngum. ,jílér fannst mér vera geröur heiöur,” segir hún. Hindley talaði nokkrum sinnum við Pinney um morðmálið. HUn kvartaði undan ruddaskap lög- reglunnar og sagði að engin sönn- unargögn heföu verið lögð fram gegn henni. Er Pinney spurði hver hefði drepið börnin kom svarið henni mjög á óvart. Hindley sváraði aðeins: „Ég er farin aðhallastað þvi að Ian hafi gert það.” Siöar lét hún Pinney sverja að segja engum frá þess- um orðaskiptum. 10 dögum siðar fór Pinney frá Holloway og var þá sannfærð um að Myra Hindley væri enn eitt fórnarlamb i þjóðfélaginu Hún kannaði málið gaumgæfilega næsta árið eða svo og reyndi að finna nýjan flöt á þvi en tókst ekki. Eftir sem áður er hún einn af dyggustu stuðningsmönnum Hindleys. Örlagarik breyting á samfanga Onnur kvennanna sem drakk te með þeim Hindley og Pinney var Carole O’Callaghan, en hún var sú fyrsta sem kynntist Hindley að ráöi. O’Caliaghan er glaðsinna kona frá London er dæmd hafði vérið fyrir að svikja fé Ut úr tryggingafélagi og hún kynntist Hindley er þær tóku báöar þátt i kúrs fangelsisins I enskum bók- menntum. Hindley skrifaði eitt sinn aö O’Callaghan heföi fyllt sig „vongleði og það var henni að þakka að næstum óbærileg tilvera varð þolanleg. HUn stappaði i mig stálinu.” Siðan bætti Hindley við: „Mér finnst hUn vera mitt alter ego, mitt annað sjálf...” Fjórði gesturinn i tedrykkjunni varung kona frá Bandarikjunum, Joan Kleinert, sem hafði verið dæmd i tveggja og hálfs árs fang- elsi fyrir að smygla nokkru magni af marjúana til Bretlands. Féð fyrir sölu á efninu átti siðan að nota til húsakaupa, segir hún. Kleinert kynntist Hindley i Hollo- way árið 1971 og þegar Carole O’CalIaghan var látin laus blómstraði vinátta þeirra. Klein- ert leiö illa vegna þess aö hUn fékk ekki að hafa samband við tvær ungar dætur sinar en i Hind- ley fann hún ákfan „huggara”. Hún segir um Hindley: „Hún var mjög viðkvæm og ákaflega aðlað- andi á sinn hátt. Við töluðum um allt milli himins og jarðar og i meira en ár deildum við öllum til- finningum okkar með hvor annarri.” Við Kleinert fjallaði Hindley um morðmálið i smaatriöum og þó bandariska konan hafi ekki þekkt neitt til þess áður en hún kynntist Hindley sannfærðist hún um að Hindley væri saklaus. „Sú manneskja sem ég kynntist hefbi ekki getað framið þennan verkn- að,” segir hún. Þess má geta að er Kleinert var látin laus árið 1973 haföi Hindley gerbreytt henni. „1 fyrsta sinn hafði ég viðurkennt fyrir sjálfri mérað ég laðaöist að konum, og aukinheldur hversu konur geta styrkt hver aðra.” Enda þótt hUn segi að þær Hind- ley hafi aldrei átt likamleg sam- skipti segir hún að vegna sam- bandsins við Hindley hafi hún gerst lesbla. HUn breytti nafni slnu I Sage Mountainfire og settist að I kvennakommUnu utan við San Francisco þar sem aögangur var bannaður fyrir karlmenn. Þó hún búi nú ekki lengur i kommún- inni skrifast þærHindley ennþá á. Þetta er dæmi um þau áhrif sem persóna Hindleys hafði og hefur á fólk. Fangar uröu ekki aðeins fyrir þvi. Samband hennar við nokkra fangaverði var ámóta sterkt og krefjandi og sem fyrr var hún leikin I að finna áhuga- mál þeirra sem hún vingaöist við og skipta siöan viö þá á sama plani. Sálfræöingar hallast að visu helst aö þvi að þetta geri hún óafvitandi. Mesti vinur hennar meöal starfsliðsins i Holloway var fangavörður að nafni Pat Caims. Vinátta þeirra stóö um sama bil og vinátta Hindleys við Joan Kleinert og i bréfum hefur Hind- ley lýst Caims á svipaðan hátt og Carole O’Callaghan, ennþá vin- samlegar ef eitthvað er./,,HUn er glaðleg, óendanlega hamingju- söm og ánægð manneskja... Það kunna allir vel við hana i fang- elsinu og hUn er þekkt fyrir hlýju sina og skilning og hún er alveg falslaus.” Ef til vill var hún lika að lýsa þvi' hvernig hún vildi vera sjálf, altént bætti hún við — eins og er hún lýsti O’Callaghan: „1 henni bergmálar sál min, mitt alter idem.” Flóttátilraun með fangaverði Cairns var fyrsti fangavöröurinn sem vingaðist við Hindley, en áður höfðu flestir fangaveröir verið vinsamlegir við hana er hún var nálæg en baktalað hana er hún var hvergi nærri. Cairns og Hindley áttu margt sameiginlegt, ekki sist kristilegt uppeldi á svipuðum slóðum, og þær notuöu hvert tækifæri til að spjalla saman. Stundum töluðu þær saman gegnum gat á vegg milli skrifstofu Cairns og vinnuherbergis fanganna, stund- um skiptust þærá orðsendingum I kapellu fangelsisins. Cairns gaukaðiýmsu góðgæti að Hindley og hún gekk svo langt að hafna stöðuhækkun þvi þá átti hún á hættu að vera flutt i annað fang- elsi, burt frá Hindley. Vinátta þeirra endaði snögg- 31 lega. 1973 baö Hindley Cairns um aöstoð við að flýja. Flóttahug- leiðingar hennar voru eintóm vit- leysa — „er ég kemst út skulum viðfara tilBrasiliuoghjálpatil við trúboðið þar" — og frnmkvæmdin varð heldur klén. Upp komst um allt saman áður en langt um leið og Cairns var dæmd i sex ára fangelsi, annar fangi sem þær höföu fengið i liö með sér fékk 18 mánaöa fangelsi I viöbótog Hind- ley 12 mánaða. Er réttaö var I þessu máli kvaöst Hindley taka á sig alla ábyrgð en nú haföi Cairns snúiö við henni baki. Er Hindley tókst að smygla til hennar bréfi I Styal fangelsið þar sem hún var i haldi afhenti Cairns fangelsis- yfirvöldunum bréfið óopnað. Þannig að það var aldrei ró kringum Hindley. Hún virtist fylla loftið spennu. Ekki urðu þó allir fyrir áhrifum af henni og félagsráðgjafi nokkur segir: „Ég féll aldrei istafi fyrir henni... Hún er mjög óvenjuleg kona, einföld á margan hátt en geysilega sterk og áhrifarik... Stundum varð ég að reyna á mig til að greina milli þess sem var gott fyrir hana og sem var gott fyrir mig.” Annar félagsráðgjafi hefur á hinn bóg- inn sagt að Myra Hindley hafi haftdjúp áhrif ásig og aðhúnhafi „hálfvegis” sannfært sig um sak- leysi sitt. Hún bætti við: „Okkur fannst öllum að við ættum sér- stakt samband við Hindley.” Merkilegast af þessum „sér- stöku samböndum” er samband Myru Hindley við sjálfan fang- elsisstjórann i Holloway, Dorothy Wing. Er Wing lét af störfum i Holloway árið 1973 heiðraði Hind- ley hana á kunnuglegan hátt: „Ég mun sakna hennar mjög mikið. Hún hefur stutt mig og örvað mig mjög mikiö og með timanum þótti mér afar vænt um hana og ég virði hana mikils. Nú hefurstórum hluta lifs mins verið kippt i burtu. Frú Wing á sérstakt sæti I hjarta minu og mun ætið eiga það.” Gönsíuferð með fangelsisstjóranum Wing kom til Holloway sem aðstoðarfangelsisstjóri árið 1966 (aöeins einum eða tveimur dögum eftir að Hindley kom þangað) og hún var skipaður yfir maður fangelsisins ári si'ðar. Hún var þá 52ja ára og fyrrverandi liðsforingi i hernum og leit á fangana sem hermenn sina, hún vildi að þeir nytu eins mikils frjálsræðis og sjálfsvirðingar og mögulegt var án þess þó að hún teldist til þeirra sem vilja um- bylta öllu skipulagi fangelsismála á Bretlandi. Með mikilli þrautseigju komst Hindley að þvi aö þær Wing höfðu báðar mikið álit á enskum ljoð- skáldum 19. aldar, en þau hafði Hindley lært aö meta I bók- menntakúrsum i Holloway. Wing bauö Hindley margoft til ibúöar sinnar og þær sátu viö arineldinn og lásu ljóö og ræddu um skáldskap. Báðum var þetta, að þvi er séð verður, jafn mikils virði. 10. september 1972 gekk Wing lengra. Eftir að hafa rætt málið við félagsráðgjafa Hindleys fór hún meö fangann i tveggja tima gönguferð um Hampstead heiö- ina. Hindley hefur lýst þvi hvi- likrar hamingju hún varö aðnjót- andi i þessari gönguferö en hún hlautslæman endi. Fangavörður einn sagði blöðunum frá þessu og frétt um máliö var á forsiðum allra blaðanna daginn eftir. Innanrikisráöherrann Robert Carr ávltaði Wing fyrir þetta „dómgreindarleysi” og er hún lét af störfum árislðar fékk hún enga orðu eins og þó er titt. I fyrstu virtist vinátta þeirra Wing og Hindleys óbrotin. En er Hindley var ákærö fyrir „flótta- tilraun” sina geröi Wing sér grein fyrir þvi að Hindley haf öi logið að henni um samband þeirra Cairns og þær lygar höfðu leitt til þess að -öðrum fanga var refsað fyrir falskar ásakanir sem i rauninni höíðu verið sannar. Löngu siðar lét Wing svo um mælt að hún hefði verið „einföld” i sambandi sinu við Hindley, og hún sagði vini sinum: „Ennþá vil ég henni vel. En eftir á velti ég fyrir mér hversu vel ég þekkti hana, eða hvort ég skildi hana yfirleitt.” 1 næstu viku segir nánar af Myru Hindley, ýmsum þáttum bæði persónuleika hennar og morðmálsins i heild.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.