Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 8. april 1982 ■ Þann 3. mars síöastliöinn var Barbican menningarstööin i City- hverfi i Lundúnum formlega opn- uö. Hér er um aö ræða stærstu menningarmiðstöö i V-Evrópu og liggur viö aö sjálft Pompidou safniö i París hverfi nú i skuggann af þessu völundarhúsi lista og menningar. Upphafið Upphaf Barbican menningar- miöstöövarinnar má sjálfsagt rekja til bréfs sem maöur nokkur, Bryan Ansey, þá eftirlitsmaöur Lundúnaborgar ritaöi breska dagblaöinu The Times 4. júli 1953. Þar stingur Ansey upp á þvi aö svonefnt Cripplegate-svæöi innan City-hverfis veröi byggt upp sem ein skipulögð heild en svæöiö haföi veriö i algjörri rúst eftir loftárásir Hitlers 29. des. 1940. En hugmynd Anseys um aö reisa skipulagöa samsteypu verslana og skrifstofa hlaut ekki sterkan hljömgrunn. Aöalmót- mæli komu innan City, þar sem vart er hægt aö þverfóta fyrir skrifstofu- og bankabyggingum ýmiss konar. Forsvarsmenn hverfisins töldu út I hött aö auka enn viö skrifetofubákniö en voru hins vegar til viðræöu um aöra möguleika. Ýmsir voru hlynntir þvi aö giæöa hverfiö meira li'fi og sérstaklega eftir lokun vinnu- staða. Loks var að mestu fallist á hugmyndir arkitektanna Chamberlain, Powell og Bon. Þeir geröu reyndar aöeins ráö fyrir einu leikhiisi og hljómleika- sal i upphafi og höföu þá verðandi ibúa svæöisins einungis i huga. En heildarskipulagiö varö loks aö veruleika árið 1955 og þá var ákveöiö aö byggja ibúðarsvæði með verslunum, skólum, opnum svæöum, hUsnæði fyrir Guildhall leiklistar og tónlistarskólann, á- samt aöstööu fyrir listir ýmiss konar og samkomur. siöastliöinn var ein öruggasta leiöin aö komast f Barbican aö taka neöanjaröarlest út að Moor- gate stööinni. Biöa þar rólegur þangaö til einhver mannvera birtist meö fiölu undir hendi. Fylgja henni siöan fast eftir aö tveimur ógnvekjandi stein- kössum og velja loks inngöngu- dyrnar sem fiölan fór ekki inn um. Þetta hefur nd allt breyst til batnaöar. Skilti og vegvisum ým- iss konar hefur víöa veriö komiö upp. Henry Wrong, kanadiskur maður, hefur verið fram- kvæmdastjóri Barbican menn- ingarstöðvarinnar frá upphafi. Hann telur ástæðulaust aö óttast aö fólk finni ekki Barbican eöa nenni ekki aö fara langar vega- lengdir. Svipaðar deilur hafa myndast þégar Festival Hall hljómleikahöllin á suöurbakka Thamesár var tekin i notkun. Hvur ætli nennisosum aö fara yf- irThames til aö hlýöa á tónlist?? sögöu menn þá. Reynslan hefur sannaö annað. Ef fólki er boöiö upp á fyrsta flokks þjónustu og góöar sýningar vilar það ekki vegalengdir fyrir, sér, eru orö Henry Wrong. Barbican er staðsett skammt frá St. Pauls dómkirkjunni og eru 5 neöanjaröarstöövar i 10. min. göngufjarlægö, þar sem hægt er að velja milli fjögurra mismun- andi tegunda af lestum. 500 bila- stæöi eru auk þess i byggingunni. Húsnæðið: Þaö er mjög erfitt aö gera sér i upphafi grein fyrir stærð stöövar- innar, þar sem hún ris inn á milli hárra Ibúöarhúsa. Tilfinningin þegar gengið er inn um aðal- dyrnar er svipuö og þegar krakki kemur i fyrsta sinn I fjölmennan skóla. Enda hafa gestir kvartaö um að missa af tónleikum eftir heimsókn á salerni. Húsnæöiö likist einna helst völundarhúsi. BARBICAN MIÐSTÖÐIN OPNUÐ “*•*«****, ■ Barbican-menningarmiöstööin er staösett i City kaupsýsluhverfi Lundúna. Athugiö aö skýja- klúfarnir tveir tilheyra miöstööinni ekki aö vitaö sé... Ariö 1962 eftir mikiö stapp og stúss var loks hafist handa viö byggingu íbúðarsvæöisins. Upp- haflega var gert ráö fyrir 20 milljón punda kostnaði og aö framkvæmdum yröi lokið eigi siöar en áriö 1968. En eins og ým- islegt annaö i byggingaráætlun Barbican brustu þær vonir. Kostnaöur varö aö lokum nærri 200 milljónum punda og fram- kvæmdum eigi lokiö aö fullu fyrr en áriö 1976. Sir Edward Howard fyrrum borgarstjóri Lundúna var einn aöal andstæöingur fram- kvæmdanna. Taldi hann m.a. byggingu stórs sýningarskála verstu ákvörðun er tekin heföi verið i sogu City-hverfis siöustu 800 ár. Ariö 1971 ákváöu yfirvöld City-hverfis loks aö hefjast handa viö byggingu menningarstöðvar- innar. Framkvæmdakostnaöur var áætlaður um 20 milljónir punda og takmarkiö var aö vigja stööina á 25 ára krýningarafmæli drottningar, áriö 1977. Sú áætlun brást einnig hrapallega þvi menningarmiöstööin var tekin i notkun 3. mars siöastliöinn og endanlegur kostnaöur er ráögeröur um 153 milljónir punda. Þrátt fyrir aö miöstööin standi a.ö.l. undir 6 miiljón punda árlegum rekstrarkostnaði er óvist aö tap i sambandi viö bygg- ingarframkvæmdir veröi nokk- urn tima aö fullu bætt. Tvenns konar gagnrýni: Kostnaður er ekki eina hliö málsins sem hefur hlotiö gagn- rýni. Staðsetning stöövarinnar er umdeild. Þar til 3. mars Upplýsingabæklingar eru vart til aö bæta ástandið, en þeir leggja áherslu á stærðina: tvö leikhús, þrir kvikmyndasalir, gróöurhús, tveir sýningarsalir, bókasafn, barir og veitingasalir liggur viö á hverri hæö. Ef öll rör hússins væru tengd saman i beina linu næöu þau einum og hálf sinnum utan um tvær helstu umferöar- æöar út úr höfuðborginni i norður og suöur eöa 75 milna vegalengd. Sjálfsagt þarf nokkrar heimsóknir i Barbican til aö vera öruggur um að villast ekki. Byggingin er öll á 9 hæöum og samsvarar 5. hæö jaröhæö. A 1. hæö eru: Kvikmyndasalur I og Pit leikhúsiö sem rúmar 200manns i sæti. Á2.hæðeru: 2 barir, aðstaða bakvið leiksvið og salerni. A 3. hæö eru: inngangur i hljóm- leikasal og leikhús, við- áttumikil anddyri og barir, upplýsingar og miðasala, fatahengi, banki og aö- staöa fyrir British Airways flugfélagið. A 4. hæö eru: inngangur á I. svalirleikhúss. A 5. hæb eru: aöalinngangur, sýningarsalur (þar er nú sýnd kanadisk vefjalist), inngangur á bókasafn, I. svalir hljómleikasalar, 2. svalir leikhúss, stór bar, kaffihús, útisvæði með gosbrunnum, tjörnum o.fl.. A 6. hæö eru: inngangur á 2. hæð hljómleikasalar og 3. sval- ir leikhúss auk þess sem bar sér til að enginn veröi þyrstur. A7. hæö eru: annar inngangur bókasafns og miöasala á meöan á sýningum stend- ur. A 8. hæö eru: sýningarsalur (þar ernú Aftermath sýningin), útisvæöi fyrir höggmyndir og gróðurhús. A 9. hæð eru:’svalir og gróður- hús. Ekki hefur allt þetta svæði endanlega verið tekið i notkun. Stærö stöðvarinnar fylgja fleiri vandamál en aö verða áttaviltur. 500 bilastæði nægja varla þegar Konunglega Shakespeare félagið og Sinfóniuhljómsveit Lundúna verða samtimis með leiksýningu og tónleika. — RSC (Royal Shake- speare Company) og LSO (London Symphony Orchestra) fá nú ákveðinn samastað i Barbican fyrir starfsemi sina. LSO: LSO hefur veriö á hrakhólum meö húsnæði og var þvi ekki að undra þótt framkvæmdastjórinn Alan Howard væri ánægður með aöstæður. Taldi hann árangur veröa meiri og betri nú þegar hægt yröi að æfa á sama staö og tónleikar eru haldnir. Hljóm- leikasalurinn er hannaður með þaö i huga að áheyrendur séu i náinni snertingu við það sem fram ferá sviðinu. Allir meðlimir hljómsveitarinnar hafa tekið þátt i hönnun salarins meö þeim af- leiöingum að hér er liklega kom- inn besti hljómleikasalur á Bretlandi. Sérstök gúmmi hafa veriö sett á teina neðanjarðar- lesta er aka undir salnum til að koma I veg fyrir nokkurn óþarfa hávaöa. LSO fær nú tækifæri til að virkja heimsþekkta listamenn til starfa s.s. Vladimir Ashkenazy, Hans Werner Henze og Rudolf Serkin, en sá siðastnefndi hefur farið þess á leit við hljómsveitina að hún aöstoöi hann við upptöku á öllum pianókonsertum Mozarts. Fyrsta starfsár Barbican eru 107 hljóm- leikar á dagskrá og verða André Previn og Colin Davies meðal stjórnenda. RSC: Eftir aö hafa dvalið 21 ár i Ald- wych leikhúsinu, þar sem iskrandi snjáð áhorfendasæti syngja sitt siðasta þessa dagana flyst RSO nú um set og fær aðset- ur i 1200 sæta leikhúsi Barbican. Félagið fær auk þess afnot af minna leikhúsi, The Pit, sem tek- ur 200 manns i sæti. Hyggst félagið halda áfram óbreyttri stefnu og sýna ekki ein- göngu verk Shakespeare heldur ýmiss nýrri verk og önnur sigild verk. Auk þess sér félagið um kennslu i Guildhall, leiklistar- og tónlistarskólanum i næsta ná- grenni. Trevor Nunn framkvæmda- stjóri félagsins var hæstánægður með allar aöstæður. Taldi hann forsvarsmenn City hverfis bjóða félaginu mjög hagstæð leigukjör er leiddi til sparnaðar I rekstri félagsins. Háþróuð tækni auðveldar félaginu flutning á leikritum frá Stratford-upon-Avon. Við opnun leikhússins 3. mars siöastliðinn sýndi félagið jólaleikrit sitt, en það er loks i júni, sem sest verður endanlega að i Barbican og verður þá sýnd sviðsetning Trevor Nunn á fyrsta og öðrum hluta Hinriks IV. Drottning afhjúpar: 3. mars siðastliðinn rann loks upp langþráö stund. Barbican menningarmiðstöðin var form- lega tekin i notkun. Drottning skartaði sinu feg- ursta og afhjúpaði marmara- veggskjöld i tilefni dagsins. Sagði hún m.a. að það sem hér væri risið af grunni hlyti að teljast eitt af undrum veraldar. Hennar næsta verk var að opna tvær sýningar. Sú fyrri — „After- math” er sýning á frönskum listaverkum eftir strið og kemur hingað beint frá Pompidou safn- inu i Paris. Hin siöari er sýning á kanadiskri vefjalist. Drottning skoðaði þvi næst bókasafn sem tekiö veröur i notkun 1. april — þaö skyldi þó aldrei verða april- Sigurborg Ragnarsdóttir skrifar frá London

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.