Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 38
26 8. desember 2008 MÁNUDAGUR FRÁBÆR MYND! HIKLAUST FYNDNASTA MYND ÁRSINS! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 7 7 16 L L 12 12 14 FOUR CHRISTMASES kl. 6 - 8 - 10 PRIDE & GLORY kl. 10 QUANTUM OF SOLACE kl. 6 TRAITOR kl. 8 7 16 12 12 FOUR CHRISTMASES kl. 4 - 6 - 8 - 10 FOUR CHRISTMASES LÚXUS kl. 4 - 6 - 8 ZACK & MIRI MAKE A PORNO kl. 5.45 - 8 - 10.15 NICK AND NORAH´S ... kl. 8 - 10.10 IGOR kl.3.45 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 - 10.30 QUANTUM OF SOLACE LÚXUS kl. 10 MY BEST FRIENDS GIRL kl. 5.40 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 7 16 12 12 14 FOUR CHRISTMASES kl. 6 - 8 - 10 APPALOOSA kl. 8 - 10.30 RELIGULOUS kl. 5.50 - 8 -10.10 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 -10.30 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.40 5% 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 16 L L 12 14 ZACK & MIRI MAKE A PORNO kl. 5.50 - 8 - 10.10 NICK AND NORAH´S ... kl. 6 - 8 - 10 IGOR kl. 6 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 - 10.20 MY BEST FRIENDS GIRL kl. 8 - 10.15 500kr. 500kr. 500 kr. AÐEINS EMPIRE -S.M.E., MANNLÍF -IcelandReview 59.000 MANNS myndin sem gerði allt BRJÁLAÐ í USA KOMIN Í B ÍÓ ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK KRINGLUNNI TWILIGHT kl. 8 12 MADAGASKAR 2 m/ísl. tali kl. 6 L MADAGASKAR 2 m/Ensku tali kl. 6 L PASSENGERS kl. 8 12 TWILIGHT kl. 8 - 10:20 12 RESCUE DAWN kl. 8 16 QUARANTINE kl. 10:20 16 TWILIGHT kl. 8 - 10:30 12 NICK AND NORAH´S kl. 8 L BODY OF LIES kl. 10:10 16 TWILIGHT kl. 5:30D - 8D - 10:30D 12 MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6 L MADAGASCAR 2 m/Ensku tali kl. 6 - 8 - 10:10 L BODY OF LIES kl. 8 - 10:30 16 BODY OF LIES kl. 5:30 - 8 - 10:30 VIP PASSENGERS kl. 8 - 10:30 12 HOW TO LOSE FRIENDS.. kl. 5:50 - 8:10 12 RESCUE DAWN kl. 10:30 16 HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:50 L TWILIGHT kl. 6D - 8D - 10:30D 12 MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6D L MADAGASCAR 2 m/Ensku tali kl. 8:30D L BODY OF LIES kl. 10:30 16 W kl. 8 - 10:30 12 SEX DRIVE kl. 6 Síð sýn 12 FERÐIN TIL TUNGLSINS 3D SÝND LAU. OG SUN. L ★★★★ EMPIRE NÝTT Í BÍÓ - bara lúxus Sími: 553 2075 FOUR CHRISTMASES kl. 6, 8 og 10 7 MADAGASCAR 2 kl. 6 L ZACH AND MIRI MAKE A PORNO kl. 5.45, 8 og 10 16 PRIDE AND GLORY kl. 7.45 og 10.15 16 „Þetta er heimatilbúin íslensk raf- tónlist,“ segir Einar Egilsson um fyrstu plötu Steed Lord, Truth Serum, sem er nýkomin út. Á plöt- unni eru fimmtán lög sem eru öll unnin af Steed Lord, fyrir utan Take My Hand þar sem hljóm- sveitin Crookers kemur við sögu og Bucket of Blood þar sem Krummi er gestasöngvari. Platan var öll unnin af hljóm- sveitinni sjálfri og að sögn Einars hefur hún verið í tvö ár í undir- búningi. „Fyrstu lögin urðu til þegar við urðum til sem hljóm- sveit en þarna er mikið af nýju efni líka sem við sömdum eftir slysið og fyrir slysið,“ segir Einar og á þar við alvarlegt bílslys sem meðlimir sveitarinnar lentu í fyrr á árinu. „Þetta er stór plata, heil fimmtán lög sem við erum búin að taka upp heima hjá okkur. Við erum líka búin að vinna þetta á ferðalagi erlendis þegar við höfum verið að spila. Ég vil taka fram að platan er 100% íslensk fram- leiðsla. Hún er framleidd hér á landi, sett saman af okkur sjálfum og pökkuð af okkur sjálfum.“ Steed Lord er að skipuleggja allsherjar tónleikaferðalag til að kynna plötuna. Fyrirhugaðir eru tónleikar í Þýskalandi 18. til 20. desember og síðan í Hollandi, Portúgal og Frakklandi í janúar. Eftir það fer sveitin í eins og hálfs mánaðar ferðalag um Bandaríkin, Kanada og Mexíkó um miðjan febrúar. Í þeirri ferð stoppar sveit- in við á SXSW-tónlistarhátíðinni og Miami Winter Music Confer- ence. Útgáfutónleikar Steed Lord hér á landi verða haldnir á Club 101 (gamla Organ) 26. desember. - fb Heimatilbúin íslensk raftónlist STEED LORD Hljómsveitin Steed Lord hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist Truth Serum, eða Sannleikslyfið. „Þetta er sprottið út frá minni lífsreynslu,“ segir André Bachmann sem heldur árlegt jólaball fatlaðra og aðstandenda á þriðjudaginn, en þetta er í 26. sinn sem hann heldur umrædda skemmtun. „Ég átti góðar stundir sem barn í leik með bróður æskuvinar míns sem var fatlaður og hef horft upp á fatlaða einstaklinga berjast fyrir réttindum sínum. Sjálfur varð ég fyrir einelti sem barn og unglingur, en hef verið svo lánsamur í lífinu að sigrast á ýmsum hindrunum svo ég vil styðja þá sem minna mega sín,“ segir André um ballið sem verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica og hefst klukkan 20. „Það mæta yfirleitt um 700 til 800 manns á ári hverju og allir sem að þessu koma gefa vinnu sína til að gefa þeim góða stund sem mæta, en það kostar ekkert inn,“ segir André sem hefur fengið með sér einvalalið tónlistarmanna til að skemmta, svo sem Sigríði Beinteinsdóttur, Grétar Örvarsson, Magna, Sprengjuhöllina og Land og syni. Einnig ætlaði Rúnar Júlíusson að koma fram, en hann féll frá aðfaranótt föstudagsins 5. desember. „Mér brá mikið við tíðindin. Við vorum miklir vinir og hann er búinn vera með okkur á þessari skemmtun í 25 ár. Við sem komum fram verðum öll með sorgarborða honum til heiðurs og ég ætla að syngja eitt lag í minningu hans,“ segir André. - ag Heldur jólaball í 26. sinn LÆTUR GOTT AF SÉR LEIÐA André Bachmann hefur haldið jólaball og skemmtun fatlaðra í 26 ár og hefur fengið einvala- lið tónlistarmanna til að koma fram á Hilton Reykjavík Nordica næsta þriðjudag. Þórhallur Gunnarsson segir öll verkefni á sviði leik- ins sjónvarpsefnis vera í biðstöðu. Hann bíður eftir ákvörðun Alþingis um tekj- ur Sjónvarpsins. „Það er fullt af verkefnum á teikniborðinu. Mikil hugmynda- vinna er í gangi og samræður við framleiðendur, það kostar náttúr- lega ekki neitt. Hins vegar er öll framleiðslan í biðstöðu,“ segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrár- stjóri RÚV. Fyrir nákvæmlega ári greindi Fréttablaðið frá því að Þórhallur hygðist láta sverfa til stáls á sviði leikins efnis eftir fremur mögur ár á því sviði. For- svarsmenn RÚV höfðu þá skrifað undir tvíhliða samning við Björ- gólf Guðmundsson og fyrirtæki hans, Ólafsfell, sem átti að hleypa nýju blóði í þá framleiðslu. Samn- ingurinn var ekki lengi að skila af sér verkefnum; Mannaveiðar riðu á vaðið og í kjölfarið fylgdu Svartir englar sem nutu mikilla vinsælda. Loks var tilkynnt um Hamarinn, sakamálaseríu frá Pegasus. Fall bankanna setti hins vegar allt í uppnám. Framleiðslufyrir- tækið Pegasus bíður þess nú að fá síðustu greiðsluna upp á sautján milljónir frá Ólafsfelli vegna Hamarsins. Þórhallur er bjart- sýnn á að lausn finnist á því máli og í sama streng tekur Snorri Þór- isson, framkvæmdastjóri Pegasus. „Björgólfur er heiðursmaður og ég trúi því að það náist einhver flötur á þessu,“ segir Snorri. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Ólafsfells, segir enn töluverða óvissu ríkja með málefni Björg ólfs og engin ákvörðun hafi verið tekin. Hamarinn er því enn sem komið er eina leikna íslenska þáttaröðin sem RÚV hefur til- kynnt að verði á dagskrá á næsta ári. Þórhallur segir enga ákvörðun verða tekna um hvað fari í fram- leiðslu næst hjá RÚV fyrr en Alþingi hafi tekið ákvörðun um tekjur Sjónvarpsins. Hann viður- kennir að hann hafi töluverðar áhyggjur af stöðu leikins efnis hjá RÚV. „Menn verða að hafa það í huga að framleiðslufyrirtæki, leikarar og tónlistarmenn eru allir að tapa fjölda verkefna á niður- skurðinum. Hann hefur því ekki bara áhrif hér innanhúss heldur líka út fyrir veggi Sjónvarpsins.“ Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu eru fjórar leiknar þáttaraðir væntanlegar á sjón- varpsskjái landsmanna. Þrjár þeirra verða á Stöð 2; Réttur, Ástríður og Fangavaktin. Hamar- inn er á RÚV. freyrgigja@frettabladid.is Niðurskurðarhnífur RÚV bitnar á leiknu sjónvarpsefni HAMARINN Spennuþáttaröðin Hamarinn bíður eftir að Ólafsfell standi við gerða samninga. Sautján milljónir vantar upp á.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.