Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 13
Fimmtudágur 8. april 1982 <♦ .P I , 13 ■ Anddyri leikhússins i Barbican. Minnir einna helst á gróðurhús. Ahorfendasvæðið i ieikhúsinu þykir afar merkiiegt. gabb?? Næst á dagskrá var að hlýða á Vladimir Ashkenazy leika með LSO undir stjórn Claudio Abbado og horfa á leiksýningu RSC. Opnunarathöfn lauk með flug- eldasýningu á útisvæði húsnæðis- ins og mátti þar glimta i nokkra af 1300 viðurlegum VIP gestum, er aðallega voru pólitikusar, diplómatar, valdamenn City- hverfis og áhrifamenn i listum ýmiss konar. Þarna voru m.a. Harold Wilson, Laurence Olivier og Susan Hampshire svo nokkrir „vippar” séu nefndir. Viðtökur: Viðtökur hafa verið mjög góðar. Miðstöðin hefur eins og að likum lætur fengið mikla auglýs- ingu í breskum fjölmiðlum. Miðasala er búin fulikomnasta tölvuútbúnaði og tekur aðeins örfáar minútur að bóka miða. 1 júni geta ameriskir listunnendur a.ö.l. pantað miða beint frá Man- hattan i New York og fengið þá samdægurs. Fullkomin tækni kom þó ekki i veg fyrir að langar biðraðir mynduðust við miðasölu stuttu eftir opnun. Lyftur og salerni önnuðu ekki aðsókn, skiptiborð fór úr sambandi og veitingahús varð uppiskroppa með mat. Vandamál vinsælda segja for- svarsmenn Barbican. Gagnrýni fylgir alltaf stórtækum aðgerðum. Sérinn- gangur i hverja sætaröð leikhúss telur einn leikhúsgesta að komi i veg fyrir að fólk hittist og spjalli saman i hléi. Mörgum gestum fannst ónotalegt að fá rafmagns- stuð af handriðum stiga og svala. Skynsamlegt af drottningu að nota hanska við opnunina! Trúlega verður öllu skemmtilegra, a.m.k. fyrir fjöl- skyldufólk, að heimsækja Barbi- can þegar hlýna tekur i veðri og hægt verður að sitja utandyra og leyfa börnum að busla i tjörnum og vötnum um leið og hlýtt er á tónlist eða látbragðsleikara og eldgleypar leika listir sinar. Það var þeim mun notalegra að halda sig innandyra, þegar undir- rituð skoðaði safnið um miðjan marsmánuð i islensku kalsaveðri, roki og rigningu. En sú dýrð stóð ekki lengi þvi þegar 5 virðulegir hljóðfæraleikarar hófu blástur i anddyri Barbican og spari- klæddir leikhúsgestir hlustuðu hugfangnir á, voru tveir ungir islenskir herramenn orðnir of óþreyjufullir til að dvelja öllu lengur innandyra. Breskt augna- ráð gaf islenskri mömmu til kynna að nú væri timi til kominn að hypja sig heim á leið. Góða gamla City - hverfi: Heimsókn i Barbican menn- ingarmiðstöðina er eins og að koma i nýjan heim. En þegar litið er út um glugga hússins yfir úti- svæðiðmeðgosbrunnum og tjörn- um glimtir i gömlu St. Giles kirkjuna. Hún virðist eins og litill hræddur fugl innan um stein- hyelfingar Barbicansamsteyp- unnar, en minnir þó óneitanlega á þaö að við erum ennþá stödd i gamla City-hverfi Lundúna- borgar. íLondon 17.03, ’82, Sigurborg Ragnarsdóttir. VERÐ Á TRAKTORSDEKKJUM Gengi 4.3. 82. TAKMARKAÐ MAGN FYRIRLIGGJANDI kr. 875.00 kr. 984.00 kr. 1.122.00 kr. 1.652.00 kr. 921.00 Afturdekk 10 - 28/6 — 11 - 28/6 — 12 - 28/6 — 13 - 28/6 — 14 - 28/8 — 14 - 30/6 — 11 - 38/6 — kr. 2.995.00 kr. 3.290.00 kr. 3.785.00 kr. 4.230.00 kr. 5.534.00 kr. 5.345.00 kr. 2.594.00 Framdekk 600 - 16/6 — 650 - 16/6 — 750 - 16/6 — 750 - 18/8 — 600 - 19/6 — Sendum I póstkröfu Húsgögn og^ . , . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar Sími 86-900 GOODWYEAR GEFUfí ^RÉTTA GRIPIÐ HVÍLDARSTÓLAR Laugavegi 170-172 Sími 21240 m&m Fullnýtiðvélaraflið notið G00DYEAR dekk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.