Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 6
6 8. desember 2008 MÁNUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is SPAUGILEG BÓK Í FÚLUSTU ALVÖRU www.skalholtsutgafan.is Á st a S . H a l l d ó r s d ót t i r Stoðtækjafræðingur Ríkulega myndskreyttar A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Axel Örn Ársælsson, sjónfræðingur hjá Optic Reykjavík í húsi Blindrafélags- ins, Hamrahlíð 17, hafði samband. „Mig langar að koma upplýsingum um gott verð hjá okkur á einnota dagslinsum á framfæri, fyrir þá fjölmörgu sem nota linsur. Þær heita Frequency 1day og eru frá Cooper Vision. Hjá okkur kostar hver pakki með þrjátíu linsum 2.490 kr. Ekki er krafist magnkaupa til að fá þetta góða verð. Ég hvet fólk til að gera verðsamanburð,“ skrifar Axel. Ég gerði verðsamanburð og hringdi í Lyfju. Þar fást Dailies-dagslinsur og kostar pakki með þrjátíu linsum 3.389 kr. Þeir sem nota dagslinsur þurfa að kaupa tvo pakka á mánuði. Því gætu sjónskertir sparað heilar 21.576 krónur á ári ef þeir færu úr Dailies-linsunum frá Lyfju yfir í Frequency 1day linsurnar frá Optic Reykjavík. Það munar um minna! Neytendur: Kjarabót fyrir sjónskertra Ódýrar dagslinsur LINSUR Gerið verðsamanburð! Ætlar þú á jólahlaðborð? Já 37,7% Nei 62,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér að gefa ætti út hvalkvóta? Segðu þína skoðun á vísir.is FANGELSISMÁL „Síbrotamenn eru hópur sem er mjög illa félagslega staddur, koma oft frá brotnum fjölskyldum og fá lítinn stuðning við að koma sér á beinu brautina. Þegar öllu er á botninn hvolft enda þeir oft sem utangarðsmenn í samfélaginu.“ Þetta segir Oddur Malmberg félagsfræðingur um niðurstöður rannsóknar sem hann vann að undanfarin ár meðal síbrota- manna í fangelsinu á Litla- Hrauni. Um var að ræða meistaraverk- efni hans í félagsvísindadeild Háskóla Íslands frá árinu 2007. Rannsóknin var í formi viðtala og byggir á reynsluheimi síbrota- mannsins. „Þátttakendur voru ellefu menn á aldrinum 25 til 50 ára sem voru að afplána sinn þriðja dóm, hið minnsta. Boltinn hefur oftar en ekki farið að rúlla eftir ógæfu- brautinni þegar þeir voru ungir að árum. Sumir hafa flosnað upp frá námi 13 eða 14 ára. Starfs- reynsla er engin. Þeirra nærsam- félag verður kannski miklu meira austur á Litla-Hrauni heldur en sem frjálsir menn úti í samfélag- inu. Þetta eru kannski menn sem hafa verið þarna tíu eða tólf sinn- um.“ Oddur segir að hafa beri í huga að miklar og jákvæðar breyting- ar hafa orðið á síðustu árum í mjög svo erfiðum málaflokki. - jss Rannsókn á síbrotamönnum sem dvalið hafa á Litla-Hrauni: Enda oft sem utangarðsmenn LITLA-HRAUN Nærsamfélag síbrota- manna verður í sumum tilvikum miklu meira á Hrauninu heldur en úti í samfélaginu. FÉLAGSMÁL Fulltrúaráð verkalýðs- félaganna í Reykjavík hefur veitt Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Umhyggja hefur boðið félags- mönnum sínum afnot af tveimur sumarhúsum í Vaðlaborgum við Eyjafjörð. Er styrkurinn ætlaður til að efla þennan þátt í starfsemi félagsins. Annað húsanna er með sérstökum búnaði fyrir fatlaða og hreyfihamlaða. Húsin eru aðeins í örfárra mínútna akstursfjarlægð frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Slíkt er lykilatriði fyrir langveik börn, sem geta þurft á bráðaaðstoð að halda. - jss Fulltrúaráð verkalýðsfélaga: Styrkir lang- veik börn REYKJANESBÆR Fólki gefst færi á að gista frítt á Hótel Keflavík gegn því að eiga viðskipti í verslunum í Reykjanesbæ. Sé verslað fyrir 16.800 krónur fæst gisting í tveggja manna herbergi og sé verslað fyrir 20.800 krónur fæst gisting í fjöl- skylduherbergi. „Við byrjuðum á þessu fyrir átta árum þegar erfiðleikar voru í versl- un og þjónustu í bænum og vildum þannig leggja okkar lóð á vogar- skálarnar til að snúa þróuninni við,“ segir Steinþór. Á þeim tíma var bar- lómur í fólki og mörg verslunar- pláss stóðu auð. „Með því að hvetja fólk til að koma til bæjarins og versla komum við því einnig á fram- færi við heimamenn að fyrst gestir vildu versla hér gætu þeir vel gert sín innkaup í heimabyggð.“ Síðan eru liðin átta ár og verslun og þjónusta í Reykjanesbæ hefur tekið stakkaskiptum. Hvað sem því líður hefur Steinþór haldið sínu striki. „Við höfum haldið þessu áfram enda reynst vel. Nú er enn mikilvægara en áður að styðja við samfélagið og að baki býr von um að brúnin lyftist á einhverjum. Bjartsýni og gleði er það sem við þurfum á að halda núna.“ Mikil og góð aðsókn hefur verið í fríu gistinguna og áætlar Steinþór að um átta hundruð manns hafi nýtt sér hana í gegnum árin. Frátekin eru tuttugu herbergi á sólarhring fyrir fólk í verslunarerindum. Brottfluttir Suðurnesjamenn og fólka alls staðar að af landinu koma til að versla. Uppátæki Steinþórs og hans fólks á hótelinu hefur hleypt lífi í versl- unina í bænum. Það staðfesta kaup- menn. Auk smærri hluta hafa sumir gestanna haldið heim á leið með bíla og húsgögn. En hvað fær mann í viðskiptum til að gefa þjónustu sína? Steinþór viðurkennir í kerskni að líklega sé hann eini hótelstjórinn í heiminum sem detti svona vitleysa í hug. „Það segir sig reyndar sjálft að það er ekki sniðugt að reka hótel í bæ sem ekki er í blóma.“ Og skyldi einhver halda að hann fái ekki eitthvað fyrir sinn snúð er sá hinn sami leiddur í allan sann- leikann hér með. Laun hótelhaldar- ans af uppátækinu felast í ham- ingju. „Það veitir mér og starfs fólkinu ánægju að fá þakk- læti frá þeim sem koma. Og von- andi kunna kaupmennirnir að meta þetta líka. Því fylgir mikil hamingja að gefa til samfélagsins.“ bjorn@frettabladid.is Keflvískur hótelstjóri gefur fólki gistingu Áttunda árið í röð býður Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík fólki að dvelja frítt á hótelinu í desember. Átta hundruð manns hafa nýtt sér kostakjörin. STEINÞÓR JÓNSSON hefur látið mörg samfélagsmál í Reykjanesbæ til sín taka. Hann fór fyrir hópi sem krafðist tvöföldunar Reykjanesbrautarinnar og átti ríkan þátt í að árleg ljósanæturhátíð er haldin í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÉLAGSMÁL Jólakort Barnaheilla eru komin í sölu en með kaupum á kortunum er stutt við starf í þágu barna á Íslandi og erlendis. Barnaheill stefna að því, á fyrrihluta næsta árs, að opna upplýs- inga- og stuðningslínu fyrir börn og unglinga á aldrinum 7 til 18 ára. Síma og netsvörun verður á íslensku og tungumálum fjöl- mennustu innflytjendahópanna á Íslandi. Mistök urðu við gerð greiðsluseðla sem send voru nýlega. Lendi greiðendur í vandræðum er kennitala Barna- heilla 521089-1059 og réttur gjalddagi er 151208. - ovd Jólakort Barnaheilla: Stutt við starf í þágu barna JÓLAKORTIÐ KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.