Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 25. apríl 1982 Til sölu Subaru station árgerð 1980 fjórhjóladrifinn. Billinn er ekinn 10 þús. km. og er sem nýr. Verð kr. 110 þús. staðgreitt. Upplýsingar i sima 40033. Wm Frá Mýrarhúsaskóla og ~*r Valhúsaskóla, Seltjarnarnesi Innritun nýrra nemenda f er fram i skólun- um þriðjudaginn 27. april n.k. kl. 9-15. Innritun i forskólabekkinn og 1.-6. bekk i sima 17585 i 7.-9. bekk i sima 27744. Skólastjórar Félag járniðnaðarmanna FELAGSFUNDUR verður haldinn miðvikudaginn 28. april 1982 kl. 8.30 e.h. að Hótel Esju, 2. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Kosning fulltrúa á 10. þing M.S.Í. 3. Kjaramálin 4. önnur mál Mætið vel og stundvislega Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Hestamenn Stykkishólmi og nágrenni Hafið þið athugað að reiðtygin frá nsTuno SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS fást f Stykkishólmi hjá Kaupfélagi Stykkishólms Þeir velja vandað sem velja reiðtygin frá RSTUHD' SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 Sími 8-42-40 £ bergmál DREYPIFORN ¦ Ég get ekki aö þvi' gert: mér kemur dálitið skrýtilega fyrir sjónir þetta afmæli rithöfundar- ins Ur Mosfellssveit. Áttræður já, og kominn langan veg, en ég hall- ast helst aö þvi aö Halldór Lax- ness hljóti að vera eilifur. Þá á ég 'ekki einungis við bækur hans sem auövitað verða lesnar meðan dagur ris f þessu landi, heldur er maðurinn sjálfur orðinn óað- skiljanlegur hluti islenskrar menningar, að ekki sé minnst á þjóðarsálina — ef svoleiðis fyrir- bæri er þá til! Halldór sagði i blaðaviðtali um daginn að enn hefði hann, sem betur færi, ekki verið tekinn i guðatölu, og það má verabæði sattogréttaðhonumer ekki reist ölturu svo vitað sé og ekki færðar dreypifórnir nema þá á prenti. En svo langt aftur sem ég man eftir mér (játa fUslega aö það er ekki langur tími) hefur Halldór Laxness verið einn fastastur pilnktur í tilverunni, ef svo má aö orði komast og jafnvel áður en ég las staf eftir manninn þótti mér ekki f jarri lagi að lita á hann sem ágætan kunningja og hefur sá vinskapur náttúrlega vaxið stórum eftir þvi sem ég hef oröið betur læs. Ætli það hafi ekki býsna margir sömu eða svipaöa sögu að segja? Altént: maöur sem hefursett á bók alla islensku þjóðina eins og hún leggur sig, allar hugsanir hennar, reynslu og einkenni, og sé þessi maður þar á ofan heimsborgari i allra besta skilningi þess orðs — þá hlytur hann eiginlega að vera eilifur, eða þvi sem næst. Erik Sönderholm, danskur maður og höfundurmonografi um Laxness, varpaöi fram athyglis- veröri spurningu i grein sem hann ritaði i Morgunblaðið og birtist á fimmtudaginn var. Hvað hefði orðið ef Halldór Laxness hefði á sinum timakosið að feta i fótspor Jóhanns Sigurjónssonar, Gunn- ars Gunnarssonar og fleiri is- lenskra rithöfunda sem skrifuðu á dönsku af hégómaskap elleger misskildum metnaði? Halldór hefur aö vísu sjálfur tekið fram oftar en einu sinni að slikt hafi aldrei komið til greina, en spyrj- um samt: hvað hefði orðið? Ég má ekki til þess hugsa! Þó það kunni ef til vill að virðast helsti hástemmt lof um einn mann þá ætla ég að taka svo stórt upp i mig að fullyrða aðán Halldórs væri Is- lensk menning ekki sú sem hún nú er, og snöggtum fátækari i ofaná- lag.Þá ekki aðeins af snilldarvel samansettum bókum, heldur hefur maöurinn einnig haft þvilik áhrif á hugsanir okkar og þánka- gang allan að það verður ekki metið fyrr en á tuttugustuogann- arri öld ef nokkurn tíma. Þetta get eg sagt með góða samvisku, enda þótt mér falli, prívat og per- sónulega, misvel við bækur hans, hverja fyrir sig: sem er eðlilegt. En ég sé ekki annað en við getum slegið þessu föstu og bæði af- mælisbarnið frá þvi i gær og aðrir veröa að gera svo vel að sætta sig við það. Þeir eru vissulega til, og meðal ungs fólks Hka, sem hafa ekki lesið eitt einasta orð eftir Halldór Laxness og munu kannski aldrei gera. Þeir um það. En reyni þeir bara að halda þvi fram að þeir séu með öllu friir við skugga hans! Meðþessum oröum er ekki litið lagt á einn mann en hann hefur fyrir löngu sýnt að hann hefur sterk bein. Það ertilmarksum þetta að nú er mjög tæpt á þvf hver áhrif skoðanir hans í pólitík eða jafnvel trúmálum hafi haft á samferða- mennina. Þau voru vist mikil. Meira virði hygg ég samt að séu almennariáhrif, áhrif sem snerta kvikuna i fyrrnefndri þjóðarsál. Vist erum við furöanleg þjóð, ís- lendingar, eins og við þreytumst liklega seint á að tyggja hver ofan I annan. Nokkrar hræður úti i hafi, það erum við með glæsta fortið á kálfskinni en myrkar miðaldir siðan og áttum og eigum enn erfitt með að fóta okkur á hálu svelli nútiðarinnar. Langt i frásístan stuðning höfum viðhaft af Halldóri sem hefur verið óspar á gagnrýni og það harða gagn- rýni.svo enn er til fólk sem fussar og sveiar er það heyrir hans minnst, tautandi jafnframt: „Sjálfstætt fólk!" eða annað I þeim dúr. Við höfum hins vegar ekki haft nema gott eitt af þessari gagnrýni, eða þeirri uppörvun sem einnig kom og kemur Ur pennanum. Ég hef þétta Ur skrif- um annarra manna, ég viður- kenni það, en þykist sjálfur viss um að margt sé skárra en það væri ef Halldór Guðjónsson hefði aldrei verið til, eða þd skrifað á dönsku. Hástökkvari sem fer léttilega yfir fjóra metra og til hvers pá að reyna sifellt við skitna tvo? Ja, það hefur áreiðanlega margt vit- lausara verið sagt eða skrifað i tilefni afmælisins en þetta eilltið frumlega samliking Péturs Gunnarssonar. Maður sem hefur hrist fram Ur erminni karakter eins og Jón Hreggviðsson og skrifað bækur á borð við Gerplu, Islandsklukkuna — svo ég nefni aðeins þær sögur sem sjálfum mér eru efstar i huga þessa stundina, og gáið að þvi að sum bestu dæmin um stilsnilld Hall- dórs er að finna i greinum hans og ritgerðum — er ekki hætt við að slikur maöur drepi i dróma alla þá ritlist i landinu sem ekki rls jafn hátt? Svo hefur nU að visu ekki farið, en verða ekki skrif annarra höfunda sem blek- iðnaður, hrafnaspark i saman- buröi? Og er yfirleitt hægt að mæla hann alveg sömu einingum og aðra? Fávíslegar spurningar, geri ég ráð fyrir og verður ekki svarað. Það er á hinn bóginn laukrétt sem Málfriður Einars- dóttir — sú dásamlega kona! — sagði i sjónvarpsþætti að sérhver tslendingur hneigist til að dæma Laxness út frá sjálfum sér. Þannig má til aö mynda tala um hann i hálfkæringi eins og gamla hátimbraða höll — en fyrir mína parta ætla ég ekki að draga neina duláaðégverðalltaf jafnhissa I hvert sinn sem ég opna ef tir hann bók, hissa á að þessi maður skuli vera til.ogað hann skrifi i'slensku á þennan hátt. Þeim mun sár- grætilegra þykir mér aö fullnaðarviðkenningu fékk hann vlst ekki hérlendis fyrr en nokkrir menn i Stokkhólmi komu sér saman um að gefa honum verð- laun.og einshitt að hér séu ennþá menn sem tala helst ekki um hann nema sem „Nóbelskáld". Hver var eiginlega þessi Nóbel? Halldór Laxness er á sinn hátt skáld heimsins alls, en umfram allt er hann okkar skáld. Og verður. Illugi Jökulsson, blaðamaður, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.