Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 18
18 8. desember 2008 MÁNUDAGUR UMRÆÐAN Sverrir Sverrisson skrifar um leikskóla Það er fátt sem virðist ganga með eðlilegum hætti þessa dagana. Bankar fallnir, fyrirtæki riða til falls og atvinnuleysi og fjöldagjaldþrot blasa við. Hver höndin upp á móti annarri og ásak- anir og dylgjur fljúga um allt. Þau verða ófá fórnalömb þess- ara hamfara sem nú ríða yfir. Ef ekkert verður að gert er allt eins víst að þjóðin verði mörg ár að jafna sig eftir fjármálakreppuna miklu veturinn 2008-09. Ég vil með þessari grein beina sjónum að þeim sem óneitanlega eiga eftir að finna fyrir kreppunni, þótt á annan hátt verði – nefnilega börnin okkar. Því á erfiðum tímum er mikilvægast að huga að þeim sem eru berskjölduðust fyrir áhrifum þessara óvissu tíma. Það er skylda okkar að tryggja að börnin okkar verði ekki fórn- arlömb þess darraðar- dans sem nú ríkir. Á undanförnum árum hafa leikskólarn- ir í landinu tekið stór- tækum breytingum. Þeir hafa þróast úr gæsluvöllum þar sem börnin dvöldu að jafn- aði í fjóra tíma á dag, oftast ekki lengur en einn til tvo vetur. Þar var eini fagmenntaði kennarinn oftast forstöðukonan. Nú er hins vegar algengt að börn byrji á leikskóla um átján mánaða gömul og að þau séu þar í nær tíu tíma á dag í allt að fjögur ár. Þetta þýðir í raun að leikskól- inn hefur tekið að sér að gæta barnanna okkar lungann úr mikil- vægasta mótunartíma ævi þeirra. Þar starfar nú orðið fjöldi vel- menntaðra kennara sem kenna börnunum m.a. félagsfærni og samvinnu og efla með því ýmsa þroskaþætti þeirra, s.s. mál-, hreyfi- og félags- þroska, svo eitthvað sé nefnt. Til þess að tryggja gott skólastarf í leik- skólanum þurfum við á öllu okkar hæfasta fólki að halda. Það þarf að búa svo vel um hnútana að tryggt sé að sem bestur aðbúnaður sé ávallt fyrir hendi. Að þessu hefur verið unnið ötullega undanfarin ár. Með aukinni menntun leikskólakenn- ara og endurskoðun á lögum um leikskóla hefur mikilvægi leik- skólans sem fyrsta skólastigs verið viðurkennt og fest í sessi. Árangri uppbyggingar undan- farinna ára má ekki fórna í augna- bliks glundroða og fljótfærni. Nú er lag að styðja vel við leikskólann og huga að mikilvægi hans sem skjóli barna okkar fyrir áhrifum þeirra hremminga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Við þurfum á leikskólanum að halda þegar fólk missir vinnuna og áhyggjur af peningamálum hrannast upp. Þá er mikilvægt að fólk finni að það geti átt skjól fyrir börnin sín í leik- skólanum. Skjól, þar sem börnin geta komið og dvalið í umhverfi þar sem hugað er að tilfinninga- legu öryggi þeirra, skjól þar sem þau fá tækifæri til að vera börn í friði fyrir krepputali hinna full- orðnu, þar sem ríkir friður fyrir börnin til að læra, örugg í umhverfi sínu. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin læra að umgang- ast félagana af umburðalyndi og virðingu. Leikskólinn á að vera staður þar sem allir eru jafnir óháð uppruna eða efnahag. Það verður aðeins tryggt með hæfum kennurum sem starfa í þeirri full- vissu og stolti að þeirra mikilvæga starf sé metið að verðleikum, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að standa saman um laun kennara. Hvar í skólakerfinu sem þeir starfa og tryggja að launin séu með þeim hætti að í kennslu- störfin raðist okkar hæfasta fólk. Fólk sem er tilbúið að gera kennslu og umönnun barna að ævistarfi sínu. Höfundur er leikskólakennari. Mikilvægi leikskólans á umbrotatímum UMRÆÐAN Björgvin Guðmundsson skrif- ar um bankastarfsemi Einkavæðing bankanna mis-tókst. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans til einkaaðila var algert klúður. Í fyrstu var ákveðið að hafa dreifða eignaraðild að einkavæddu bönkunum og að eng- inn mætti eiga meira en 3-5% eign- arhlut. En eftir að Björgólfur Guð- mundsson talaði við þáverandi forsætisráðherra var horfið frá þessu markmiði og samþykkt að Björgólfur, ásamt syni sínum og þriðja aðila, mætti kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. Við þessa ákvörðun var gengið fram hjá einkavæðingarnefnd. Margir telja að Landsbankinn hafi verið seldur á alltof lágu verði. Eftir að þetta hafði verið ákveðið eða samhliða var ákveðið að hópur fyrrum Sam- bandsmanna mætti kaupa Búnað- arbankann. Fengu þeir m.a. lán í Landsbankanum til þess að geta keypt bankann. Þessir tveir bankar voru m.ö.o. seldir einkavinum stjórnarflokkanna. Í því fólst klúðr- ið. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að bankarnir hafi verið afhentir mönnum, sem ekki kunnu að reka banka. Hann segir að það hefði átt að selja bankana kunn- áttumönnum, fagmönnum. Eitt er víst að þessir aðilar sem keyptu bankana settu þá í þrot vegna óvarkárni við rekstur bankanna. Þeir tóku alltof mikil erlend lán, voru óvarkárir. Þeir byggðu á því að geta tekið ný og ný erlend lán til þess að greiða eldri lán og þegar lánalínur lokuðust erlendis fóru þeir í þrot. Nú eru stóru einkabankarnir þrír allir komnir í eigu ríkisins á ný. En þó ekki hafi verið svo nema í nokkrar vikur er samt strax farið að ræða um að selja bankana til einkaaðila! Hafa menn ekkert lært? Eru ekki vítin til þess að varast þau? Ég tel bankana best komna í höndum ríkisins. Ef bankarnir hefðu hald- ist í höndum ríkisins og engin einkavæðing hefði átt sér stað hefðu þeir ekki komist í þrot. Ríkisbankarnir voru ekki í fjárfestingum erlendis og gífurlegum lántökum ytra til þess að fjár- magna fjárfestinguna. En það var þessi fjárfesting erlendis og gífur- legar lántökur, sem settu bankana á hausinn. Ég tel, að ríkið eigi að reka bank- ana og fara varlega í allar breyt- ingar. Það kæmi til greina síðar, að leyfa lífeyrissjóðunum að kaupa hlut í bönkunum. En ég er andvíg- ur því að hleypa erlendum aðilum inn í bankana. Bankar hafa unn- vörpum orðið gjaldþrota erlendis ekki síður en hér og það er engin trygging fyrir öruggum rekstri að fá útlendinga inn í bankana. Markmið einkabankanna að braska og græða. Meðan bankarnir eru í höndum ríkisins, þjóðarinnar, er markmiðið með rekstri þeirra að þjóna viðskiptavinum vel, einstaklingum og fyrir- tækjum. Í höndum einkaaðila er markmið- ið að græða sem mest á rekstrinum. Vaxtamun- ur jókst við einkavæð- inguna, þjónustugjöld voru hækkuð og bank- arnir fóru út í alls konar verðbréfabrask og fjárfestingarbrask, sem að lokum varð þeim að falli. Það var orðið meira atriði hjá einkabönkunum að kaupa og selja fyrirtæki en að þjóna við- skiptaaðilum sínum. Bankarnir sýndu stórar tölur yfir gróða af þessu braski en þetta var pappírs- gróði, sem lítið var á bak við. Almenningur var öruggur með sparifé sitt í ríkisbönkunum. En margir hafa tapað stórfé á því að geyma sparifé sitt í ýmsum sér- sjóðum, sem sparifjáreigendur voru lokkaðir inn í hjá einkabönk- unum. Eldra fólk sem sagði nei takk við peningamarkaðssjóðum og öðrum sérsjóðum einkabank- anna og hélt sig við gömlu spari- sjóðsbókina slapp við tap og áföll. Um leið og einkaaðilum er hleypt inn í ríkisbankana byrjar þessi leikur á ný. Þá verður aftur farið að gylla fyrir sparisjóðseigendum alls konar kostaboð, hærri vexti á sér- reikningum, sem sagði eru án áhættu en svo er ekki. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra var að segja, að til greina kæmi að hleypa erlendum aðilum inn í ríkisbankana. Ég er andvígur því. Ég tel, að ríkið eigi að eiga og reka bankana næstu árin. Þeir eru best komnir í hönd- um þjóðarinnar. Höfundur er viðskiptafræðingur. Þjóðin á að eiga bankana UMRÆÐAN Einar Gunnar Birg- isson skrifar um Evrópumál Það er ljóst að Ísland sækir um aðild að ESB við fyrsta tæki- færi. Þetta vita allir, bæði við, ESB og Bret- ar. ESB er eina lausn- in úr þessu fyrir okkur, en við verðum að vara okkur mjög á Bretum. Þeir munu vísast vinna gegn okkur bak við tjöldin og gera okkur lífið leitt. Það er augljóst að við getum ekki sæst við Breta fyrr enn Gordon Brown fer frá völdum. Við megum ekki vanmeta Breta. Við þurfum strax að byrja að kynna málstað okkar og reyna að sannfæra aðrar ESB-þjóðir um að Bretar stunduðu efna- hagsleg hryðjuverk gegn okkur. Við þurfum að meta tjón okkar vegna framgöngu Breta og útbúa greinargerð um þau mál og senda hana öðrum ESB-þjóðum. Síðan sendum við Bretum reikn- inginn fyrir tjóninu. Ef þeir borga ekki eða semja þá lög- sækjum við þá. Að hika er sama og að tapa og linkind hefnir sín. Hún hefnir sín alltaf. Við þurfum að sýna ESB að við séum stolt og hörð í horn að taka. Ríkisstjórnin vogar sér ekki að falla frá kröfum á hend- ur Bretum vegna tjóns sem þeir hafa unnið okkur. Við erum þegar aðhlátursefni um allan heim fyrir að geta ekki losað okkur við Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. Við verðum enn meira aðhlátursefni ef við föll- um frá kröfum á hend- ur Bretum. Niðurlæg- ingin næði áður óþekktum hæðum. Það er líka niður- læging fyrir þjóðina að forsætisráðherra tekur Davíð Oddsson fram yfir þjóð sína. Algjör skömm og hneisa og alveg óþol- andi. Við erum ösku- reið. Davíð á mikla sök á atburðarásinni síðustu vikurnar en ekki þar á undan. Raunverulega ábyrgð á hruninu ber forsætis- ráðherra. Hann er stjórnandinn, hann vissi hvert stefndi og nú gerir hann fátt annað en að telja okkur trú um að hann sé alveg blásaklaus af ástandinu. Það vantar bara geislabauginn. Sá maður ber mesta ábyrgð af öllum. Forsætisráðherra á að axla ábyrgðina og segja af sér. Hann er rúinn trausti. Þorgerð- ur Katrín getur tekið við emb- ættinu. Höfundur er áhugamaður um stjórnmál. ESB, Bretar og við SVERRIR SVERRISSON BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON EINAR GUNNAR BIRGISSON Leikskólinn hefur tekið að sér að gæta barn- anna okkar lungann úr mikilvægasta mótunar- tíma ævi þeirra. Ég tel, að ríkið eigi að reka bankana og fara varlega í allar breyting- ar. Það kæmi til greina síðar að leyfa lífeyrissjóð- unum að kaupa hlut í bönkunum. Síðan sendum við Bretum reikninginn fyrir tjóninu. Ef þeir borga ekki eða semja þá lögsækjum við þá. Að hika er sama og tapa og linkind hefnir sín. Hún hefnir sín alltaf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.