Tíminn - 02.05.1982, Síða 8

Tíminn - 02.05.1982, Síða 8
Sunnudagur 2. mai 1982 O Mii utqefandi: Framsoknarflokkurinn Framkvæmdastióri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrui: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar Tim- ans: lllugi Jokulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnusson, Bjarghild ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjórnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumula 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug lýsingasimi: 18300. Kvóldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasolu 7.00, en 9.00 um helgar. Áskriftargjald á mánuöi: kr. 110.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Á að byggja á skynsemi eða sprungum? ■ Stjórnmálabaráttan tekur oft á sig hinar und- arlegustu myndir, ekki sist þegar kosningar nálgast og atkvæðaveiðar eru i hámarki. Nú er það orðið pólitiskt hitamál, hvort byggja eigi stórt ibúðahverfi i Reykjavik á jarðsprungum eða ekki. Niðurstöður visindalegrar rannsóknar á jarð- sprungum á fyrirhuguðu byggingasvæði við Rauðavatn benda til þess, að varhugavert geti verið að hefja þar framkvæmdir. 1 borgarstjórn hefur verið deilt um hvort næsta byggingasvæði verður við Rauðavatn eða i Keldnalandi, norðan við Grafarvog. Meirihlutinn mælti með Rauða- vatnssvæðinu, en Sjálfstæðismenn snérust önd- verðir og vilja hvergi byggja nema i Keldnalandi. Þeirþóttust himin hafa höndum tekið þegar i ljós kom að varhugaverðar jarðsprungur hafa komið i ljós á Rauðavatnssvæðinu. Sigurjón Pétursson og flokksbróðir hans, formaður bygginganefnd- ar, geta alls ekki sætt sig við niðurstöður rann- sóknarinnar og lýsa yfir að þeir séu staðráðnir i að halda áfram undirbúningi bygginga á Rauða- vatnssvæðinu. Af þvi ihaldið er á móti byggð þar hlýtur Alþýðubandalagið að vera með henni. Skitt með alla skynsemi. Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi og for- maður framkvæmdanefndar Reykjavikur, sagði i viðtali við Timann um þetta mál: „Vitanlega erum við að láta kanna Rauða- vatnssvæðið og gera þessar jarðfræðiathuganir til þess að taka mark á þeim niðurstöðum sem út úr þeim kunna að koma. Ef þær leiða til þess að ekki þyki skynsamlegt að taka svæðið næst til byggingar, þá munum við Framsóknarmenn ekki telja neitt sjálfsagðara en að leita annarra leiða með næsta byggingasvæði Reykjavikurborgar. Annað kemur ekki til greina i hugum okkar.” Kristján taldi þetta einfalt mál, en samkvæmt nýstaðfestu aðalskipulagi væri gert ráð fyrir að byggja viðar en við Rauðavatn á skipulagstima- bilinu. Einföld samþykkt i borgarstjórn nægir til að breyta forgangsröð fyrirhugaðra byggingar- svæða. Þá kemur Keldnasvæði helst til greina. Keldnaland er i eigu rikisins og hefur Reykja- vikurborg staðið i margra ára samningaumleit- unum um að fá það land keypteða i makaskiptum fyrir land i eigu borgarinnar. í greindu viðtali hafnar Kristján alveg þeirri hugmynd að fara að reisa stórt hverfi upp við Úlf- arsfell. Það yrði óhentugt og dýrt að búa þar og kostnaður fyrir borgina griðarlegur ef fara á að skipuleggja hverfi langt frá allri annarri byggð. Þótt Sjálfstæðismenn i borgarstjórn hafi á sin- um tima lagt til að Keldnaland yrði næsta bygg- ingasvæði er algjör óþarfi og reyndar heimska, að leggjast gegn byggð þar af þeirri ástæðu einni, ef á annað borð kemur i ljós að það sé skynsam- legri lausn en að byggja á öðrum stað. Hins vegar er ljóst, að það er glópalán fyrir áróðurs- meistara ihaldsins að sprungur komu i ljós við Rauðavatn. En sú staðreynd skiptir engum sköp- um i þvi, hvortþeir sem aðhyllast frjálst framtak eða sameignarstefnu hafi rétta skoðun á skipu- lagsmálum. Þar verður hagkvæmni og skynsemi að ráða, eins og fram kemur i orðum Kristjáns Benediktssonar. OÓ skuggsjá RITHÖFUNDAR VERÐ- LAUNAÐIR VESTANHAFS I John Updike. ICharles Fuller. Sylvia Plath. Apkílvak mikill verðlaunamanuður 1 BANDARIKJUNUM. Alþjóðlega vöktu kvik- myndaverðlaunin, sem kennd eru við gullnu Oscar- stytturnar, mesta athygli. En listamenn á öðrum sviðum hlutu einnig margháttaða viðurkenningu fyrir verk sin. Tvenn veigamestu verðlaunin af þessu tagi til rit- höfunda eru Pulitzer-verðlaunin, sem margir kann- ast við af fréttum, og bandarisku bókmenntaverð- launin „American Book Awards”. I báðum tilvikum er um árlegar viðurkenningar aö ræöa, og i april var tilkynnt um vinningshafana þetta árið. Athygli vakti meöal annars, að sami höfundurinn hlaut bæði þessi verðlaun fyrir bestu skáldsögu lið- ins árs. Það .var John Updike. Honum hlotnaðist þessi heiður fyrir þriöju bókina um Harry „Rabbit” — „kanínu" bandarisks nútimaþjóðlifs, en i þeim bókum hefur hann lýst lífi þessarar persónu siðustu 3-4 áratugina. E LITUM FYRST A HELSTU trRSLIT. Pulit- zer-verölaunin eru bæði veitt fyrir bókmenntir og blaðamennsku. Um blaðamennskuna skal þaö að- eins tekið fram að blaðamenn á New York Times fengu tvenn Pulitzer-verðlaun. Sama er að segja um blaðamenn Kansasblaðanna City Star og City Times, sem eru rekin sameiginlega, og um frétta- menn Associated Press. Það kom á óvart að ein Pulitzer-verðlaun, fyrir ljóöagerð féllu i hlutskáldkonusem lét lifið fyrir 19 árum. Þaö var sem sé Sylvia Plath, sem hlaut þessa viðurkenningu svolöngueftir dauða sinn fyrir safn ljóða sinna (The Collected Poems). Flest ljóða Sylviu, sem framdi sjálfsmorð árið 1963, aðeins þri- tug að aldri, birtust fyrst eftir lát hennar, og hefur hún þvi fyrst og fremst hlotið viðurkenningu fyrir skáldskap sinn eftir dauðann. En fyrst minnst er á Sylviu Plath er rétt að geta þess, að nú er komin út bók meö köflum úr dagbók- um hennar. Nefnist hún „The Journals of Sylvia Plath”.Það er ekkill hennar, skáldiö Ted Hughes, sem hefur valið dagbókarkaflana. Þótt ljóst sé, að þar hefur mörgu verið sleppt, þá veitir bókin að sögn innsyn i sundurtætta tilfinningaveröld skáld- konunnar. Sylvia hélt dagbók allt frá þvi hún lærði aö skrifa sem barn og þar til þremur dögum fyrir sjálfsmorðið 11. febrúar 1963, og i bókinni er birtur um þriðjungur þessa efnis. Sumt af þvi, sem hún tjáði dagbók sinni siðustu ár æfinnar — en þá orti hún mest og best — er alls ekki tekið með. Sumpart er þar um ásetning að ræða af hálfu Ted Hughes, sem lýsir þvi i formála, að hann hafi eyðilagt aðra af tveimur siðustu dagbókunum sem Sylvia skrifaði i „vegna þe ss að ég vildi ekki að börnin hennar þyrftu að lesa það”,eins og hann segir sjálfur, en hin bókin hvarf. Sumir ætla að þar hafi m.a. verið að finna miður lofsverð ummæli um Hughes sjálfan. 1 dagbókum Sylviu Plath kemur skýrt fram draumur hennar á yngri árum um að vera frjáls til aðgera það, sem hennisýndist, og löngun hennar til afreka sem skáld. A skólaárunum skrifar hún m .a. i dagbókina, að hún hafi „brennandi löngun til að blanda geði viö vcgagerðarmenn, sjómenn, her- menn, drykkjumenn á kránum”. Og siðar i sömu veru: „Ég vil geta sofið úti á opnum akri, haldið vestur, gengið óhamin um nætur”. Hún öfundar sem sagt karlmennina af „frelsi” þeirra, og gerir sér grein fyrir þvi sjálf: „Mesta vandamál mitt er afbrýðisemi”, segir hún á einum staö. „Ég er af- brýðisöm út I karlmenn — það er dulin, hættuleg af- brýðisemi, sem ég býst við aö geti eyðilagt hvaða samband sem er. Þessi afbrýðisemi er til komin vegna löngunar til að vera virk, framkvæma, I stað þess aðhalda aðmér höndum og hlusta”. Og á einum stað spyr hún sjálfa sig i dagbókinni: „Getur sjálfselsk, sérvitur, afbrýðisöm og hug- myndasnauð kona skrifað nokkurn skrattans hlut, sem er einhvers virði?”. Það fer ekki á milli mála, að þeir, sem lesið hafa ljóð Sylviu Plath, telja hana hafa ort ljóð sem vissu- lega eru mikils virði, og Pulitzer-verölaunin nú eru aðeins nýjasta dæmið um það. P * ULITZER-VERÐLAUNIN FYRIR LEIKRIT- UN FÉLLU i HLUT CHARLES FULLERS. Hann er 43 ára að aldri, svertingi frá Filadelfiu, og hlaut þessa viðurkenningu fyrir leikrit, sem nefnist „A Soldier’s Play”, og kannski mætti nefna „Her- mannaleik” á islensku. Leikritið var frumsýnt I nóvember i fyrra á vegum Negro Ensemble Company , hlaut góðar undirtektir gagnrýnenda og ágætar viðtökur almennings — reyndar svo góöar, að leikritið hefur komiö fótunum fjárhagslega undir leikfélagið, sem var nánast á hausnum áður. Leik- hús félagsins er á Manhattan, en hins vegar ekki á Broadway. Nú er rætt um að flytja „Hermanna- leik” til Broadway vegna þess aukna áhuga, seni Pulitzerinn mun vafalaust vekja á verkinu. Auk þess hefur Warner keypt rétt til að gera kvikmynd eftir leikritinu, og mun Norman Jewison leikstýra myndinni. Verðlaunaleikritið fjallar um morð á sálsjúkum, svörtum liðþjáifa i herstöðinni i Fort Neal, Louisi- ana, árið 1944,og rannsókn þess morðs. Inn i rann- sóknina blandast að sjálfsögðu ólik viöhorf i kyn- þáttamálum. Hvað formið snertir er „Hermanna- leikur” hefðbundið morðgátu- og réttarsalsleikrit, en inntakið er að sögn gagnrýnenda miskunnarlaus skoðun á eðli hatursins. WlKJUM ÞA AÐ BANDARISKU BÓKAVERÐ- LAUNUNUM.Þar er m.a. veitt viðurkenning fyrir bestu fyrstu skáldsögu höfundar. Fyrir valinu varð „Dale Loves Sophie to Death”eftir Robb Forman Dew. Þar er lýst innri baráttu ungrar konu, sem snýr ásamt börnum sinum tii heimaborgar sinnar i Ohio en skilur eiginmanninn eftir i Massachusetts. Ljóðaverðlaunin fékk William Bronk fyrir safn um 400 ljóöa undir nafninu „Life Supports”. En það var eins og áður sagði John Updike, sem fékk bandarisku bókaverðlaunin fyrir bestu skáld- söguna, „Rabbit Is Rich”. Hann fékk sömuleiðis Pulitzer-verðlaunin fyrir þessa skáldsögu sem var þar að auki kjörin af samtökum gagnrýnenda I Bandarikjunum besta skáldsaga ársins 1981. Þetta samdóma álit segir sina sögu. Með Rabbit-sögum sinum er John Updike að lýsa Bandarikjum samtimans og þeim breytingum, sem orðið hafa frá einum áratug til annars. Fyrsta skáldsagan, „Rabbit Run”,kom út árið 1960. Ara- tug siðar, eða 1971, birtist „Rabbit Redux”, og nú sú þriðja, „Rabbit Is Rich”. Rabbit sem þýöir „kanina”, er viðurnefni, sem aðalpersónan hefur fengið. Hann heitir annars Harry Angstrom. I siðustu bókinni, sem gerist árið 1979 er hann orðinn miðaldra, velefnaður bilasaii i úthverfi Brewer i Pennsylvaniu.Þegar hann er ekki að selja Toyota- bila eða spá i gull og silfurmarkaðinn, drifur hann sig i Flying Eagle klúbbinn og spilar golf og drekkur gin. Konan hans, Janice, leikur þar tennis og drekk- ur hvað sem er. Sonur þeirra, Nelson, kemur heim úr skóla meðal annars með tvær konur i farangrin- um, þar af eina vanfæra. Hann fær vinnu hjá Toyota-umboðinu og gengur i það heilaga. Harry reynir enn sem fyrr að flýja veruleikann og gerir þaö nú með þvi að leita um allt að Ruth, sem hann yfirgaf i „RabbitRun”, fyrstu skáldsögunni i þrennu Updikes, og sem hann telur likur á að hann hafi átt barn með. Það gengur á ýmsu hjá Harry og Janice. Þau fara til dæmis ásamt vinafólki sinu i klúbbnum til sólar- landa i karabiska hafinu, þar sem þau hafa það huggulegt og skipta á mökum um stund. Nelson leiðist heimilislifið og hverfur að heiman. Loks flytja þau hjónin, Harry og Janice, í „betra” hverfi. Söguþráðurinn gerist hins vegar andspænis at- burðum, þar sem allt er á niðurleið. Skylab (ef ein- hver man eftir henni) er að falla til jarðar (i „Rabbit Redux” voru Bandarikjamenn hins vegar að senda menn til tungslins), bensinið er af skorn- um skammti og Bandarikjamenn eru gislar hjá trönum. Bandarikin og Harry „Rabbit” Angstrom erusem sé i vanda. Þetta sögusvið gefur Updike til- efni til að varpa ljósi á ýmis einkenni bandarisks nútimalifs og velta vöngum um hin margvislegustu málefni. AD LOKUM JOHN CHEEVER. I þessum verð- launamánuði vestra hefur hann verið sæmdur „National Medal for Literature” eða „Bókmennta- orðunni”, sem svo er nefnd og er hann fimmtándi handhafi þessarar orðu. Cheevers er einn virtasti höfundur Bandarikjanna um þessar mundir. Að þvi er þessa bókmenntaorðu snertir má segja að hann sé i góðum félagsskap, þvi meðal fyrri orðuhafa eru Thornton Wilder,Edmund Wilson, W.H. Auden, Vladimir Nabokov, Robert Lowell og Archibald MacLeish. Cheever hefur skrifað nokkuð á annan tug skáld- verka,skáldsögur og smásagnasöfn, en fyrsta bók hans kom út fyrir um fjórum áratugum siðan. Nýj- asta skáldsagan var hins vegar aö sjá dagsins ljós nú um daginn. Hún heitir „Oh, What a Paradise It Seems”, og sögð stutt en eftirminnileg saga. Elías Snæland Jónsson skrifar * V ís^

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.