Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 20
Svart og silfur hafa verið áberandi litir í jólaskreyt- ingum landsmanna hin síðari ár. Þessir góðæris- litir virðast nú vera að víkja fyrir hinum klass- ísku jólalitum, rauðu og grænu. Því er um að gera að kafa dýpra ofan í jólaskrautskassann og draga upp gömlu jólasveinastytturnar hennar ömmu og rauða heimagerða filtskrautið. Fyrir þá sem ekki eiga gamalt jólaskraut er einnig mikið úrval af skrauti í hinum klassísku jólalitum til sölu í verslunum. solveig@frettabladid.is Klassískt um jólin Rauður er hinn klassíski litur jólanna sem á auknum vinsældum að fagna nú fyrir jólin líkt og annað klassískt jólaskraut. Mikið úrval er af rauðu skrauti og munum í verslunum landsins. Glitrandi rauðir steinar mynda fallegt mynstur í þessu jólaskrauti sem hengja má á tré. Villeroy & Boch 850 krónur. Handunnið danskt jólaskraut eftir danska hönnuðinn Jetta Frölich. Verð frá 995 krónum. Útflúr- aður filtdúkur sem hentar vel fyrir bolla og kertastjaka. Duka 350 krónur. Gimsteinum skreytt ilmkerti, fallegt á jóla- borðið. Tekk Company 1.950 krónur. Köflóttur jólasokkur frá Sia myndi sóma sér vel hangandi á arinhillu. Fæst í Tekk Company Kringlunni á 2.290 krónur. HEIMAPRJÓNAÐIR ULLARSOKKAR eiga eflaust eftir að gleðja einhverja þegar þeir koma úr pökkunum þessi jólin. STIGAR Allar mögulegar gerðir og stærðir smíðað eftir óskum hvers og eins Beygjanlegir Handlistar & Gólflistar Loftastigar, Innihurðir, Gerefti Gólflistar, Franskir gluggar í hurðir Smíðum Harmonikkuhurðir eftir máli Bílkerrur úr Áli frá Anssems í Hollandi Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com Alla föstudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.