Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 8. desember 2008 25 Jada Pinkett Smith segir að bæði börnin hennar, Willow, átta ára, og Jaden, tíu ára, séu fjárhagslega sjálfstæð. Willow og Jaden eru farin að hafa tekjur af því að leika í kvik- myndum og hafa bæði leikið á móti föður sínum, Will Smith, en Willow lék með honum í myndinni I Am Legend og talaði inn á teikni- myndina Madag- ascar 2. Í viðtali við breska dagblaðið Daily Mirr or sagði Jada að börnin þyrftu að borga sjálf fyrir það sem þau langar í, þannig öðlist þau ábyrgðartilfinningu. „Ég er eins og bankinn þeirra og þegar þau vilja taka út þurfa þau að koma til mín og skrifa upp á það,“ segir Jada. Börnin þéna pening sjálf TAKA ÚT HJÁ MÖMMU Jada Pinkett segist vera eins og banki fyrir börnin sín og leyfir þeim að taka út eigin peninga ef þau skrifa upp á það. Blazerjakkar voru mjög áberandi á tískuvik- um stórborganna í haust þegar vor- og sum- artíska ársins 2009 var sýnd. Það vakti athygli hvað sumir jakkarnir voru karl- mannlegir, í stærra lagi og margir hverjir með uppbrettar ermar, enda ganga þeir gjarnan undir nafninu „boyfriend jack- ets“ eða „kærastajakkar“. Síddin getur verið mismunandi, en það borgar sig þó að ganga úr skugga um að axlir og ermar sitji rétt áður en jakk- anum er stolið frá kærastanum. - ag Blazerjakki af kærastanum SILFRAÐUR Rag & Bone vakti athygli fyrir þennan silfraða blazerjakka í New York í haust, en leikkonan Charlize Theron klæddist slíkum jakka í afmæli Fashion Rocks. NORDICPHOTOS/GETTY STÓR Blazerjakkarnir mega gjarnan vera stórir svo lengi sem axlirnar sitja rétt, líkt og á þess- um flotta gráa jakka frá Donnu Karan. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 08. desember ➜ Tónleikar 20.30 Jólatónleikar verða haldnir í Dóm- kirkjunni í Reykjvík. Fram koma Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran, Sólveig Samúelsdóttir mezzósópran, Jón Svavar Jósefsson baritón og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó. ➜ Leiklist Rétta leiðin Barna- og unglingaleikhús- ið Borgarbörn sýnir jólasöngleik í Iðnó. Í dag verða sýndar tvær sýningar sú fyrri kl. 9 en hin seinni 10.30. ➜ Dans 20.00 Tangóævintýrafélagið stendur fyrir tangókvöldi á 22, Laugavegi 22, II hæð, þar sem boðið verður upp á ókeypis kennslu í argentínskum tangó. Allir velkomnir. ➜ Bækur 12.15 Kynningar á nýjum bókum í hádeginu, 8-11. desember í Þjóðmenn- ingarhúsinu við Hverfisgötu. Í dag kynnir Úlfar Þormóðsson bók sína Hallgrímur. ➜ Uppákomur 12.34 Lifandi jóladagatal í Norræna húsinu við Sturlugötu. Í dag verður opnaður áttundi glugginn. Í gær var Hallgrímur Helgason í glugganum. Hver skyldi vera þar í dag? ➜ Uppboð 18.00 Listmunauppboð verður í Gall- erí Fold við Rauðarárstíg. Boðin verða upp fjölmörg verk, meðal annars verk eftir gömlu meistarana. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Ný fatalína Victoriu Beckham virðist ætla að slá í gegn ef marka má fyrstu sölutölur, en kjólarnir seldust nánast upp í Selfridges. Samkvæmt heimildum The Guardi- an voru aðeins þrír kjólar eftir í versluninni á fyrsta söludegi. Fyrsta upplag línunnar innihélt 400 kjóla, en þar af fékk Selfridges 58 stykki. Viðskiptavinir virtust ekki veigra sér við því að reiða fram rúmlega þúsund pund fyrir hvern kjól. Kryddpían fyrrverandi viður- kenndi nýverið að hún hefði aldrei verið mikil söngkona, en hefði aftur á móti gott auga fyrir tísku. Hönnun Vict- oriu vinsæl Ron Howard, leikstjóri kvik- myndarinnar Frost/Nixon, segir að honum hafi fundist Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkja- forseti, hafa svikið sig eftir að Watergate-hneykslið kom upp. Myndin fjallar um röð viðtala sem breski sjónvarpsmaðurinn David Frost tók við Nixon árið 1977 þar sem Nixon viðurkenndi að hann hefði hugsanlega brotið lögin í Watergate-hneykslinu. „Ég hlustaði á viðtölin, ekki sem hatursmaður Nixons heldur leið mér eins og ég hefði verið særður vegna Watergate og svikinn sem Bandaríkjamaður,“ sagði Howard. Nixon sveik Howard Bifreiðastjórinn Smári Þ. Ingvars- son er einn af Íslandsmeisturun- um í jólaskreytingum utanhúss. Húsið hans í Urriðakvíslinni er fagurlega skreytt um hver jól og hann hefur farið árum saman til Flórída á haustin til að kaupa inn nýjar jólaskreytingar. „Vitanlega keypti maður minna en vanalega, enda gengið virki- lega óhagstætt núna,“ segir Smári, sem er nýkominn heim úr síðustu ferð. „Það er meira en helmings hækkun á öllu síðan í fyrra svo maður var á bremsunni.“ Ferðin var góð engu að síður og í Flórída er jólastemningin brostin á. „Það var verið að spila jólalögin á fullu í öllum búðum og maður komst í jólaskap þótt það væri brakandi sól. Ég sagði við konuna að það væri nú munur ef maður gæti verið í stuttermabol og stutt- buxum að hengja upp jólaljósin, en ekki kuldagalla. En það er nú auðvitað stemning í því líka, sér- staklega ef það er snjór.“ Ljósadýrðin hjá Smára vekur jafnan mikla athygli og fólk gerir sér ferð til að hringsóla fram hjá húsinu. „Ég tók eftir nokkrum sem keyrðu fram hjá á laugardaginn en þeir gripu í tómt því ég kveikti ekki fyrr en kl. 16 á sunnudaginn, fyrsta í aðventu. Uppsetningin á skrautinu klárast eiginlega aldrei. Maður er að breyta og bæta alveg til jóla. Mín regla er fyrst og fremst að þetta sé fallegt, þetta er ekki spurning um magn.“ Smári segist ekki merkja minni jólaljósagleði á landsmönnum í ár þrátt fyrir skugga kreppunnar. „Nei, alls ekki, ég held að fólk muni skreyta mikið. Enda veitir ekki af að lífga upp á skammdeg- ið, nú sem aldrei fyrr. Ég ætla að minnsta kosti ekki að láta mitt eftir liggja.“ - drg Jólaljósadýrð í kreppuskugga Dagatal Eimskips fyrir árið 2009 er komið út. Dagatal Eimskips hefur í áraraðir skipað ákveðinn sess í hugum landsmanna, og er þetta í 80. skiptið sem félagið gefur út sitt eigið dagatal. Ljósmyndirnar í ár tók Ragnar Axelsson (RAX) ljósmyndari. Við hjá Eimskip erum stolt af dagatalinu okkar. Fyrir útgáfu dagatalsins fyrir árið 2009 var ákveðið að myndirnar yrðu af fossum landsins, en félagið hefur frá stofnun þess árið 1914 nefnt skip sín eftir þeim. Dagatal Eimskips fyrir árið 2009 fæst nú afhent frítt á skrifstofum félagsins. DAGATAL 2009 P IP A R • S ÍA • 8 2 3 1 0 BREYTIR OG BÆTIR TIL JÓLA Smári Þ. Ingvarsson í ljósadýrðinni í Urriðakvísl. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SÍÐUR Jakkar líkt og þessi svarti frá DKNY eiga eflaust eftir að vera vinsælir, hann er tiltölulega stór, síður og og brett upp á ermarnar. KLASSÍSKUR Dökkgrár, klassískur blazerjakki frá Rag & Bone sem var sýndur á Mercedes-Benz tískuvikunni í New York.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.