Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 23
'jH.U.Hi.lll.1 Fimmtudagur g. april 1982 23 bókamarkadi Virafco Modorn Uassic s Rosamond Lehmann John Fraser: The Chinese — Portrait of a People. Fontana 1982. Höfundurinn, John Fraser var i tvö ár, milli 1977 og 79 fréttaritari kanadfska stór- blaðsins „Globe and Mail” i Peking. Reyndar var hann nokkuð óvenjulegur maður i þvi hlutverki.áður hafði hann nefnilega starfað sem leik- húss- og dansgagnrýnandi blaðsins. 1 Kina varð Fraser vitni að miklum umbrotum i sögu alþýðulýöveldisins, þetta var timi harörar valdabaráttu og uppgjörs við arfleifð Maös formanns og Fraser naut þess að um hrið var stefnan sú að opna landið upp á gátt fyrir vestrænum áhrifum og þvi gátu útlendingar á borð við hann komist i nánari kynni við innfædda en áður hafði tiðkast. Þetta var lika enda- sleppt vor mál- og tjáningar- frelsis í Kinaveldi, timi hins svokallaða „lýðræðisvegg” og mótmælaaðgerða á götum úti. Bók Frasers er þvi merkur vitnisburður um innri þróun og togstreitu meðal þessarar dularfullu þjóðar sem telur um fjórðung mannkyns og hann gerir efninu skörp og persónuleg skil. Gloria Swanson: Swanson on Swanson. Hamlyn 1981 Ævisögur kvikmynda- stjarna skærra og fölnaðra lita dagsins ljós meö reglulegu millibili og virðast vera gúll- trygg söluvara. Ég tala nú ekki um ef þær ljóstra upp um eitthvað misjafnt á ferli stjörnunnar. Muna menn ekki eftir Gloriu Swanson? Jú, hún var mikil filmstjarna á tima þöglu myndanna, ein af ást- konum veraldarinnar, kona sem var fyrirmynd milljóna kvenna og draumadis ekki færrikarlmanna. En Swanson náði ekki að stökkva Ur þöglu myndunum yfir í talmyndirn- ar, þó hún virðist hafa tekið þvimeðmeiriyfirvegun en titt var. En ferill hennar var æði litrikur og i aðra röndina er þessi bók eðlilega saga Holly- woodborgar á uppgangsskeiði, hér koma við sögu frægar filmstjörnur og leikstjórar að ógleymdum sex eiginmönnum Gloriu og ástmanni hennar einum, sem var enginn annar en Joseph Kennedy ættfaðir þess mikla slektis. Arið 1950 árri Gloria Swanson sfðan nokkuð „come back” i hlut- verki aldraðrar kvikmynda- drottningar i „Sunset Bouie- vard” f rægri mynd Billy Wild- ers um kvikmyndaiðnaðinn. Sú mynd veröur einmittsýnd i sjónvarpi nú um helgina. Gloria Swanson er enn á lifi á niræðisaldri — málglöð svo maður segi ekki kjaftfor, kona... Rosamond Lehmann: The Weather in the Streets. Virago 1981 Bókaverslun Máls og menningar hefur nýverið fengið væna sendingu af bók- um frá breska kvennaforlag- inu Viragos Press (virago er latina og þýðir kvenskass). Þetta forlag var stofnaö fyrir fáeinum árum og hefur aö markmiöi að gefa út gamlar og nýjar bækur um og eftir konur, væntanlega til að striöa mót karlveldi i menningu og bókmenntum. Flestir af titl- unum i Máli og menningu eru úr ritröðinni „Virago Modern Classics”, en það eru einkum bækur eftir breska kvenhöf- unda frá fyrri hluta þessarar aldar. Þessi bók er ein af mörgum bókum Rosamond Lehmann sem Virago hefur gefið út en hún fæddist árið 1901, systir leikkonunnar frægu Beatrix Lehmann og rithöfundarins John Leh- mann, hóf rithöfundarferil sinn ung af árum, hefur siðan gefið út fjölda bóka og er enn að. Þetta er nokkúð óvenjuleg ástarsagaum konu sem er að komast á miðjan aldur og á að baki sér misheppnað hjóna- band. Siðan ber svo viö að hún verður ólánlega ástfangin i æskukunningja si'num, mikl- um hjartaknosara sem i ofanálag er giftur. Ast þeirra nær þvi hvergi aö dafna nema i skúmaskotum, i lffi hennar skiptast á stuttir og heitfengn- ir ástarfundir og langar stundir einveru milli vonar og ótta. Þetta ernæmlega skrifuö bók um sársauka og þjáningar og höfundurinn fellur aldrei i þá gildru að verða væminn eða viðkvæmnislegur. Eric Ambler: The Care of Time. Fontana 1982 Eric Ambler (f. 1909) hefur veriö aö skrifa spennubækur og reyfara i' rúm fimmtiu ár og að margra viti af óvenju mikilli iþrótt. Þó er stundum haft að orði að hann hafi skrifað bestu bækur sinar á 4ða áratugnum,en hann hefur þó verið að æ siðan og i fyrra kom út þessi nýjasta bók hans — „The Care of Time”. Þetta er saga af bandariskum rit- höfundi Robert Holliday sem i upphafi bókar er varaður við þvi aö hann eigi von á sprengju i pósti. Tveimur dög- um siðar kemur sprengjan skilvislega. Annars er Halli- day þessi aö vinna aö bók um terrorisma en þegar liður á söguna erhann sjálfur kominn á kaf i blóðsúthellingar og önnur stórmerki,meöal annars færhann heilan austurlenskan eiturlyfjahring upp á móti sér. Það hefur kannski ekkert upp á sig að reyna aö lýsa sögu- þræöinum nánar — Ambler skrifar altént harðsoöinn og kaldrifjaðan stil auk þess er lengdin á bókum hans innan skynsamlegra marka, nokkuð sem ekki verður sagt um ame- riska kollega hans. Hann er óneitanlegaeinn af þeim betri á sviði glæpasagna og það eru enginsérstök ellimerki á þess- ari bók. ■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókabúð Máls og menningar. Tekið skal fram að hér er um kynningar aö ræöa en öngva ritdóma. I > < m J3 Ertu að byggja? Viltu breyta? Þarftu að bæta? | > < m J3 > < m jj > < m jj > < m J3 dPLITAVER AUGLYSIR Teppi ■ Nylon-Akríl-Filtteppi. Akríl + Ull-Ullarteppi. Stök teppi-Mottur-Baðteppi Gólfdreglar-Baðmottusett Gólfdúkar Ný þjónusta Sérpöntum: Ullar-Akríl-Nylon teppi Líttu við í Litaver því það hefur ávallt borgað sig OPIÐ: Til kl. 7 á föstudögum. Grensásvea 18 Til hádegis á laugardögum. ------ Hreyfilshúsinu nr> m m . Simi 82444 > < m 33 2 < m J3 I > < m J3 > < m J3 m J3 i LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER i | ■ ^ Hinir velþekktu 300 og 800 AlÍCOnijíitra áburðardreifarar fyrirliggjandi Dreifararnir eru úr tæringarfríu efni/ stillanlegri dreifibreidd frá 6—14 m og hleðsluhæð er aðeins 94—100 cm. Vicon áburðardreifarinn er búinn öflug- um hrærara í botni, og reikningsstokkur fylgir til útreikninga í áburðarmagni miðað við mismunandi gerð áburðar. BÆNDUR ATHUGIÐ AÐ SAMKVÆMT BÚREIKNINGUM 1980 VAR ABURÐ- ARKOSTNAÐUR UM 15.1%. AF HEILD- AR FRAMLEIÐSLUKOSTNAÐI BÚS- INS. ÞAÐ ER ÞVI FULL ASTÆÐA TIL AÐ VANDA VAL ÁBURÐAR- DREIFARA. Globuse LÁGMÚLI 5, SlMI 81555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.