Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 34
22 8. desember 2008 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég get ekki spilað í dag. Það er ... uhm, afmælis- dagur afa míns og ég kemst ekki frá! Sorry Boss! Ég er fastur í umferðinni! Sko, ég er alveg viss um að nefspreyið mitt inniheldur efni sem eru ólögleg! Komst Raggi ekki heldur? Ég sá hann í búðinni í dag? Þessir menn verða heim- sóttir eftir leikinn og það verður ekki fallegt! Jæja! Þá er uppvaskið loksins búið! Ertu viss um að hún hafi ekki bitið þig í hálsinn? Og ég get svarið það, hún beit í leirtauið með tönn- unum! Þú ert rekin. Viltu gefa okkur að borða, pabbi? Já, hvað viljið þið? Ætlarðu að leyfa okkur að ákveða? Mamma veit alltaf hvað okkur langar í. Þá er þetta ekkert gaman. Já, gleymdu þessu. Við erum ekk- ert svöng lengur! Mamma! Pabbi er vond- ur við okkur! Ég held að Jóna sé aðeins of góð við þau … Allir rólegir! Það eru engir úlfar á ferðinni, þetta var bara vindurinn! Þegar ég fór sem skiptinemi til Frakk-lands 2002 kynntist ég stelpu frá Argentínu sem heitir Sol. Þegar hún heyrði að það væri annar skiptinemi í bænum sem héti Alma var hún handviss um að ég væri frá Mexíkó, því nafnið er mjög algengt þar í landi, og hugsaði sér gott til glóðarinnar að geta talað við mig spænsku. Þótt sú ósk hennar yrði ekki að veruleika urðum við samt bestu vinkonur strax við fyrstu kynni og notuðumst við ensku þar til við náðum tökum á frönskunni. Við Sol gengum í sama skólann, vorum alveg jafnmálhaltar fyrstu vikurnar og höfðum gaman af að segja hvor annarri sögur frá heimalandi okkur, siðum og venjum. Það var var bara eitt sem skildi okkur að. Það var að pesóinn, gjaldmiðill Argent- ínu, hann var svo gífurlega veikur að hver evra kostaði hana formúu á meðan hún var á mjög viðráðanlegu verði fyrir mig. Til að kynnast landi og þjóð og drekka í okkur frönsku menninguna langaði okkur að ferðast um og gera ýmislegt sem kostaði peninga, en staða Sol setti fljótt strik í reikninginn því hver lestarmiði var umhugs- unarefni fyrir hana. Hún útskýrði af hverju efnahagsástandið væri svo slæmt í Argent- ínu og ég man að reyndi að sýna henni fullan skilning á meðan við fundum upp á ódýrari leiðum til að gera það sem okkur langaði til. Þegar ég hugsa til baka gat ég engan veginn sett mig almennilega í hennar spor á þessum tíma. Kannski af því að ég gat ekki ímyndað mér að ég myndi nokkurn tíma upplifa þetta – svona gæti ekki gerst á Íslandi. En værum við staddar þarna í dag væri ég í nákvæmlega sömu sporum og hún – allt rándýrt! Minning um utanlandsferð NOKKUR ORÐ Alma Guðmundsdóttir SENDU SMS ESL TBV Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR Á MYNDINA, TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR, PEPSI OG MARGT FLEIRA 9. HVERVINNUR! K E N A U R E E V E S EKKERT GETUR UNDIRBÚIÐ ÞIG FYRIR HEIMSFRUMSÝND 12 · 12 · 08 Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið. WWW.SENA.IS/DAY A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.