Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 20
Sunnudagur 25. aprll 1982 20 erlend hringekja . ’/y^wvv/- ■ Opinberir starfsmenn á italiu hafa nú verið teknir inn á teppi sakir fjarveru úr starfi. Eins og oft vill verða eru það hinir lágt settu sem verða verst úti en stóru fiskarnir sleppa... 50% fjarvist- ir á ftalíu — meðal opinberra starfsmanna ■ Á Italiu hefur það gerst að bflaumferð á morgnana hefur aukist svo stórlega að til vand- ræða horfir. Ástæðan er sú að upp komst að starfsmaður vatnsveitu einnar hafði leikið i marki fótboltaliðs heimahéraðs sins meðan hann var i sjúkraleyfi vegna fót- brots. Confused? You won’t be... Málið er einfaldlega það, að itölsk yfirvöld hafa hafið mikla herferð gegn fjarvistum opin- berra starfsmanna frá vinnu. Og árangurinn læt- ur ekki á sér standa. Þús- undir opinberra starfs- manna æða nú af stað i vinnuna á hverjum morgni og það hefur jafn- vel gerst, sem fáheyrt var áður en herferðin hófst, að sumir mæta á réttum tima! Það þurfti að visu mikið til. Yfirvöld höfðu sem sé lýst þvi yfir að þeir sem væru frá vinnu á fölskum forsendum yrðu sóttir til saka og gætu átt fangelsisdóm yfir höfði sér. Ýmislegt skrýtið hefur komið upp á yfirborðið. Starfsmaður öryggis- eftirlits rikisins hafði verið i sjúkrafrii i marga mánuði en þegar að var gáð hafði hann fengið sér vel borgaða, en ólöglega, vinnu sem næturvörður. Kona nokkur sem vann á póstinum reyndist aðeins vera tvo tima á dag i vinnunni, en fékk að sjálf- sögðu borgað fyrir átta. Svona sögur og aðrar i þessum dúr ganga nú þvers og kruss á íraliu. Það er til dæmis sagt að útvega hafi þurft fjöl- mörg ný skrifborð i land- búnaðarráðuneytið vegna þess að nú mæti skyndi- lega allir þeir sem eru á launaskrá til vinnu i einu! Einnig er sagt að kaffi- húsin i grennd við hús- næðismálastofnun rikis- ins séu öll að fara á haus- inn, af þvi að afgreiðsla þar gangi nú svo fljótt fyrir sig að viðskiptavin- irnir þurfi ekki að biða klukkutimum saman og bregða sér á kaffihús út úr leiðindum. Það var árið 1980 sem gerð var nákvæm rann- sókn á fjarvistum opin- berra starfsmanna og niðurstöðurnar voru svakalegar, svo ekki sé meira sagt. Fjarvistir i heild voru 50% en i land- búnaðarráðuneytinu sem fyrr var nefnt voru fjar- vistirnar enn meiri, eða 60%! Til samanburðar má geta þess að við Fiat- verksmiðjurnar, sem eru i einkaeign, eru 3.5%. Einkafyrirtæki rekin af vinnu- stað! Vegna herferðarinnar hafa 150 opinberir starfs- menn af öllu tagi verið dregnir fyrir dóm og ver- ið er að ihuga málsókn gegn f jölmörgum læknum fyrir að gefa út fölsuð sjúkravottorð. Margir ' læknar á sjúkrahúsum hins opinbera hafa einnig starfrækt einkastofur i vinnutima sinum. Vinstri menn á ítaliu hafa gagnrýnt meðhöndl- un yfirvalda á þessu máli en þeir segja að það séu aðeins lágt settir opinber- ir starfsmenn sem séu tuskaðir til, eins og vana- lega sleppi hinir stóru. Hafa blöðin tekið undir þetta og sýnt fram á að fjöldi mjög háttsettra opinberra starfsmanna dundi sér við hin ólikustu verk er þeir ættu að vera i vinnunni. Hinir lágt settu hafa varið sig með þvi að laun þeirra séu svo lág að þeir verði að hafa tvö, og jafnvel þrjú störf til að framfleyta fjölskyldum sinum. Meira en helming- ur opinberra starfs- manna reyndist hafa meira en eitt starf og einn þriðji rak alls konar einkafyrirtæki frá vinnu- stað sinum! Eftir þvi var tekið þegar Vatikanið blandaði sér i málið. 1 málgagni klerkarikisins, L’Os- servatore Romano, var grein eftir guðfræðinginn Gino Concetti þar sem hann sagði m.a. að þeir væru fjarri vinnu á fölsk- um forsendum, væru með þvi að neita að taka þátt i áætlunum Guðs og Krists um að bæta mannfélagið. Ekki nema það þó! Herferðin hefur einnig orðið til þess að deilur hafa aukist milli þeirra sem búa i hinum iðn- vædda norðurhluta Italiu og þeirra sem búa i hin- um fátækari suðurhelm- ing. Oft hefur verið grunnt á þvi góða milli þessara hópa og nú saka Norður-ítalir Suður-ltali um að eiga sök á ástand- inu, en meirihluti opin- berra starfsmanna kemur frá Suður-Italiu, enda er þar fátt um aðra vinnu. Sannleikurinn i málinu er þó sennilega sá, að opinberir starfsmenn séu alltof margir á Italiu. Einn þriðji alls vinnuafls i þjónustu og i alla vega viðskiptagreinum eru opinberir starfsmenn sem er mun hærra hlut- fall en i öðrum rikjum Evrópu. (AFP—ijsneri.) ■ Á mánudagsmorgnum leggst kyrrð yfir stjórn- arskrifstofur vestur-þýskra i Bonn. Þar sem venjulega er ys og þys er nú þögn, háttsett- ir embættismenn og ráð- herrar loka að sér og kveðast ekki svara i sima, ákvarðanir verða að biða, mikilvægum skjölum er stungið út i horn, gangarnir tæmast. Der Spiegel var að koma út. Þar til stjórnarherr arnir hafa kynnt sér efni þess nákvæmlega er ekki unnið i Bonn. Stundum er talað um að blöð hafi vald. Areiðan- lega er samt fátitt að blöð, ellegar tlmarit, hafi jafn mikið að segja og Der Spiegel. A undan- sóknarblaðamennsku. Bild og það drasl telst ( auðvitað ekki með. Timaritið er alls óhrætt við að taka afstöðu i skrif- um sinum enda sýnir sig að Þjóðverjar kunna að meta það. Blaðið stendur mjög vel fjárhagslega og er reyndar þykkasta timarit sinnar tegundar sem út kemur i Evrópu, hátt i 300 siður I hverri viku. Der Spiegel var stofnað árið 1947 en vakti fyrst verulega athygli árið 1962. Þá birti blaðið greinaflokk þar sem starfshæfni Franz Josef Strauss, varnarmálaráð- herrans þáverandi, var mjög dregin i efa. Stjórn- völd snerust harkalega til ÞEGAR ■ Kudolf Augstein, útgefandi. Sat fjóra mánuði i fangelsi en hafði sitt fram að lokum. Franz Josef Strauss varðaðsegja afsér. SPIEGEL ÞRUM hlustar Þýskaland förnum mánuðum hefur timaritið komið upp um tvö hneykslismál i stjórn. kerfinu og gæti annaö þeirra haft mjög alvar- fegar afleiðingar fyrir stjórn Helmut Schmidts, kanslara. The Times of London — annaö ,,valda- mikið” blað — sem venju- lega tekur ekki stórt upp i sig sagði nýlega að Der Spiegel væri brimbrjótur lýðræðis i Vestur-Þýska- landi. Spiegel, sem þýðir auð- vitað „Spegilinn”,frétta- timarit sem kemur út vikulega og ekkert blað i Þýskalandi hefur náð jafn langt i fréttasöfnun og -skýringum. Einna þekktast er timaritið fyrir gifurlega umfangs- miklar úttektir sinar á allskonar málum, þar er svo sannarlega farið i saumana og stungið á kýlum! Þar aö auki er Spiegel mun liflegra blað en flest önnur blöð i þvisa landi, það er að segja þau sem hafa metnað i rann- ■ Fyrir 1500 árum lagöi óþekktur þjóðflokkur upp i hættulega siglingu yíir Kyrrahal'ið. Ákvörðunarstaðurinn getur varla hafa verið þekkturfyrirfram en eftir mörg þúsund milna siglingu lenti hópurinn á eyju nokkurri sem nú er nefnd Páskaeyja. Þar settist flokkurinn að og byggði upp stórmerkilega menningu, flestir kannast við „hausana” sem dreifðir eru um eyjuna. Þegar flest var er talið að ibúar Páskaeyjar hafi verið 10 þúsund en skyndilega gerðist eitt- hvað. Næstum allir ibúarnir hurfu — að þvi er virðist eftir grimmilega borgarastyrjöld. Merki um mannát eru hvar- vetna. Hópur visindamanna sem rannsakað hefur Páskaeyjuna kynnti ný- lega niðurstöður sinar og brjöta þær allmjög i bága við hefðbundnar skoð- anir. Hópurinn telur sem Borgarastr á Páskaeyj sé að tveir þjóðflokkar hafi sest að á eynni en með löngu millibili. Fyrri hópurinn hafi komið frá Pólýnesiu en hinn siðari frá Perú. Má það furðu sæta að tveir aðgreindir hópar skuli hafa fundiö eynavegnaþessaðhún er sú afskekktasta á heims- kringlunni en visinda- mennirnir nefna beina- leifar og fornminjar til stuðnings máii sinu. Þeir halda þvi jafn- framtfram að þegar tveir ólikir þjóðflokkar hafi verið sestir að á eynni, hafi vaxið þar mikil spenna. Eyjan er litil og árið 1680, þegar, taliö er að ibúar hafi verið flestir, var mjög að þeim þrengt. Braust þá út borgarastriö milli flokkanna tveggja, menning þeirra fór for- görðum og mannát varö daglegur viðburður til aö sporna við hungri og neyð. Að lokum varö, segja visindamennirnir, annar hópur ofan á en þá brutust út deilur innan hans og hnignun eyjar- Ynnar hélt áfram. 1868 voru ibúar aðeins eitt hundrað. Siðan þá hefur heldur miðað upp á við og nú eru ibúar 1500, afkomendur frumbyggjanna. Og ætið eru á eynni fleiri eða færri visindamenn að rannsaka hina dularfullu, auðugu fortið... — ij endursagði. Dánarorsök Ókunn Dularfull dauðsföll meðal Hmong-fólksins frá Laos ■ Sagan er ætið hin sama. Fullkomlega heil- brigður og hraustur Asiu- búi deyr skyndilega i svefni. Læknar koma á staöinn, rannsaka likið, kryfja það, kanna lif, mataræði, fyrri sjúk- dóma hins látna en niður- staða þeirra er alltaf eins: Viö höfum ekki hug- mynd um af hverju hann dó. Það er Hmong- þjóöflokkurinn i Laos, sem hér um ræöir, eöa réttara sagt, sá hluti hans sem flust hefur til Banda- rikjanna siðustu árin undan ofsóknum stjórn- valda i heimalandinu Hmongþjóðflokkurinn lagði Bandarikjamönnum lið i striöinu I Indókina og fyrir það mátti hann þola miklar hörmungar af völdum Pathet Lao, kommúnistasamtakanna 35 þúsund ættmenn af þessum stolta þjóð- flokki (en Hmong pyðir „frjáls þjóð”) búa nú i Bandarikjunum og eru dreifðir um rúmlega tiu borgir. Lifið hefur verið erfitt, fyrst var striðið sem rauf friðsælt og kyrrlátt lif Hmong- manna, siöan ofsóknir kommúnista, hættulegur og taugastrekkjandi flótti til Bandarikjanna, og loks kúltúrsjokkið eftir að þangað er komið. Enda þótt Hmong-menn fagni þvi að vera komnir til Bandarikjanna eiga þeir I miklum erfiðleikum með að aðlagast hinu æsandi, tæknivædda þjóðfélagi — hjarta þeirra er enn i hæðunum i norðurhluta Laos þar sem heimkynni þeirra voru til skamms tima. Fæstir Hmong- manna eru menntaðir að nokkru ráði og veitist þvi erfitt að fá vel launuð störf, ættbálkurinn er sundraður og fjölmargir hafa fallið i valinn ein- hvers staðar á leiðinni. Og nú eru það undarleg dauðsföll sem skjóta Hmong-fólkinu skelk i bringu. Engin skýring fundin 36 Hmong-menn hafa dáið óútskýranlegum dauðdaga i svefni siðustu fjögur árin. Flestir hinna látnu voru karlmenn á aldrinum 20-40 ára og langflestir kenndu sér einskis meins áður en þeir lögðust til svefns og vöknuðu ekki aftur. Það heyrist hrygla i sumum, þeir stynja nokkrum sinnum, siðan eru þeir látnir. Sjúkdómseftirlitið i Bandarikjunum hefur rannsakað þetta dular- fulla mál i þaula, en eins og Roy Baron, einn yfir- manna eftirlitsins, viður- kennir, , þá höfum við ekki komist að neinni niðurstöðu”. Og það er varla af þvi ekki hafi ver- ið reynt. Likin hafa verið krufin nákvæmlega en dánarorsök óhjákvæmi- lega ókunn. Hjartað nam bara staðar, einhverra hluta vegna. Þá hefur ' verið leitað til fortiðar- innar.saga sér hvers sem látist hefur á þennan hátt könnuð gaumgæfilega, hvaö hann lagði sér tií munns vikurnar áður en hann dó, hvort hann hafi átt við hjartasjúkdóm að striða, einhvern sjúkdóm — ekkert. Þá var farið lengra aftur: Getur þetta stafaðaf eiturgasi Pathet Lao sem verkar svona

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.