Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 7
Sunnudagur 25. aprll 1982 7 tilkynningar Vorhappdrætti Krabba- meinsfélagsins ■ Hið árlega vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins stendur nú yfir. Vinningar eru tölf talsins, þar af þrir bilar, BMW 520 i, Ford Escort 1300 GL og Mazda 323 Sal- oon, allir af árgerð 1982. Hinir vinningarnir niu eru heimilistæki að eigin vali fyrir 20 þúsund krön- ur hver vinningur. Verðmæti vinninga er samtals um 670 þús- und krönur en hver happdrættis- miði kostar 25 krónur. Þeir sem fæddir eru árið 1959 og verða þar með 23ja ára á þessu ári eru nú væntanlega fyrir nokkru búnir að fá i fyrsta sinn senda heim happdrættismiða frá Happdrætti Krabbameinsfélags- ins. öllum sem urðu 67 ára i fyrra er aftur á móti „hlíft” við heim- sendingum frá og með þessu ári i samræmi við núverandi kerfi hjá happdrættinu. Þeim skal bent á að miðar fást i lausasölu á skrif- stofu happdrættisins i Suðurgötu 24 i Reykjavik og siðasta mánuð- inn eða svo fyrir útdrátt, sem veröur 17. júni, munu miðar að venju verða seldir i happdrættis- bil nærri Lækjartorgi i Reykja- vik. ■ Samkór Trésmiðafélags Reykjavikur og Árneskórinn halda sameiginlega söng- skemmtun i Árnesi laugardaginn 24. april, klukkan 15.00 Kórarnir munu syngja tiu lög hvor, auk þess sem þeir koma fram sam- eiginlega. Söngstjóri Arneskórs- ins er Loítur S. Lcítsson og ein- söngvari Kristjana Gestsdóttir. Söngstjóri Samkórs Trésmiða- félagsins er Guðjón B. Jónsson, er þetta i fyrsta sinn, sem kórinn syngur fyrir austan fjall. Kórinn ætlar i söngför til útlanda i sumar. G.G./sv H ^ KJORSKRA til bæjarstjórnarkosninga, er fram eiga að fara 22. mai n.k., liggur frammi almenn- ingi til sýnis á Bæjarskrifstofu Seltjarnar- ness, Mýrarhúsaskóla eldri, alla virka daga frá 21. april til 6. mai n.k., þó ekki á laugardögum. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu bæjarstjóra eigi siðar en 8. mai n.k. Menn eru hvattir til að kynna sér, hvort nafn þeirra sé á kjörskránni. Seltjarnarnesi 16. april 1982 Bæjarstjórinn Seltjarnarnesi. t Frá æfingaskóla Kennaraháskólans Innritun i forskóladeildir þ.e. 5 og 6 ára barna fer fram i skólanum mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. april n.k. kl. 13-16, Skólastjóri Hraðfrystihús Jökuldals, auglýsir: Eigum til mikið úrval af skreið. Pöntunarsimi: 1224. Hraðfrystihús Jökulsdals MEST SELDU ÁBURÐARDREIFARARNIR HÉR Á LANDI UM ÁRABIL *Nákvæm dreifing *Auóveld stilling *Örugg tenging * Litið viðhald * Dönsk gæðaframleiðsla afslátturtil 15.maí VÉIAPEIID SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík MÚLAMEGINJ Sími38900 Bændur Ungt par með barn óskar eftir vinnu i sveit. Upplýsingar i sima 13592 Úrval ár Ijódtim Halldórs Luxness Bráðum kemur betri tíð... Bókaútgáfan Helgafell fól myndlistarkonunni Ragnheiði Jónsdóttur að myndskreyta þessa útgáfu. Kristján Karlsson, bókmennta- fræðingur, valdi Ijóðin og skrifaði inngang. í tilefni áttræðisafmælis Halldórs Laxness hefur Helgafell gefið út nokkur úrvalsljóð skáldsins. Bókin ber nafnið ,,Bráðum kemur betri tíð. Meðal kvæðanna má finna perlur íslenskra bókmennta og óvenjulegar myndskreytingar Ragnheiðar Jónsdóttur gera þessa útgáfu að kjörgrip. Mætti ,,Bráðum kemur betri tíð..“ einnig boða landsmönnum betri tíð í raun. Helgafell

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.