Fréttablaðið - 12.12.2008, Page 2

Fréttablaðið - 12.12.2008, Page 2
2 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR Hvað það verður veit nú enginn En Pósturinn kemur því til skila í tæka tíð fyrir jólin. Á mánudag er síðasti öruggi skiladagur fyrir jólakort til Evrópu. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 8 - 2 2 1 8 www.postur.is FÓLK Súkkulaðijólakort að hætti súkkulaðimeistarans Hafliða Ragnarssonar í Mosfellsbakaríi eru skemmtileg tilbrigði við hefðbundin jólakort. Á þau prentar Hafliði kveðju og ljósmynd með sérstökum súkkulaðilitum og eru kortin því fullkomlega æt. „Það er svo bara spurning hvort fólk tími að borða ættingja og vini,“ segir hann og hlær. Kveðjan er öðrum megin á hvítri súkkulaðiplötunni en hina hliðina bragðbætir Hafliði með súkkulaðikúlum og öðru góðgæti. - sjá allt / ve Nýjung í jólakveðjum: Hægt að borða jólakortin NÝSTÁRLEG KORT Hægt er að borða nýju jólakortin hans Hafliða Ragnarssonar. Bogi, er þetta enn ein Boga- rúllan? Jú, ef allt fer á versta veg þá gæti þetta orðið hin eina og sanna Boga- rúlla. Bogi Jónsson lýsti því yfir að starfsemi hans á Hliði á Álftanesi væri að fara á hausinn. Hann rak eitt sinn veitingavagn- inn Boga-rúllur á Lækjartorgi. DÓMSMÁL Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í gamla Glitni, krefst tveggja milljóna króna í skaða- bætur vegna starfslokasamnings sem gerður var við fyrrum for- stjóra bankans, Bjarna Ármanns- son. Vilhjálmur hefur stefnt stjórn bankans, en í henni voru Þor- steinn M. Jónsson, Björn Ingi Sveinsson, Haukur Guðjónsson, Jón Sigurðsson, Katrín Péturs- dóttir, Pétur Guðmundarson og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Til vara stefndi Vilhjálmur bankanum sjálfum, gamla Glitni, en sökum neyðarlaga ríkisstjórn- ar Íslands vegna yfirtöku bank- anna og efnahagshrunsins var þeim hluta málsins frestað. Eftir stendur krafan gegn stjórnar- mönnum. Guðni Á. Haraldsson, lögmaður Vilhjálms, bendir á að við starfs- lokin hafi eigið fé bankans minnk- að „og ekki um neinar smáræðis fjárhæðir“. Að auki hafi jafnræðisákvæði hlutafélagalaga ekki verið virt þegar öðrum hluthöfum var ekki boðið að njóta sömu kjara. Síðast en ekki síst hafi Glitnir samþykkt sérstakar reglur sem tóku fyrir viðlíka samninga, ein- ungis mánuði fyrir starfslokin. Lögmaðurinn er vongóður fyrir hönd síns skjólstæðings. Málið sé dálítið sérstakt og engin fordæmi fyrir álíka skaðabótum í málum sem þessum. Hins vegar séu nokk- ur fordæmi af málum sem snúast um ábyrgð stjórnenda fyrir- tækja. Heyrst hefur úr herbúðum stjórnarmannanna að þeir telji sig einnig geta farið með sigur af hólmi en lögmaður þeirra, Ólafur Eiríksson, sagðist ekki geta tjáð sig um málið nema fyrir dómstól- um. Málflutningur verður eftir ára- mót. klemens@frettabladid.is Vill tvær milljónir í bætur vegna Bjarna Vilhjálmur Bjarnason hefur stefnt stjórn gamla Glitnis vegna starfslokasamn- ings sem gerður var við Bjarna Ármannsson, fyrrum forstjóra bankans. Stefndi einnig bankanum en því var frestað vegna neyðarlaga ríkisstjórnar. Bjarni Ármannsson fékk nærri 900 milljónir króna þegar hann hætti störfum hjá Glitni, vorið 2007. Hann hélt launum og árangurstengdum greiðslum í eitt ár og hlutabréf hans voru keypt á yfirverði. Í staðinn hafði Bjarni „ákveðnum skyldum“ að gegna við bankann í eitt ár og mátti hann ekki ráða sig í vinnu í eitt og hálft ár. Takmörk voru sett við hvert hann gæti ráðið sig í lengri tíma vegna trúnaðarskyldu við bankann. Hluti þessara peninga er hagnaður Bjarna af sölu á hlutabréfum hans í Glitni. Stjórn bankans samþykkti að greiða honum 29 krónur á hlut, en þá var meðalverð á hlut 26,6 krónur. Sagt er að Bjarna hafi verið greiddar eitthvað á milli fjögurra og sjö milljarða fyrir þá. Í yfirlýsingu frá stjórn Glitnis vegna kvartana Vilhjálms Bjarnasonar, sem birtist í febrúar síðastliðnum, sagði að stjórnin hefði heimild aðalfundar til að greiða allt að tíu prósenta yfirverð á hlut. Enn fremur: „Gengið endur- speglaði markaðsaðstæður og væntingar á þeim tíma. [...] Að mati stjórnar leikur enginn vafi á því að umrædd kaup féllu innan valdheimilda stjórnar og voru eðlileg í alla staði.“ NÆRRI 900 MILLJÓNIR FYRIR AÐ HÆTTA VILHJÁLMUR OG BJARNI Vilhjálmur hefur stefnt stjórn gamla Glitnis fyrir starfs- lokagreiðslur Bjarna, sem numu á milli átta og níu hundruð milljónum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND DÓMSMÁL „Ákærði, sem var á fimmtugsaldri, braut í tvígang svívirðilega gegn þroskaheftri sautján ára stúlku, sem gat ekki spornað við brotum hans.“ Svo segir í sératkvæði tveggja hæstaréttardóm- ara, þeirra Ingibjargar Benediktsdóttur og Garðars Gíslasonar, vegna dóms Hæstaréttar yfir Sveinbirni R. Auðunssyni. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi og til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í skaðabætur. Héraðsdómur hafði dæmt hann í tveggja ára fangelsi og til greiðslu sömu upphæðar. Manninum hafði verið trúað fyrir að aka stúlkunni frá heimili hennar í skóla sem hún sótti á námsbraut fyrir þroskaheft börn. Hann viðurkenndi að hafa tvisvar haft kynferðismök við hana. Stúlkan gat ekki spornað við verknaðinum vegna andlegra annmarka og líkamlegrar fötlunar. Maðurinn kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því að hún væri þroskahömluð. Talið var að honum hafi ekki getað dulist að stúlkan ætti við andlega annmarka að stríða. Ofangreindir dómarar skiluðu sératkvæði, því þeir vildu að dómur héraðsdóms yfði staðfestur og maðurinn fengi tveggja ára fangelsisdóm. - jss HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Mildaði dóm héraðsdóms yfir mann- inum. Karlmaður á fimmtugsaldri dæmdur í átján mánaða fangelsi: Braut í tvígang svívirðilega gegn þroskaheftri stúlku LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi lauk í gær rannsókn á rangri andlátsfrétt sem fangi á Litla- Hrauni fékk birta um sprellli- fandi samfanga sinn í Morgun- blaðinu. Óvíst er hvort fanginn verði ákærður. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir ekki mikið hafa komið út úr rannsókninni. Ekki hafi auglýsingin orðið fanganum að féþúfu, enda enginn lagt inn á reikning sem getið var í auglýsingunni. Skoðað verður hvort ákært verði fyrir tilraun til fjársvika, eða hvort litið verði á málið sem ósmekklegt grín og það látið niður falla. - bj Andlátstilkynning samfanga: Rannsókn lögreglu lokið ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON FJÖLMIÐLAR Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra hefur viðrað þá hugmynd að ríkis- sjóður taki yfir lífeyrisskuldbind- ingar Ríkisútvarpsins ohf. og eign- ist í staðinn útvarpshúsið við Efstaleiti. Bókfært virði hússins er þrír milljarðar króna sem er sama upphæð og lífeyrisskuldbindingar fyrirtækisins. Síðan Ríkisútvarpið var gert að opinberu hlutafélagi árið 2006 hefur um 800 milljóna króna eigið fé fyrirtækisins brunnið upp vegna fjármagnskostnaðar vegna lífeyr- isskuldbindinga og húseignarinnar við Efstaleiti. Þegar endurskoðuð rekstraráætlun RÚV var kynnt á dögunum kom fram að í byrjun apríl 2007 var eigið fé RÚV 880 milljónir en var komið niður í tæpa 31 milljón í lok ágúst 2008. Á því tímabili var rekstrartapið um 70 milljónir króna. Það sem vinnst með þessari aðgerð er að létta lífeyrisskuldbindingum gömlu stofnunarinnar af RÚV ohf., og þar með fjármagnskostnaði af þeim. Ríkið sem eigandi er í raun að grípa til aðgerða svo RÚV sligist ekki undan þessum fjármagnskostnaði og til að bæta eiginfjárstöðu fyrir- tækisins. Í raun er um bókhaldslegt atriði að ræða þar sem ríkið er eig- andi RÚV ohf., og þar með útvarps- hússins. Lífeyrisskuldbindingar RÚV eru hjá Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins og hvíla á ríkissjóði hvort sem þær heyra undir RÚV sem fyrirtæki eða ríkið sjálft. Til að af þessu geti orðið þarf að vera heimild á fjárlögum. Hún er ekki fyrir hendi á fjárlögum 2009 sem nú eru til meðferðar Alþingis. Hugsanlegt er að gert verði ráð fyrir þessari aðgerð á fjáraukalög- um. - shá Kemur til greina að ríkissjóður taki yfir lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf.: Lífeyririnn að sliga reksturinn ALÞINGI Staða sérstaks saksóknara sem rannsaka á aðdraganda bankahrunsins verður auglýst fljótlega. Haft verður samráð við fulltrúa allra þingflokka um ráðningu, segir Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra. Alþingi samþykkti frumvarp um sérstakan saksóknara á miðviku- dag. Björn sagði á Alþingi í gær að umsóknarfrestur verði tvær vikur. Að þeim liðnum verði fulltrúar allra flokka, valdir með samráði við allsherjarnefnd, kallaðir til samráðs í dómsmála- ráðuneytinu um ráðninguna. - bj Staða saksóknara auglýst: Samráð haft um ráðningu BJÖRN BJARNASON DÓMSMÁL Þrjá stúlkur hafa verið dæmdar í Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir hrottalega árás á jafnöldru sína. Stúlkurnar sem eru allar innan við tvítugt, stungu meðal annars logandi sígarettu í líkama hennar og neyddu hana síðan til að borða sígarettuna. Tvær stúlknanna fengu sex og fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára. Þriðja stúlkan hafði áður hlotið tólf mánaða fangelsisdóm fyrir að vera með fíkniefni innvortis er hún var tekin í Leifsstöð. Hún afplánar nú þann dóm og var ekki gerð sérstök refsing nú. Árásin átti sér stað í júlí á síðasta ári í aftursæti bifreiðar í Fossvogs- kirkjugarði. - jss Þrjár stúlkur dæmdar: Hrottaleg árás á jafnöldru NEYTENDUR Alþingi samþykkti í gær hækkun á olíugjaldi og kílómetragjaldi, vörugjaldi af öku- tækjum og eldsneyti og bifreiða- gjaldi. Lögin voru keyrð í gegnum þingið með hraði, málið var samþykkt rúmum klukkutíma eftir að það var lagt fram. Olíugjald hækkar úr 41 krónu af hverjum lítra af olíu í 46,12 krónur og vörugjald af bifreiðum, eldsneyti og fleiru hækkar einnig. Bifreiðagjald er í mörgum flokkum eftir þyngd bifreiða og hækka þeir allir. Hraði málsins skýrist líklega af því að menn hafi viljað koma í veg fyrir að bensín yrði hamstrað. - kóp Alþingi hækkar gjöld: Gjöld á olíu og bíla hækkuðu ÞORGERÐUR K. GUNNARSDÓTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.