Fréttablaðið - 10.12.2008, Síða 4

Fréttablaðið - 10.12.2008, Síða 4
4 10. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR SLYS Harður árekstur fólksbíls og lítillar rútu varð við gatnamót Kringlumýrar- og Suðurlands- brautar í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. Slökkviliðið á höfuðborgar- svæðinu beitti klippum til að ná tveimur farþegum úr fólksbíln- um og voru þeir fluttir á slysa- deild ásamt tveimur farþegum rútunnar. Ekki fengust upplýs- ingar um líðan þeirra þar sem læknir á slysadeild neitaði í gær að ræða við fjölmiðla. Bílarnir voru báðir töluvert skemmdir og fjarlægðir með kranabíl. Rútan er sérbúin fyrir flutninga með hjólastóla. - kóp Rúta og fólksbíll skullu saman: Fjórir meiddust á árekstri KLIPPUR Beita þurfti klippum til að ná farþegum úr fólksbílnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALÞINGI Þingmenn allra flokka sögðu starfsemi Ríkisútvarpsins mikilvæga í utandagskrárum- ræðum á Alþingi í gær. Rætt var um málið að ósk Katr- ínar Jakobsdóttur, varaformanns VG, í ljósi rekstrarvanda fyrir- tækisins og hagræðingaraðgerða. Lýsti hún áhyggjum af frétta- flutningi RÚV í ljósi þess að fækkað hefur um 25 starfsmenn á fréttasviði þess á árinu. Furðaði hún sig jafnframt á háum launum útvarpsstjóra. Þá spurði Katrín menntamála- ráðherra hvort til greina kæmi að ríkið tæki yfir lífeyrisskuld- bindingar RÚV og dró í efa að rekstrarformið, opinbert hlutafé- lag, væri hið rétta. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra benti á að aðstæður í efnahagslífinu hefðu valdið öllum fjölmiðlafyri- rækjum búsifjum, ekki bara Rík- isútvarpinu. Auglýsingamarkað- urinn hefði dregist saman um 40 prósent og allur rekstrar- og fjár- magnskostnaður stóraukist. Tugum hefði verið sagt upp störf- um á öllum fjölmiðlum. Þorgerð- ur sagði rekstrarform RÚV ekki skipta máli í þessu sambandi, nema þá hugsanlega til góðs. Hún sagði athugandi hvort ríkið gæti aflétt lífeyrisskuld- bindingum RÚV og hvort það ætti að kaupa Útvarpshúsið við Efstaleiti. Þá sagði hún það sitt mat að hagræðing fyrirtækisins bitnaði ekki á fréttaflutningi þess. Þorgerður ítrekaði þá skoð- un sína að takmarka beri svig- rúm RÚV á auglýsingamarkaði. Tekjutapi vegna slíkra aðgerða yrði þó að mæta með auknum framlögum. Höskuldur Þór Þórhallsson Framsóknarflokki, Katrín Júlíus- dóttir Samfylkingunni og Kol- brún Halldórsdóttir VG sögðu rétt að endurskoða rekstrarform RÚV og Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum, sagði að hætta ætti öllum auglýsingum í Ríkisútvarpinu. Einar Már Sigurðarson Sam- fylkingunni benti á að einhugur hefði ríkt um hagræðingarað- gerðirnar í stjórn Ríkisútvarps- ins. Í stjórninni ættu fleiri en stjórnarflokkarnir sæti. Lífeyrisskuldbindingar Ríkis- útvarpsins ohf. nema um þremur milljörðum króna og vegna þeirra þarf fyrirtækið að greiða um 300 milljónir króna á ári. bjorn@frettabladid.is Hagræðingin bitnar ekki á fréttum RÚV Til greina kemur að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins og kaupi hús þess. Margir þingmenn lýsa áhyggjum af stöðu RÚV og vilja endur- skoða rekstrarformið. Menntamálaráðherra telur fréttaflutningi ekki ógnað. RÍKIÐ LÉTTI BYRÐARNAR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að skoða beri hvort ríkið eigi að yfirtaka lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. Rætt var um RÚV utan dagskrár á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ranglega var sagt í Fréttablaðinu í gær að Jón Ásgeir Jóhannesson væri eini eigandi Sýnar ehf., sem á 365 miðla ehf. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að Jón Ásgeir eigi ríflega 70 prósenta hlut í Sýn. Hann segir Pálma Haraldsson vera næststærsta hluthafann í Sýn, en sagði ekki tímabært að upplýsa hverjir aðrir eigi í félaginu. Ari segir unnið að því að fá inn nýja hluthafa, og vonir standi til þess að hægt verði að tilkynna um þá fyrir jól. Markmiðið sé að Jón Ásgeir og félög honum tengd eigi innan við 40 prósent í 365 miðlum, eins og raunin hafi verið með 365 hf., nú Íslenska afþreyingu. ÁRÉTTING SKIPULAGSMÁL „Ég gaf húsið bara, yfirtók skuldir og tapaði 40 milljón- um á þessu,“ segir Óli Þór Barðdal, fyrrverandi eigandi húss við Lauga- veg 46. Óli Þór keypti húsið í október á síðasta ári en þá hafði það staðið autt um nokkurn tíma og höfðu úti- gangsmenn gert sig heimakomna í húsinu. Hann áætlaði að gera húsið upp svo það yrði sem líkast því sem var árið 1905, þegar það var byggt. Hönnun endurbóta var lokið auk þess sem deiliskipulagsbreytingar höfðu fengist samþykktar. Óli Þór segist hafa fengið munn- leg loforð um framkvæmdalán og því hafi hann hafist handa við skipulagningu og grenndarkynn- ingu. „Bankinn sveik svo það sem áður var lofað svo það var ekkert hægt að gera,“ segir Óli Þór. Hann segist hafa beðið í hálft ár eftir framkvæmdaláni. „Ég gat bara ekki beðið lengur þar sem ég hafði ekki efni á að borga milljón á mán- uði í ekki neitt,“ segir Óli Þór. Hann hafi því neyðst til að láta húsið frá sér í október síðastliðnum. Sigurður Jensson, fjármálastjóri Sola Capital ehf. og núverandi eig- andi hússins, segir að enn standi til að færa húsið til þess útlits sem það var í þegar það var byggt. „Götu- myndin verður óbreytt en forskaln- ing verður tekin af húsinu auk þess sem viðbygging verður aftan við húsið,“ segir Sigurður. - ovd Eigandi húss við Laugaveg tapaði 40 milljónum vegna svikinna loforða banka: Fjármagnsskortur tefur framkvæmdir LAUGAVEGUR 46 Lítill sómi er að húsinu þar sem það stendur lokað við Laugaveg en vonast er til að framkvæmdir við endurgerð þess hefjist von bráðar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MENNTUN Mun fleiri sóttu um að komast inn á vorönn í kennara- nám fyrir listamenn við Listahá- skóla Íslands en á sama tíma í fyrra. Alls bárust 47 umsóknir og getur skólinn ekki orðið við þeim öllum. Í fyrra bárust átta umsóknir, að sögn Álfrúnar G. Guðrúnardóttur, kynningar- stjóra LHÍ. Arkitektar, hönnuðir og myndlistarmenn eru meðal umsækjanda í námið. Um miðjan mánuðinn verður ljóst hverjir fá inngöngu í námið, en þeir verða um tuttugu talsins. - kóþ LHÍ þarf að vísa frá nemum: Fjölgar mjög í kennaranámi VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 14° 6° 4° 3° 3° 4° 5° 3° 2° 4° 19° 4° 15° 28° -6° 3° 14° 3° 5 2 3 2 2 3 6 13 9 7 10 8 5 4 3 4 6 6 6 8 7 8 3 2 2 1 1 3 1 1 1 1 1 Á MORGUN 8-13 m/s en suðaustan stormur um kvöldið MÁNUDAGUR 8-15 m/s hvassast sunnan og vestan til VATNSVEÐUR Í dag eru tvenn úr- komukerfi að störfum ef svo má að orði komast. Núna með morgninum verður víða rigning á landinu, síst þó á Vestfjörðum. Eftir hádegi kemur lægð upp að landinu með vaxandi vind og vætu. Má búast við 10-18 m/s á landinu með kvöldinu en hvassara á hálend- inu. Samfara þessu má búast við mikilli rigningu sunnan til og vestan. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur SJÁVARÚTVEGUR Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja útloka ekki aðild að Evrópusam- bandinu. Þetta sögðu þeir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þorsteinn segir mjög erfitt að reka útgerðarfélag í þeim gengisólgusjó sem nú sé. Umræða um málið fari fram í Samherja og dótturfélögum og verði tilkynnt um niðurstöðu hennar í janúar. Fyrirtækið hefur rekið starfsstöðvar innan Evrópusam- bandsins og í Afríku og er erlend starfsemi um 70 prósent af heildarstarfsemi þess. - kóp Tilkynnir afstöðu sína í janúar: Samherji úti- lokar ekki ESB ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON REYKJAVÍK Borgarfulltrúar koma til með að lækka í launum í hlutfalli við fyrirhugaða launa- lækkun alþingismanna, en laun þeirra eru 80 prósent af þingfar- arkaupi. „Þetta er ólíkt launum í flestum öðrum bæjarfélögum því þetta gerist bara sjálfkrafa,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokks. Spurður hvort til greina hafi komið að ganga enn lengra og lækka launin frekar, segir Kjartan að ýmsar hugmyndir hafi verið uppi um launalækkanir: „En fæst orð bera minnsta ábyrgð.“ Bæjarfulltrúar í Bolungarvík lækkuðu laun kjörinna fulltrúa um allt að 20 prósent nýlega. - kóþ Þingfararkaup lækkar brátt: Borgarfulltrúar lækka í launum GENGIÐ 09.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 190,7223 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,43 111,97 165,11 165,91 143,36 144,16 19,241 19,353 15,653 15,745 13,661 13,741 1,202 1,209 166,16 167,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.