Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 8. april 1982 WflÍflÍIÍ Utqeiandi: Framsóknarflokkurmn Framkvsmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfs son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi. Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tim- ans: lllugi Jokulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadótlir, Atli Magnusson, Bjarghild ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþrótlir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agustsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasólu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuói: kr. 110.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Að draga úr olíunotkun íslenskra fiskiskipa ■ Sihækkandi oliuverð siðustu árin hefur valdið islenskum sjávarútvegi, og þjóðarbúinu i heild, miklum vandræðum. Þess vegna er mikilvægt að leitað sé allra raunhæfra leiða til þess að draga sem mest úr notkun oliu. Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins, undir forystu Jóns Helgasonar, forseta Sameinaðs alþingis, hafa nú lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um sparnað i oliunotkun fiskiskipa. Þar er lagt til, að Alþingi feli rikisstjórninni að láta rannsaka, hvað draga megi úr oliunotkun fiski- skipa með breyttu byggingarlagi, og þá jafn- framt, hvort hagkvæmt verði að gera breytingar á þeim skipum, sem nú eru i notkun. Hér er vissulega hreyft mjög athyglisverðu máli, þvi öllum er ljóst, hversu stór liður i út- gjöldum útgerðarinnar oliukostnaðurinn er. Þessum útgjaldaiið hefur m.a. verið mætt með svonefndu oliugjaldi, en það hefur valdið mikilli óánægju sjómanna og þvi óvist, hversu lengi það verður við lýði. í greinargerð flutningsmanna með þingsá- lyktunartillögunni segir, að hvaða leið, sem fund- in verði til breytinga áoliugjaldinu, sé brýn nauð- syn fyrir alla aðila, útgerðarmenn, sjómenn og þjóðfélagið i heild, að leitað sé allra leiða til að draga úr þessum mikla útgjaldalið. : Mikið átak hafi verið gert i þvi efni með þvi að taka upp notk- un svartoliu i stað gasoliu á mörgum skipum, enda þótt árangurinn hafi orðið eitthvað misjafn eftir þvi hvaða vélar hentuðu vel til þeirrar breytingar. En þótt nokkuð hafi verið gert þá sé að sögn sérfróðra manna hægt að ná miklu lengra með breytingum á byggingarlagi, sérlega tog- skipa. Þeir Sigurður Arason skipatæknifræðingur og Sigurður Ingvason hafa gert áætlun um þetta efni, sem fylgdi með þingsályktunartillögunni, og segja flutningsmenn m.a. um hana : ,,Til staðfestingar réttmæti þeirra tillagna, sem settar eru fram i þessari áætlun, má benda á þá reynslu, sem þegar er fengin á togaranum Ottó N. Þorlákssyni, en hann var smiðaður sam- kvæmt tillögum Sigurðar Ingvasonar. Samkvæmt upplýsingum frá Bæjarútgerð Reykjavikur var oliueyðsla þess togara á árinu 1981 um 5.600 litrar á úthaldsdag, en hjá togaran- um Jóni Baldvinssyni tæplega 7.000 litrar. Enn þá meiri munur er þó á oliueyðslunni á hvert afla- tonn, en það er vitanlega það sem skiptir mestu máli. Skýringin á þvi er sá aukni togkraftur, sem bætt byggingarlag hefur i för með sér”. Það er rétt hjá flutningsmönnum, að þar sem um er að ræða mjög stóran útgjaldalið fyrir þjóðarbúið, er brýnt að leitað sé allra leiða til að draga úr þessum útgjaldalið og leggja i nauðsyn- legar rannsóknir i þvi skyni. Sigurður Ingvason hefur gert sér vonir um, að það kynni að draga úr oliunotkuninni, miðað við aflann, um 25-40%, en jafnvel þótt árangurinn yrði eitthvað minni, þá myndi kostnaðurinn við rannsóknirnar fást greiddur margfaldlega til baka. Það ber þvi að vona, að þingmenn samþykki þessa þingsá- lyktunartillögu fyrir þinglokin i vor. —ESJ. á vettvangi dagsins ■ Á undanförnum áratugum hefur veriðfylgt þeirri venju að gefa götum i einstökum hverfum borgarinnar samstæð nöfn i þvi skyni að auðvelda fólki að rata um borgina. Snemma á öldinni voru notaðir samstæðir fyrri liöir i götu- nöfnum t.d. goðfræðileg nöfn i götuheitunum Óðinsgata, Þórs- gata, Lokastígur, Mimisvegur o.s.frv. Siðar var tekinn upp sá siður að hafa sama siöari lið i götunöfnum i hverju hverfi, t.d. Víðímelur, Reynimelur, Greni- melur, Efstasund, Skipasund Njörvasund o.s.frv. Þessi regla hefurað heita má verið allsráð- andi i hartnær hálfa öld. Jafnframt hefur hún verið tekin upp i nágrannabyggðum höfuð- borgarinnar og viðar um land. í seinni tið virðist mega sjá nokkur þreytumerki á þessu bæ, sem enda á -móar, og i Árbæjarhverfi er -bær seinni liður götunafna. I stað þessara ' nafngifta er hér meö lagt til, að nöfn veröi valin út frá eftirfar- andi grundvallarsjónarmiði: Elliöaár eru eina laxveiðiáin sem fellur gegnum höfuðborg i Evrópu og þótt viðar væri leitað. Laxveiðar i Elliðaánum eiga sér langa sögu. Þeirra er getið i sérstökum „máldaga um veiði i Elliðaánum” frá árinu 1235 og á siðustu öld geröust söguleg tiðindi i sambandi við kistuveiði i ánum. Og enn setja laxveiðar i Elliðaánum svip á borgarlifið. Af þessum sökum sýnist vera við hæfi að veiði- skapur i straumvötnum verði götunafnaminni i næsta hverfi innan við Elliðaár, i Artúns- holti. Ekki verði aðeins notaöir seinni nafnliðir til að minna á Þórhallur Vilmundarson: Götunöfn í Artúnsholti Greinargerð og tillögur gerðar samkvæmt beiðni byggingarnefndar Reykjavíkur nafngiftarkerfi, og þess er tekið að gæta, að nafngiftirnar vilji veröa fulleinhæfar og tilbreyt- ingarlausar til lengdar. Sömu eöa áþekkir nafnliðir eru farnir að skjóta upp kollinum i ýmsum byggðarlögum á höfuðborgar- svæðinu, sumar nafnasamsetn- ingar eru orðnar ærið ankanna- legar o.s.frv. Það virðist þvi timabært að huga að þvi, hvort ekki sé unnt að leita nýrra leiða i nafngiftum gatna án þess að afsala sér þvi hagræði, sem fylgir samstæðum götunöfnum i einstökum hverfum. Fyrirliggur aö velja 16 götum nöfn i Ártúnsholti innan við Elliðaár, milli Vesturlands- vegar og Höfðabakka. Stungið hefur verið upp á, að notaðar verði siðari liðurinn — mói eða bær. Til eru götunöfn i Garða- þennan þjóðlifsþátt, heldur bæði fyrri og siðari nafnliöir, og þannig hagnýttir kostir beggja nafngiftakerfanna, en þó tekið tillit til æskilegrar fjölbreytni i nafngiftum. Lagt er til, að aðkomubraut hverfisins heiti Veiðimanna- vegur, og eru þar til samanburðar gömul islenzk veganöfn eins og Sölvamanna- og Sildarmannagata. Megin- braut i tveimur hlutum gegnum hverfiðverðinefnd Straumurog Strengur, en að þeim götum, sem nú hafa verið nefndar, liggja ekki hús. Til Straums og Strengs falla niu marggreindar götur, sem lagt er til, að nefndar verði nöfnum, sem enda á - kvisl, en i fyrri lið séu heiti straumvatnafiska: Birtinga-, Bleikju-, Bröndu-, Fiska-, Laxa- , Reyðar-, Seiða-, Silunga- og Urriðakvisl. Austast i hverfinu eru þrjár götur, sem ekki grein- ast i kvislar og enda i einum botni og verði þær nefndar nöfnum, sem enda á -hylur.en i fyrri lið sé heiti veiðitækis: Stangar-, Net-og Kistuhylur.Til hliðsjónar eru þar islensk bæja- nöfn eins og Berghylur og Skip- hylur. Loks er miðja vega i hverfinu ein gata, sem einnig endar i einum botni. Við hana eiga að risa skóli, félags- og verslunarmiðstöð, sem við- skiptalif hverfisins snýst væntanlega um. Þeirri götu er ætlaðaðheita Árkvörn.og er þá höfð hliðsjón af þvi, að nokkrir hyljir i Elliðaánum heita nöfnun, sem enda á -kvörn. Reykjavik, 30 marz 1982 Þorhallur Vilmundarson menningarmál Sinf óníutónleikar ■ Sinfóniutónleikarnir 25. mars hófust með sinfóniu nr. 4 eftir Karl nokkurn Haidmayer, austurriskan afkastamann i tón- smið og sveitunga stjórnandans, PálsP. Pálssonar. Og honum var sinfónian tileinkuö. Þvi miður missti ég af henni, en skildist á ýmsum að Haidmayer hafi ekki reynst vera neinn Mózart, enda varla von. NæstlékGunnar Kvaranásamt hljómsveitinni Canto Elegiaco eftir Jón Nordal, samið 1971 og tileinkaö Einari Vigfússyni. Þetta verk er, eins og tónleikaskráin segir alveg réttilega, samið af mikilli hugkvæmni og góöum skilningi á einleikshljóðfæri og hljómsveit, og mjög vel flutt af báðum.Éghaföi ekki heyrt Canto Elegiaco áður, en þötti mikið til koma. Og enn lék Gunnar Kvaran Kol Nidrei eftir Max Bruch, sem sagt er einna vinsælast verka tón- skáldsins. Kol Nidrei er róman- tlskt, og Gunnar Kvaran, meö sinn fremur innhverfa leíkstil, geröi þvi mjög góð skil. Gunnar mun vera fluttur heim til Islands eftir fjcflda ára dvöl f Kaup- mannahöfn, og er það vel. Tónleikarnir enduðu með 3. sinfóniu Schuberts I D-dúr, sem hann samdi 17 ára að aldri. Skemmtilegs yfirlætis gætir hjá höfúndi tónleikaskrár þegar hann segir: „Hann (Schubert) var þá nýsloppinn undan skólaaga Sall- erishirðmúsikusar og sjálfur orð- inn kennari, í lestri og skrift. Þessar þrjár fyrstu sinfóniur eru vissulega æskuverk og langt i að þær jafnist á við stóru D-dúr og ófullgerðu. En það er ótalmargt á ferðinni, sem meistara Salieri og aðra kvunndagsmenn I faginu hefði aldrei getað dreymt um að setja á pappir”. Vegur Salieris er að sönnu li'till um þessar mundir, og væriennþá minni hjá oss flest- um ef Amadeus Shaffers hefði ekki komið til. En Salieri var i miklum metum á sinum tlma, kennari bæði Beethovens og Schuberts, og vafalaust heldur of- an við meðallag I kúnstinni — jafnvel Haydn og sjálfur Bach máttu þola það aö falla I skugga þeirra sem á eftir komu. En það þykir mér athyglisverðast nú um tiðir, hve nákvæmlega eins „frumlegheit” ungu skáldanna eru hvar i' landi sem þau búa, Austurriki, tslandi eöa Svíþjóð. Hvað sagði ekki Frelsarinn þegar átti að grýta bersyndugu konuna? 28.3. Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.