Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 24
Fimmtudagur 8. april 1982 Að slá takt við tímann — Egill Olafsson svarar fyrir Þursaflokkinn ■ Þegar hinn islenzki Þursa- flokkur gefur út plötur telst þaö ætiö til tíöinda. Ekki hvaö sízt þegar þrjú ár eru liöin frá þvi siö- asta stúdi'óplata flokksins kom út, Þursabit. 1 millitiöinni hefur að visu komið ein breiðskifa.hljóm- leikaplata sú er tekin var upp I Þjóðleikhúsinu 19. mai 1980. Gæti eins veriö,heitir hún þessi nýja plata Þursaflokksins og þar sem okkur á Nútimanum fannst að þaö gæti eins veriö að þeir Þursar heföu frá einhverju aö segja varöandi þessa nýju plötu og ann- að sem flokkurinn er að vasast i þessa dagana, slögum viö á þráð- inn til Egils Ólafssonar. Við mæltum cííkur mót og kvöld eitt I siöustu viku röltum viö niöur á Grettisgötu og litum inn i ,,gat” Þursanna. Egill bauö okkur kaffi og samkvæmt fyrirmælum frá yfirboðara okkar spuröum við Egil fyrst: hvaö eruö þiö aö meina meö þessari tónlist? Egil rekur i rogastanz. Veit fyrst ekki hvernig hann á að svara þessari furöulegu spurn- ingu, vill fá nánari útlistanir á henni en um siðir er okkur öllum ljóst um hvað spurningin snýst, viðtalið er hafið. Egili: Einhverju sinni spuröi vegfarandi rithöfund hvaö hann meinti meö nýútkominni bók. Rit- höfundurinn svaraði kurteislega og vegfarandinn gat haldiö leiöar sinnar hugsandi: „Jæja ekki þarf ég aö lesa þessa bók. — Til hvers aö vera að spila mUsík ef hægt er aö gefa út eina yfirlýsingu um hvaö sé meint meö henni, birta þá yfirlýsingu i Helgarblaöi Timans og sleppa þvi aö gefa út plötur. — Við erum aö slá einhvers konar takt viö tlmann, án þess þó aö viöhöfum meðvitaö breytt um tónlist á einu andartaki. Þessi tónlist sem viö erum nú aö spila hefur veriö aö gerjast i okkur nokkuö lengi. Þegar viö fórum til Hollands 1979, tókum viö upp nokkur lög f Hollandi, Hollands- tapin (teipin) köllum viö þær upp- tökur. Þeirri tónlist svipar til þessarar sem viö erum nú að leika. A fyrri plötum okkar sung- um viö og spiluðum m.a. islensk þjóölög og sú músik er sá grunnur sem viö byggjum á I dag. Ef grannt er hlustað má greina þræöi úr gamla vefnum. Þvi hefur veriöhaldiö fram aö þessi „nýja” tónlist ykkar Þursa séný-rómantisk. Myndir þU sætta þig viö þá nafngift á tónlistinni? — Ég verö aö viöurkenna það aö ég hlusta frekar litiö á aöra tónlist en þá sem ég er aö vinna við hverju sinni. Þetta er náttúr- lega rómantisk músik vegna þess aö hUn er aö hluta til baseruð á hefðbundinni evrópskri tóniist. Rómantisku tónskáldin, eins og t.d. Mendelsohn, iökuöu þaö mik- ið aö gefa sér einhverja mynd og ortu um hana I tónum, þetta kall- astprógram-músik. Annar póll er svo absalútt-múslk, sem stendur bara sér og er ekki bundin við neitt sérstakt yrkisefrii. Okkar tónlist er aö fyrrnefnda taginu, hún er prógram-músík. t einhverju blaöi var sagt um daginn aö textarnir á plötunni væru ákaflega súrrealiskir. Eru þeir þaö? — Textarnir eru hversdagsleg- ir, og flestir byggöir á minum reynsluheimi. Litil ferðalög I gegnum mannheima. Boðskapur plötunnar? Til dæmis þú ert pinu- litill kall, nema þú takir á honum stóra þinum. Þiö eruð ekki lengur meö neitt hirðskáld ef svo má segja eins og Guömund Bergþórsson, Ara Jós- efsson, o.fl. voru fyrir ykkur hér áður? A þessari plötu er einn texti eft- ir Þórarin Eldjárn, en það lag og texti var á söngleiknum Gretti og kom Ut á samnefndri plötu. Nei, það er eina lagið og textinn sem hefur áöur komiö út á piötu. Ann- ar texti er á þessari plötu eftir Eggert Þorleifsson, tónskáld leikara og klarinettuleikara.einn texti er eftir Einar Má.aðrir text- ar eru eftir mig og okkur Þursin. Þaö gæti veriö gaman aö vinna náiö meö skáldi, viö geröum þaö foröum i Gretti með Ólafi Hauki og Þórarni Eldjárn.það var mjög skemmtilegt. Eins og kunnugt er var plata Þursaflokksins, Gæti eins veriö, tekin upp i stúdiói þeirra, Grettis- gati. Þaö vekuróneitanlega furöu utanaðkomandi þegar hann renn- ir augunum yfir stúdi'óiö hvernig hægt var aö taka upp jafngóða plötu viö jafn frumstæðaraðstæð- ur. Eöa kannski eru þær ekki frumstæðar. Allt um það, hvernig tóKst ykkur að ná jafn góðu sándi á plötunni og raun ber vitni? — Hvemig það er hægt. Ég bendi bara á þá snillinga Tómas, Þórö og Július. Þeir eru helviti útsjónarsamir viö aö lemba sánd- iðtilog hafa miklareynslu i þess- um efnum. Hvenær JUlius kom til sögunnar. Sko, viö vorum saman i Scream, þaö var á eftir Cream, nei blessaður vertu, þetta er löngu fyrir daga Spilverksins og viö höfum þekkst allar götur siö- an þá. Scream var stofnuð á und- an Andrew sem Július var siöar i. Plötu Andrew tók Július upp i eld- húsinu heima hjá sér á tveggja rása Revox tæki. Sándið á plöt- unni er furöugott ef þaö er haft i huga. Allt um það. Viö hittum Július úti'Kaupmannahöfn og svo þegar hann var að koma heim. Hann langaði til að fá sér 8 rása stúdi'ósegulband, bara til að hafa heima hjá sér, og viö drógumst inn i þá hugmynd. Við hugsuöum okkur ekki þetta svona stórt i upphafi. Nú erum við með átta rása segulband og 21 rása mixer. Við unnum plötuna okkar mjög hratt,sum lögin áhenni eru jafn- vel bara tekin upp á sex rásir. Ein ástæöan fyrir þvi aö við fórum ekki i stórt stúdió meö fleiri rás- um er sú aö litiö stúdió hentar okkur best, a.m.k. i þessu tilfelli. Stór stúdió geta verið góö ef þú þarft aö búa til stóran hljóðvegg, meö flóknum útsetningum og svo framvegis. En viöerum bara meö fjögur hljóöfæri og þurfum ekki á þvi aö halda. Nú ert þú skrifaður fyrir allri tónlisúnni á plötunni, hvemig veröa lögin til? — Þótt ég sé skrifaöur fyrir henni, þá sem ég hana ekki alla einn. Ég kem kannski meö ein- hverja laglinu og bassaganga en þá er fullt af lausum endum eftir. Viö fjórir fyllum siöan inn i, á- kveöum hvemig trommurnar eigi aö vera og þar fram eftir götun- um. Lögin lýsa oft einhverjum myndrænum hlutum. Þessar myndir þurfa ekki aö vera i neinu samhengi viö textann. Siöan kemur textinn og myndar aöra mynd, en þessar tvær myndir lifa sinu sjálfstæða lifi þótt þær svo harmóniseri saman. Svipað og maöur og landslag. Vilcjum burt frá plötunni og að öömm hlutum. Þú semur tónlist- ina fýrir mynd Hrafns Gunn- laugssonar I hita og þunga dags- ins okkar á milli. Vikjum burt frá plötunni. Þú ert með fleiri hluti á prjónunum ekki satt? — Það er heilmikiö að gera. 1 dag vorum viö Þursar að skrifa og númera 1000 miða fyrir tón- leika okkar i Háskólabiói á laug- ardag (sem voru laugardaginn 3. april) ogvið erum dauðþreyttir i höndunum eftir það. Svo er það allt veseniö ikringum þessa plötu okkar og stúdióið, viö erum i miklu vixlafeni núna. Það er al- veg ótrúlegt hvaö þetta hleður ut- an á sig. Allt i einu er allt orðið fullt af möppum og bókhalds- skýrslum. En þetta er i góðum höndum Þóröar. Sjálfur er ég núna aö semja tónlistina viömynd Hrafns Gunn- laugssonar Okkar á milli, 1 hita og þunga dagsins. Það er alla- vega vinnuheiti á myndinni. Hrafn er búinn að láta gera dálit- ið mikið af authentic músik, þ.e.a.s. músik sem kemur út úr sjónvarpi, útvarpi, segulbandi, plötum o.s.frv. i myndinni. Þessi vinna er á höndum annarra að- ilja. Ég sem áhrifahljóð til að bakka upp myndina og er rétt byrjaöur aö vinna tónlistina.Tón- list sem þessi stendur og feilur með kvikmyndinni og ég á ekki von á bvi aö hægt væri aö gefa hana sjálfstætt út á plötu, alla- vega ekki nema að litlu leyti. Þursaflokkurinn kemur siöan fyrir i kvikmyndinni Rokk i Reykjavi'k, sem frumsýnd veröur núna um páskana. Þess má geta aö hljóövinnslaog upptökur voru i höndum Þursanna. Þá veröur Stuömannamyndin gerö í sumar en Stuömenn og Grýlurnar fara með aöalhlutverk myndarinnar. 1 stuttu máli fjallar myndin um tvær rokkhljómsveit- ir á tslandi i dag, hugmyndin er sem sagt komin ansilangt frá þvi sem upphaflega stóð til. Aö gara kvikmynd um Tivoli hefði veriö tvisvar sinnum stærra projeckt en Útlaginn og enginn auöjöfur á tslandi heföi viljaö leggja pen- inga sina i þaö. Þetta var alltof.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.