Fréttablaðið - 12.12.2008, Page 35

Fréttablaðið - 12.12.2008, Page 35
„Ungt fólk á Íslandi er ótrúlega frumlegt og skapandi, en við aug- lýstum eftir þátttakendum á jóla- markað Hins hússins á netinu og viðtökurnar létu ekki á sér standa,“ segir Berglind Sunna Stefánsdótt- ir, upplýsingafulltrúi hjá Hinu hús- inu – miðstöð ungs fólks, þar sem opinn verður glæsilegur og spenn- andi jólamarkaður ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára á laugardag milli klukkan 13 og 18. „Við héldum jólamarkað með svipuðu sniði í fyrra og ákváðum að prófa aftur í ár. Hingað kemur hópur ungs fólks með handverk sitt og hönnun, eins og fatnað, skartgripi, list, nytjamuni og fleira fallegt sem býðst gestum til kaups sem nýta vilja tækifærið og kaupa flottar og nýmóðins jólagjafir handa sínum nánustu,“ segir Berg- lind Sunna í fagurskreyttu Hinu húsinu við Pósthússtræti. „Við eigum von á góðum gestum og vonumst til að fólk kíki til okkar á rölti sínu við jólainnkaupin í mið- bænum. Við höfum skreytt allt hátt og lágt og virkilega hátíðleg stemning sem ræður hér ríkjum. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur, og tónlistarmennirn- ir My Summer as a Salvation Soldier, Loji, Einar Indra og Pikknikk munu spila fyrir gesti og gangandi,“ segir Berglind Sunna sem hlakkar til að sjá hvað listelsk ungmennin setja á markaðsborð laugardagsins. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir unga fólkið til að koma sér á fram- færi og sýna hvað það er að fást við, en þetta eru allt krakkar sem fylgj- ast með því sem er að gerast og stunda enga eftiröpun, heldur org- ínal og frumlega listsköpun, enda með skemmtilegar skoðanir og nálgun á lífið og tilveruna,“ segir Berglind Sunna. Þess má geta að nemendur á lista- sviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti opna samsýningu í Gallerí Tukt í Hinu húsinu á laugardag klukkan 16, en sú sýning endurspeglar vel þann mikla kraft og gerjun sem á sér stað hjá listnemum FB. Allir eru velkomnir, og hvattir til að kynna sér hvað unga fólki hefur fram að færa. thordis@frettabladid.is Nýmóðins og spennandi Í listelskandi hugum íslenskra ungmenna leynast fjársjóðir frumlegrar sköpunar sem í senn ber með sér fegurð og fágun. Handverks þeirra má njóta á jólamarkaði Hins hússins á morgun. Berglind Sunna Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi í Hinu húsinu, í jólalegum glugga gamla pósthússins á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Í bakgrunni er plakat jólamarkaðarins í ár, eftir Sigurð Atla Sigurðsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JÓLASVEINARNIR eru farnir að tínast til byggða og sá fyrsti, Stekkjastaur, er væntanlegur á Þjóðminjasafnið klukkan 11 í dag. Bræð- ur hans mæta síðan einn á dag á safnið á sama tíma fram að jólum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.