Tíminn - 27.06.1982, Síða 20
20 ______________
á bókamarkaði I.
1!
A NovaI toy
/INDRÍ
Tíansialso by Swptwn Bectwt
The Erasers
Alain RobliB-Grillet
André Malraux:
The Conquerors
Grove Press 1978
■ Bókabúð Máls og menningar hefur
nýlcga fengið ágæta sendingu af bókum
frá bandaríska forlaginu Grove Press
sem einkum er þekkt fyrir athygli þá sem
það sýnir evrópskum, og einkum
frönskum, bókmenntum. Við kynnum
aðeins tvær af mörgum i bili, bækur
Robbe-Grillet og Malraux, en Sigurveg-
arar þess síðarnefnda kom fyrst út árið
1928. Hún er byggð á reynslu höfundar
i Kína um og upp úr 1920 er þar voru
óróleikatimar. Vinstrisinninn Malraux
setur upp pólitíska dæmisögu i þessu
umhverfi, það takast á Borodin og
Garine, sá fyrri bolséviki og byltingars-
inni, hinn evrópskur anarkisti. En sagan
er meira: hún er tildæmis bara spennandi
og skemmtilega skrifuð saga um land i
upplausn og byltingu, og hvernig bregst
einstaklingurinn blessaður við þeim
ósköpum, ekki síst ef hann hefur
hugsjóna að gæta? Og svo étur byltingin
börnin sin.. Fyrir seinni tíma ritdómara
er frásögnin sjálf ekki minnst virði við
þessa bók, hraðinn, spuninn, Malraux
kann sitt fag, eða svoleiðis. Aftast i
bókinni er eftirmáli sem hann skrifaði
löngu scinna og veltir þar fyrir sér
aðstæðum þá og nú, hvað hafi breyst og
hvað ekki...
Alain Robbe-Grillet:
The Erasers
Grove Press 1978
■ Alain Robbe-Grillet kom fyrst fram
á sjónarsviðið í Frakklandi á sjötta
áratugnum og þótti þá afar efnilegur
rithöfundur. Þessi bók hér var hans fyrsta
og kom út árið 1953 en siðan hafa komið
frá honum nokkrar skáldsögur með
alllöngu millibili og auk þess fáeinar
bækur annars eðlis, og ber þá hæst bók
hans um „nýju skáldsöguna" en
kenningar hans um hlut skáldskapar i
breyttu samfélagi vöktu á sínum tima
athygli viða um heim, enda þótt áhrifin
hafi e.t.v. ekki verið langvinn. Þó, það
er aldrei að vita. Þá má einnig geta þess
að Robbe-Grillet skrifaði handritið að
hinni frægu kvikmynd, Síðasta ár í
Marienbad, sem þótti að flestu leyti
timamótamynd. En hér segir frá
sólarhring í litlum bæ. Undanfama daga
hafa verið framin morð af ótekktum aðila
eða aðilum viðs vegar um landið og nú
virðist sem einn eitt morðið hafi verið
framið hér. Lögreglumaður kemur á
staðinn, en er allt sem sýnist? Það er vel
hægt að lesa bókina sem mysteriu
eingöngu en ekki sérlega viturlegt.
Robbe-Grillet beinir sjónum sinum
dýpra, dýpra, og aukinheldur er
eftirtektarvert að kynnast stíl hans og
frásagnaraðferð en hvorttveggja er fáu
líkt.
THE
UNDESIRABLE
JOURNALIST
The ..
Farewell
Party
iiiMrst'J hy
Milan Kundera
1
Gúnter WallrafT:
The undesiruble Joumalist
Pluto Press 1982
■ Glöggir lesarar Helgar-Timans muna
náttúrlega vel eftir Gúnter Wallraff en í
fyrrasumar birtum við langa og ýtarlega
grein i tveimur hlutum um vist þessa
umdeilda þýska rannsóknarblaðamanns
á dagblaðinu BILD, sem flestir þekkja
og ekki af góðu. Wallraff, sem er á lítt
skilgrcindan hátt vinstrimaður í pólitík,
kom þar rækilega upp um vinnubrögðin
sem ráða á BILD, blaðinu sem hiklaust
má fullyrða að sé notað af erki
hægrimönnum til að halda alþýðunni
niðri. Springer gefur það út. En Wallraff
hefur viðar komið við áður en hann
dulbjó sig sem Hans Esser á BILD.
Vinnubrögð hans eru jafnan hin sömu
eða svipuð: hann siglir undir fölsku
flaggi, gerist iðnverkamaður, ritari
fasistahóps, lögreglunjósnari,
vopnabraskari, og siðan birtir hann
harðorðar frásagnir um viðkomandi
störf. Stundum vakir fyrir honum að
upplýsa þýsku þjóðina um ömurlega
lifnaðarhætti lágstéttanna (og barátta
hans hcfur m.a. orðið þess valdandi að
framhjá því er nú vart unnt að horfa
lengur) eða að hann vill vara við
tilhneigingum stækra hægrisinna til
fasisma, skoðanamyndunar og gróð-
abralls. Wallraff er umdeildur i betra lagi
og sumir hægrimenn hafa á honum
rammt hatur en með óvenjulegum
vinnubrögðum sinum, kænsku og
útsjónarsemi hefur hann áreiðanlega
gert mikið gagn. Hér er safn eftir hann
um ótrúlegustu mál, þ.á.m. BILD.
Milan Kundera:
The Farewell Party
Jobn Murray 1979
■ Milan Kundera fæddist i tékknesku
borginni Brno, sonur frægs píanóleikara
af þeim slóðum. Hann gekk i
Kommúnistaflokkinn 18 ára að aldri en
var rekinn úr honum tveimur árum siðar,
þótti ekki þægur. Hann settist að í Prag
þar sem hafði i sig og á með þvi að leika
jazzmúsik, skrifa og gera kvikmyndir.
Hann varð prófessor við kvikmyndadeild
háskólans og kenndi þá m.a. Milos
Forman. Kundera hefur gefið út
talsverðan fjölda bóka og af ýmsu tagi en
yfirvöldin voru ekkert yfir sig glöð.
Kundcra fylgdi ekki forskriftum þeirra
og að sjálfsögðu hljóta verk jafn
skarpskyggnra manna og hans að fá
pólitiskar dímisjónir i alræðisriki, án
þess þeim sé beinlínis ætlað að fjalla um
pólitik. Eftir innrásina 68 hefur Kundera
verið i ónáð en er nú prófessor í
Frakklandi. Hann hefur fundið sér fjölda
lesenda á Vesturlöndum og einkum og
sér í lagi hefur siðasta bók hans, sem
kalla má Bók hláturs og gleymsku, fengið
mikið lof. Hér er stutt, kómisk saga um
jazztrompctleikara sem lendir i vand-
ræðum vegna kvennafars. Þetta er satira
um fólk og líf þess, Kundera beinir Ijósi
sinu að kjama lífs okkar og þeim
formúlum sem við lifum eftir.
■ Bxkurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókabúð Máls og menningar.
Tekið skal fram að hér er um kynningar að rxða en öngva ritdóma.
KÍKÓTAFÁRIÐ
„Don Kíkóti, 2. bindi” eftir Cervantes
Cervantes:
Don Kíkóti, 2. bindi
Guðbergur Bergsson islenskaði
Almenna bókafélagið 1982
■ Skyldi þjóðin hafa verið orðin
aðframkomin af Kíkótaskorti? Ég veit
að visu ekki betur en hún hafi komist
sæmilega af án hans í mörg hundruð ár
- svo kom demba á síðasta ári.
Sjónvarpið byrjaði, sýndi ameríska
biómynd, hélt svo áfram með löngum
teiknimyndaflokki fyrir böm, Don
Kíkóti var settur upp í rómaðri sýningu
Alþýðleikhússins, og Almenna bókafé-
lagið hóf að gefa út sjálft meistaraverk
Cervantes í þýðingu Guðbergs Bergs-
sonar. Var það eitthvað fleira sem við
fengum að sjá og heyra um þennan
æruverðuga don? Man ekki, en nú er
altént komið út annað bindi af útgáfu
AB; þau verða átta, sem kunnugt er.
Um fyrsta bindið birtist allýtarlegur
ritdómur hér í Helgar-Tímanum fyrir
siðustu jól og i sjálfu sér litlu við hann
að bæta, þó komið sé annað bindi. Hér
eru rakin hin forkostulegu ævintýr Don
Kíkóta og skjaldsveins hans Pansa;
ósigrandi heldur Don Kíkóti hvað eftir
annað út í heim að fella hið illa en reynist
brotgjamari en hann hugði. Kannski er
Don Kíkóti einhver mesta dæmisaga
heimsbókmenntanna, um sakleysið sem
sífellt fer halloka en gefst þó aldrei upp;
aldrei, aldrei! Og förunauturinn Sankó
Pansa er, eins og Guðbergur sagði
,fulltrúi okkar; okkar sem fylgjum
hinum miklum leiðtogum fram í rauðan
dauðann. Aukinheldur tekur Cervantes
undir sig hliðarstökk hingað og þangað,
þau em misjafnlega skemmtileg en það
er öllum hollt að kynnast Don Kikóta
og riddaramennsku hans. Fyrir nú utan
að sagan er oft stórkostlega skemmtileg,
þarf að taka það fram? Það er meira en
þess virði að fylgjast með hverju nýju
bindi sem kemur.
„Nú þekki ég Don Kíkóta“
En ég er nú bara hræddur um að ekki
nógu margir endist til þess. Aha! -
útgáfuformið. Átta bindi eru nóg til að
æra óstöðugan. Raunar á ég bágt með
að sjá hvað vakti eiginlega fyrir
Almenna bókafélaginu þegar ákveðið
var að haga útgáfunni á þennan hátt; sáu
menn ekki að hversu góður sem Don
Kikóti er þá er vart við því að búast að
þjóðin nenni að bíða sífellt nýrra
ævintýra i kannski þrjú fjögur ár en svo
langan tíma mun það taka fyrir alit
verkið að komast á prent. Liklega er
útgáfa á klassiskum verkum eins og Don
Kíkóta nokkurt áhættuspil fyrir útgáfu-
fyrirtæki en þetta hygg ég að sé
kolvitlaus leið. Einkum þegar i hlut á
bók á borð við Don Kikóta; Don Kíkóti
hefur í aldanna rás orðið nokkurs konar
fenómen, riddarinn sjónumhryggi, og
þó þjóðinni kunni að þykja gaman að
kynnast þessu fyrirbæri af eigin raun er
hætt við að henni þyki nóg komið eftir
eitt eða tvö bindi, einkum vegna þess að
bindi þessi verða ekki svo ýkja
frábrugðin hvert öðru.
„Nú þekki ég Don Kíkóta,“ get ég
ímyndað að fólk segi eftir eitt bindi,
„ansi er hann skemmtilegur." En sjö
bindi í viðbót, á þriggja ára tímabiii? Og
hvert öðru líkt; því miður veit ég ekki
hversu margir hafa þolimæði í það þó
allir, vel að merkja, ættu auðvitað að
hafa þá þolinmæði. Don Kíkóti er bók
sem réttast er að Iesa í einni lotu, eða
því sem næst.
Virðingarvert
En vonum það besta. Þrátt fyrir allt
er það mjög virðingarvert hjá Almenna
bókafélaginu að gefa bókina út á annað
borð; eins og flestir vita lenti Guðbergur
í miklum vandræðum með að fá þýðingu
sína á prent og leitaði þó til ýmissa
forlaga. Don Kíkóti mun aðeins vera
fyrsta bókin í ritröð klassiskra verka hjá
Almenna bókafélaginu - Shakespeare
Helga Hálfdanarsonar mun fylgja í
kjölfarið - og ástæða til að kætast, það
eru ekki svo mörg klassisk verk frá
útlöndum sem hafa fundið sér leið á
islensku undanfarin ár og áratugi. Helst
að Mál og menning hafi sýnt lit með
ágætum bókaflokki hin síðustu ár. En
það vantar margt ennþá.. - ij.
■ Guðbergur Bergsson, þýðandi. í
umsögn segir m.a.: „...það er öllum
hoUt að kynnast Don Kikóta og
riddaramennsku hans. Fyrir nú utan að
sagan er oft stórkostlega skemmtUeg,
þarf að taka það fram? Það er meira en
þess virði að fylgjast með hverju nýju
bindi sem kemur.“
Vænkast hagur íslenskra leikrita:
MENNINGARSJODIIR
OG LEIKLISTARRÁÐ
UNDIRBÚA ÚTGÁFU
■ Hjá bókaútgáfu Menningarsjóðs og
Leiklistarráði er nú unnið að undirbún-
ingi útgáfu á íslenskum leikritum.
Þrátt fyrir að islenskri leikritagerð
hafi vaxið mjög fiskur um hrygg
undanfarin ár og áratugi hefur ótrúlega
lítið verið gert af því að gefa út á bókum
verk leikritahöfunda. Leikrit Halldórs
Laxness hafa að vísu komið út jafnóðum
hjá Helgarfelli, en aðeins þrjú af tiu
leikritum Jökuls Jakobssonar i fullri
lengd hafa, enn sem komið er að
minnsta kosti, birst á bók. Útgáfa verka
annarra höfunda hefur verið mjög
happa- og glappakennd, svo ekki sé
meira sagt, en á siðustu árum hefur þó
færst i vöxt að leikrit komi út i ódýrri
útgáfu um leið og þau eru frumsýnd.
Þessi útgáfa hefur hvergi nærri nægt
leikhúsáhugamönnum, enda hafa svo
margir nýjir leikritahöfundar komið
fram i dagsljósið siðustu 10-20 ár að vel
má tala um talsverða grósku. Má nefna
að við vitum ekki til að út hafi komið
eitt einasta verk eftir Kjartan Ragnars-
son, Birgi Sigurðsson, Guðmund Steins-
son, Ólaf Hauk Símonarson o.fl.
En nú á sem sé að verða breyting á.
Að sögn Hrólfs Halldórssonar hjá
Menningarsjóði var það Leiklistarráð
sem hafði samband við sjóðinn og fór
fram á samvinnu um útgáfu á leikritum.
Var undir eins tekið mjög vel i þá
málaleitan og er undirbúningur nú
kominn á nokkurn rekspöl, án þess þó
að Hrólfur treysti sér til að segja til hvar
útgáfa þessi myndi í byrjun bera niður.
Ætlunin er að gefa tvö leikrit út á einni
bók í hvert sinn enda eru leikrit flest
hver heldur rýr að blaðsíðutali og standa
vart undir veglegri bók. Ekki mun
fullfrágengið hvort leikritin í hverri bók
verði eftir tvo höfunda eða hvort gefin
verði út tvö leikrit sama höfundar í einu.
Má það altént gott heita að þessu máli
hefur nú verið hreyft.
í framhaldi af þessu má geta þess að
nú er komið út á bók leikritið Úr
Aldaannál eftir Böðvar Guðmundsson
sem frumsýnt var hjá Litla leikklúbbn-
um á ísafirði í vor, eins og flestum mun
vera kunnugt. Efni leikritsins sækir
Böðvar, eins og nafnið bendir jú til,
aftur á miðaldir og er í því reynt að varpa
Ijósi á ömurleg kjör allrar alþýðu og hver
áhrif þau kjör höfðu á hugsunarhátt og
lífsviðhorf fólksins, raunar allan lifs-
feril. Það er Litli leikklúbburinn sjálfur
sem stendur að þessari útgáfu. Úr
Aldaannál vakti töluverða athygli og
fékk góða dóma og komu ísfirðingar
meðal annars með leikinn suður til
Reykjavíkur og sýndu á Listahátíð sem
nú er nýlokið.
■ Úr Aldaannál eftir Böðvar Guðmundsson var frumsýnt hjá Litla leikklúbbnum
á ísafirði i vor og nú hefur klúbburinn gefið verkið út á bók. Einhvern tíma í
fyrirsjáanlegri framtið verður svo hafin vegleg útgáfa á íslenskum leikritum á vegum
Menningarsjóðs og Leiklistarráðs..