Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 31
Fimmtudagur 8. april 1982 fyrir utan iþróttavöruverslun i Los Angeles, þar sem hann var staðinn að búðarhnupli. Var hann lagður niður i götuna, en „Tania” sem sat i bil handan strætisins og fylgdist með hverju fram fór, seildistósjálfrátt eftir byssu sinni og hóf skothrið. Sluppu þremenn- ingarnir fyrir vikið, en skildu samt eigin bil eftir og komust undan i stolnum bil. Settust þau að á móteli i grennd við Disney- land.þar sem þau biðu eftir að ná sambandi við aðra félaga sina. 1 mótelherberginu opnuðu þau sjónvarpstækiðog fengu óvænt að fylgjast með þvi þegar lögreglan i Los Angeles og FBI lögðu hið „örugga skjól” þeirra i rúst með feiknalegri skothrið. Fórust þar allir félagar þeirra. Hófst nú ár, þar sem fáum sög- um fer af athöfnum þremenning- anna. Þau héldu til San Fran- sisco, þar sem þau hittu Jack nokkurn Scott, iþróttafréttaritara og mikinn uppreisnaranda, en hann hafði áður aðstoðað einn fé- laga hópsins, Wendy Yoshimura. Scott bauðst til að koma þeim til New York og fá þeim hæli á bú- garði sem hann átti i Pennsyl- vaniu. Þetta féllust þau á og ók Scott Taniu ásamt foreldrum sin- um til New York. Þar með var ævintýraförinni haldið áfram og tókst þeim að forðast athygli alrikislögreglunn- ar á ferð sinni frá Pensylvaniu til New York að nýju og þá enn vest- ur til Las Vegas og Sacramento. Þótt Patty væri margsinnis skilin frá félögum sinum, gerði hún enga tilraun til þess að flýja og það hvarflaði ekki einu sinni að henni. Við réttarhöldin sagðist henni svo frá að hún hafi ekki tal- ið sér neinn samastað visan. Lög- reglan var á höttunum eftir henni og rikissaksóknari Bandarikj- anna, William Saxbe, hafði látið svo um mælt, að hún væri aðeins eins og „hver annar glæpa- maður”. Hún var viss um að for- eldrar sinir vildu hvorki heyra sig né sjá. I Sacramento hittu þau fyrir róttæklingana Jim Kilgore, Kathy Soliah og Steven bróður hennar, Wendy Yoshimura og Mike Bortin. Þá réðust þau inn i útibú Crocker National banks i Carmichael og þar féll i átökun- um Myrna Lee Opsahl, 42ja ára gömul og fjögurra barna móðir. Patty tók ekki beinlinis þátt i rán- inu, en beið utan dyra i bilnum sem þau ætluðu til undankomunn- ar. Akváðu þau að flýja frá Sacramento og halda til San Fransisco. Þau tóku nú til við að sprengja upp lögreglubila og var það hér sem Patty var loks hand- tekin. Lifi hennar sem flóttamanns var nú lokiö, en raunirnar voru þó ekki að baki. Foreldrar hennar fengu hinn færa lögfræðing F. Lee Bailey til þess að sjá um vörn hennar. Skógur af vottorðum og sálgreiningum tók nú við, til þess að sanna að hún hefði verið fórnarlamb heilaþvottar og þvi ekki ábyrg gerða sinna.Sækjand- inn hélt þvi hins vegar fram að hún hefði full vel vitað hvað hún var aö gera. óþægilegasta sönn- unargagnið gegn henni var minjagripur, litill apahaus, sem félagi hennar i Symbionesiska Frelsishernum, Willie Wolfe, hafði gefið henni. Patty kvaðst hafa haft andstyggð á honum, en gripurinn var notaður sem sönn- un þess að hún hefði verið ást- fangin af Wolfe og tekið af fúsum vilja þátt i glæpaverkunum. Hearst var dæmd fyrir banka- 31 rán 1976 og dæmd til sjö ára fangavistar. Þegar hún hafði af- plánað tvö ár, var dóminum breytt og hún látin laus. Þar sem þetta var ekki náðun, sækir Patty Hearst nú fast að fá málið endur- skoðað. Um hana hafa nú verið ritaðar niu bækur, þar á meðal af unn- usta hennar Steven Weed og fyrr- um lifverði hennar, Janey Jimenez. Sjálf hefur hún svo ritað sögu sina i samvinnu við Alvin Moscow og nefnist bókin „Every Secret thing.” if? Hún er nú gift fyrrum lifverði sinum, Bernie Shaw og á átta mánaða gamla dóttur. Viðtalið sem hér fylgir, átti Lawrence Grober við Patty Hearst nýlega fyrir limaritið Playboy. ■ „Það hefði verið óðs manns æði að ganga ekki til liðs við Frelsisherinn, þvi þá hefðu þeir drepið mig.” ■ „Við notuðum öll sama tannburstann, þvi það var álitið smáborgaralegt að hver ætti sinn eigin tann- bursta.” Hearst:„Upphaflega stóðtilað hafa skipti á mér og þeim tveim- ur. En þá hrifust þeir svo af allri athyglinni og fóru að hugsa sitt ráð betur. Þeir voru fjölmiðlaóð- ir. Þeir höfðu enga stjórn á sér. Það hvarflaði ekki að þeim aö krefjastlausnargjalds og ég varð enn hræddari, þegar það rann upp fyrir mér. „Hvað ætla þeir þá að gera?” Playboy: „Það hefur verið rækilega auglýst að þér var nauðgað þessa 57 daga, sem þú varst krefluö og bundin, bæöi af þeim Cujo (Willie Wolfe) og Cin- que. Emily Harris hefur sagt: „Það er andstyggilegast að heyra Patty ljúga upp þessari sögu um að Willie hafi ráöist á hana.”” Hearst: „Andstyggilegri er sú staðreynd að það gerði hann.” Playboy: „Varstu beitt valdi.” Hearst: „Vissulega. Það var mikil niðurlæging. Margofthef ég óskað þess að ég heföi þagað um þetta, þviégfæ oft spurningu sem þessa: „Varþér i rauninni nauðg- að?” Þvi miður veit ég ekki hvaða skilning þú leggur i nauðg- un, en þegar manneskja er bund- in og kefluð inni i skúmaskoti og á um þetta að velja eöa dauðann, — er það þá ekki nauðgun?” Playboy: „Meðan á réttar- höldunum stóö, þá lýsti lögmaður þinn þvi mjög fjálglega, þegar Cinque kom inn til þi'n og lyfti þér upp á geirvörtunum.” Hearst: „A geirvörtunum! Ja hérna. Þaö var skrýtið. Ekki minnist ég þess. Ég var klipin mjög illilega, en ekki var mér lyft upp. En þetta eru atvik sem ég reyni mitt besta til þess að gleyma.” Playboy: „Varst þú hrædd um aö þú yrðir höfð að kynferðisleg- um leiksoppi fyrir þau, —- konurn- ar jafnt sem karlana.” Hearst: „Já, ég óttaðist það. En svo fór þó ekki. Einn sál- fræöingurinn við réttarhöldin Louis J. West var þess fuliviss aö ég vildi i bólið með kvenfólki. Hann hefði orðið heimsins ham- ingjusamasti maður hefði ég sagt svo vera. Þetta fannst mér skrýt- ið. Hvilangarhann til að hafa það þannig, hugsaði ég.” Playboy: „Ef til vill var hann að reyna að komast að þvi hvort þú hefðir verið komin á fremsta hlunn með slikt, en svo bælt það niður i undirmeðvitundinni.” Hearst: „Hver veit.” Playboy: „Hve lengi óttaðist þú ágang kynvilUnga?” Hearst: „Þar til bindiö var tek- ið frá augunum á mér og ég fékk að sjá hvernig samskipti þeirra innbyrðis voru. Konurnar voru of taugaveiklaðar til þess að þær gætustaðiði þvi aðnauðga mér.” Playboy: „Þær hafa ekki verið svo mjög taugaveiklaðar. Þú lýs- ir þvi þegar þær gengu um brjóstahaldaralausar heilu dag- ana og þú lfka.” Hearst: „Þær lögðu mikið upp úr þvi að láta sem þær létu sér ekkert um nekt finnast. En það var uppgerö og spenna i and- rúmsloftinu.” Playboy: „Óttaðist þú ekki að þú mundir verða ólétt?” Hearst: „Vissulega.” Playboy: „Hvemig mundir þú i stuttu máli lýsa högum þinum hjá S.L.A. félögunum?” Hearst: „Ég lifði við skit og seyru.” Playboy: „Er það rétt að þið hafið 'öU notað sama tannburst- ann?” Hearst: „Já, viðbjóðslegt var það. En það þótti borgaralegt að eiga sinn eigin tannbursta.” Playboy: „Ræðum nú um konurnar sem tóku þátt i ráninu á þér. Hvað um Zoya?” Hearst: ,,Hún var hræðileg per- sóna, köld sem Is i viðmóti viö alla. Hún var iUskeytt og frá- hrindandi. Stundum gat hún verið aðlaðandi og alúðleg, en það gerðist ekki oft. Hún ræddi um að skera kjúkling á háls og þeyta blóöinu yfir alla viðstadda, vegna þess að hún taldi aö þaö yrði góð æfing Imanndrápum. Fólk les um þennan lýö I blöðunum, eins og þetta hafi veriö bestu grey, svona eins og skólakrakkar, sem hafi verið svolitiö vankaðir. En þann- ig voru þau ekki.” Playboy: „Hvaö um Gabi (Camillu Hall)?” Hearst: „Hún hefði verið besta manneskja, heföi hún ekki verið i þessum félagsskap. Hún var list- feng, en DeFreese taldi list henn- ar smáborgaralega og vildi ekki heyra hana minnast á slíkt. Hún var neydd til þess að bæla þetta niður. Hún féll á engan hátt inn i um- hverfið, og þá ekki si'öur af kyn- ferðisástæðum. De Freese var mjög, mjög óánægður með kyn- viUu hennar. Þaö var eins og hann væri hræddur við hana og þar sem hann var foringinn, gerði hann henni U'fið mjög leitt. Hann fór andstyggilega meö hana. Hún var stórlega óhamingjusöm, en fór þó ekki sina leiö. Hún var ást- fangin af Zoya og var samferða henni i leiðangri, þegar hún var drepin.” Playboy: „Voru þær Zoya elsk- endur?” Hearst: „Nei. Það var liðin tið. Þegar Zoya lá með DeFreese þá grét Camilla Hall.” Playboy: „Hvað um Gelinu (Angelu Atwood)?” Hearst: „Hún var fjörmeiri en þau hin. Hún var sú eina sem geröi aö gamni sinu að DeFreese viöstöddum. Hún var vinkona Joe Remiro og hún óskaði einskis fremur en að hann kæmist út Ur tugthúsinu. Hún æföi sig i aðfara með byspu, reif hana stundum fram og sagði: „NU eru öll tugthússvinin dauö.” Playboy: „En Nancy Ling Perry, sem var köUuð Fahizah?” Hearst: ,,Hún var kynlegri en þau hin. Hún dýrkaði DeFreeze og fannst hann vera Guö al- máttugur.” Playboy: „Þau Yolanda og Teko, — öðru nafni Emily og Bill Harris, — eru enn i fangelsi. Viltu eitthvað segja um þau, áöur en við snúum okkur að Cujo og Cinque?” Hearst: ,,Ég held að ég þekki þau betur en þau þekkja sig sjálf.” Playboy: „Þaö verður gaman fyrir þau aö lesa þetta.” Hearst: „Já, auðvitað. Þau eiga alltaf annrikt við aö ausa upp úr sér lyginni, U"kt og þegar þau stóðu i réttarsalnum og Emily sagöi grátandi: „Ég sakna mannsins mins svo mikið.” Atti þetta aö hafa áhrif á dómarann? Ja, þvilikt! Þau voru vist ekki einu sinni saman, þegar þau voru handtekin. Þau elskuðu og hötuðu hvort annað. öll min fjölskylda þráir heitt að þau væru dauö. Móöir min vildi helst drepa þau með berum höndum. Hún vildi gefa þeim löörung á trantinn.” Playboy: „Hvað um þig?” Hearst: „Ég hef sama álit á þeim og fárveikum hundi, sem væri svo miklu betur kominn, ef bundinn yröi endi á þrautir hans, — og hann yröi svæföur.” Playboy: „I bók þinni segir þú oft að þú hefðir viljað drepa þau hjúin?” Hearst: „Já,en guðisélof aöég geröi þaö ekki. Þá hefði ég visast veriðákærð fyrir morð og liflátin. Það er hlálegt að þeim verður bráðum sleppt lausum. Þauhlutu ákaflega vægan dóm og vorulika i sjöunda himni. En kannske það breytist.þegarbókin min erkom- in út. Hver veit nema að þá verði gefin út ákæra á hendur Emily Harris.” Playboy: „Þúsegir margsinnis að hún hafi drepiö Myrnu Lee Od- sahl, þessa fjögurra barna móður? Varðst þú vitni að þvi?” Hearst: „Nei, en hún sagði mér það sjálf. Ef Utgefendur bókar minnar heföu ekki treyst að ég segöi það satt, stæöi þaö þar ekki.” Playboy: „Hvers vegna var hún þá ekki ákærð fyrir morð?” Hearst: „Spurðu dómstólana aö þvi. Þeir hafa bara ekki gert það, en þeir ættu að gera þaö.” Playboy: „NU veröa þau bráð- um látin laus. Heldur þú að þau geti orðið gegnir borgarar að nýju?” Hearst: „Ég álit fyrir mitt leyti að það væri hugsanlegt að Bill Harris gæti þaö. En Emily er of trúuð á réttmæti „byltingar” sinnar. Hún mun aldrei segja: „Ég gerði mistök.” Bill mundi kannske aldrei segja það heldur, en hann kynni að hugsa það og snúa inn á aðra braut.” Playboy: „Hvaö um kynni ykk- ar Wolfe?” Hearst: „Við urðum kunningj- ar, en aldrei elskendur.” Playboy: ,,A segulbandinu sem sent var til blaðanna, þá sagðir þú: „Viö Cujo höfum aldrei elsk- að nokkurn einstakling á sama hátt og hvort annað nú, þvi sam- band okkar er ekki byggt á smá- skítlegum borgaraskap.” Var þetta tómt bull?” Hearst: „Já, fullkomleea.” Playboy: „Sögðu lögfræðingar þinir þér að þú tapaöir málinu, ef þú viöurkenndir að hafa elskaö Cujo?” Hearst: „Nei, nei, nei. Þeir hefðu aldrei fariö aö segja slikt. Hann var yngstur af hópnum og sá þetta allt i rómantisku ljósi. Hann gaf mér minjagripinn, „apahausinn” og sagði að vinur sinn sem læröi fornleifafræði, heföi gefið sér hann. Menn hafa sagt aö þetta sé ódýrt drasl, en mér kæmi þó ekki á ó vart, ef hann reyndist ævaforn við rannsókn. Mér datt aldrei i' hug að það ætti eftir að verða slikt stórmál úr þessu. Mér var ráðlagt aö segja að ég heföi gengiö meö hann, af þvi að ég hefði ekki þoraö ööru. Það var lika nokkuð til I þvi. En samt hélt ég upp á hann, vegna þess að ég áleit hann fornan og merkilegan.” Playboy: „En snúum okkur að Donald DeFreese, sem kallaður var Cinque.” Hearst: „Ég var logandi hrædd við hann. Það er erfitt að segja aíhverju þau völdu hann til for- ingja. Hann var dauðans hvers- dagslegur. Ég veit ekki hvort þau mátu meira aö hann væri svo snjall eða aö hann var svartur. En hann naut sin vel i foringja- hlutverkinu.” Playboy: „Börðu karlmennirn- ir þig?” Hearst: „Ekki get ég sagt aö þeir hafi barið mig. En þeir löðrunguðu mig og hrintu mér. Einkum var þaö vegna rangrar afstöðu minnar. Þegar ég kom i fangelsið og hitti fyrir hóp af vændiskonum, þá rann upp fyrir mér aö þessir menn liktust engu meir en hórumeglurum. Einkum Cinque. Þegar við ræddum um að sýna yrði foringjanum lotningu þá var það alveg eins og þegar hórurnartala um alfonsinn sinn.” Playboy: „Ef við snúum til þeirra daga, þegar þú komst heim á ný, þá vekur það athygli hve fullkomlega þú sagðir skiliö við fyrrum unnusta þinn, Steven Weed? ” Hearst: „Meðan ég var meö Frelsishernum, þá kom hann mér varla i huga. Þaö var einhver sál- rænn aöskilnaður. Ég mundi ekk- ert um það lif sem við liföum saman og hvað viö gerðum. Ég hef aldrei séð hann eftir þetta.Hann hvarf bara burt úr lifi minu og huga, nokkru eftir bankaránið. Mér er sagt aö hann sé nú kvæntur. Þegar ég var handtekin var mér sagt aö hann væri aö skrifa bók og ég fékk að sjá fyrsta kaflann, sem var skrifaöurá mina eigin ritvél. Það fannst mér ansi gróft. Svo notaöi hann lika myndirnar úr „albúm- unum” minum, eins og hann lysti.” Playboy: „Þegar þú varöst að „Tönju”, þá kynti það undir hug- myndaflugi mikils fjölda fólks. Þetta þótti svo spennandi.” Hcarst: „Mér finnst furðulegt aö nokkur skuli kalla þaö spenn- andi. Þetta var eins og hvert ann- aö ofbeldi. Tanja var aldrei til nema i huga imyndunarveikra manna. Hún var áróðursslagorð Frelsishersins. HUn „lifði” svo lengi sem þeim tókst að halda goðsögninni við.” Ég varö til þess á sinum tima að draga athyglina frá þvl sem var aö gerast i Watergatemálinu. Forsetinn riðaði til falls. Fólki fannst það hafa verið svikið, — og þarna var ég, — og rak út úr mér tunguna, aö þvi er fólki fannst. Ég varð þvi fyrir reiði alls þess fólks sem átti börn, sem geröust hÍRiar á slnum tima.” Playboy: „Hvað mundir þú gera, ef bill renndi upp aö hliöinni á þér og einhver meö byssu i höndum skipaði þér að stiga inn I hann?” Hearst: „Ég færi ekki inn i hann. Ég mundi heldur vilja deyja. Nú gæti ég ekki hugsaö mér að ganga i gegnum svona nokkuö á ný.” Playboy: „En ef þér yrði nú samt sem áður aftur rænt?” Hearst: „Ég veit ekki hvemig ég brygöist viö. Tilfinningalega erégsamtmiklu betur undir slikt búin nú og ég hef betra vald yfir huga minum, betur upplýst...” (Sna rað úr P lay boy, — s tytt).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.