Fréttablaðið - 12.12.2008, Side 44

Fréttablaðið - 12.12.2008, Side 44
8 föstudagur 12. desember Rósa Guðmunds- dóttir byrjaði að spila á píanó fyrir fjögurra ára aldur og var í klassísku píanónámi þar til hún varð átján ára. Eftir það lét hún til sín taka á mörgum sviðum en hefur nú lagt tónlistina fyrir sig og er búsett í New York. Viðtal: Alma Guðmundsdóttir Ljósmyndir: Stefán Karlsson Þ egar ég flutti frá Vest- mannaeyjum til Reykja- víkur átján ára gömul brann ég yfir á tónlist- inni og fór að reka næt- urklúbbinn Spotlight, sem ég gerði í tvö ár. Þegar ég varð nítján ára og eign- aðist kærustu í fyrsta sinn gerðist ég sjálfskipaður talsmaður Samtak- anna ´78 því mér fannst svo margt þurfa að breytast hér. Ég varð fyrir fordómum fyrir að vera öðruvísi í Vestmannaeyjum og fann fyrir því sama þegar ég kom út úr skápnum,“ segir Rósa sem var ófeimin við að tjá skoðanir sínar. „Ég var umdeild á sínum tíma því ég var að takast á við mjög heit málefni, eins og til dæmis mál inn- flytjenda. Ég var einn af forsprökk- um þáttagerðarmanna Skjás eins og var með þátt sem auglýsendur bökk- uðu svo út úr að kosta því þeir voru hræddir við hvað ég var eldfim,“ út- skýrir Rósa og hlær. „Ég stofnaði svo fyrstu íslensk/ amerísku umboðsskrifstofuna á Ís- landi með amerískum fjárfesti. Þar kynnti ég til dæmis Þórunni Ant- oníu og Erp Eyvindarson á erlendri grundu,“ segir Rósa. Eftir 11. sept- ember 2001 voru þau með stórt verkefni í burðarliðnum sem hét Sýnum lit gegn kynþáttafordóm- um og var unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg. Þau voru búin að fá helstu tónlistarmenn landsins ásamt Jungle Brothers til að spila á Broadway. Eftir 11. september varð þetta að engu. Árið 2002 fór Rósa til Jamaíku og tók upp í hljóðveri sem Björk, Gor- illaz og No Doubt höfðu meðal ann- ars tekið upp í. Ári síðar fór hún til London í upptökur hjá Martin Heath, sem tók hljómsveitina The Killers upp á sína arma, og bauðst samn- ingur sem lagahöfundur. „Þá var ég með um 30 lög tilbúin en þeir vildu að ég myndi byrja að semja nýtt efni með öðrum höfundi og skipta öllu jafnt með honum. Ég vildi hins vegar bara einbeita mér að því sem ég var komin með svo ég afþakkaði tilboðið,“ segir Rósa sem hélt ótrauð áfram. FÖST Á ÍSLANDI „Árið 2005 hélt ég tónleika á Joe’s Pub í New York þar sem Motown Records sýndu mér mikinn áhuga. Ég planaði því aðra tónleika sem áttu að vera stuttu síðar og var að öllum líkindum að fara að skrifa undir samning við þá. Ég fór heim til Íslands í stuttan tíma í millitíð- inni en þegar ég kom aftur út í byrj- un 2006 kom í ljós að ég hafði óvart gist yfir leyfilegan tíma í Bandaríkj- unum fyrir heimförina, svo þegar ég lenti var ég bara sett í járn og send aftur til Íslands. Ég fékk algjört áfall og veröld mín hrundi,“ útskýrir Rósa sem var þá í sambandi við ameríska stelpu. „Kærastan mín mátti ekki einu sinni koma að sjá mig áður en ég var send aftur heim, svo við skildum ástfangnar á þessum tíma- punkti og höfum ekki sést síðan,“ bætir hún við, en Rósu var meinað- ur aðgangur inn í Bandaríkin í fimm ár í kjölfarið. „Ég réði lögfræðing í Bandaríkjun- um og höfðaði mál. Ég fékk mikinn stuðning frá Andreu Jóns og Óla Palla á Rás 2, Jakobi Frímanni Magnúsyni og tónlistarmanninum Lionel Richie sem ég hafði kynnst í New York, en þau skrifuðu öll undir stuðningsyfir- lýsingu til að styrkja mitt mál ásamt fleirum. Jón Baldvin Hannibalsson bauðst líka til að fara í sendiráð- ið fyrir mig hérna heima til að út- skýra mína stöðu. Ég er mjög þakk- lát þessu góða fólki sem lagði sitt af mörkum til að hjálpa mér, því ég vann málið og fékk inngöngubann- ið stytt úr fimm árum niður í tvö,“ segir Rósa. „Þegar ég kom út í byrjun þessa árs smalaði ég saman stelpum sem ég hafði verið að spila með áður en ég „festist“ og hef notað allt þetta ár í að æfa, semja og útsetja strengja- tónlist. Ég sem og útset allt sjálf frá a til ö svo það er gífurleg vinna,“ segir Rósa, sem hefur umboðs- manninn John Doumanian sér til halds og trausts, en hann var hátt settur í Columbia Records á sínum tíma og hefur framleitt kvikmyndir Woodys Allen. „Við stelpurnar köllum okkur The Ultra Tight og héldum tónleika í The Cutting Room í New York fyrir ýmis plötufyrirtæki um miðjan nóvem- ber. Það gekk vonum framar og ég er núna í viðræðum við NBC Universal og Jive Records sem Britney og Pink eru meðal annars hjá. Ég er samt bara að skoða málin og ætla ekki að taka neina ákvörðun fyrr en ég hef haldið tvenna tónleika í viðbót og vonandi fengið fleiri tilboð,“ segir Rósa sem fékk frábæra dóma eftir fyrstu tónleikana hjá blaðamanni Rolling Stone. Þar segir blaðamað- urinn Tiffany Bakker meðal annars að Rósa sé eflaust næsta nafn á lista yfir heimsþekkta íslenska tónlistar- menn, með Sigur Rós og Björk. Í STÓRA EPLINU Spurð hvort það sé dýrt að búa í New York og reyna fyrir sér í tónlistinni segir hún svo vera. „Ef maður hefur tilgang og fjárhagsöryggi í New York vinnur borgin með manni, ef maður er ekki með tilgang og áhyggjur étur borgin mann upp. Þannig upplifi ég það. Það er rándýrt að búa sæmilega í New York en ég er með fjársterk- an aðila með mér sem ég stofnaði fyrirtækið mitt með og er viðskipta- félagi minn til tíu ára. Við gerðum fjármagnssamning og fjárfestum í mínum ferli svo ég er á launum á meðan ég er að vinna í tónlist- inni. Þegar ég næ svo mínu mark- miði semjum við um arðskiptingu,“ útskýrir Rósa sem býr í íbúð við Empire State-bygginguna og segist kunna vel við sig í borginni. FRAMTÍÐARDRAUMAR „Í framtíðinni langar mig að byggja mér hús á Íslandi og kaupa íbúð á Manhattan, svo langar mig að stofna fjölskyldu þegar ég er búin að því. Þó svo ég muni líklegast enda með konu ef mér er ætlað samband, höfum við viðskiptafélagi minn ákveðið að eignast saman börn einn daginn, sama hvort ég verði komin í samband þá eða ekki. Ég hef aldrei orðið ástfangin af karlmanni, en hann kemst svona næst því að vera maðurinn í mínu lífi,“ segir Rósa og hlær við. „Annars á tónlist- in hug minn allan í dag. Ég á efni á yfir tvær og hálfa plötu, svo næsta skref er bara að gera góðan samn- ing við það plötufyrirtæki sem ég enda hjá og koma tónlistinni minni á framfæri.“ „FESTIST“ Á ÍSLANDI Í TVÖ ÁR Eftirsótt Rósa Guðmundsdóttir skoðar nú tilboð frá plötufyrirtækjum sem hafa sýnt henni áhuga í New York. ✽ ba k v ið tjö ldi n Stjörnumerki: Fiskar. Besti tími dagsins: Kvöldin og nóttin. Geisladiskurinn í spilaranum: Spilarinn er heilinn á mér. Uppáhaldsmaturinn: Hollir grænmetisréttir. Líkamsræktin: Spin-tímar, hlaup, sund, jóga, pilates eftir skapi bara. Það er nauðsynlegt að þjálfa hjarta- vöðvann. Oft er þetta meiri geðrækt en líkamsrækt hjá mér. Ég sigraði þung- lyndi með íþróttum og get alltaf haldið því í skefjum með þeim. Pillur geta EKKI komið í stað hreyfingar. Mesta dekrið: Nudd! Fótanudd sérstaklega. Gott að láta gæla við líkamann. Ég lít mest upp til: Sjálfrar mín og almættisins. Saman erum við ósigr- andi! Áhrifavaldur- inn? Madonna fyrir sjálfstæðið, pabbi fyrir agann, mamma fyrir skilyrðisleys- ið, guð fyrir skilninginn, Karen Carpenter fyrir sorgina, systir min fyrir hvatninguna og Susan vinkona fyrir óbilandi trú. Draumafríið? Eitthvað afskekkt í sólinni er fínt. Hverju myndirðu sleppa ef þú yrðir að spara? Að borða jafnmikið úti, annars kann ég alveg að vera hagsýn og er það almennt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.