Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 30

Tíminn - 25.04.1982, Blaðsíða 30
30 Sunnudagur 25. aprll 1982 Tedrykkja eftir morð! ■ Myra Hindley hefur eignast fjölda vina þessi ár sem hún hefur setið i fangelsi og allir vitna um sterkan og, aB þvi er virðist, heil- steyptan persónuleika hennar. Hún er nú 39 ára gömul en virðist yngri, andlitsdrættirnir eru skýr- ir og röddin áköf þegar hún talar um hugaðarefni sin. Hana langar til að vera frjáls. Skömmu fyrir jól lagði hún enn einu sinni fram beiðnium að skilorðsnefndin tæki mál hennar til meðferðar en frá innanrikisráðuneytinu kom skip- un um að slikt kæmi ekki til greina. Arið 1980 kærði hún bresk yfirvöld vegna þess að mál hennar fékk ekki einu sinni að koma fyrir nefndina en allt kom fyrir ekki. Breskir stjórnarherrar virðast staðráðnir i að halda henni i fangelsi um ókomin ár, og lái þeim hver sem vill. A mánudaginn var voru liðin nákvæmlega sextán ár siðan réttarhöld hófust i máli Ian Bradys og Hindleys. Réttað var i Chester Assizes, ákæran: morð á þremur börnum, Lesley Ann Downey, Edward Evans og John Kilbride. Fyrir tvær sakir voru þessi réttarhöld skráð á spjöld sögunnar. t fyrsta lagi var lagt fram i réttinum segulband með óttasleginni rödd hinnar tiu ára Lesley Ann Downey, barnið veinaði og grét og grátbað um að fá að fara til móður sinnar. Lesley Ann Downey sást aldrei framar á lifi. Hins vegar var framburður mágs Myru Hindley, David Smith, 18 ára. Hann hafði, sagði hann, þurft að horfa upp á táninginn Edward Evans barinn til ólifis, og siðan neyddu þau Brady og Hindley hann til að hjálpa sér við að þrifa upp um- merkin um morðið — og þau voru ekki litdl. Skömmu síðar komst David Smith, frá sér numinn af ótta, undan og flýtti sér til lög- reglunnar. Hann var aðalvitni saksóknara við réttarhöldin, og enn þann dag i dag segir Smith — sem núer 34ra ára — að hann fyll- ist skelfingu og viðbjóði ef honum verður hugsað til morðsins. „Strákurinn hafði verið barinn 14 sinnum og blóðið flaut út um allt en hann vildi ekki deyja. Brady varð ofsareiður og hamað- ist á honum með hamrinum uns hann dó loskisn. Ég sé þetta fyrir mér eins og hæggei’ga kvikmynd, hvert smáatriði situr fast i huga mér. En síðan varð allt kalt. Brady sagði: „Myra, meiri subbuskapurinn af þessum,” og siðan fórum við að þrifa. Hún náði i vatn og þvoði gólfið og veggina. Svo settumst við niður og fengum okkur te og hún sagði: „Maður sá höggin speglast iaugunum á hon- um”.” ..Hún er mjög góð manneskja! ” Framburður Smiths, ásamt rödd hennar á segulbandinu með Lesley Ann Downey, leiddi til þess að Myra Hindley var dæmd sek. Hvorttveggja leiddi einnig til þess að i vitund Breta varð hún holdtekja hins illa. Það tóku margir undir með blaðinu Daily Star er það hrópaði: „Látið hana rotna i helviti!” Lögreglu- mennirnir sem unnu að mái- inu eru enn sama sinnis. Arthur Benfie'.d, fyrrum yfirmaður rannsoknarlögregluliðs sem vann að málinu, sagði er hann var spurður um álit á tilraunum Hindleys til að komast á skilorð: „Sextán ár eru vissu- lega langur timi i fangelsi. En hún á hvert einasta þeirra skiiið.” Hann minnti einnig á að dauðarefsing var afnumin i Bret- landi ári áður en morðin voru framin, og kvaðst ekki efast um aö að öðrum kosti hefði hún verið hengd. Annar fyrrverandi lög- reglumaður segir: „Ég hefði hengt hana með eigin höndum ef ég hefði haft tækifæri til.” En hvernig má það vera að vin- ir Hindleys leggja svo gerolikt mat á persónu hennar? Hinn þekktasti meðal þeirra sem vinna að máli hennar er Longford lá- varður, vammlaus og virtur 76 ára gamall aðalsmaður, sem hefur heimsótt hana i fangelsið meðreglulegumillibilisiðan 1969. Annar þekktur maður i bresku þjóðlifi fórtil fundarviðhana árið 1974, John Trevelyan, sem segir að hann hafi hitt fyrir „stúlku sem sýnilega var gáfuð, aðlað- andiog tilfinninganæm. Mér þótti ■ Fyrir sextán árum voru þau Ian Brady og Myra Hindley dæmd f ævilangt fangelsi á Bretlandi fyrir grimmdarleg morð á þremur börn- um. Mál þetta vakti mikla athygliá sinum tima og var ekki laust við að hrollur færi um breskan almenning, þau skötuhjú voru kölluð „læri- sveinar djöfulsins” og annað i þeim dúr enda varð ekki séð annað en þau hefðu framið morðin til þess eins að fullnægja afar afbrigðilegum og i rauninni illum hvötum. Eftir sextán ára fangavist er Ian Brady niðurbrotinn maður, andlega og likamlega, en Myra Hindley er stál- slegin sem aldrei fyrr. Og það sem meira er. Fjölmargir þeirra sem heimsótt hafa hana i fangelsið segja að hún sé nú ný og betri mann- eskja og þar sem betrunarhúsvistin hafi þegar borið tilætlaðan á- rangur eigi að gefa henni tækifæri til að spreyta sig úti I frelsinu. Al- menningsálitið er hins vegar algerlega á móti þvi og innanrikisráðu- neytið hefur ekki einu sinni leyft að mál hennar komi fyrir skilorðsnefndina, h vað þá meira.Breska stórblaðið The Sunday Times fór nýlega isaumana á þessu máli og reyndi að kanna, fordómaláust, merkilegan persónuleika Myru Hindley. Hér aðneðan er byggt á úttekt blaðsins. gaman að tala við hana.” Dóttir Trevelyans, Sarah, tekur i sama streng. „Hún er mjög gáfuð og virðuleg. Hún er lika mjög góð manneskja.” Margir fleiri hafa látið i ljós svipaðar skoðanir og verða trauðla allir sakaðir um blindni i garð harðsviraðs morð- ingja. Það er skiljanlegt að David Smith vakni kófsveittur og ótta- sleginn eftir ógurlegar martraðir þar sem hann endurlifir atburði þennann hræðilega dag fyrir sextán árum, og það er lika skiljanlegt aö hrollur fari um Arthur Benfield i hvert sinn sem hann heyrir lagið „Litli trommu- leikarinn” sem leikið var undir siðustu ópum Lesley Ann Downey. En hvernig ber þá að skilja að svo margir hafi látið heillast af Myru Hindley? Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að fullyrða að ef til vill sé hún sak- laus af morðunum — en þvi hefur hún alla tið haldið fram sjálf. ..Kvnngi hlandin ró” Vist er að Myra Hindley er búin rikum persónutöfrum. Lög- fræðingursem starfaði með henrii einu sinni segir: „Ég bjóst við að hitta skrimsli en það var nú eitt- hvað annað. Það var eitthvað við hana, ég veit ekki alveg hvað — einhver kynngi blandin ró.” Annar lögfræðingur hefur aldrei komist yfir kynni sin af henni. Fangelsissálfræðingur sem hafði afskipti af henni um hrið geymir eins og sjáaldur auga sins litla brúðu sem Hindley gaf honum, eða henni þvi sálfræðingurinn er kona. Brúðan er geymd á snyrti- borðinu. „Þannig hugsa ég um hana á hverjum degi.” Annar sálfræðingur hefur út- skýrt þetta með þvi að Myra Hindley sé einfaldlega búin ein- hvers konar „valdi”, bæði yfir stuðningsmönnum sinum og and- stæðingum. Hann hefur lýst þvi að hún hafi ótrúlega hæfileika til að koma sér fyrir á sömu bylgju- lengd og sá sem hún hittir og vinna hann yfir á sitt mál. Þetta „vald” á áreiðanlega mikinn þátt i þvi að hún er ósködduð á sálinni eftir 16 ára vist i fangelsi, en fangelsi á Bret- landi eru, að flestra dómi, á- kaflega andstyggilegar vistar- verur. Flest þeirra eru gömul og illa búin, fangar eru allt oft margir og aðstæður bágar I flesta staði. Eins og minnst var á hér að framan er Ian Brady niðurbrotinn maður eftir svo lanea faneavist og sennilega verður hann fluttur i geðveikra- fangelsi, ensú hefur orðið raunin um marga langtimafanga á Bret- landseyjum. Hindley lætur hins vegar engan bilbug á sér finna, enda þótt hún viðurkenni að oft hafi hún verið að falli komin — ekki sist eftir að innanrlkisráðu- neytið neitaði hvað eftir annað að mál hennar yrði tekið fyrir. En lögreglumennirnir sem rannsökuðu morðmálið á sínum tima voru heldur ekki i neinum vafa um að þeir áttu i höggi við mjög óvenjulega manneskju. Flestir þeirra muna ennþá hvert smáatriði málsins og eru varla liklegir til að gleyma þvi úr þessu það hefur greypst i huga þeirra sem geymir þó mörg ó- hugnanieg morðmál. ,,í»að sem hann hefur gert. hef ég gert...” Lögreglumennirnir eru flestir hverjir ánægðir með sinn hlut I málinu. Morguninn eftir að Ed- ward Evans dó fór lögreglan að Wardlebrook Avenue 16, Hyde, en þá hafði DavidSmith tilkynnt um atburðinn. Þetta gerðist vel að merkja 7. október 1965. 1 svefn- herbergi á efri hæð hússins fundu lögreglumennimir lik Edward Evans, þvi hafði veriö komið fyrir i plastpoka og læst inni. Brady og Hindley voru flutt á lögreglustöð- ina og Brady hafði fárra kosta völ en að játa. Hann sagði: „Við rif- umst og það kom til slagsmála.” Hindley tók allt aðra afstöðu. „Ég gerði það ekki,” sagði hún, „og Ian gerði það ekki.” Hún hélt þvi fram að dauði Evans væri „slys — það hefði aldrei átt að gerast.” En jafnframt hnýtti hún sig óað- skiljanlega við Brady með þvi að segja: „Það sem hann hefur gert, hef ég gert.” Brady var ákærður fyrir morð- ið á Evans þennan sama dag en fyrsta kastið fór Myra Hindley frjáls ferða sinna. En þá komu hin morðin upp á yfirborðið. 1 geymsluhólfi á lest- arstöðinni i Manchester fann lög- reglan ferðatöskur sem höfðu meðal annars að geyma segul- bandsupptökuna með skelfdri rödd Leysley Ann Downey og niu ljósmyndir sem sýndu hana I klámfengnum uppstillingum. Daginn eftir fann lögreglan svo lik stúlkunnar I grunnri gröf á Saddleworth heiðinni. Þá skildi lögreglan loks mikilvægi ljós- mynda sem fundist höfðu og sýndu þau Brady og Hindley á heiðinni. Ein myndin sýndi Hind- ley nálægt gröf Downeys, og önn- ur, sem sýndi hana krjúpa með rakka sinn, leiddi til þess aö lög- reglan fann gröf hins 12 ára gamla John Kilbride. Hindley var nú handtekin og færð til yfir- heyrslu en er nún var spurð um Lesley Ann Downey sagöi hún: „Ég gerði það ekki. Ég drap hana ekki”. John Kilbride kvaöst hún aldrei hafa heyrt minnst á áður. Arthur Benfield var staðráðinn i að brjóta mótspyrnu hennar á bak aftur. Hann notaði rólegar aðferðir við yfirheyrslur, spjall- aði um hitt og þetta og reyndi svo að leiða talið snögglega að morð- unum, en aldrei gaf Hindley færi á sér. A sama veg fór er lögreglu- fulltrúinn Margaret Campion reyndi að skapa sér traust Hind- leys með viðræðum um hvaðeina milli him ins og jarðar — til dæmis trúmál, en þær Hindley voru báð- ar fæddar kaþólskar. Allt kom fyrir ekki, er vikið var að morð- unum var Hindley ekki til við- ræðu um annað en hún hefði ekki gert neitt. 1 fyrstu hafði lögregl- an talið að Ian Brandy væri sterkari aðilinn af þeim tveimur en hún varð nú að skipta um skoðun. „Brady varð öðru hvoru fótaskortur i yfirheyrslunum” segir lögreglumaður einn, „en Hindley ekki i eitt einasta sinn”. ..Hvers vegna gerðu þau þetta?” 18. október spilaði Benfield út trompi si'nu. Fyrst sýndi hann Hindley myndirnar af Downey. „Hún bar vasaklút sinn upp að vörunum, einsog hún væri hrædd um aðeitthvaðhrykki útúr henni, en hún sagði ekki orð”. Siðan lék hann fyrir hana segulbandið margumtalaða. „Ég sá æðarnar hamast á hálsinum á henni. Hún rak upp dálitið óp og sagði: „Ég blygðastmln”, en þetta var I eina skiptið sem við fengum nokkur viðbrögð frá henni. Hún endur- tók: „Ég segi ekki neitt , og við það sat”. Er réttað var I málinu þóttist lögreglan viss um að Brady yrði dæmdur sekur þar eð hann hafði játað að hafa orðið Edward Ev- ans að bana. Lögreglumennirnir höfðu hins vegar enga hugmynd um hvernig málinu gegn Hindley myndi reiða af. Hún hafði ekki játað neitt og læknar lögregl- unnar hafði ekki tekist að greina dánarorsök þeirra Downeys og Kilbrides. A móti kom vitnis- burður David Smiths, sem lýsti þvi hvernig hún hafði tekið þátt i að myrða Evans, fingraför hennar voru á myndunum af Downey og rödd hennar heyrðist af segulbandinu. Einnig má nefna að sama dag og Kilbride hvarf hafði Hindley tekið bil á leigu og starfsmenn bilaleigunnar mundu vel að er honum var skilað hafði hann verið mjög forugur. Loks voru svo myndirnar af henni nálægt gröfunum á heiðinni. Framkoma Hindleys við réttar- höldin hjálpaði henni ekki. Hún brosti og gerði að gamni sinu við Brady á ákærendabekknum en bar fram vitnisburð sinn þurr- legri og tilfinningalausri röddu. Lögfræðingur hennarsagði henni að „nokkur tár” mynfiu ekki skaða, en hún virti ráð hans að vettugi. Og niðurstaða var sú að þrátt fyrir algera neitun hennar var hún dæmd fyrir morðin á Evansog Downey og fyrir að vera samsek i morðinu á Kilbride. Asamt Brady, sem dæmdur var fyrir öll þrjú morðin, hlaut hún lifstiðarfangelsi. En lögreglunni þótti samt ým- islegt óútskýrt. Arthur Benfield segir: „Mörgum spurningum var ósvaraö. Yfirheyrslurnar man ég mjög vel og aldrei, aldrei nokk- urn tlma, sýndi hún nokkra iðrun eða sorg yfir þvi sem gerst hafði. Þó maður eigi að heita sjóaður lögreglumaður þykir manni ætfð ofurlitið vænt um slikt. Og hvers vegna gerðu þau þetta? Hvað gerðu þau? 1 rauninni höfumvið ekki hugm ynd um það. ’ ’ ,,Engin iðrun ekki neitt” Rannsóknarlögreglumaðurinn Norman Mattin tók einnig þátt i yfirheyrslunum yfir Hindley, en hann starfar nú I lögregluliði HongKong. Hann hefur þetta um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.