Tíminn - 25.04.1982, Page 22
■ „Fléttur, stöðubarátta, mið-
tafl, endatafl — allt þetta kunni
hann upp á sina tíu fingur,” sagði
Reuben Fine. ,,I fjölda ára lenti
hann aldrei i timahraki, né heldur
kom upp staða sem hann hafði
ekki fullkomna stjórn á,” sagði
Euwe. Og jafnvel keppinauturinn
Alekhine lét hafa eftir sér:
„Hvorki fyrr né siðar hefur verið
uppi maður sem skildi skák jafn
vel,jafn fljótt.” Þeir eru margir
sem telja að José Raúl Capa-
blanca sé mesti skáksnillingur
allra tima, og þó i raun sé ómögu-
legt að leggja dóm á slikt er vist
að enginn skákmeistari — ekki
einu sinni Fischer — hefur veriö
jafn mikið lofaöur. Hann var
kallaður „skákvélin” og talinn
ósigrandi. Samt er það nú svo að
af heimsmeisturum fyrir seinna
strið hélt aðeins Euwe titlinum
skemur. Sumir hafa látib svo um
mælt að ótrúlegir, já ótrúlegir,
hæfileikar Capablancas hafi
aldrei notið sin til fulls.
Hann fæddist i Havana á Kúbu
19. nóvember 1888 og var sonur
spænsks riddaraliðsforingja. Þaö
kenndi honum enginn manngang-
inn — er hann var fjögurra ára
lærði hann hreyfingar mannanna
sjálfur með þvf að fylgjast með
fööur sinum tefla við Lono hers-
höfðingja. „Ég settist við skák-
borðið og gætti þess að trufla
ekki hina algeru kyrrð sem rikti.
Forvitni min varð fljótlega
að furðu. Þessir skrýtilegu menn
á brettinu heilluðu mig og'
ég einbeitti huganum að þvi
að læra eftir hvaða reglum
þeir hreyfðu sig. Er skákinni
var lokið þóttist ég viss um
að hafa lært mannganginn.”
Daginn eftir fylgdist Capa
litli með annarri skák föður sins
og hershöföingjans, daginn þar á
eftir með þeirri þriðju. Þá gerðist
örlagaríkur atburður. „Faðir
minn, sem var mjög lélegur byrj-
andi, hreyföi riddara sinn af ein-
um hvitum reit á annan. And-
stæðingur hans var ekki betri
skákmaöur og tók ekki eftir
þessu. Er skákinni var lokið, en
faðir minn sigraði, hló ég að hon-
um og sakaöi hann um svindl.
Hann spurði mig undrandi hvað
ég vissi um skák og er ég haföi
sýnt honum hvaö hann hafði gert
rangt settumst viö að tafli. Ég
vann og þannig hófst minn skák-
ferill.”
Capablanca fór nú að stunda
skákklúbb Havana og innan ör-
fárra ára var hann kominn i hóp
fremstu skákmanna Kúbu. 1901
tefldi hann einvigi við Juan
Corzo, sem talinn var sterkastur
eyjarskeggja, og eftir slæma
byrjun náði 13 ára stráklingurinn
sér á strik og vann. Það sem
meira var: taflmennskai háhs
þótti afar kraftmikil og þroskuð,
innsæi hans var ótrúlegt og flýtir-
inn sömuleiðis. Attundu skákina
vann hann glæsilega þó hann
notaöi aöeins fimm mlnútur af
tlma sinum og allt einvigiö tefldi
hann að meðaltali niutiu leiki á
klukkustund. iÞessi staba kom
upp i skák þeirra Corzos nokkrum
mánuðum slðar. Corzo, sem
hefur hvitt var aö enda við aö
drepa riddara á c5.
1. — Hxg2!! 2. Be3 — Bh4! 3.
Hdl — Bf2!! 4. Hd7+ — Kh6 5.
Hd5 — Bxe3 6. Rg5 — H2xg5! 7.
fxg5 — Hxg5 8. Hf6+ — Kh5 9.
Hxe6— Bxd5-|-----10. cxd5 — Hgl
mát!
Capablanca varð aöeins fjórði á
skákþingi Kúbu árið 1902 en
framfarir hans voru engu að siöur
örar. Hann hélt til Bandarikjanna
til náms i efnaverkfræði við
Columbia háskóla en hætti fljót-
lega námi til að geta einbeitt sér
að skákinni. 1909 fór hann i mikið
skákferðalag um Bandarikin og
tefldi fjöltefli — fyrstu 132
skákirnar vann hann allar og alls
uröu úrslit 571 sigur, 18 jafntefli
og aðeins 13 sinnum tapaði hann.
Núþóttihonum kominn timi til að
stefna hærra og tefldi einvigi við
Frank Marshall sem var í hópi
sterkustu skákmanna heims.
Marshall kvaðst sibar hafa van-
metið strákinn en það rænir
Capablanca ekki glæsilegum sigri
sinum, hann vann átta skákir,
tapaði aðeins einni, en 14 urðu
jafntefli. Aðeins tvitugur að aldri
hafði Capablanca sigrað Mars-
hall með næstum sama mun og
Lasker I einvigi þeirra um heims-
meistaratitilinn tveimur árum
fyrr.
„Það skrýtnasta var,” skrifaði
Capablanca, „að ég hafði aldrei
litið i bók um fræöilegar byrjan-
ir.” Allan sinn feril vanrækti
Capa að kynna sér fræðikenning-
ar en treysti á snilligáfu sina sem
sjaldan brást honum. A siðasta
hluta ferilsins, er skákteórian var
orðin mun umfangsmeiri en i
upphafi, kom það hins vegar fyrir
aðhann féll i heimatilbúnar gildr-
ur andstæðinganna.
Snemma árs 1911 var Capa-
blanca boðiðað tefla á hinu geysi-
sterka móti I San Sebastian.
Þangað mættu til leiks allir sterk-
ustu skákmenn heims, að Lasker
einum undanskildum, og raunar
var þeim einum boðið sem höfðu
að minnsta kosti unnib þriðju
verðlaun tvívegis á sterkum al-
þjóölegum mótum. Gerö var
undantekning vegna Capablanca
og mæltist það ekki vel fyrir hjá
öllum. Bernstein mótmælti til
dæmis harölega en árangurslaust
— þeir mættust i fyrstu umferð og
Capablanca vann stórkostlegan
sigur sem fékk fegurðarverðlaun
mótsins. Alls vann Capablanca
sex skákir, tapaði einni (fyrir
Rúbinstein) og gerði sjö jafntefli.
Capablanca hafði sjálfur spáð þvi
að einhver þeirra Schlechters,
Rúbinsteins eða Maróczys myndi
sigra en hann vonaöist til að geta
e.t.v. náð 4ða sætinu. Nú stóð
hann uppi sigurvegari mótsins!
Næstir á eftir komu Rúbinstein,
Vidmar og Marshall. Capablanca
var oröinn heimsfrægur. Þessi
ungi strákur var prisaður fyrir að
hafa fært nýttlif i skákina og tal-
að var um að þarna væri loks
kominn maöur sem gæti hrifsað
heimsmeistaratitilinn af Lasker
sem haföi haldið honum i 17 ár.
Samningaviðræöur voru hafnar
en satt að segja voru skilyrði
Laskers slik að Capablanca taldi
sig ekki geta fallist á þau. Lasker
reiddistþviog samningaviöræður
sigldu i strand i bili.
Á móti i New York 1913 vann
Capa góðan sigur, vann tiu
fyrstu skákir sínar en gerði siðan
tvö jafntefli og tapaöi einni.
Maróczy varð i öðru sæti.
Skömmu siðar varð hann i öðru
sæti á stórmóti I Havana en þarna
tapaði hann i fýrsta sinn tveimur
skákum i einu og sama mótinu —
fyrir Janowsky og Mashall sem
sigraði á mótinu. Capablanca
bættisérupp þessi „mistök” með
þvi að vinna siöar á árinu mót i
New York með 13 vinninga af 13
mögulegum! Capablanca var nú
skipaður i utanrikisþjónustu
Kúbu, sem sá auðvitað hverslags
landkynning ungi skákmeistarinn
var, og með þessu var Capa-
blanca gert kleift að ferðast um
allan heim og tefla skák — jafnan
með frábærumárangri. Og Capa-
blanca var einnig vel kynntur I
samkvæmislifinu.
Eftirfarandi perlu tefldi hann i
Riga árið 1913 gegn Nimzowitsch,
sem hefur hvitt. Skýringar eru
byggðar á skýringum Capas
sjálfs.
1. e4 — e5 2. Rf3 — Rc6 3. Rc3 —
Rf6 4. Bc4 (Bb5 er sterkari leikur.
Nimzowitsch hlýtur að hafa haft
einhverja nýjung í huga.) 4. —
Bc5 (Ef 4. — Bb4, 5. Rd5 og hvitur
stendur vel.) 5. d3 — d6 6. Bg5 —
Be6 (Svartur ætlar sér aö reka
drottningarbiskup til baka i fyll-
ingu timans méð þvl að leika h6
og g5. Þá kemur upp ákaflegq
flókin staða og svartur treysti í
að geta snúið á andstæðinginn.) 7.
Bb5 — h68. Bh4 — Bb4 9. d4 — Bd7
10. 0-0 — Bxc3 11. bxc3 — g5
(Ahorfendur þóttust vissir um að
þessi djarfi ieikur yrði mér að
falii, ekki sist eftir næsta leik er
ég hafði enn ekki hrókað og kóng-
urinn var á miðju borðinu.) 12.
Bg3 — Rxe4 13. Bxc6 (Þetta er
ekki besta leiðin til aö ha!da árás-
inni gangandi. Aðeins með þvi að
beina allri skothrið að svarta
kóngnum hefði hvitur getað feng-
ið bætur fyrir betri stöðu svarts,
og peðaveikleika sína á drottn-
ingarvæng. 13. Dd3 var nauðsyn-
iegt.) 13. — Bxc6 14. dxe5 — dxe5
15. Bxe5 (Sumir stungu upp á 15.
Rxe5. Sá leikur hefur bæði kosti
og galla, en svartur stendur betur
iöllum tilvikum. ) 15. — Dxdl 16.
Haxdl — f6! (Lykilleikurinn. A
hann, og 17. — Kf7, treysti ég er
églék 11. —g5.) 17. Bd4 (17. Bxc7
hefði skilið biskupslfnuna eftir
opna fyrir hróka svarts til að
sækja að c-peðum hvits. Nimzo-
witsch hefur sennilega talið að
mislitu biskuparnir myndu
tryggja honum jafntefli.) 17. —
Kf7 (Nú er kóngur svarts mun
nytsamlegri en kóngur hvits.) 18.
Rd2 — Hhe8 (Þrátt fyrir mislitu
biskupana hikaði ég ekki við að
skipta upp. Þeir sem vilja læra
endatafl ættu að skoða þessa
skák. Þetta er eitt besta teflda
endatafl mitt og Minzowitsch
hefur oft lýst furðu sinni á að mér
skyldi takast að vinna.)
10. f3 — Rxd2 20. Hxd2
— Had8 21. g4 — Bb5 22. Hbl —
Ba6 23. Hbdl (Ekki 23. Kf2 vegna
23. — c5! 24. Be3 — Hxd2+ 25.
Bxd2 — He2+ og vinnur mann.)
23. — He2! (Enn skiptir svartur
upp.) 24. Hxe2 — Bxe2 25. Hel —
Bxf3 26. Hfl —c5! (Ef nú 27. Hxf3
— cxd4 28. Hd3 — Hc8 og svartur
má heita peði yfir. Hvitur valdi
framhald sitttil að halda i mislitu
biskupana sem hann hélt enn að
færðu sér jafntefli.) 27. Bxf6 —
Hdl 28. Be5 — Hxfl+ 29. Kxfl —
Bxg4 (Endataflið má nú heita
unniö.) 30. a4 —Ke6 31. Bb8 —a5!
(Hvitur getur ekki ráðist gegn
peðinu með Bc7 þar sem þá vinn-
ur svartur með b5! Virst gæti að
hvitur heföi getað bjargað
sér með þvi að leika 31 Bg7 i stað
Bb8 en sú tr ekki raunin. Þ á hefði
svartur unnið með a6 i stað a5 en
það tekur aö sönnu mun lengri
tima.) 32. Kel — Kd5 33. Kd2 —
Bd7 34. Bc7 — Kc6 (Hvitur má
ekki taka peöiö vegna b6.) 35. Bd8
— b636.c4 —Kb7 37. Kc3 — Bxa4
38. Kb2 — Bd7 39. Kb3 — Be6 40.
Kc3 — a4 41. Kd3 — Kc6 42. Kc3 —
g4 43. Bh4 — h5 44. Bg3 — a3 45.
Kb3
45. — Bxc4+! (Efhvitur leikur
nú46. Kxc4er framhaldiðá þessa
leið: 46. —a2 47. Be5 —h4 48. Kb3
— g3 49. hxg3 —h3! og vinnur þar
sem annaöhrókspeðiö rennur upp
iborð.) 46. Kxa3 — b5 47. c3 —Kd5
48. Bf2 — Be2 (Tii aö rýma fyrir
kónginnác4). 49. Kb3— Bdl+ 50.
Kb2 — Kc4 51. Kcl — Bf3 52. Kd2
— b4 53. cxb4 — cxb4 54. Bh4 —
Be4 55. Bf6 — h4 56. Bh4 — b3 57.
Bf6 — h4 58. Ke3 — g3 59. hxg3 —
h3 60. Kf2 — Itf5 (Til að koma i
veg fyrir að peö hvits sæki fram.
Nú marsérar kóngur svarts til
stuðnings b-peöinu og vinnur
biskupinn, snýr svo til baka og
neyöir hitt peðið upp á áttundu
röö og vinnur.) 61. g4 — Bxg4 62.
Kg3 — Kd3 og hvitur gafst upp.
Rúbinstein hafði um langt skeið
verið taiinn viss um aö veröa
næsti heimsmeistari en nú féll
hann i skuggann af Capablanca
og Lasker sjálfur mátti vara sig.
Heimsmeistaranum tókst þó að
sanna að hann væri verðugur
titiisins með þvi aö verða efstur á
mótinu i Sánkti Pétursborg sem
við sögðum frá i siðasta þætti en
Capablanca varð þar i öðru sæti
og tapaði bæði fyrir Lasker og
Tarrasch. Þeir Lasker og Capa-
blanca skáru sig nokkuð úr og
þótti sýnt að aðeins einvigi þeirra
i milli gæti sannað hvor væri
sterkari. Samningaviðræður hóf-
ust á nýjan leik og gengu nú betur
en áður en fyrri heimsstyrjöldin
batt enda á þær i bili.
Capablanca hélt kyrru fyrir i
Bandarikjunum meðan strið geis-
aði i Evrópu en ferðast þó um
Suður-Ameriku, tefldi fjöltefli og
sýningarskákir auk þess sem
hann keppti á þremur skákmót-
um i New York og vann þau öll.
Fyrsta skák hans á mótinu árið
1918 er viðfræg en hana tefldi
hann gegn Marshall. Marshall
hafði I mörg ár lumað á leyni-
vopni i spánska leiknum, snjöll
flétta sem hann hafði ákveðiö að
nota aöeins gegn Capablanca.
Þarna gafst loks tækifærið og
Marshall lék þessum leik sem
hann hafði legið yfir i mörg ár.
Capablanca mætti gagnárás
Marshalls af fullum krafti, varö-
istaf ofurmannlegri getuog vann
frægan sigur. Hafði að sjálfsögðu
aldrei séð þennan leik áður.
Nú orðið var Capablanca svo
öruggur að það var jafnvel talið
nokkuðafrek að ná jafntefli gegn
honum. A mótinu 1918 náöi Júgó-
slavinn Boris Kostié jafntefli i
báðum skákum þeirra og fylltist
þvilikum ofmetnaði að hann skor-
aöi á Capa ieinvigi. Eftir að hafa
tapað fyrstu fimm skákunum
hafði Kostié sig á brott. Löngu
siðarlétCapablanca svo um mælt
að I einviginu við Kostic hefðu
hæfileikar sinir blómstrað mest
og best.
Að striðinu loknu var aftur farið
að tala um heimsmeistaraeinvigi.
Capablanca fór til Hastings 1919
og vann fyrstu verðlaun á skák-
móti þar, vann tiu skákir og gerði
eitt jafntefli. Brian Hariey hefur
lýst þvi að ætið var stór hópur að-
dáenda með lafandi tungu kring-
um Capablanca.hann mátti varla
hreyfa sig að ekki væru kringum
hann tugir manna sem vildu fá að
lita meistarann. Hann skrifaöi
um þetta leyti ævisögu sina,
ásamt úrvali bestu skáka sinna —
bókin var eiginlega áróðursrit til
að koma fram einvigi við Lasker
og sumir sökuðu Capablanca um
mont. Hann tók þeim ásökunum
illa og til að svara þeirri gagnrýni
að hann birti aðeins sigurskákir
sinar gaf hann út aðra bók um
grundvallaratriöi skáklistarinnar
— birti þar sex tapskákir sinar en
fram að þvi hafði hann aöeins
tapað tiu!
Einsog sagt var frá i siðasta
þætti var Lasker siður en svo
ákafur i að tefla, enda var hann
afhuga skákinni um þetta leyti.
Hann afsalaði sér þvi titilinum til
Capablanca en skákheimurinn
sætti sig ekki við það og heimtaði
einvigi. Lasker lét til leiðast og i
mars 1921 hófst einvigi þeirra I
Havana.
Hvorugur virtist reiðubúinn aö
láta til skarar skriða i upphafi og
fyrstu fjórar skákirnar urðu jafn-
tefli. 1 fimmtu skákinni lék Lask-
er illa af sér og tapaöi, en siðan
urðu næstu f jórar skákir jafntefli.
1 tiundu umferð tefldi Capabianca
einhverja fallegustu og bestu
skák lifs sins — er þó af nógu að
taka.
Við rennum yfirþá skák i næsta
þætti og segjum frá ferli Capa-
blanca sem heimsmeistara og
gengi hans eftir það.
— ij tók saman, sneri og endur-
sagöi.