Tíminn - 25.04.1982, Qupperneq 9
9
Sunnudagur 25. aprll 1982
menn og málefni
Kjörm hljota að miðast
við afkomu þjóðarbúsins
■ Á siðasta ári jókst einka-
neysla hér á landi um 4 af
hundraði, og mun nær öll
aukningin hafa orðið á tveim
siðustu mánuðum ársins. Á
þessu ári er bilainnflutningur 82
af hundraði meiri á fyrstu þrem
mánuðum ársins en var á sama
timabili á siðasta ári, sem sýnir
að kaupæðið er hvergi nærri
liðið hjá. Þessar staðreyndir
sýna einnig að kaupmáttur er
allgóður um þessar mundir, að
minnsta kosti virðast ærið
margir hafa nægilegt fé handa
milli.
Hitt er annað að viðskipta-
jöfnuður er verulega dhag-
stæður, miklu meira er flutt inn
til landsins en útflutningi nem-
ur, og getur slikt að sjálfsögðu
ekki gengið til lengdar.
Hin mikla einkaneysla bygg-
ist að sjálfsögðu á þvi að mikil
atvinna hefur verið á Islandi,
gagnstætt þvi sem nágranna-
þjdðir okkar verða að þola, en
um gjörvalla Vestur-Evrópu og
i Bandarikjunum er atvinnu-
leysi mikið og fer vaxandi. Is-
lendingar horfast í augu við
meiri verðbdlgu en þá sem
hrjáir þorra þeirra þjóða sem
við berum dckur gjarnan saman
við og þótt tekist hafi að halda
henni verulega I skefjum á
siðasta ári, miðað við spár i
upphafi árs 1981, er hún samt
allt of mikil og auðsætt að gripa
verður til ráðstafana þegar
kemur fram á þetta ár.
I skýrslu Þjóðhagsstofnunar
fyrir þetta ár er spá um horfur,
og vekur þar hvað mesta athygli
að þjóðarframleiðsla og þjóðar-
tekjur dragast saman um 1 af
hundraði eða um 2 af hundraði á
mann. Samdráttur á þjóðar-
tekjum hefur ekki orðið siðan
1975, og er ástæðan fyrst og
fremstsd hvernig komiðer fyrir
loðnustofninum, fiskafli minnk-
ar.
Minnkandi
sjávarafli
I spánni segir: „Spáin um út-
flutningsframleiðslu á árinu
mótast fyrst og fremst af hinu
alvarlega ástandi loðnustofns-
ins. Ef loðnuveiði yrði engin á
næsta haustiog annar sjávarafli
óbreyttur frá siöasta ári, þá fæli
það I sér um 10% minnkun fisk-
afla og sjávarafurðaframleiðslu
á þessu ári. Sé miðað við að
loðnuafli næsta haust verði um
helmingur af þvi sem hann var
á haustvertiðinni i fyrra og
samdráttur á loðnuafla á þessu
ári leiði til aukinnar sdknar i
aðrar fisktegundir þá drægist
sjávarafurðaframleiðslan
saman um 3%. Er miðað við þá
forsendu I spánni og er hún þvi i
bjartsýnasta lagi. BUist er við
aukningu á ál- og kisiljárnfram-
leiðslu en það fer þó eftir
markaðsástandi. Gert er ráð
fyrir að útflutningsframleiðslan
veröi óbreytt i ár frá þvi sem
hún var i fyrra.”
Spáin gerir ráð fyrir þvi að
skreiðarútflutningur til Ni'geriu
veröi ótruflaður. En eins og
fréttir herma er alls ekki vist
hvort Nigeriumenn geta keypt
allaokkarskreiðvegna aukinna
efnahagsörðugleika þar i landi
en samdráttur i oliusölu og
lækkandi verð getur á þennan
hátt haft afgerandi áhrif á
mikilsverða Utflutningsgrein
frá Islandi.
Þá segir Þjóðhagsstofnun:
„Forsendurnar um útflutnings-
framleiðslu, viðskiptakjör og
þjóðarútgjöld leiða til þeirrar
niðurstöðu að þjóðarfram-
leiðsla og þjóðartekjur dragist
saman um 1% á árinu 1982 eða
um 2% á mann. Á mælikvarða
landsframleiðslu yrði sam-
drátturinn þó liklega heldur
minni. Þettayrði i fyrsta skipti
siðan 1975 að þjóðarfram-
leiðslan drægist saman. Veiga-
mesta ástæðan er hinn mikli
samdráttur i loðnuafla eða jafn-
vel stöðvun loðnuveiða.en mikil
auking fiskafla hefur verið drif-
fjöður hagvaxtar hér á landi
undangengin áreins og reyndar
jafnan áður. Þessi samdráttur
hefur áhrif á atvinnuástand
með einum eða öðrum hætti en
fyrst um sinn koma áhrifin
einkum fram á þeim stöðum,
þar sem loðnubræðsla hefur
verið mest. Að öðru leyti gæti
þetta stytt vinnutima, eins og
gerðist 1975. Þetta mun þó
væntanlega ekki skýrast fy rr en
með haustinu og mun ráðast
mjög af framvindunni næsta
vetur, þar sem sumarið er jafn-
an mikill annatimi við fram-
kvæmdir.”
Víöa blikur
á lofti
Það er alltaf erfitt að spá,
ekki sist um framtiðina. 1 þess-
ari þjóðhagsspá er getið um
marga óvissuþætti og þessir
taldir helstir:
Loðnuveiðar gætu stöðvast al-
veg á árinu, en i spánni er gert
ráð fyrir nokkrum loðnuafla i
haust.
Efnahagsþróunin i heiminum
gæti orðið óhagstæðari en miðað
er við.
Óvissa rikir um skreiðar-
markaði Nigeriu. Hér má bæta
við að tæpast er um aðra
markaði að ræða fyrir það
mikla skreiðarmagn sem hér er
til.
Gengi dollars gæti fremur
lækkað en hækkað á árinu.
Oliuverð á Rotterdam-
markaði er nú óvenju lágt og
langt undir kostnaðarverði.
Þetta eykur hættuna á að verðið
hækki á árinu.
Enn segir i spánni:
„Þessi óvissa um ytri skilyrði
gæti haft i för með sér að sam-
dráttur þjóðarframleiðslu yrði
meiri en hérer gert ráð fyrir, að
öðru óbreyttu, og sama máli
gegnirum viöskiptahalla. Vandi
hagstjórnar við að samræma
markmið efnahagsstefnunnar
yrði þá jafnframt meiri en ella.
Sama gildir ef þjóðarútgjöld
aukast meira en hér er miðað
við.en um það ráða niðurstöður
kjarasamninga miklu.
Eins og áður sagði eru ekki
horfur á að sjávarafli aukist á
næstu árum eða viðskiptakjör
batni. Þvert á móti verður aö
reikna með samdrætti fiskafla
meðan ástand loðnustofnsins
batnar ekki enaðrir fiskstofnar
eru flestir að mestu fullnýttir.
Ef heimsbúskapurinn réttir við
á þessu ári eru vonir til að ál-
verksmiðja og kisiljárnverk-
smiðja veröi reknar með fullum
afköstum á árinu 1983 og yrði þá
um nokkra aukningu út-
flutningsframleiðslu og út-
flutnings að ræöa, þótt sjávar-
afli ykist ekki. Þá verður mikil-
vægt að nýta þessa útflutnings-
aukningu til að draga úr
viðskiptahalla, en það setur
þjóðarútgjöldum jafnframt
skorður. A þessum forsendum
gæti þjóðarframleiðsla og
þjóðartekjur ef til vill vaxið
litilsháttar á árinu 1983 eða um
1% i heild. Þetta er þó fremur
visbending en spá. Efnahags-
þróunin i heiminum er þannig
að hætta er á, að hagvöxtur á
næstu árum verði minni en hann
hefur verið að jafnaði undan-
farna áratugi. Sama mun einnig
gilda um Island, eins og nú horf-
ir. Það er þvi brýnt að ná sæmi-
legu jafnvægi i þjóðarbúskapn-
um, en það er mikilvæg for-
senda þess að unnt verði að
skapa skilyrði aukins hagvaxtar
i framtiðinni.”
Mikil verðbólga
en næg atvinna
Svipuð efnahagsvandamál er
við að glima viðast hvar uní
heim. Annarsstaðar eru helstu
einkennin: Litill vöxtur þjóðar-
framleiðslu i flestum iðnrikjum
og samdráttur iðnaðarfram-
leiðslu i mörgum rikjum.
Hjöðnun verðbólgu, vaxandi at-
vinnuleysi, óvenju háir vextir
vegna aðhaldssamrar stefnu i
peningamálum. Miklar sveiflur
á gengi helstu gjaldmiðla og þá
fyrst og fremst hækkun dollars
gagnvart Evrópumyntum.
Það er athyglisvert, að verð-
bólga minnkar viða en atvinnu-
leysieykst. Hér á landi er verð-
bólgan mun meiri en vfðast ann-
ars staðar, en hins vegar næg
atvinna. Aö öðru leyti virðast
Islendingar fylgja öðrum
þjóðum hvað efnahagsástand
snertir.
Ótvíræður
árangur
JóhannesNordal flutti ræðu á
aöalfundi Seðlabankans s.l.
miðvikudag og dró þar upp
mjög áþekka mynd af efnahags-
horfunum og fram komu i
skýrslu Þjóðhagsstofnunar.
Hann benti m.a. á að greiðslu-
byrðin af erlendum lánum
þyngdist mjög og sagöi að hún
mundi komast upp i 20% af
þjóðarframleiðslu, en hlutfall
erlendra skulda upp i 40%, og
varaði hann mjög við aukningu
á erlendum lántökum.
Seðlabankastjórinn vék að
þeim efnahagsráöstöfunum sem
núverandi ríkisstjórn hefur
staðið að og sagði:
„Sú mynd sem ég hef nú reynt
að draga upp af þróun heístu
þjóðhagsstærða á árinu 1981,
ytri skilyrðum þjóðarbúskapar-
ins og horfum á þessu ári,
virðistsýna, svoað varla verður
um villst, að veruleg umskipti
hafa orðið til hins verra i fram-
vindu efnahagsmála á siðast-
liðnu ári. Þessi umskipti sem
fyrst fóru að koma i ljós undir
lok ársins fólust i versnandi út-
flutningshorfum, minni aukn-
ingu þjóðarframleiöslu og vax-
andi viðskiptahalla við útlönd.
Meginmarkmið þeirrar efna-
hagsstefnu sem fylgt var á ár-
inu og fram kom i efnahags-
áætlun rikisstjórnarinnar i upp-
hafi ársins, fólst hins vegar i þvi
aðkoma fram verulegri lækkun
verðbólgu jafnframt þvi sem
full atvinna yrði tryggð. Þótt ný
vandamál kæmu fram á öðrum
sviðum efnahagsmála er ljóst,
aö ótviræður árangur náðist i
þessu hvoru tveggja, atvinnu-
stig helsthátt allt árið og veru-
lega dró úr verðbólgu.
Arin 1979 og 1980 haföi verð-
bólgustig hér á landi veriö 55-
60% hvort árið, og eftir launa-
samningana haustið 1980 var
allt útlit fyrir, að verðbólgan
mundi aðööru óbreyttu fara enn
hækkandi á árinu 1981. I efna-
hagsáætlun rikisstjórnarinnar
var leitast við að draga úr þess-
um vanda, einkum með þvi að
hemja vixlhækkanir kaupgjalds
og verðlags. Annars vegar voru
kaupbætur á laun 1. mars skert-
ar verulega og leitað eftir sam-
vinnu við launþegasamtök um
hóflega stefnu i kjaramálum, en
hins vegar var hamlað gegn
veröhækkunum bæöi með þvi að
herða verulega á verðlagshöft-
um og með þvi að stöðva gengis-
sig og taka upp aðhaldssamari
stefnu I gengismálum. Hvort
tveggja hafði þetta mikil áhrif á
verðlagsþróun, einkum á fyrra
helmingi ársins en miöað við
> Oddur Olafsson,
KS íi
skrifar Bk/1
verðhækkun á milli áramóta
reyndist verðbólgan á árinu 41-
45% eftir þvi hvaða mælikvarði
er notaður, I samanburði við 57-
59% árið áður.”
Sparnaður
Siðar i ræðu sinni ræddi hann
um nauösyn þess að efla inn-
lendan sparnað og hefði góðum
árangri verið náð með verð-
tryggingu sparifjár en samt
sem áður ,,er peningalegur
sparnaður hér á landi enn all-
miklu minni en meðal annarra
þjóða með sambærileg lifskjör.
Enn frekari efling innlends
sparnaðarer þvi brýnt verkefni
enda er það ein mikilvægasta
forsenda þess, aö unnt verði að
draga úr þörfinni fyrir erlent
lánsfé. Eigi þetta að takast get-
ur orðið nauösynlegt að láta
raunvexti af verðtryggðum lán-
um ráðast i vaxandi mæli af
framboði og eftirspurn af láns-
fjármarkaðinum hverju sinni.
Þótt viðmiðunin við verðlags-
þróun hljóti að vera undirstaða
lánskjarastefnunnar á timum
mikillar verðbólgu, verður jafn-
framt að vera svigrúm til
breytinga á raunvöxtum, ef
tryggja á sæmilegt jafnvægi á
lánsfjármarkaðinum við hinar
sibreytilegu aðstæöur sem þar
rikja.”
Jóhannes lauk ræðu sinni með
þessum orðum:
„Þótt nú sé andbyr i þjóðar-
búskap Islendinga á hann ekki
að verða tilefni svartsýni,
heldur hvatningtil nýrra átaka.
Sem betur fer er islenskur at-
vinnurekstur ekki þjakaöur af
langvarandi þrengingum eins
og fyrirtæki viða i nágranna-
rikjunum. Tækifæri til aukinnar
framleiðslu eru enn mörg hér á
landi og fjöldi fyrirtækja og ein-
staklinga er tilbúinn til þess að
nota þau til hins ýtrasta ef þeim
eru búin til þess viðunandi
starfsskilyrði.”
Hagsýni er allt
sem þarf
Veramá, að einhverjum sem
þetta kann að lesa, þyki óþarfa
svartagallsraus að þylja svart-
sýnar spár um efnahagsfram-
vindu. En þjóðin verður að sniða
sér stakk eftir vexti. Ef fiskafli
minnkar og útflutningur dregst
saman er ekki um annað að
ræða en haga sér samkvæmt
þvi.Þau teikn, sem núeru á lofti
sýna að Islendingar verða að
draga úr eyðslu. Miðað við
neysluna undangengna mánuði
sýnist að það ætti aö vera
auðvelt. Atvinnuöryggi og
stöðugleiki i efnahagsmálum er
meira virði en óhófsneysla.
1 þeim spám sem hér er greint
frá er ekki miðaö við grunn-
kaupshækkanir á þessu ári, en
samningaviðræður aðila vinnu-
markaðarins eru nú að hefjast
og verður þar væntanlega tekið
tillit til hvernig horfir. 1 stjóm-
málaályktun aðalfundar
miðstjórnar Framsóknar-
flokksins sem haldinn var um
s.l. mánaðamót, segir m.a. að
áhersla veröi lögð á að leitað
verði eftir viðtæku samkomu-
lagi um visitölu og verð-
ákvöröunarkerfi sem veitir eðli-
lega tryggingu kaupmáttar og
skapar svigrúm til nýsköpunar i
atvinnulifinu og þjónustu við al-
menning, án þess að auka um
leið verðbólguna. Launakjör öll
verður að miða viö afkomu
þjóðarbúsins hverju sinni.
Það eru engir óyfirstigan-
legir erfiðleikar framundan,
stjórnvöld og einstaklingar
þurfa aðeinsaðgæta meirihag-
sýni og"þá mun vel farnast.