Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 36
24 8. desember 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > VILL MINNI BRJÓST Britney Spears segist ýmist vera ánægð eða óánægð með brjóst sín og viðurkennir að nú vilji hún láta minnka brjóst- in því henni finnst þau of fyr- irferðarmikil. Söngkonan, sem fagnaði 27 ára afmæli sínu á dögunum, segist vita að hún hafi fagran barm en íhug- ar að fara í brjóstaminnk- un til að komast í gömlu sviðsfötin sín. Rihanna og Chris Brown hafa verið kærð eftir að lífverðir þeirra áttu að hafa ráðist á ljósmyndara sem reyndi að ná myndum af parinu. Ljósmyndar- inn, Luis Santana, segir að lífverðirnir hafi ráðist á sig, ítrekað sparkað í sig liggjandi og brotið 3.000 dollara myndavél sína fyrir utan Vintage Ultra Lounge klúbbinn í St. Petersburg í Bandaríkjunum. Santana krefur Rihönnu og Chris Brown um eina milljón dollara í skaðabætur. Talsmaður Browns neitar að lífverðir þeirra hafi átt hlut að máli, en talsmaður Rihönnu segir að lýsingar á atvikinu hafi verið slitnar úr samhengi. Kærð af ljósmyndara RIHANNA Stendur í ströngu. Las Vegas-rokkararnir í The Killers hafa samið nýtt jólalag með Elton John sem nefnist Better You Than Me. „Hann hefur verið með sýningu á staðnum Red Piano í Las Vegas og stundum förum við á hana og fáum okkur síðan mat,“ sagði Brandon Flowers, söngvari The Killers. „Við erum miklir aðdáendur hans, raddarinnar og hæfileika hans til að semja frábær lög. Það hefur verið frábært að umgang- ast hann,“ sagði hann. „Við vorum að semja þetta jólalag og spurð- um hvort hann vildi ekki vera með. Hann samdi viðlagið, þannig að þetta var alvöru samstarf.“ Neil Tennant úr Pet Shop Boys söng einnig inn á lagið og átti þátt í textagerðinni. Jólalag með Elton John THE KILLERS Rokkararnir í The Killers hafa samið jólalag með Elton John. Rithöfundurinn Helgi Jean Claessen afhenti fyrir skömmu Heiðari Aust- mann, útvarpsmanni FM957, bók sína Kjammi - bara krútt sem þarf knús. Í henni gerir Helgi grín að hinu hressa FM-fólki og þunglyndislegum bókum Arnaldar Indriðasonar. Vel fór á með þeim Helga og Heiðari þrátt fyrir innihald bók- arinnar og kunni Heiðar honum bestu þakkir fyrir gjöfina. Svala, útvarpsstjóra FM957, finnst uppátæki Helga pínu- lítið broslegt. „Ég hef ekki lesið bókina en miðað við háðið í því að tala um þessa þunglyndislegu 101-lopapeysu- rottu sem sér lífið allt öðruvísi en sá síkáti þá finnst mér þetta bara fynd- ið,“ segir Svali. Helgi Jean vildi láta tvær andstæður mætast í bók sinni með því að blanda saman heimi FM957 og þunglyndinu í bókum Arnaldar. „Þarna eru ýkjurnar í báðar áttir. Hjá Arnaldi má aldrei neitt gott gerast en hjá FM má aldrei neitt vont gerast. Hjá FM myndi maður aldrei vita af því ef það væri eitthvað ástand í þjóðfélaginu,“ segir hann. Helgi og vinur hans Hjálmar Jóhanns- son gáfu fyrir síðustu jól út aðra ádeilu- bók, Konur eru aldrei hamingjusamar því þær eru með svo litlan heila. Þar gerðu þeir grín að bók Þorgríms Þráins- sonar, Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama? Sú ádeilubók seldist í um þrjú þúsund eintökum og verður fróðlegt að sjá hvort nýja bókin nær sömu vinsældum. - fb FM-hnakkar fá ádeilubók BÓKIN AFHENT Helgi Jean afhendir Heiðari Austmann bók sína Kjammi - bara krútt sem þarf knús. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ostur.is Rjómaostur er einstaklega mjúkur og auð- smyrjanlegur ferskostur. Hann er uppistaðan í ostakökum og krydduðu tegundirnar eru einkar ljúffengar með brauði og kexi. Rjómaostur hentar einnig sérlega vel til að bragðbæta súpur og sósur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.