Tíminn - 02.05.1982, Síða 2
Sunnudagur 2. mal 1982
Hverjir
eru
sam-
tíðar-
menn
— Nú má komast að
raun um það...
U Sföustu tvö árin hefur veriö
unniö á vegum Skuggsjár I
Hafnarfiröi aö útgáfu mikils upp-
sláttarrits, sem hlotiö hefur heitiö
ÆVISKRAR SAMTIÐAR-
MANNA.Þetta riter hliöstætt rit-
unum „H ver er maöurinn? ”, sem
Brynleifur Tóbíasson tók saman
og „tslenskir samtíöarmenn”,
sem séra Jdn Guönason og Pétur
Haraldsson ritstýröu. Ritstjórn á
ÆVISKRAM SAMTIÐAR-
MANNA hefur annast Torfi Jóns-
son fyrrum lögreglufulltrúi.
ÆVISKRAR SAMTIÐAR-
MANNA veröur iþrem bindum og
er fyrsta bindiö komiö út, hátt I
700 blaösföna bók sem hefur aö
geyma æviskrár fast aö 2000 nú-
lifandi íslendinga. Má þvi búast
viö aö alls veröi æviskrár u.þ.b.
6000karlaog kvenna I ridnu, þeg-
ar öll þrjú bindin eru komin út.
Ollum sem æviskrá eiga iritinu
var gefinn kostur á aö eignast rit-
iö á sérstöku áskriftarveröi og
hafa Æviskrárnar nú veriö send-
ar f pró6tkröfu til þeirra, sem
þess óskuöu en hinir, sem heldur
kusu aö vitja bóka sinna tíl for-
lagsins geta sótt þær þangaö
hvenær sem þeim hentar.
ÆVISKRAR SAMTIÐAR-
MANNA erfilmusett og prentuö i
Prisma i Hafnarfiröi. Bókband
hefur Bókfell hf. annast.
Brókin
bætt...
■ Þaö stóö hús, lengi autt, á
Bernhöftstorfu og svo var þar sett
upp galleri. Galleri Langbrók
heitir þaö og aöstandendurnir
einkum kvenkyns — 14 talsins, aö
sögn. Nú leggst starfeemin niöur
um tima vegna þess aö nauösyn-
legt er aö gera á húsinu endur-
bætur, eins og gengur meö gömul
hús. Hefur Landlæknishúsinu, en
svo er þaö kallaö frá gamalli tiö,
þvf veriö lokaö frá og meö 1. mai
sem mun vera i dag. Langbrækur
gera ráö fyrir aö viögeröir muni
standa yfir allan mai-mánuö en
þann 5. júní næstkomandi veröur
opnaö á ný og náttúrlega meö
pompi og prakt.
Þástendurtil aösetja upp smá-
myndasýningu en sllkar hafa
veriö allvinsælar i Langbrók. Eru
þaö allir 14 aöstandendurnir sem
sýna munu myndir sinar, ýmiss
konar verk — textil, keramík,
skúlptúra og graffk.
Hefur sýningin þegar hlotiö
nafn — Smælki ’82 og er haldin i
tengslum viö Listahátíö en svo
vill til aö hún veröur sett sama
dag og sýningin opnar...
■ Hér er Salka Valka aö segja sfn hjartans mál viö Arnald, Jóhann
Sigurösson og Guörún Glsladóttir f hlutverkum sinum.
■ Tryggvi ólafsson skoöar eina myndina sfna. Timamynd: Ella.
SALKA
VALKA
TIL SÓFÍU
— á svokallað „leikhús þjóðanna”
Leikfélagi' Reykjavikur hefur Er nú verið aö kanna leiðir til
borisí boö um aö sýna Sölku þess aö fjármagna ferðina.
Völku eftir Halldór Laxness á Sýningin á Sölku Völku var
alþjóölegri leiklistarhátiö i frumsýnd I janúar sl. f tilefni 85
Sofia i Búlgariu i sumar. Hátið ára afmælis Leikfélagsins og til
þessi Leikhús þjóðanna þykir heiöurs höfundinum, Halldóri
með merkari leiklistarhátiðum, Laxness áttræöum. Verkiö er
hún er haldin á vegum Alþjóða- flutt f leikgerö þeirra Þorsteins
leikhúsmálastofnunarinnar á Gunnarssonar og Stefáns
ári hverju og skiptast aðildar- Baldurssonar sem jafnframt er
lönd um aö vera gestgjafar. 1 leikstjóri. Leikmynd og búninga
sumar veröur hátiöin haldin I geröi Þórunn S. Þorgrimsdóttir,
Sofia i Búlgariu og hefur Leik- tónlist samdi Askell Másson og
félaginu veriö boöið aö sýna þar lýsingu annast Daniel Williams-
tvær sýningar á Sölku, 28. og 29. son. 1 stærstu hlutverkum i sýn-
júni nk. Hingaö til lands kom ingunni eru Guörún Gisladóttir,
fyrir nokkru fulltrúi hátiöarinn- sem leikur Sölku Margrét Helga
ar til þess aö skoöa islenskar Jóhannsdóttir, sem leikur
leiksýningar meö þátttöku fyrir móöur hennar, Sigurlinu, Jó-
augum. Þetta er í fyrsta skipti hann Sigurðarson (Arnaldur),
sem Leikfélagi Reykjavikur er Þorsteinn Gunnarsson (Stein-
boöin þátttaka i alþjóölegri leik- þór) og Jón Sigurbjörnsson
listarhátfð og þykir Leikfélags- (Bogesen.) Alls koma 18 leik-
fólki aö vonum mikill heiöur af. endur fram i sýningunni.
? VIB ORÐIÐ ÞROUN
Tryggvi Ólafsson sýnir í Listmunahúsinu
■ Tryggvi Ólafsson var óða-
mála.
,,Ég veit ekki hvað ég get sagt
þér. Þetta eru bara myndir sem
ég hef málað á undanförnum
tveimur árum i Danmörku, ætli
þetta sé ekki um það bil
helmingurinn af framleiðslunni
þessi tvö ár. A þessum tima hef
ég reyndar sýnt þrisvar i Dan-
mörku...”
— Myndirnar...
,,Já, fólk er alltaf að segja að
myndirnar minar hafi breyst, ég
veit það ekki, ég tek ekkert eftir
sliku þar semég stend og mála frá
degi til dags, það væri þá frekar
að maður tæki eftir breytingum
þegar tiltekinni perióðu er lokið.
Eins og núna.”
— Og nú þegar myndirnar eru
komnar upp á vegg: tekurðu þá
eftir breytingum?
„Það er nú það. Jú, ég hef tekið
eftir einum hlut sem hefur breyst.
Það er eins og myndirnar séu
„heitari”, ef svo má að orði kom-
ast, þær eru lika dekkri, litirnir
hafa breyst dálitið...
Svo það má líklega segja að
variasjónir séu meiri en áður,
bæði i litaskala og eins í stærö. Ég
sýni hér 46 myndir, 12 fleiri en
siðast, en sumar þeirra eru minni
en fyrri myndir minar. Segir
þetta þér eitthvað?”
— Myndefnið...?
„Já, myndefnið held ég sé nú
svipað og áður, þetta er sami
heimurinn, enda skiptir maður nú
ekki um sjónarhorn á einum degi.
Þetta eru svona sinnismyndir —
það er alhæfing, en ég get ekki
lýst þeim betur. Ég er að gera
sömu hluti og maður sem yrkir
ljóð, þetta eru myndræn ljóð —
eini munurinn er sá að ég mála
það sem ég hugsa i stað þess að
skrifa það niður á blað. Fylgi hins
vegar engri sérstakri heimspeki i
myndunum, þetta eru frekar
þankar hingað og þangað. Ég hef
til dæmis alltaf verið intresserað-
ur fyrir fortiðinni og að tefla
henni saman við nútiðina, setja?
við orðið þróun. Ég hef voðalega
illan bifur á orðinu þróun, það er
tvirætt i meira lagi. Þú skilur
hvað ég á við: kostnaðurinn er
svo mikill, þróunin verður til að
mynda á kostnað náttúrunnar...
Heyrðu! ”
- Já?
„Dettur þér eitthvað fleira i
hug til að spyrja um?”
— N-nei, það held ég ekki...
„Það var einmitt það. Ég veit
nefnilega ekkert hvaö ég á að
segja meira um þessar myndir.”
En við látum þess getið að List-
munahúsið er i Lækjargötu 2,
sýningin opnar i dag, og er opin
virka daga frá klukkan 10-18, en á
laugar- og sunnudögum frá
klukkan 14-18.- — IJ.