Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 8. april 1982 Heimsókn í Skansinn, Skothúsið og Skólanaust ráöast á þá, þegar þeir sáu að þeir voru strandaöir, þvi þeir höföu hér einhverja fallbyssu- ræfla og önnur eldvopn. Var sagt aö Holgeir Rosenkrans höfuös- maöur heföi haft söðlaðan hest hér aöhúsabaki, til þess að geta komist burtu ef Tyrkir gengju á land. Þessir atburöir uröu til þess að Skansinn var byggöur skömmu á eftir. Þá var farið að leggja skatta á menn til þess að koma upp einhverjum vörnum. Þetta hefur tekiö langan tima, ekki siöur en nú á dögum gerist. Menn hafa verið áratugum samanaöbyggja Skansinn ogþað var vist ekki fyrr en um 1680, sem hann mátti heita fullgerður. Var hann kallaður Ottaskans, eða Ottavirki eftir Otta Bjelke höfuösmanni. Auðvitaö voru vinnukvaöirnar og gjöldin til byggingarinnar óvinsæl. Byggingarefnið er mest mold, en sjálfsagt er grjót i þessu lika. Þetta er meö meiri mannvirkjum frá þessum tima hér á landi eins og enn má sjá. Þarna hafa verið dyr og fallbyssur þarna á veggj- unum, sem sneru út á sjdinn. Fallbyssurnar lágu hér mjög lengi og sukku niður i svöröinn, en þegar Jörundur hundadagakóng- ur kom til landsins, þá lét hann taka þær og fiytja til Reykjavikur og kom þeim upp á Battariið sem hann lét gera. Þegar hann féli voru byssurnar svo enn teknar, farið með þær út á Viðeyjarsund og sökkt þar i sæ. Samt eru til nokkrar kúlur úr Skansinum i Þjóðminjasafninu og hér á Bessa- stööum amk. tvær. Þær eru svo sem eins og mannshnefi á stærð. Nei, það hefur aldrei veriö grafið hér i Skansinn og enda ekki við miklu aö búast hér, þar sem þetta var aldrei notað. En það er glöggt að Skansinn hefur veriö hafður þetta stór tii þess að menn gætu flúið hér inn og hægt að verjast hér með tölu- verðu liði manna aðvifandi ófriðarmönnum af hafi.” Óli Skans ,,Hér var siðar býli og það má sjá af þvi að hér er bæði tún og túngaröur. Þetta hefur veriö kot- býli, kotrass auðvirðiiegur,” eins og Benedikt Gröndal segir i Dægradvöl. Hér bjó á sinni tiö maður sem ólafur hét og var kallaður óli Skans.en braginn um hann kunna vist allir. Þótt lýsing- in sé ófögur á Óla i bragnum og lýsing Gröndals á kotinu þá er allt önnur lýsing á þessu hjá Erlendi Björnssyni á Breiðabólsstöðum, sem þekkti hann vel. Eftir btík hans „Sjósókn” aö dæma, en þá bók ritaði Jtín Thoroddsen, hefur þetta veriö ágætis náungi. Auð- vitaö ber aö trúa orðum Erlendar fremur. Hér má sjá túngarð. kotsins Skans, sem er allur hlaðinn úr grjóti. Það hefur ekki verið litil vinna að hlaða {ætta. Á hlið við garðinn hér með sjónum hefur svo veriö hlaöinn garðspotti sem ég skil ekki hvernig stendur á. Hann er hér eins og 5-6 metra frá hinum garðinum og þaö er eins og hætt hafi verið við að hlaöa hann lengra. Hér má loks sjá leifar af veggj- um húss þar sem Gisli Jónsson listmálari fékk leyfi til að byggja og stóð hér uppi viö Skansinn. Hann var merkilegur alþýðu- málari og brtíðir Guðjóns á Hverfisgötunni, sem margir kannast við. Menn kunna aö spyrja hvar menn hafi fengið vatn hér fyrir býliö Skans. Þarna gæti hafa ver- ið brunnhola.enda óskiljanlegt til hvers annars menn hafa grafið hér svo djúpa holu og þarna má sjá. Þarna uppi á$kansinum og i þýfinuhér má svó Sjá menjar um útihús.”. Skólanaust „Þegar Bessastaðir voru seldir Skúla Thoroddsen 1898 var Skans- inn skilinn undan, vegna þess að menn ætluðu einhverjir aö efna til útgerðar sem aldrei varð þó af. Ég sá i einhverjum gjörningi að sú sneið sem undan var skilin hefði markast af linu sem dregin var frá Sktílanausti i Bessastaða- tjörn. Það er ekki tíliklegt að þessir tveir veggstúfar hérna séu leifar af Skólanausti og að linan i tjörnina hafi verið miðuð við járnstöngina sem þarna stendur og hefur staðið þama mjög lengi. Eins og sjá má er sjórinn að brjóta bakkann hérna niður og sé þetta Skólanaust, þá eru þessar siðustu leifar þess nú i hættu. Það var að likindum hér sem Bessa- staðapiltar höfðu bát sinn, þann sem Bræðrasjóður var siðar stofnaður fyrir, þegar hann var seldur.” Æðarvarp A gönguokkar um Bessastaða- land mætti halda að ekki hefðu orðið á vegi okkar nema dauðar minjar umliðins tima sem töluðu sinu þögla máli. En þvi fer fjarri þvi á Bessastaðatjörn syntu álft- ir,sem Kristjánsegir að stundum séu þarna allt að þrjátiu saman og nær bakkanum sjást nokkrar virðulegar heimagæsir frá Bessa- stöðum. Þarna er lika liflegt af kriu á sumrum og ekki má gleyma æðarfuglinum. ,,Já, æðarfuglinn fer að verpa hérna i maí,” segir Kristján. „Þetta varp ernokkuð þétt á viss- um stööum, en er annars úti um allt landið héma. Mér er sagt að góðir æðarbændur hafi einhver ráð með að fá fuglinn til að verpa þéttar. Það er auðvitað mikið hagræði bæði við að verja varpið og við dúntekjuna. En æðarvarpið er viðkvæmt meðan það stendur yfir frá þvi i mai eins og ég sagði og fram I endaðan júni. Það er þvi ákaflega mikilvægt að fuglinn sé ekki styggður á þeim tima og vonandi verður þetta spjall okkar ekki til þess að auka ónæöi á fuglinum. En menn hafa til þessa ekki verið ágengir við landið hérna og ég vona að svo verði framvegis. Æðarfuglinn er friðhelgastur fugla á íslandi.eins konar húsdýr, og þaö gerir enginn sæmilegur maður að trufla hann um varp- timann, nógur er nú vargurinn samt, hrafn og svartbakur. Og reyndar er það að sjálfsögðu svo að alls ekki er ætlast til að menn fari um Bessastaðanesið nema með sérstöku leyfi þeirra, sem á staðnum ráða.” Já, það er ekki neinn hörgull á lifi 1 Bessastaöalandi og það má geta þess að úti hjá Skothúshóln- um komum við auga á eld- fjöruga f jallakóngultí á hlaupum, sem við töldum vera öruggt vormerki. Leiöin liggur nú lengra út á Bessastaðanes og héðan er fögur sýn til Reykjavikur. „Það er nokkurn veginn vist að hvergi á öllu Islandi er eins gott stæði fyrir stóra borg og i Reykja- vik segir Kristján. Það er þvi' at- hyglisverðara þar sem það er næstum þvi tilviljun aðhöfuðborg in reis hér. Sé farið nokkuð aftur i timann, þá var Reykjavik aðeins þessi litli verslunarstaður, „Holmens Havn”, eins og hann var kallaður og vissulega reis borgin ekki hér af þeirri ástæðu að hún hafði allt þaö til að bera sem þarf til þess að sttírborg geti risið, t.d. nær tíendanlegt land- rými. Borgin getur þanið sig I all- ar áttir, nema í sjó fram: — inn eftiröllu Kjalarnesi upp alla Mos- fellssveit og loks I þessa áttina ef vill, sameinast Hafnarfirði, þegar þar að kemur. Landið er llka hæfilega öldótt, til þess að fá borginni nauðsynlega fjöl- breytni.” Nú er komið suður fyrir sjó- merkið sem stendur á Bessa- staðanesinu og hér veröur fyrir okkur sérkennileg þúst i landinu nokkra tugi metra frá merkinu. Þetta er töluverð upphækkun mjög þýfð aö ofan en að ööru leyti eins og 1 metra hár pallur. „Ég held að þetta hljóti að hafa veriö sauðaborg,” segir Kristján Eldjárn, „eða ef til vill skjól bæði fyrir kindur og hesta. Þessi er sporbaugslaga en hérskammtfrá er önnur rúst af fjárborg, all nokkru stærri og hún er kringlótt, en þannig voru fjárborgir oftast hér á landi. Hringur er enda stysti veggur sem hægt er að reisa I kring um tiltekna spildu. Leifar af enn einni fjárborg er svo hér lengst frá, einnig kringlóttri. Hún er innarlega 1 Bessastaðanesi.þar sem hallartil Skerjafjaröar, and- spænis Kópavogskaupstað. Sú borg hefur verið úr grjóti um 10 metrarí þvermál og innan i henni er annar hringur, 4-5 metrar I þvermál.” Kristján tekur reyndar fram hvaðeftirannaðaðþað sé fremur litið um minjar eftir búsumstang á jafnstórum stað og Bessa- stöðum. Ljósmyndarinn hefur skroppið frá á þessari göngu okkar um Bessastaðanes og fært bilinn nær hliðinu skammt frá Bessastaða- búinu, Lambhústjarnarmegin i Nesinu. Þangað liggur nú leiðin og Kristján segir okkur að þar munum við koma að hóli þeim, þarsem hið svonefnda „skothús” fálkafangara konungs á að hafa staðið. „Já, konungur hafði áður fýrri einkarétt á öllum fálkum sem veiddust i landinu. Það var hans privilegium. Fálkaveiðarnar voru líka all mikið fyrirtæki. Fálkafangarar voru ráönir um land allt, þ.e. menn sem þjálfaðir höfðu verið iþvi að handsama fálk ana. Þeir voru fluttir hingað til Bessastaða og geymdir i Fálka- húsinu og hingað kom sérstakt skip til þess að sækja þá, „Fálka- skipið” Þeir sem kunnugir eru i Kaupmannahöfn og Fredriks- bergi munu kannast við Falkonerhuset og Falkonerallé, þar sem fuglarnir voru áður fyrri tamdir og vandir.” Nú er komið að ttíftunum, þar sem Benedikt Gröndal taldi að Fálkahúsið hefði staðið. Segir hann svo i Dægradvöl: „Þar hæst á bungunni er kringlóttur gras- blettur og rúst eftir gamalt byrgi þar sem fálkarar hafa liklega legið við fyrrum, það var kallað „skothúsið og er þaðan viðsýni mikið og fagurt.” Kristján telur að hvað sem líður ummælum Gröndals megi telja sennilegt að þarna hafi verið skotbyrgi. En satt hefur Gröndal sagt um við- sýniö enda er þetta hæsti staður i Bessastaðalandi. Grásteinn Við höfum viða gert stans, en einn staður er þó eftir. Það er Grásteinn. Grásteinn liggur að visu utan lands Bessastaða, hár og reisu- legur steinn, nokkuð vestur af hliöinu heim að Bessastöðum. 1 hann eru klappaðar nokkrar holur i röðum og ber það til þess að þegar vegurinn var lagður út nesið var fyrst ætlunin að hann lægi yfir þann stað þar sem steinninn stendur. Var þá búist til að kljúfa steininn og holurnar gerðar. En einhver álög voru á steininum að sögn Kristjáns, og fór svo að þegar átti að reka fleygana og kljúfa steininn slasaðist einn maðurinn. Var þá hætt við verkiö. „Þar fór vel”, segir Kristján þvi steinninn er hinn ágætasti og sögufrægur. Segir frá honum m.a. i Dægradvöl. Landamerki milli Eyvindarstaða og Bessa- staða eru og bein lina úr Grásteini i miðjan Bessahólma og milli Brekku og Bessastaða úr Grá- steini i Lambhúsatjörn.” Hjá Grásteini nemum við staðar og litum á steininn. Forn- leifafræðingar hafa sjötta skilningarvit, þegar faldir fjár- sjóðir eru annars vegar og þvi kemur okkur ekki á óvart þegar Kristján stingur fingri niður i rifu i steininum og dregur þar upp krónupening.Hann er að visusleg inn eftir síöustu myntbreytingu og Kristján lætur hann i rifuna aftur, — og hver veit nema ein- hverjir fornfræðingar framtiðar- innar eigi eftir að finna hann þarna (!) En við Grástein er óhætt að gera að gamni sinu, — það leyfðu þeir sér að minnsta kosti skólapiltarnir á Bessastööum sem voru einmitt að yrkja um Grástein þegar þeir kváðu um heiðursmanninn Jón Jtínsson skólameistara: Á Grandanum heyrist grátur og raus grátur og raus, grátur og raus, á grandanum heyrist grátur og raus, getið þiö hvern ég meini. Lector situr sálarlaus sálarlaus, sálarlaus. Lector situr sálarlaus sunnan undir steini. ■ Skothúsið. Hér lá Benedikt Gröndal löngum og lét sig dreyma stóra drauma. ■ Sauöaborg eða hrossaskjól innarlega á Bessastaðanesi, þar sem hallar til Skerjafjarðar, andspænis Kópavogskaupstaö. ■ Grjótgaröur, rétt hjá Skothúsinu. Enginn veit hvaöa mannvirki þar hefur verið. ■ Séö heim aö Bessastöðum. Virðar segja viskulaus, viskulaus, viskulaus, virðar segja viskulaus vestan undir steini. Aðrir segja ærulaus, ærulaus, ærulaus, austan undir steini. Nokkrir segja náttúrulaus, náttúrulaus, náttúrulaus, nokkrir segja náttúrulaus norðan undir steini. Leiðarlok Þessum stutta göngutúr okkar i góðvirðinumeð Kristjáni Eldjárn er nú aö ljúka. Hér vantar ekki viðsýnið eins og rétt nú áður var minnst á og land Bessastaða blas- irviðnæstokkurog i fjarlægð blá fjöll sem geyma að baki sér byggðir landsins i fjörðum þess og dölum.Hingað var lengi mænt, bæði með kviða og von. Héðan lit- uðust þeir um ýmist skemur eða lengur, landnámsmaðurinn Bessi Þormtíðsson, Diðrik Pining, Týli hirðstjóri Pétursson, Hvidfeld og Rosenkrans, Gri'mur Thomsen, Hallgrimur Scheving, Sveinbjörn Egilsson, Jónas Hallgrimsson og fleiri merkismenn sem koma við islenska sögu. Við Timamenn þökkum Kristjáni Eldjárn leiðsögn hans um hinar fornfrægu sltíðir og von- um að lesendur okkar séu að fróðari um ýmis kennileiti i landareign þessa elsta og viröu- legasta tíðals á Islandi. —AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.