Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 17
Sutinudagur 25. aprll 1982 17 A8MH I V/r ¦ Hún er býsna kröftug þessikápumynd á grlskri þýðingu á Sölku Völku frá árinu 1956. Nafn þýðand- anser Minas Zografon Meranaion, ekkikunnum viðfrekarideiliá honum. grundvelli að þeir væru sósialdemókratar: og þá fluttu þeir aðalstöðvar forlagsins til Vinar. En það'var skammgóður vermir þvi brátt lagði Hitler und- ir sig Austurriki: enda var þá komið uppUr dúrnum að sá af- komandi göfugra óaldarmanna i fornöld er gerði Sjálfstætt fólk hefði brugðist ariska kynstofnin- um. Var ákveðið i Reichsschrift- tumskammer og staðfest i Völkischer Beobachter að aldrei skyldi þýskt orð sjást á prenti eft- ir þennan mann þaðanifrá þau ár, þrjátiu þúsund að tölu, sem nas- istar sögðust ætla að stjórna Þýskalandi. Eftir aö Sjálfstætt iólk hafði verið á hrakhólum milli borga i þýska rikinu um tveggja ára skeið var bókin loks með opinberri fyrirskipun gerð upp- tæk i öllum löndum sem Hitler stýrði og „eingestampft" sem þjóðverjar svo kalla með tækni- orði þegar þeir troða bækur i sundur eða setja þær i myllur að mala þær upp. 1 þesskonar myllu lenti sumsé Bjartur i Sumarhús- um i þvi mikla bókalandi og menningar, Þýskalandi á tutt- ugustu öld. Þó frétti ég að ein- hverjum afgaungum upplagsins hefði verið forðað til Sviss og var bókin fáanleg i Zurich frammi strið." Á þessum myrku árum var er- lendum höfundum sem vildu eiga bækur á markaði i Þýskalandi gert að skrifa undir plagg þar sem þeir hétu þvi aö hallmæla ekki Hitler né þúsundárariki hans á einn veg eða annan. Þetta varð þess vaidandi aö bækur ýmissa höfunda sem ekki vildu skrifa undir fengust ekki útgefnar i Þýskalandi eða hurfu snimendis af markaði, i þessum hópi voru Halldór og Kristmann Guö- mundssonsem þá var nokkuð við- lesinn á þessum slóðum. í veldi Stalíns En þær voru fleiri alræðis- stjórnirnar sem litu verk Hall- dórs Laxness hornauga. Á þess- um árum var hann einn helstur hollvinur Sovétrikjanna, skrifaði bókina Gerska ævintýrið til að mæla byltingunni bót, orti lof- kvæðið fræga um Kremlarbónd- ann og dvaldi langdvölum i siðan við mig samning fyrir hönd bókaforlagsins um útgáfu Sjálf- stæðs fólks. Var það eitt i samningnum að ég átti að fá tiu þúsund rublur greiddar i ritlaun fyrirfram." Fræg er svo sagan af þvi að Halldór mátti ekki flytja rúblurn- ar með sér úr landi og keypti sér i staðinn loðkápu úr safalaskinni sem heilmikil rekistefna varð út- af meðal rússneskra skriffinna. Rússar ranka við sér En þótt útgáfusamningur hefði verið undirritaður var rússneski björninn langtifrá unninn: „Það er óþarfi aö geta þess að aungum manni með réttu ráði i neinni ábyrgri stofnun Sovétrikj- anna datt i hug i alvöru að láta gefa Ut bók eftir mig alla þá tið sem Stalin var við völd og var ég þö vinur þessa lands mestalla stjdrnartið Stalins...Þegar ég kom til Rússlands næst árið 1949, boðsgestur á áttugasta afmæli Maxims Gorkos sem sovétstjórn- in lýs'ti yfir sjö árum siðar að Stalin hefði látið ráða af dögum, þreyttust menn ekki á að hafa uppi við mig allskonar fyrirslátt um það hversvegna Sjálfstætt fólk hefði ekki komið út á niss- nesku. Ein sagan var sU að þýðíngin hefði að visu veriö tilbii- in, en brunnið upp i skothrið þjóðverja á Lenlngrad i umsát- inni miklu. Þessi saga getur vel verið sönn. Annað mál er það að smásaman komst ég að þvf eins- og fleiri að undir Stalin var ekki orði trúandi sem nokkur maður sagði eða skrifaði i landinu... NU liður og bfður framtil ársins 1953 siðvetrar að öndin skreppur úr Stalín. Ekki var fyrr bUiö að smeygja kailinum inn i eilifðina til Lenins en vinir minir og velunnarar I Sovétrikjunum röknuöu við og fóru að láta hendur standa frammUrermum um útgáfú bóka minna; var þá hafist handa með Sjálfstæöu fólki. Gáfaðar vinkon- ur minar Anna Emsina og Nina Krimova lögöu nótt við dag að þýða bókina á rUssnesku, og i .jrilákunni" hálfu öðru ári eftir lát Stalins var bókin loks gefin Ut i IANDA GRETU GARBO!' nantekt um þýðingar á verkum Halldórs Laxness að Gunnar Gunnarsson sá höf- undur sem þá var nefndur með einna mestri virðingu þar i landi, einginn minni maður, hefði tekið að sér að snara bókinni á dönsku. Steen Hasselbalch gaf siðan Ut eftir mig sjö bækur i Danmörku." En Hasselbalch þóttist vita að Halldór myndi ekki mala sér gull: „En þegar ég kom til hans á skrifstofuna... og þurfti á ein- hverri húngurhis að halda i fyrir- framgreiðslu, þá var nU komið annað hljóö i strokkinn. Þar voru höfð orö um hverja tortis, enda átti ég ekkert inni. „Munið, sagði Steen Hasselbalch, að við gefum yður Ut aðeins uppá stáss. Við höfum yður einsog f jöður i hattin- um." Þetta þótti mér hörð kenning og þvi miður skildust leiðir okkar Hasselbalchs, þessa danska höfðingja og glæsimennis sem fyrstur erlendra forleggjara hafði orðið til þess að rétta mér höndina." Siðan hafa bækur Halldórs alla tið verið þýddar nánast jafnóðum á dönsku, eftir strið var það Gyldendal-forlagið sem tók við útgáfunni og gerir enn. Þar hefur Halldór einnig notíð tryggra önd- vegis þýðanda þar sem eru helstir Jakob Benediktsson, Martin Lar- sen og nU siðustu árin Erik Sönderholm. Samningur við Insel-Verlag Tilraunir til aö gefa Sölku Völku og Sjálfstætt fólk út i Þýskalandi á 4ða áratugnum urðu býs'na sögulegar, enda nasistar þar viö völd i miklum rit- skoðunarham. Það var stórvinur Halldórs, Jóliann Jónsson skáld, sem kynnti hann fyrir dr. Kippen- berg, forstjóra og einum eiganda Insel-Verlag, eins virtast forlags i Þýsklandi og gervallri Evrópu. Við gripum enn niður i Skálda- tima: „Aö tilmálum Jóhanns var dr. Kippenberg óðfús að láta snua Sölku Völku á þýsku. Fyrsta samning minn við erlent forlag ritaði ég semsé undir með honum vorið 1932, meðan Salka Valka á frummálinu var ekki meirensvo fullþornuðá prenti. Ég man hann greiddi mér 2000 mörk fyrirfram uppi ritlaun um leið og við settum nöfn okkar undir, sem var stórfé i þann tið; ekki hugkvæmdist hon- um þó að bjóða upp á öl og bjúgu til hátiðarbrigðis. Dr. Keil þýskur sendikennari við Háskólann i Reykjavik, nU Magnús Teitsson kaupmaður, var feinginn til að snara bókinni. En i febrUar 1933 komst Hitler til valda og þá var ekki svigrúm framar i Þýska- landi fyrir útgáfu slikrar bókar. Dr. Kippenberg var að nafninu til gerður meðstjórnarmaður þeirra vaðstigvélaðra umboðsmanna „flokksins" sem sendir voru af götunni inn i húsið að stjórna fyrirtækinu; og hið fræga humaniska forlagshús Insel Ver- lag varorðiðaðnasistabæli. Ef ég man rétt varð dr. Keil að höfða mál i Þýskalandi til aö fá ritlaun singreidd fyrir þýðinguna á Sölku Völku, en handritið var látið i eld- inn aö ég held. Ég hélt áfram að vitja dr. Kippenbergs enn um nokkurra ára skeið hvenær sem ég átti leið um hlöðin i Leipzig. Hið humanistiska bros hans var dautt og i stól hans kominn fyrirsvars- maður með ideólógiskan glampa i augum, og skömmu siðar var Kippenberg allur dauður." Bjartur á hrakhólum í þriðja ríkinu Salka Valka kom ekki út á þýsku fyrr en 1951, né reyndar nokkurt verk eftir Halldór að Sjálfstæðu fólki undanskildu. Það er lika saga að segja frá þvi: „Nú komu þjóðverjar til sög- unnar og vildu gjarna reyna sig við mann sem aörir höíðu farið flatt á, ekki sist þar sem hann var frá Islandi þaðan sem vikingar og óaldarmenn voru ættaðir sem nú höfðu verið teknir i dýrlingatölu in corpore hjá Hitler. Þó sýndist þeim ráðlegt að fara að öllu meö gát, þvi oft leynist skæður fiskur i lygnu vatni og rannsóknarréttur nasista var þefvis. Bókin var þýdd Ur dönsku undir dulnefni og hefði þennan titil Halldór Lax- ness, Der Freisasse, Zinnen-Ver- lag Leipzig Wien Berlin 1937. Zinnen-Verlag gerði sumsé þrjár "smugur á greni sitt einsog refir, þannig að ef ætti að vinna þá i Leipzig gætu þeir sloppið Ut berlinarmegin meðan stæði á málarekstri: en ef ætti að drepa þa i Berlin þá ætluðu þeir að koma upp i Vin. Allt gekk þetta eftir: Hitler þraungdi þeim bæði i Leipzig og Berlin, ég held á þeim Rússiá, auíúsugestur. Þó íengust bækur hans ekki útgefnar og þar i landi meðan Stalin hélt i taum- ana: „Ég var gestur rithöfunda- félagsins sovéska i'Rússlandi. Eftir skamma viðstöðu i landinu kom þar að eitt helsta rikisior- lagið.mikiðfyrirtæki, kvaddi mig á sinn fund og" tjáöi mér að þeir vildu gera við mig samning um bækur minar, báðu mig að leggja þær fram til nánari athugunar á læsiiegum túngum. Ég lagöi í'ram SölkuVölku á ensku og Sjálfstætt fólk á þýsku. Nú liður af veturinn u:i þess ég heyri stunu né hósta frá þeim góðum mönnum uns þar kom viku áðuren ég ætlaöi burt Ur landinu, þá er ég kvaddur á fund þeirra að nýu, og á orðræður við þann skemtilega glaðbeitta rússa Anisimoff sem var yfirmaður i forlaginu og fyrsti og eini for- leggjarinn i minni lifsreynslu sem ekki byrjaði daginn á þvi að raka sig. Hann Vjáði mér undireins aö Salka Valka væri með öllu óUtgef- anleg bók i Sovétrikjunum af þvi þar kæmi fyrir einn mjög illa marxistiskur kommúnisti, Arn- aldur. Hefði slikir kommúnistar aldrei verið til á Rússlandi og myndi þvi einginn sovétlesandi skilja slika og þvilika fjarstæöu sem þessi maður væri, sagði Anisimoff. Þetta kom ekki flatt upp á mig þvi þá var nýbúiö aö skjóta samkvæmt dómi átján helstu kommUnista Rússlands... Afturámóti sagði Anisimoff að bókin um Bjart i SumarhUsum væri ágæt mynd af eymd bænda i auðveldsrikjunum og könnuðust allir rússar viö þá eymd frá þvi á keisaratimanum. Hann gerði Russlandi. HUn var prentuð fyrst I þrjátiu þUsund eintökum, en skömmu siðar endurprentuð i enn stærra upplagi og loks enn ;í ný i hundrað þUsund eintökum I hitteðfyrra, auk þess sem mér telsttil að hUn hafi veriö gefin Ut á einum fimm öðrum tUngum innan RáBstjórnarrikjanna, stundum i allstórum eintakafjölda, þará- meöal þréttánþúsund og fimm- hundruð eintökum á Ukrainsku, svo Raðstjórnarrikin munu nú vera það Iand sem hefur komist næst Bandarfkjunum um eintaka- fjölda i dreifi'ngu þessarar Is- lensku bókar." Samkvæmt upplýsingum frá árinu 1972 höfðu þá að minnsta kosti komið Ut átta titlar eftir Halldór Laxness á russnesku flestir i þýðingum þeirra tveggja kvenna sem hér gat að ofan og margir i fleiri en einni Utgáfu. Auk þess höfðu bækur hans þá veriö þýddar á fimm önnur mál sem töluð eru innan vébanda Sovétrlkjanna. Stori vinningurinn Þegar horfter um öxl er i raun furðanlegt hversu fljtítt Salka Valka, fyrsta verk Halldórs sem þroskaðs rithöfundar komst á heimstungur. Strax árið 1936 kom hUn út á ensku hjá þvi fræga for- lagi George Allen & Unwin, og sama ár I Sviþjóð hjá Bonniers Forlag, þvf stærsta á Norðurlönd- um. A hollensku kom bdkin sfðan Sjá næstu síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.