Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 9
„OG HÉR ERU GEYMMR DÝRGRIPIR SEM EKKIVERBA METNIR HL FJÍR” — ræða ingvars Gíslasonar, menntamálaráðherra, í tilefni af 100 ára afmæli Þjóðskjalasafns íslands ■ Þess er minnst i dag, 3. april 1982, aö Þjóðskjalasafn íslands er 100 ára, en það var stofnað með heitinu Landsskjalasafn þennan sama mánaðardag árið 1882. Varla verður sagt að stormur hafi farið um þjóðlifið, þegar Hilmar Finsen landshöfðingi gaf út auglýsingu sina um Lands- skjalasafn á einmánuði kalda vorið 1882. Rifja smá upp að stofnun safnsins stóð i nokkrum tengslum við smiði Alþingishúss- ins, þvi að þá var Stiftsbóka- safnið, sem nú heitir Landsbóka- safn, og Forngripasafni, sem nú heitir Þjóðminjasafn, ætlað rúm i Alþingishúsi. þannig að húsrými losnaði á Dómkirkjulofti, þar sem áður hafði verið geymslustaður þessara safna. Helstu embættis- menn landsins i Reykjavik beitt- ust þá fyrir þvi við landshöfðingja að kirkjuloftið yrði tekið undir skjalasöfn embættanna, sem þá voru yfirleitt geymd á heimilum hlutaðeigandi embættismanna. Landshöfðingi fór að þessum orðum og stofnaði Landsskjala- safn á grundvelli þessarar smöl- unar embættisgagna á einn stað undir súð i Dómkirkjunni i Reykjavik. Hér var þó naumast um eiginlega safnastofnun að ræða fyrstu 18 árin, heldur e.k. sambýli helstu embætta landsins um skjalageymslu án sameigin- legrar stjórnar eða starfsliðs. Á þessum tima gætti hvert embætti sinnar skonsu á kirkjuloftinu, enda ekki um að ræða neinar f jár- veitingar til Landsskjalasafns sem sérstaks fyrirtækis á þessu árabili. A þessu varð breyting árið 1900. Þá var i fyrsta sinn veitt fé til safnsins á fjárlögum og dr. Jón Þorkelsson var ráðinn fastur skjalavörður og safniö flutt i rýmri húsakynni, reyndar i Al- þingishúsinu. Þegar Safnahúsið við Hverfis- götu var fullbyggt fluttist safnið þangað og hefur haft aðalstöðvar sinar þar siðan, lengi með flest- um öðrum opinberum söfnum landsins, en allra lengst með Landsbókasafni, sem enn hefur aðsetur sitt i þessu húsi. Frá 1900—1911 var starfslið Þjóð- skjalasafns einn maður, þá var fjölgað um.. 1 starfsmann, og stóð svo næstu 27 árin til 1938 að starfsmenn safnsins voru 2. Or þvi mun starfsliði eitthvað fjölea. um einn eða tvo, og helst svo að mestu fram á 6. áratuginn. Arið 1965 eru starfsmenn orðnir 8 og m.a. var ráðinn viðgerðarmaður að safninu það ár. Nú eru á launa- skrá Þjóðskjalasafns 12 starfs- menn, þar af 3 i hálfsdagsstarfi. Húsnæði safnsins hefur — aö segja má — alltaf verið þröngt, hvort sem það hirðist á Dóm- kirkjulofti eða átti samastað i Al- þingishúsi og siðar i Safnahúsinu. Eins og er hefur safnið til afnota u.þ.b. þriðjung Safnahúss og tvær geymslur hér i borginni, sem eru samtals um 600 fermetrar að gólffleti. Húsrými safnsins er augljóslega alltof litið og óhent- ugt til frambúðar og mjög aðkall- andi að bæta úr i þvi efni. Mun ég vikja nánar að þvi máli siðar i ræðu minni. Ekki er ætlun min nú að segja sögu Þjóðskjalasafnsins i smá- atriðum. Hins vegar tel ég mér skylt aö fara nokkrum oröum um þjóðfélagslegt hlutverk slikrar stofnunar. Hvaða gagn og gildi hefur Þjóðskjalasafn Islands? Það er að sjálfsögöu hin brenn- andi spurning, þegar rætt er um málefni safnsins, ekki sist á 100 ára afmælis þess. Það má næst- um sjálfkrafa álykta sem svo að opinber stofnun, sem lifaö hefur i 100 ár hljóti að hafa hlutverki að gegna i samfélaginu. Enda þarf ekki að fara i grafgötur um að svo sé. Einstök skjöl hafa oft menn- ingargildi, þau hafa tiðum hag- nýtt gildi, og iðulega hafa skjöl sögulegt gildi. Söfn skjala hafa auðvitað sams konar gildi eins og einstök skjöl geta haft. Enginn veit i rauninni hvenær skjal eða bréfsnifsi sannar gildi sitt og leiðir i ljós áhrif sin. Varðveisla skjala er þvi menningarstarf- semi, sem margir sýna rækt sem betur fer. þótt skilningur á þvi máli mætti vera meiri og almenn- ari. En hvers vegna heilt Þjóð- skjalasafn? Þjóðskjalasafn er ómissandi þjóðfélagsstofnun vegna hagnýts gildis sins og menningarlegs hlutverks. Hag- nýtt gildi lýsir sér i þvi að i em- bættisskjölum er að finna sann- anir eða heimildir fyrir margs konar réttindum og réttarstöðu manna, menningargildi safnsins birtist i svo ótalmörgum atriðum að seint verða þau tæmandi talin. Þjóðskjalasafnið er þvi nauðsyn- leg embættisstofnun, sem tryggir að sinu leyti snurðulausa lands- stjórn og réttaröryggi lands- manna, en jafnframt menningar- stofnun, sem er undirstaða hvers kyns sögulegra rannsókna. Hlut- verk Þjóðskjalasafnsins er þvi mikið og gagnlegt. Það er skylda stjórnvalda að hlú að safninu og gera þvi kleift að sinna hlutverki sinu, hvort sem það er hið hag- nýta embættishlutverk eða hinn menningarlegi þáttur safnsins. Varla getur orðið ágreiningur um hvað stjórnvöldum beri fyrst og fremst að gera til þess að efla starfsemi Þjóðskjalasafns. Skylda rikisvaldsins felst i þvi aö leggja safninu nægilegt fé svo að kosta megi þá starfsemi sem hlutverk þess krefst. Safnið þarf á að halda viðeigandi ytri aðbún- aði, rúmu húsnæði og góðum tækjum, og auk þess nægilega mörgu sérmenntuðu og hæfu starfsfólki. Ef litið er yfir 100 ára sögu Þjóðskjalasafns sést að oft skortir á að stjórnvöld hafi auð- sýnt stofnuninni verðugt atlæti. Ekki mun það alltaf hafa stafaö af sinnuleysi, heldur átti fá- tæktarbasl þjóðarinnar þar hlut að máli og þar af leiöandi fjár- hagslegt getuleysi samfélagsins, sem vissulega kom niður á fleir- um en þessari stofnun. Hinu er ekki að leyna að þær stundir voru i stjórnmálasögunni, að ráða- menn þóttust beinlinis geta stuðl- að að bættum f járhag þjóðarinnar og sparnaði á opinberu fé með þvi að þrengja að starfsemi Þjóð- skjalasafnsins og skyldi þá m.a. leggja niður embætti þjóðskjala- varðar og sameina það stöðu for- stöðumanns Landsbókasafns. Um þetta voru sett lög, sem giltu i 25 ár, þótt aldrei kæmu þau til fram- kvæmda. Þessi lagabókstafur tók gildi 1924, og var ekki afnumin fyrr en árið 1949, þannig að það er ekki ýkj&langt siðan að ógnar- sverð löggjafans hékk á bláþræði yfir höföi Þjóðskjalasafns. Reyndar ætla ég ekki aö gera of mikið úr þessu, og sem betur fer reyndist þetta dauður lagabók- stafur. En ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að i þessu fólst ögrun við sjálfstæði og virðingu Þjóðskjalasafnsins. Og e.t.v. er það satt að allt til þessa dags hafi skort áhuga ráð- andi manna á málefnum stofn- unarinnar og skilning almennings á gildi hennar. Um það ætla ég reyndar ekki að kveða upp neinn endanlegan dóm. Mér er ljóst aö mjög skortir á að vel sé aö safninu búið hvaö varðar húsrými og fjölda starfs- ■ Ingvar Gislason, menntamála- ráðherra, fiytur ræðu sina. Tímamynd: GE manna. Mér er einnig ljóst að engin afsökun felst i þvi að vera að rifja upp fátæktarsögu og hæg- fara þróun stofnunarinnar áratug eftir áratug, aldarfjórðung eftir aldarfjórðung. Hins vegar sýnist mér, þrátt fyrir allt, að Þjóð- skjalasafni fari loks að vaxa fiskur um hrygg á siðasta aldar- fjórðungi, a.m.k. siðustu 15—20 ár. Það hafa orðið framfarir'i starfsemi safnsins, skipulagningu og vinnubrögðum. Starfsmanna- aukning hefur orðið all mikil á þessu timabili og starfsemin öll fjölþættari. Ég er ekki i vafa um að starfsmenn Þjóðskjalasafns eru gæddir starfsmetnaöi og fag- mannlegri hugsun, kannske ekki umfram forvera sina marga hverja, en ekki siður. Slikt er safninu ómetanlegur styrkur. Skylda rikisvaldsins er að koma til móts við þennan starfsáhuga safnamanna og sýna i verki að það skilji og kunni að meta menn- ingar- og þjóðfélagsgildi Þjóö- skjalasafnsins. Ráðandi menn i þjóðfélaginu, rikisstjórn, löggjafi og fjárveitingavald, verða að gera sér grein fyrir að Þjóð- skjalasafnið hefur ekki siðra gildi nú en áður, þaö hefur ekki minna hlutverki að gegna i nútimanum en það hafði fyrir 100 árum. Og þegar horft er fram i timann þá er ljóst að Þjóðskjalasafnið stendur frammi fyrir miklum vanda um lausn þeirra verkefna, sem þvi eru ætluð. Núverandi aðbúnaður safnsins er ekki slikur að hann geti dugað til langframa. Nauð- synlegt er að hyggja að húsnæöis- málum safnsins, auka starfslið þess i samræmi við vaxandi verk- efni, endurmeta ýmsar starfsað- ferðir og ræða nánar ný viðhorf i skjalageymslumálum s.s. „grisj- un” embættisskjalasafna, þ.e.a.s. þá hugmynd að leggja mat á það hvað skuli varöveita og hverju skuli eyöa af tilfallandi pappir hjá opinberum embættum og stofn- unum. Hvaö varðar hið siðasttalda vil ég geta þess að hinn 24. október 1980 skipaði ég 3ja manna nefnd undir formennsku dr. Aðalgeirs Kristjánssonar safnvarðar til þess að gera tillögur um hvernig slik „grisjun” gæti farið fram, svo aö sæmilegt væri. Þessi nefnd skilaði áliti eftir tæplega eins árs starf 21. okt. 1981. Þetta álit hefur að geyma mjög ýtarlega greinar- gerð um grisjunarmálið og fleiri framfaramál Þjóðskjalasafnsins, þótt ekki verði nákvæmlega rakið hér að sinni. Nefndarmenn kom- ust að þeirri niðurstöðu að „grisjunarmálið” væri þaö sér- stakt aö eðli og flókið að rétt væri að leita ráðgjafar erlendra sér- fræðinga um efnið. Það hefur orðið að ráði að snúa sér til reynds safnamanns I Danmörku, dr. Haralds Jorgensens, um ráð- gjöf i þessu efni og hefur þess verið óskað að hann komi til landsins i mai-mánuði næstkom- andi til viðræðu um grisjunar- málið. Þá er og nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvernig ætla megi að Þjóðskjalasafniö þróist al- mennt næstu áratugi, t.a.m. fram til aldamóta. I þvi sambandi verður sérstaklega að hyggja að húsnæðisþörf safnsins, sem er tvimælalaust eitt vandasamasta viðfangsefni þeirra, sem fara með málefni þess, en jafnframt hið mikilvægasta. Ég hef ákveðiö að skipa nefnd til þess að skyggn- ast fram i timann og áætla hver verði þróun Þjóöskjalasafns næstu 20 ár og meta sérstaklega i þvi sambandi húsnæðisþörf safnsins á þessu timabili og hvernig hún verði leyst. Verkefni þessarar nefndar verður þó viðtækara en þessi fáu orö min nú gefa I skyn. Aætlun um þróun Þjóðskjalasafns rúmar hvaðeina sem varðar framtiö safnsins. I nefnd þá, sem hér um ræðir, hef ég skipað: Bjarna Vil- hjálmsson, þjóðskjalavörð, Bjarna Einarsson framkvæmda- stjóra hjá Framkvæmdastofnun rikisins og Birgi Thorlacius ráðu- neytisstjóra sem er formaður nefndarinnar. Ég dreg enga dul á það að aðbúnaði Þjóöskjalasafns er ábótavant og úr þvi verður að bæta með skipulegum hætti á næstu árum og horfa i þvi sam- bandi nokkuð fram i tlmann. En hins vegar hlýt ég að benda á að húsnæöisvandi Þjóðskjalasafns er ekki einstakur, hvaö þá ein- angrað fyrirbæri. Fleiri söfn eiga við húsnæðisvanda að striða. Ég leyfi mér að nefna Náttúrugripa- safnið, sem er ámóta á aldur og Þjóðskjalasafn, en umfram allt Landsbókasafn, sem lengi hefur búið I sambýli við Þjóðskjala- safniö hér i Safnahúsinu viö Hverfisgötu og Háskólabóka- safn . Ég tel réttmætt að líta nokkuð samtimis og sameiginlega á þarfir allra þessara menningar- stofnana. Veit ég ekki annað en að fyrirrennarar minir á ráðherra- stóli hafi haft sömu afstöðu hvað þetta snertir, enda liggur slikt beint við, og önnur afstaða kemur naumast til greina. Framtiöarhúsnæði Landsbóka- safns og Háskólabókasafns verður i Þjóðarbókhlöðunni, sem er að risa við Birkimel hér i Reykjavik. Núverandi rikisstjórn leggur höfuöáherslu á byggingu Þjóðarbókhlöðu, og von min er sú að Landsbókasafn geti flutt þang- að eftir 4 ár. Þá losnar það rými sem Landsbókasafnið hefur hér I þessu húsi og stendur Þjóöskjala- safni til boöa. Hitt er annað mál, að þetta hús mun ekki nægja Þjóðskjalasafni um aldur og ævi. Aö þvi mun koma aö Þjóöskjala- safn þarfnast nýbyggingar fyrir starfsemi sina og mun þá e.t.v. flytjast með öllu úr Safnahúsinu, sem vissulega má nýta til margra hluta I þágu opinberrar þjónustu e.t.v. sem ráðuneytisbygging eins og sumum hefur komið til hugar. Þaö veröur verkefni þróunar- nefndar Þjóöskjalasafns að gera slikum hugmyndum nánari skil. Það væri vafalaust viðeigandi á þessari afmælishátið að minnast rækilega þeirra mætu manna, sem unnið hafa i Þjóðskjalasafni frá upphafi sem forstöðumenn eða starfsmenn á öðrum sviðum. Ekki tel ég mig hæfan þess aö flytja slikar frásagnir af fyrri tiðar mönnum svo að vel fari. Til þess brestur mig kunnugleika á þeim, sem hér hafa starfaö, að þvi undanteknu að viö sögu koma mörg alkunn nöfn. Slikt á sjálf- sögðu við um þá merku menn, sem gegnt hafa starfi þjóðskjala- varðar, en það eru reyndar aðeins 5 menn: dr. Jón Þorkelsson, Hannes Þorsteinsson, dr. Baröi Guðmundsson, Stefán Pjetursson og Bjarni Vilhjálmsson, sem verið hefur þjóöskjalavörður siðan 1968. Af fyrrverandi þjóö- skjalavörðum er Stefán Pjeturs- son einn á lifi, en þvi miður ekki staddur hér i dag. A Þjóðskjalasafni hafa ýmsir aðrir þjóökunnir menn starfaö og sumir afarlengi, unniö hér sitt ævistarf, s.s. Kjartan heitinn Sveinsson skjalavöröur, sem vafalaust á lengstan starfsaldur allra, sem hér hafa unnið, eða ná- lægt 40 ár. Starfsmanna liöna timans ber okkur að minnast meö virðingu. Núverandi starfsliöi Þjóð- skjalasafns vil ég þakka ágæt störf og áhuga á viðgangi safns- ins. Sérstakar þakkir hlýt ég aö flytja þjóðskjalaverði, Bjarna Vilhjálmssyni, sem nýtur álits sem traustur embættismaður með langa starfsreynslu að baki. Þótt skylt sé að minnast þess sem liöið er og þakka vel unnin störf og starfsáhuga á liöandi stund, þá vil eg þó leggja áherslu á nauðsyn þess að Þjóðskjalasafn sé búið undir framtiðina, ekki vegna þess að safniö á 100 ára af- mæli og að þess vegna sé runninn upp timi heitstrenginga, heldur af þvi að lögskyldur Þjóðskjalasafns krefjast þess nú fremur en oft áður, að stofnunin veröi efld að mannsliði, tækjum og húsum. Slik efling þarfnast undirbúnings og áætlana, —en aö sjálfsögðu skipta athafnirnar aöalmáli. Ég læt i ljós þá von að áöur en þessi áratugur er liöinn hiö minnsta megi sjá slik umskipti á högum Þjóðskjalasafnsins að það verði fullfært um að gegna skyldum sinum og að þaö hafi þá hlotið slika viðurkenningu i verki að það geti vaxið sem þvi ber með aukn- um umsvifum þess þjóðfélags, sem það á að þjóna. Góðir áheyrendur Varla þarf að taka fram frekar en orðið er, að Þjóöskjalasafn geymir ómetanlegar heimildir um atvinnu- og menningarsögu isl. þjóðarinnar, landshagi og þjóðlif um margra alda skeið. Safnið er dýrmætur hluti af menningarfjársjóði Islendinga. Þvi er ekki úr vegi að taka svo til orða, að við séum hér stödd á helgum stað. En eins og að likum lætur telja menn sumar eigur safnsins öör- um dýrmætari. Og hér eru geymdir dýrgripir, sem ekki verða metnir til fjár, en hafa þeim munn meira sögu- og menn- ingargildi. Hér má þvi finna marga góða „sýningargripi”, sem fróðlegt er almenningi að virða fyrir sér. 1 tilefni af 100 ára afmælinu hefur Þjóðskjalasafn efnt til dá- litillar sýningar á skjölum úr safninu I anddyri þessa húss. Er gestum nú boðið að sjá sýning- una. Jafnframt lýsi ég yfir þvi að þessi sýning verður opin almenn- ingi næstu vikur og þá nánar aug- lýst. Þessi orð min verða ekki fleiri. Ég flyt Þjóðskjalasafni heilla- óskir á 100 ára afmælinu. Megi störf þess blessast og blómgast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.