Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 40
28 8. desember 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Reykjavíkurstórveldin Fram og Valur hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og í kvöld verður allt lagt undir þegar liðin mætast í átta liða úrslitum Eimskipsbikars karla í Framhúsinu í Safamýri kl. 19.30. Vals- arar eru núverandi Eimskipsbikarmeistarar eftir sigur á Frömurum í úrslitaleik snemma á þessu ári en liðin mættust nú síðast í N1-deild- inni fyrir helgi og þá sauð upp úr í miklum baráttuleik þar sem Framarar fóru með sigur af hólmi. „Við spiluðum ágætlega á fimmtudaginn en eigum alveg helling inni og erum langt frá því að vera saddir eftir þann sigur,“ segir skyttan Rúnar Kárason hjá Fram sem fékk að líta rauða spjaldið. „Rauðu spjöldin eru sjaldséð hjá mér og ekki oft sem ég missi stjórn á skapi mínu. Þessir leikir gegn Val eru alltaf sérstakir og það er mikil saga þarna á bak við og mikið gengið á undanfarin tvö til þrjú ár. Það er stríð inni á vellinum en allir vinir utan vallar. Vals- menn hafa farið illa með okkur í bikarnum en núna ætlum við að vera þeir sem rústa leiknum,“ segir Rúnar ákveðinn. Valsmenn eiga í þó nokkrum meiðslavandræðum þar sem Baldvin Þorsteinsson og Sigurður Eggertsson missa að öllum líkindum af leiknum og það er vissulega skarð fyrir skildi. Skyttan Elvar Friðriks- son hjá Val segir Hlíðarendapilta þó hvergi bangna og að maður komi í manns stað. „Það er slæmt að missa jafn mikilvæga leikmenn og Baldvin og Sigga en þá reynir bara á breidd- ina og aðrir menn verða að stíga upp. Þetta verður hörkuleikur og það er mikil tilhlökkun hjá okkur að mæta í Framhúsið. Þetta er náttúrulega bikarinn þannig að ég held að tapleikurinn á fimmtudaginn eigi ekkert eftir að sitja í mönnum, þetta er allt önnur keppni og snýst um það hvort liðið vill þetta meira. Við verðum bara að keyra þetta áfram á skapinu og leikgleðinni,“ segir Elvar. SKYTTURNAR RÚNAR OG ELVAR: VERÐA Í ELDLÍNUNNI ÞEGAR ERKIFJENDURNIR FRAM OG VALUR MÆTAST Í DAG Stríð inni á vellinum en allir vinir utan vallar > Bikarslagur á Selfossi N1-deildarlið Stjörnunnar heimsækir 1. deildarlið Selfoss í átta liða úrslitum Eimskipsbikars karla í handbolta í kvöld kl. 19.30. Selfoss er í toppbaráttu 1. deildar og er því til alls líklegt en Stjörnunni hefur ekki gengið sem skyldi í N1-deildinni til þessa í vetur og er í næstneðsta sætinu. Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í Stjörnunni sýndu þó á dögunum svo eftir var tekið að þeir eiga gríðar- lega mikið inni þegar þeir skelltu spútnikliði Akureyrar í Mýrinni, 27-20. Enska úrvalsdeildin WBA-Portsmouth 1-1 1-0 Jonathan Greening (39.), 1-1 Peter Crouch (58.). Hermann Hreiðarsson sat á varamanna bekk Portsmouth og fékk ekki tækifæri. Everton-Aston Villa 2-3 0-1 Steve Sidwell (1.), 1-1 Joleon Lescott (30.), 1-2 Ashley Young (54.), 2-2 Joleon Lescott (90.+2.), 2-3 Ashley Young (90.+3.). STAÐAN Í DEILDINNI Liverpool 16 11 4 1 24-9 37 Chelsea 16 11 3 2 35-6 36 Man. Utd 15 9 4 2 27-10 31 Arsenal 16 9 2 5 28-19 29 Aston Villa 16 8 4 4 25-18 28 Hull City 16 7 5 4 24-25 26 Portsmouth 16 6 5 5 19-23 23 Everton 16 6 4 6 22-25 22 Fulham 15 5 5 5 13-12 20 Bolton 16 6 2 8 18-19 20 Wigan 16 5 4 7 18-20 19 M‘brough 16 5 4 7 16-23 19 Stoke City 16 5 4 7 17-27 19 Man. City 16 5 3 8 30-24 18 West Ham 15 5 3 7 17-22 18 Newcastle 16 3 7 6 19-24 16 Tottenham 15 4 3 8 17-21 15 Sunderland 16 4 3 9 13-25 15 Blackburn 16 3 4 9 17-31 13 WBA 16 3 3 10 12-28 12 Spænska úrvalsdeildin Real Madrid-Sevilla 3-4 0-1 Adriano Correia (3.), 1-1 Raúl (19.), 1-2 Romaric (22.), 1-3 Frederic Kanoute (38.), 2-3 Higuain, 3-3 Gago (69.), 3-4 Dirnei Renato (85.). Ítalska úrvalsdeildin AC Milan-Catania 1-0 1-0 Kaka (65.). Lecce-Juventus 1-2 0-1 Sebastian Giovinco (56.), 1-1 Danile Cacia (84.), 1-2 Amauri (89.). Reggina-Bologna 2-2 1-0 Bernardo Corradi (39.), 1-1 Francesco Valiani (52.), 2-1 Edgar Barreto (56.), 2-2 Marco Di Vaio (60.). Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Reggina. Hollenska úrvalsdeildin Willem-Heerenveen 1-3 Arnór Smárason var í byrjunarliði Heerenveen og skoraði fyrsta mark leiksins á 45. mínútu. Danska úrvalsdeildin Sonderjyske-Midtjylland 1-1 Sölvi Ottesen lék allan leikinn fyrir Sonderjyske. Velje-Esbjerg 1-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn fyrir Esbjerg. ÚRSLIT Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Kynntu þér tæmandi lista yfir ferðir á leiki á www.expressferdir.is F í t o n / S Í A Boltinn er hjá okkur! 27. – 29. desember Arsenal Portsmouth Verð á mann: 48.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og Club level-miði á leikinn. TILBO Ð 19. – 21. desember West Ham Aston Villa Verð á mann: 39.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og miði á leikinn. TILB OÐ FÓTBOLTI Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem Aston Villa vann Everton en WBA og Portsmouth gerðu jafn- tefli. Aston Villa fékk sannkallaða draumabyrjun gegn Everton í gær en Steven Sidwell skoraði með langskoti strax á fyrstu mínútu leiksins. Everton spilaði vel og verð- skuldaði jöfnunarmark eftir hálf- tímaleik en þar var varnarmaður- inn sókndjarfi Joleon Lescott á ferðinni. Staðan var enn jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks en Marou- ane Fellaini var í tvígang nálægt því að skora fyrir Everton. Snemma í seinni hálfleik gerði Phil Jagielka sig sekan um slæm varnarmistök þegar hann átti slaka sendingu sem Ashley Young komst inn í og skoraði annað mark Aston Villa. Dramatískar lokamínútur Everton sótti stíft til þess að jafna leikinn og loksins í uppbótartíma náði Lescott að skora aftur fyrir Everton og leikmenn liðsins gjör- samlega töpuðu sér í fagnaðarlát- unum. Þeir voru varla hættir að fagna þegar Young skoraði sigur- markið, 2-3, með góðu skoti nokkr- um sekúndum síðar og hlátur leik- manna Everton breyttist í grátur. „Þetta var ótrúlegur endir á leiknum og ég gæti ekki verið ánægðari. Young sýndi að hann er í heimsklassa og er frábær. Ég er nánast orðlaus af gleði,“ segir Martin O‘Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa í leikslok. Starfsbróðir hans hjá Everton, David Moyes, var vitanlega svekktur með tapið. „Ég hélt að dómarinn myndi flauta leikinn af eftir að við jöfn- uðum en svo skora þeir sigur- markið. Svona getur náttúrulega gerst og við sofnuðum á verðinum en það var ekki meginástæðan fyrir að við töpuðum leiknum því við fengum mikið af marktæki- færum sem við hefðum átt að nýta betur. Ég ætla þó ekkert að taka af leikmönnum mínum því þeir spil- uðu mjög vel í leiknum,“ segir Moyes. Með sigrinum náði Aston Villa að fylgja toppliðunum fast eftir en liðið er nú aðeins stigi á eftir Ars- enal sem er í fjórða sætinu. Hermann á bekknum WBA og Portsmouth skildu jöfn 1- 1 á Hawthorns-leikvanginum í gær. Jonathan Greening kom WBA yfir á 39. mínútu þegar hann náði frákastinu eftir að aukaspyrna Chris Brunt hafði farið í stöng. Peter Crouch jafnaði svo leikinn á 58. mínútu með glæsilegu lang- skoti og þar við sat. Hermann Hreiðarsson fékk enn eina ferðina að verma varamanna- bekk Portsmouth og kom ekkert við sögu í leiknum en fastlega er búist við því að landsliðsfyrirlið- inn yfirgefi herbúðir Portsmouth í janúar og er hann meðal annars orðaður við WBA. Jafnteflið þýðir að WBA er áfram í botnsæti deildarinnar en Portsmouth er í sjöunda sæti. omar@frettabladid.is Dramatík á Goodison Park Aston Villa hirti öll stigin með 2-3 sigri á Everton á Goodison Park í gær en sigurmark Ashleys Young kom í uppbótartíma. Þá gerðu WBA og Portsmouth jafntefli, 1-1, en Hermann Hreiðarsson sat allan leikinn á varamannabekknum. SÆTUR SIGUR Leikmenn Aston Villa höfðu ærna ástæðu til þess að fagna þegar þeir skoruðu sigurmarkið, 2-3, í uppbótartíma á Goodison Park í gær eftir að heimamenn í Everton voru búnir að jafna metin aðeins sekúndum áður. NORDIC PHOTOS/AFP HANDBOLTI Hafnfirðingurinn Logi Geirsson sendi sínum gömlu liðsfélögum í FH góða strauma í gær þegar hann varð markahæst- ur með sjö mörk í 30-29 sigri Lemgo á Flensburg í þýska handboltanum. Logi var heitur á vítalínunni og skoraði fimm af mörkum sínum þar úr fimm skotum en hin tvö mörkin á lokakafla leiksins þar sem hann kom Lemgo yfir 22-21 og þegar hann jafnaði leikinn 28- 28 þegar tvær og hálf mínúta var eftir. - óþ Þýski handboltinn: Logi var heitur LOGI Var markahæstur í sigri Lemgo í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Skagamaðurinn ungi Arnór Smárason fékk tækifæri í byrjunarliði Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni í gær og var meðal markaskorara í 1-3 sigri liðsins gegn Willem II. Arnór hefur verið að koma meira og meira inn í myndina hjá Heerenveen á þessarri leiktíð en hann skoraði fyrsta mark leiksins á 45. mínútu. Frank Demouge jafnaði fyrir Willem II á 65. mínútu áður en Christian Grindheim og Mika Vavrynen bættu við mörkum fyrir Heerenveen sem skaust með sigrinum upp fyrir Willem II og er sem stendur í sjöunda sæti eftir fjórtán umferðir, níu stigum á eftir toppliði AZ Alkmaar. - óþ Hollenska úrvalsdeildin: Arnór nýtti tækifærið vel FÓTBOLTI Sevilla vann Real Madr- id í miklum markaleik í gærkvöld og skaust upp í fjórða sæti deild- arinnar. Adriano Correia kom Sevilla yfir strax á 3. mínútu á Santiago Bernabeau-leikvanginum í gær eftir góðan undirbúning Jesus Navas en Raúl jafnaði metin fyrir Real með góðu skallamarki á 19. mínútu. Romaric kom Sevilla yfir á ný aðeins þremur mínútum síðar og aftur var það Navas sem var arki- tektinn. Frederic Kanoute skor- aði svo þriðja mark Sevilla með hnitmiðuðu skoti af stuttu færi. Staðan var 1-3 í hálfleik og varn- arleikur Real Madrid í molum. Leikmenn Sevilla færðu sig aftar á völlinn í síðari hálfleik og það kann oft ekki góðri lukku að stýra gegn Madridingum. Gonzalo Higuain hleypti spennu í leikinn með frábæru marki á 67. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar náði Fernando Gago að jafna metin með skallamarki. Arjen Robben átti góða rispu þegar um stundarfjórðungur lifði leiks en skot hans var varið í stöng. Higuain átti svo skot í slá á 77. mínútu en á sömu mínútu fékk Robben sitt annað gula spjald og þar með rautt og Madridingar skyndilega orðnir manni færri. Brottvísunin hleypti krafti í Sevilla sem setti meiri kraft í sóknarleikinn og það skilaði sér því Dirnei Renato skoraði sigur- mark leiksins, 3-4, með skalla á 85. mínútu eftir sendingu Kan- oute en dekkunin hjá vörn Madr- idinga var þá til háborinnar skammar. - óþ Sevilla vann Real Madrid í skemmtilegum fótboltaleik á Santiago Bernabeau: Sevilla sótti þrjú stig í Madrid FÖGNUÐUR Leikmenn Sevilla sóttu þrjú stig á Santiago Bernabeu-leikvang- inn í gær í miklum markaleik. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.