Fréttablaðið - 10.12.2008, Side 23

Fréttablaðið - 10.12.2008, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 10. desember 2008 3 Rósa Guðný Þórsdóttir og Jakob Þór Einarsson leikstjórar halda utan um námskeið í leiklist og tal- setningu inn á teiknimyndir hjá Sýrlandi. Námskeiðin eru fyrir börn og unglinga og nú er einnig boðið upp á námskeið fyrir full- orðna. „Það eru ekki mörg leiklistar- námskeið í boði fyrir fullorðna,“ útskýrir Jakob. „Við vorum með þau fyrir nokkrum árum en svo duttu þau upp fyrir vegna anna hjá okkur. Nú hefur mikið verið spurt eftir þeim og við vildum mæta þeirri þörf.“ Á námskeiðunum fá nemendur tilsögn í grunnatriðum leiklistar, raddbeitingu og upplestri og tala svo inn á teiknimynd. Rósa og Jakob leiðbeina á námskeiðunum sem hefjast eftir áramótin en kalla til leikara til að leiðbeina eftir þörfum. En hvernig lærir maður að tala inn á teiknimynd? „Fyrst förum við yfir almennar leiklistaræfingar til að ná stress- inu úr fólki. Nemendur fá handrit og teiknimyndabút í hendurnar til að fara með heim og æfa sig að búa til persónu með röddinni. Í tímanum er svo farið yfir hvernig persónan er búin til og hvernig röddinni er beitt. Stundum er per- sónan eitthvert undarlegt dýr með skrítin hljóð en ekki mannsrödd þannig að það getur verið svolítið ýkt leiklist að leika inn á teikni- mynd,“ segir Jakob. Hann segir sviðsskrekkinn minni í þessum leik en sviðsleik því í talsetningunni megi alltaf taka upp aftur og laga. Mörgum finnist þó spennandi að koma inn í hljóðver og leika og stundum taki tíma að koma fólki af stað. „Það getur tekið tíma að fá fólk til að ýkja röddina nóg. Þeir sem eru að gera þetta í fyrsta skipti átta sig oft ekki á því að þeir þurfa jafnvel að gefa fimmtíu prósent meira í röddina en þeim þykir eðli- legt. Teiknimyndaleikur er ýkju- leikur en ekkert stofudrama og fólk gæti til dæmis þurft að leika krókódíl sem er að róla sér.“ Að námskeiðinu loknu fá allir viðurkenningarskjal og DVD-disk með efninu sem þeir talsettu. Eftir námskeiðið geta þátttakendur átt möguleika á að komast í að tal- setja teiknimyndir fyrir sjónvarp eða kvikmyndahús. Nánari upp- lýsingar má finna á vefsíðunni www.syrland.is. heida@frettabladid.is Ýkjur en ekkert drama Ný námskeið í talsetningu teiknimynda eru að hefjast eftir áramótin hjá Sýrlandi. Námskeiðin eru sniðin fyrir börn og fullorðna og fá nemendur tilsögn í leiklist og tala svo inn á teiknimynd. Gunnar Ólafsson, fimmtán ára, fór líka á talsetningarnámskeið í fyrra. Hann vinnur nú við að talsetja teiknimyndina Gló magnaða fyrir sjónvarpið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSLÍFIÐ Gylfi Magnússon dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands heldur fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands föstudaginn 12. desember klukkan 12-13.30. Fyrirlest- urinn fjallar um þær slæmu horfur sem nú eru í efnahagslífi um heim allan, hverjar skýring- arnar virðast vera og hvað geti verið fram undan. Viltu hefja nýtt nám, rifja upp eða bæta við þekkingu þína? Þá er Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð lausnin. Þar starfa vel menntaðir og reyndir kennarar. Við Öldungadeildina er hægt að stunda nám til stúdentsprófs á þremur bóknámsbrautum; félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut. Kennsla fer fram seinnipart dags, frá mánudegi til fimmtudags. Fólk getur aðlagað tímasókn að eigin þörfum, þar sem ekki er mætingaskylda í Öldun- gadeildinni og námsefnið er allt sett inn á aðgengilegan námsvef. Innritun Innritun í deildina er í fullum gangi á vef skólans www.mh.is. Jafnframt verður innritað í MH dagana 6., 7., og 8. janúar kl. 9–12 í símum 595 5207 og 595 5200 og í skólanum kl. 12–18.30. Flestöll stéttarfélög taka þátt í menntunarkostnaði félaga sinna. Kennsla hefst mánudaginn 12. janúar. Heimsækið okkur á mh.is. G ra fik a 08 Fyrir þá sem liggur á LOTUKERFI – Nýtt námsfyrirkomulag í Öldungadeildinni Á vorönn er nemendum líka gefinn kostur á að taka þrjú fög á tvöföldum hraða. Hver áfangi er kenndur tvisvar í viku, alls í 3 klst. Önninni er skipt í tvær lotur. Fyrri lotan 12. janúar – 1. mars Áfangar í boði: ÍSL203, SAG103 og STÆ403. Seinni lotan 5. mars – 30. apríl Áfangar í boði: ÍSL303, SAG203 og STÆ503. Öldungadeild MH ævinlega í fararbroddi V O R Ö N N 2 0 0 9 danska enska norska sænska franska ítalska spænska íslenska saga félagsfræði afbrotafræði þjóðhagfræði myndlist sálfræði uppeldisfræði eðlisfræði jarðfræði líffræði stærðfræði lögfræði tölvufræði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.