Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 32
20 8. desember 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Rúmum 30 milljónum króna var úthlutað í 32. úthlutun Þjóðhátíðarsjóðs á dögunum. Tilgangur hans er að veita styrki til stofnana og annarra aðila, sem hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Alls barst 161 umsókn um styrki að fjárhæð 229 millj- ónir króna en 56 aðilar fengu styrk að þessu sinni að fjár- hæð samtals 30,4 milljónir króna. Eftirtaldir aðilar hlutu hæstu styrkina: Félag um endurreisn Lista- safns Samúels í Selárdal hlaut tvær milljónir króna til að gera fokhelt endurgert íbúð- arhús Samúels þar sem verð- ur íbúð og vinnuaðstaða fyrir lista- og fræðimenn ásamt lít- illi sölubúð. Stofnun Árna Magnússon- ar fékk 1,5 milljónir til að slá efni um 70.000 seðla með orðum úr kveðskaparmáli, inn í tölvu og leggja út á vef- inn. Ljósmyndasafn Íslands, Þjóðminjasafni, fékk 1,5 milljónir til að innskanna Ljós- og prentmyndasafn Þjóðminjasafns. Ljósmyndasafn Reykjavík- ur fékk milljón til að frum- skrá ljósmyndasafn Péturs Thomsen í sérstaka leitar- bæra tölvuskrá. Skriðuklaustursrannsókn- ir fengu milljón til að greina úr gögnum rannsóknarinn- ar á klausturgarði klaustur- kirkjunnar á Skriðuklaustri, á milli grafa úr kaþólskum og lútherskum sið. Nánar á www.sudurlandid. is. Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á aug- lysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Fyrsti togarinn sem Íslendingar eignuðust, Coot, strandaði þenn- an dag árið 1908 við Keilisnes á Vatnsleysuströnd. Coot var á leið til Hafnarfjarðar og hafði í togi skút- una Kópanes sem átti að fara í vetr- arlægi í Hafnar- firði. Á utanverð- um Hafnarfirði slitnaði tógið og festist í skrúfu Coots. Bæði skipin rak stjórnlaust undan veðri og straumi þar til þau strönduðu við Keilisnes. Coot (blesönd) hafði verið keyptur í ársbyrjun árið 1905 frá Bretlandi. Hann þarfnaðist viðgerð- ar og kom ekki til landsins fyrr en 6. mars 1905 og hóf svo veið- ar skömmu síðar. Rekstur skips- ins gekk erfiðlega fyrsta árið vegna bilana en síðan nokkuð vel. Um svipað leyti og Coot kom annar togari til landsins, Sea Gull að nafni. Hann átti líka við tíðar bilanir að stríða. Það sem háði báðum þessum togurum var að þeir voru gamlir og allt of litlir til veiða við Ísland árið um kring. Coot var 150 smálestir og Sea Gull 126 smálestir. ÞETTA GERÐIST: 8. DESEMBER 1908 Fyrsti togarinn á Íslandi strandar „Við vinnslu bókanna kom mest á óvart hversu gífurleg þensla varð í íslensku skólakerfi frá 1960 til 1980, þegar fjöl- mennir árgangar eftirstríðsáranna skil- uðu sér í skólana, um leið og efnahagur batnaði og æ fleiri sóttu um framhalds- menntun. Þá varð sannkölluð spreng- ing og álag á íslenska menntakerfið,“ segir Loftur Guttormsson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, sem ritstýrði nýútkomnu riti, Almenningsfræðsla á Íslandi 1880 til 2007, sem hefur verið til- nefnt til Íslensku bókmenntaverðlaun- anna. Ritið er í tveimur bindum, samið á vegum Kennaraháskóla Íslands í tilefni þess að öld er liðin frá því að fyrstu lög um fræðslu barna á Íslandi og um Kenn- araskóla í Reykjavík tóku gildi. „Eiginleg skyldufræðsla hófst hér mun seinna en á hinum Norðurlöndun- um. Íslendingar voru um hálfri til heilli öld á eftir í fræðslu í barnaskólum. Fram að því hafði verið stunduð heima- fræðsla, en víða í þéttbýli voru komnir upp skólar um aldamótin 1900.“ Fyrra bindið heitir Skólahald í bæ og sveit 1880-1945 og hið síðara Skóli fyrir alla 1946-2007. „Í því fyrra er áhersla á mismun skólahalds í sveit og bæjum, því munur á menntun barna var mik- ill. Fram til 1950 var lengd eiginlegr- ar skólakennslu ekki lengri en það sem nam einu skólaári; oftast tveir til þrír mánuðir á ári. Með lagabreytingu 1946 var reynt að jafna muninn, sem gerð- ist ekki fyrr en fast skólahús var risið undir starfsemina. Það gerðist víða ekki fyrr en heimavistarskólar komu til sögu milli 1950 til 1970.“ Í ljósi þessa er víst að margir sem hlutu sem samsvarar eins árs barna- skólamenntun starfa enn og við hlið kynslóða sem nú státa einni eða fleiri háskólagráðum. „Munurinn er sláandi, en eftir því sem leið á 20. öld nutu æ fleiri almennrar viðbótarfræðslu, fyrst í gagnfræðaskólum og síðar mennta- og fjölbrautaskólum. Mikil framhalds- menntun er ung á Íslandi, en efnahags- legar takmarkanir, eins og kreppan á 4. áratugnum, réðu því hve fáir gátu menntað sig áður. Þetta breyttist eftir stríð þegar fleiri gagnfræðaskólar voru komnir á legg og menntastigið hækk- aði,“ segir Loftur. „Óhætt er að segja að Íslendingar hafi sótt í að mennta sig, en illa hefur gengið að sannfæra þá um að verklegt nám standi jafnfætis hinu bóklega. Í ná- grannalöndunum þótti eðlilegt að menn sæktu verkkunnáttu í skóla meðan hér var viðhorf að menn þyrftu ekki á skóla- bekk til að verða sleipir á því sviði,“ segir Loftur sem endaði aldalanga upp- hafssögu íslenskrar skyldumenntunar í fyrra, þegar nýr kafli hófst eftir að ný lög fyrir skólakerfið voru samþykkt á Íslandi. „Íslendingar eru ágætir náms- menn og standa sig vel í samanburð- arkönnunum, þótt mismunandi sé eftir greinum.“ Menntamálaráðherra fékk afhent fyrsta eintak ritsins á föstudag. „Þetta er í fyrsta sinn sem til verður í bókar- formi yfirlit yfir þessa aldarlöngu skóla- sögu, en mikil vöntun hefur verið á slíku riti og kemur eflaust í góðar þarfir til framtíðar.“ thordis@frettabladid.is HÁSKÓLAÚTGÁFAN: GEFUR ÚT ALMENNINGSFRÆÐSLU Á ÍSLANDI 1880-2007 Íslendingar ágætir námsmenn HORFT YFIR FARINN VEG Loftur Guttormsson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, hefur undanfarin fjögur ár ritstýrt riti um upphaf og þróun almenningsfræðslu á Íslandi, sem spannar árin 1880-2007. Ritin geyma myndir og minningar um liðna tíð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON RITHÖFUNDURINN BJÖRN- STJERNE BJÖRNSON FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1832. „Almenningsálitið er afar ótryggur vinur.“ Björnstjerne Björnson var norskur rithöfundur sem fékk Nóbelsverðlaunin árið 1903. Hann samdi ljóðið við norska þjóðsönginn Ja, vi elsker dette landet. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Guðlaug Einarsdóttir Víghólastíg 14, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 28. nóvember, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 10. desember kl. 15.00. Sveinbjörn Björnsson Björn Már Sveinbjörnsson Einar Örn Sveinbjörnsson Guðrún Karlsdóttir Hólmfríður Frostadóttir Ísak Helgi Einarsson Þorvaldur Bragason Guðrún Jóhannsdóttir Birna Þorvaldsdóttir Bragi Þorvaldsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Björn Björnsson flugvirki, Hörðukór 1, Kópavogi, lést á Líknardeild Landspítalans laugardaginn 29. nóvember. Útförin verður frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 9. desember kl. 13.00. Sigþrúður Zóphóníasdóttir Sigrún Edda Björnsdóttir Axel Hallkell Jóhannesson Leifur Björn Björnsson Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir Oddný Anna Björnsdóttir Pálmi Einarsson Hlynur Ómar Björnsson Elísa Davíðsdóttir Lára Björg Björnsdóttir og barnabörn. Móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, Guðrún Zakaríasdóttir lést miðvikudaginn 3. desember á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi. Útförin fer fram frá Digranes- kirkju miðvikudaginn 10. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sunnuhlíðarsamtökin. Svavar Sölvason Leifur Örn Svavarsson Þrúður Arna Briem Svavarsdóttir Gunnar Örn Svavarsson Sigurður Sölvi Svavarsson Valborg Sigurðardóttir Sigrún Hrönn Hauksdóttir Ásgeir Jóel Jacobson og barnabarnabörn. Félag um endurreisn Listasafns Samúels í Selárdal hlaut tvær milljónir króna. Úthlutað úr Þjóðhátíðarsjóði MERKISATBURÐIR 1907 Gústav V. tekur við kon- ungsembætti í Svíþjóð. 1936 Listverslun er opnuð í Reykjavík og þykir það tíðindum sæta. Seld eru verk margra af þekktustu listamönnum bæjarins. 1941 Bandaríska þingið lýsir yfir stríði á hendur Japönum eftir árás þeirra á Pearl Harbor. 1971 Samkomulag er undirrit- að milli Íslands og Kína um stjórnmálasamband. Kínverjar opna sendiráð í Reykjavík árið eftir. 1980 John Lennon lætur lífið í skotárás. 1987 Samtök um sorg og sorg- arviðbrögð eru stofnuð. Samtökin nefnast nú Ný dögun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.