Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 4
4 8. desember 2008 MÁNUDAGUR DANMÖRK Stein Bagger segir að sér hafi verið hótað árum saman. Hann hafi ekki átt annars kost en að láta sig hverfa til þess að bjarga fjölskyldu sinni. Danska lögreglan leggur þó ekki mikinn trúnað á þessar full- yrðingar, og það gera vinir hans ekki heldur, eftir því sem fullyrt er í dönskum fjölmiðlum. Jafn- vel Vítisengillinn Brian Sand- burg, sem hefur árum saman verið góðvinur Baggers, segir í viðtali við Berlingske Tidende að ekkert sé hæft í þessu. Bagger gaf sig fram við lög- reglu í Bandaríkjunum í gær og situr nú í fangelsi í Los Angeles, þar sem hann bíður framsals til Danmerkur. Bagger var fram- kvæmdastjóri hugbúnaðarfyrir- tækisins IT Factory sem var eitt öflugasta fyrirtæki á þessu sviði í Danmörku. Í byrjun desember kom hins vegar í ljós að hann var horfinn sporlaust og um leið var fyrirtækið lýst gjaldþrota. Talið er að Bagger hafi hirt hálfan milljarð danskra króna úr fyrir- tækinu áður en hann hvarf. Lögreglan í Los Angeles átti reyndar erfitt með að trúa honum þegar hann gekk inn á lögreglu- stöð þar í borg til að gefa sig fram, skömmu fyrir hádegi á laugardagsmorgni. „Það hafa nokkrir komið hing- að inn og sagst vera kóngurinn í Danmörku,“ hefur bandaríska dagblaðið Los Angeles Times eftir lögregluþjóni á stöðinni. Bagger var þó klæddur í rán- dýr föt og með dýrt úr á hendi, og tölvuleit sýndi fljótlega að hann var í raun eftirlýstur af alþjóðalögreglunni Interpol. Danska lögreglan vonast til að hann verði fljótlega framseldur til Danmerkur en óljóst er hve framsalsferlið verður lengi í afgreiðslu hjá bandarískum dóm- stólum. Bagger hefur fengið bandarískan lögfræðing sér til aðstoðar. Asger Jensby, stjórnarformað- ur IT Factory, segir í dönskum fjölmiðlum að sér hafi létt óskap- lega við fréttirnar. Nú fáist von- andi svör við þeim hafsjó af spurningum, sem hann og aðrir í fyrirtækinu hafi út af skyndilegu hvarfi Baggers. Hann var staddur í Dúbaí í fríi með fjölskyldu sinni þann 28. nóvember þegar hann skrapp út og kom ekki aftur. Nú er komið í ljós að hann flaug beina leið til New York, fékk þar lánað kredit- kort hjá vini sínum, tók bíl á leigu og ók þvert yfir Bandaríkin til Los Angeles þar sem hann gaf sig fram. gudsteinn@frettabladid.is Segist hafa neyðst til að flýja hótanir Danski fjársvikarinn Stein Bagger gaf sig fram við lögreglu í Bandaríkjunum. Danska lögreglan vonast til að hann verði framseldur til Danmerkur fljótlega. Bagger segir að sér hafi verið hótað árum saman og neyðst til að flýja. STEIN BAGGER Forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins IT Factory lét sig hverfa í Dúbaí í lok nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Það hafa nokkrir komið hingað inn og sagst vera kóngurinn í Danmörku. LÖGREGLUÞJÓNN Í LOS ANGELES VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 7° 8° 3° 4° 7° 8° 6° 6° 4° 5° 15° 15° 5° 7° 20° 0° 22° 14° Á MORGUN Vaxandi SA-átt vestan til. MIÐVIKUDAGUR 3-8 m/s. 1 -1 -3 -2 -5 -1 -4 -1 0 0 -7 4 5 6 15 10 8 6 6 4 5 4 1 0 -2 -4 -4 7 4 3 4 6 HITA- OG KULDASKIL Það mun hlýna eftir því sem líður á morgundaginn og á miðvikudag verður nánast frostlaust um allt land. Því miður er þetta skammgóð- ur vermir þar sem á fi mmtudag kólnar á ný. Úrkoman verður mest sunnan- og vestanlands á miðvikudag og fi mmtudag. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður ELDSNEYTI Olíufélögin lækkuðu eldsneytisverð á laugardaginn. Öll lækkuðu þau bensínlítrann um 4 krónur og dísilolíu um 6 krónur hvern lítra. Hagstæðasta verðið er nú hjá Orkunni í Hveragerði þar sem bensínlítrinn er á 132,50 krónur og dísilolían á 161,30 krónur. Almennt verð hjá Orkunni er 137,10 krónur fyrir bensínlítr- ann og dísilolían er á 164,80 krónur. Hjá Atlantsolíu kostar bensínlítrinn nú 137,20 krónur og dísilolía 164,90 krónur. Skeljungur selur bensínlítrann á 138,80 krónur og dísil á 166,40 krónur og hjá N1 kostar bensínlítrinn 138,80 krónur og dísillítr inn 166,50 krónur. - rat Eldsneytisverð lækkar: Olíufélögin lækka lítrann HEILBRIGÐISMÁL Ekkert virðist hafa verið flutt til landsins af írsku svínakjöti sem framleitt er eftir 1. september, segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytenda- málasviðs Matvælastofnunar. Starfsmenn stofnunarinnar funduðu í gær í tilefni af því að á laugardag innkölluðu írsk yfirvöld allt svínakjöt sem framleitt var eftir 1. september vegna eitrunar. Að sögn Sigurðar var von á tilkynningu frá írskum stjórn- völdum í gær, til landa ESB og annarra viðskiptalanda Írlands, um það hvert svínakjöt hefur verið flutt eftir 1. september. - kg Fundur hjá Matvælastofnun: Engin hætta af írsku svínakjöti BANKAHRUNIÐ Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri endurskoðunar- fyrirtækisins KPMG, vísar á bug fullyrðingum um að fyrirtækið sé vanhæft til að sinna rannsóknum á viðskiptum í Glitni mánuðina fyrir bankahrunið vegna þess að KPMG sé endurskoðandi bæði FL-Group og Baugs sem hafi verið stórir hlut- hafar í bankanum. Jón Gerald Sullenberger sendi í síðustu viku fjölmiðlum athuga- semd við starf KPMG fyrir skila- nefnd Glitnis. Segir hann það móðg- un við heilbrigða skynsemi að kalla KPMG óháðan aðila í málinu. „En það á greinilega að velja gaumgæfi- lega hvað fær að koma fyrir almenn- ings sjónir og því spyr ég: Eru engin takmörk fyrir óheiðarleika banka og endurskoðenda á Íslandi í dag?“ „Skilanefndin réði okkur til þess- ara starfa og og við treystum okkur út af fyrir sig alveg í það. Við gætum okkar bara í þessu, eins og öðru, að rétt sé að farið,“ segir Sigurður Jónsson og bendir á að þeir sér- fræðingar sem komi að athuguninni á Glitni hafi ekki endurskoðað hjá nefndum fyrirtækjum og komi raunar ekki af endurskoðunarsviði KPMG. Því sé um allt aðrar starfs- menn að ræða. Aðspurður kveðst Sigurður telja líklegt að þessu verkefni ljúki fljót- lega og að skilanefndin fái niður- stöður innan skamms. „Það sér fyrir endann á því að við skilum af okkur,“ segir Sigurður sem á von á því að þetta verði fyrir jól. - gar KPMG vísar á bug fullyrðingum um vanhæfi til að skoða viðskipti hjá Glitni: Treysta sér í athugun á Glitni JÓN GERALD SULLENBERGER Segir KPMG óhæft til skoða viðskipti í Glitni vegna tengsla við stóra hluthafa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PAKISTAN, AP Herskáir íslamistar kveiktu í 160 bifreiðum Bandaríkja- hers og NATO skammt frá borginni Peshawar í Pakistan í gær. Óttast er að uppreisnarmenn séu að reyna að loka Khyber-skarði, sem er mikilvægasta flutningsleið hernaðarbirgða til Afganistans. Skarðið er á landamærum Afganistans og Pakistans, og liggur þjóðbrautin þangað í gegnum borgina Peshawar. Með því að torvelda samgöngur í gegnum skarðið myndi kostnaður- inn við stríðsreksturinn í Afganist- an rjúka upp. - gb Uppreisnarmenn í Pakistan: Brenndu tugi herbifreiða BRUNNAR BIFREIÐAR Eykur kostnaðinn við stríðsrekstur í Afganistan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNING Vigdís Finnbogadóttir mun taka sæti í heiðursstjórn stofnunar Jacques Chiracs. Þetta ákváðu forsetarnir fyrrverandi á fundi sínum í París á dögunum. Vigdís og Chirac ræddu möguleika á samstarfi stofnana sinna, sem hafa báðar það verkefni að vekja fólk til vitundar um mikilvægi tungumála fyrir menningu og margbreytileika. Þau ræddu meðal annars mögulegt samstarf í rannsókn- um, miðlun þekkingar og orðabókagerð. Fundurinn var liður í kynningu á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. - þeb Vigdís Finnbogadóttir í París: Fyrrum forsetar starfa saman VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR SJÁVARÚTVEGUR Sjómannafélag Íslands beinir þeim óskum til stjórnvalda að auka nú þegar við þorskkvótann um þrjátíu til fjörutíu þúsund tonn á yfirstand- andi kvótaári. Í tilkynningu félagsins segir að oft sé þörf en nú sé nauðsyn á slíkri aðgerð. Fundur stjórnar félagsins frá síðastliðnum fimmtudegi sam- þykkti einnig að skora á íslensk fyrirtæki að þau notist eingöngu við farmskip, mönnuð Íslending- um, í reglubundnum áætlunarsigl- ingu til og frá landinu. Einnig að skora á stjórnvöld að auka eftirlit með landhelginni og rannsóknir á fiskimiðunum. - kg Stjórn Sjómannafélagsins: Þorskkvótinn verði aukinn GENGIÐ 05.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,6956 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,19 126,79 185,09 185,99 161,09 161,99 21,621 21,747 17,615 17,719 15,22 15,31 1,3675 1,3755 187,60 188,72 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.