Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2008, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 12.12.2008, Qupperneq 58
34 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál- efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Sigmundur Guðbjarnason skrifar um nýsköpun Á liðnum áratugum hafa Íslend-ingar af og til gert átak til að efla nýsköpun í atvinnulífi og leit- að ýmissa leiða í þeim tilgangi. Viðleitnin hefur verið mest á tímum aflabrests og efnahags- lægða en með batnandi hag hefur áhuginn á nýsköpun minnkað. Nýsköpun og nýmæli í atvinnu- lífinu verða með ýmsum hætti og reynt hefur verið að skapa frjóan jarðveg fyrir ræktun slíkra hæfi- leika og nýrra hugmynda. Víða erlendis er markvisst unnið að því að rækta þá hæfileika sem styrkja frumkvæði einstaklinga og frum- lega hugsun, áræði og nýsköpun í atvinnulífinu. Hér á landi hafa einnig verið reyndar ýmsar leiðir til að efla nýsköpun og framtaks- semi í skólum og taka nemendur þessari viðleitni vel og sýna frum- kvæðið þegar færi gefst. Vert er að vekja athygli á því sem gert hefur verið á þessum vettvangi og er mikilvægt að styðja það og styrkja og kynna betur. 1. Nýsköpunarkeppni grunn- skóla hefur farið fram um árabil á vegum Fræðsluskrifstofu Reykja- víkur. Uppfinningar þessara ungu keppenda hafa verið kynntar opin- berlega og þóttu margar þessara hugmynda bráðsnjallar. „Félag ungra uppfinningamanna“ var stofnað 1994. Slík keppni krefst kennara og stjórnenda sem hafa brennandi áhuga á viðfangsefn- inu. Þátttaka barna í slíku starfi hefur áhrif á hugsunarhátt þeirra, eykur frumkvæði og útsjónarsemi og hvetur þau til að leita leiða til að leysa vandann hverju sinni. 2. „Hugmyndasamkeppni ungs fólks í vísindum og tækni“ eða Hugvísir er þáttur í vaxandi sam- vinnu atvinnu- lífs og skóla í Evrópu og eru þátttakendur á aldrinum 15-20 ára. Keppninni er ætlað að efla hæfileika til að leysa vandamál á nýstárlegan hátt og sýna eigið frum- kvæði, mark- visst vinnuferli og sjálfstæð vinnubrögð. Þessi keppni er hluti af mannauðsáætlun ESB. 3. „Nýsköpunarsjóður náms- manna“ var stofnaður 1992 og áttu stúdentar allt frumkvæði að því. Hefur þessi sjóður veitt styrki í fjölmörg athyglisverð rannsókna- og nýsköpunarverkefni. 4. „Rannsóknanámssjóður“ var stofnaður 1993. Hlutverk hans að styrkja nemendur til frekari þjálf- unar í vísindalegum vinnubrögð- um, bæði á sviði grunnrannsókna og hagnýtra rannsókna. Slík þjálf- un er mikilvægur þáttur í mennt- un til meistara- eða doktorsprófs, þar sem nemendur temja sér markviss og öguð vinnubrögð við úrlausn flókinna viðfangsefna. Sú reynsla og þjálfun nýtist vel í hinum margvíslegu störfum sem kandidatar takast á við, bæði í heimi vísinda og viðskipta. 5. Vísinda- og tækniráð er arf- taki Rannsóknarráðs Íslands og veitir styrki úr nokkrum sjóðum, m.a. Rannsóknasjóði (áður Vís- indasjóði) og Tækniþróunarsjóði (áður Tæknisjóði). Ýmsar þær umbætur sem Rann- sóknarráð Íslands gerði á starfs- háttum og vinnubrögðum við styrkúthlutanir hefur verið fram haldið hjá Rannsóknasjóði en Tækniþróunarsjóður hefur valið önnur vinnubrögð. Nýlega var haldið upp á 20 ára afmæli Tæknigarðs en Háskóli Íslands byggði tvo slíka tækni- garða í tilefni 75 ára afmælis Háskólans 1986. Þetta eru nýsköp- unarhreiður fyrir sprotafyrirtæki, hinn nýsköpunargarðurinn er Efna- og líftæknihúsið á Keldna- holti og er Orf líftækni þar starf- andi. Tæknigarður hefur reynst mjög farsælt frumkvöðlasetur. Hafa þar verið starfrækt 77 fyrir- tæki á þessu tímabili, 30 fyrirtæki eru enn starfandi, 30 hafa hætt starfsemi og önnur hafa samein- ast öðrum fyrirtækjum. Þetta telst mjög góður árangur. Frumkvöðlar eru fólk á öllum aldri sem vilja byggja upp eigin fyrirtæki og getur það verið á mjög ólíkum sviðum. Þeir sem leggja út í slík ævintýri verða að hafa dirfsku, framtakssemi og úthald því þeirra geta beðið erfið- ir tímar í mörg ár. Ef vel gengur uppskera menn ánægjuna af því að hafa skapað nýja starfsemi og nýjar afurðir sem markaður er fyrir. Reynsla frumkvöðla er eðli- lega misjöfn en síðustu ár hafa verið mörgum erfið. Stuðningur við sprotafyrirtæki hefur yfirleitt verið lítill, fjárfestar hafa í góð- ærinu viljað glíma við stærri verk- efni sem skila skjótt arði, Nýsköp- unarsjóður hefur lengst af verið máttlítill og vinnubrögð Tækni- þróunarsjóðs eru umdeilanleg. Eigi þessi nýsköpunarviðleitni að skila því sem að er stefnt verður að styðja betur við uppbyggingu og markaðssetningu. Við verðum að láta þekkinguna og hugmyndaflugið vinna fyrir okkur í auknum mæli og virkja allt í senn listir, vísindi og tækni til að auka samkeppnishæfni þjóð- arinnar á öllum sviðum. Þetta er vert að hafa í huga við endurreisn Íslands. Höfundur er prófessor emeritus. Nýsköpun og ræktun frumkvöðla UMRÆÐAN Jón Gunnarsson skrif- ar um krónubréf Fagna ber þeirri þróun sem orðið hefur á gengisskráningu krón- unnar síðan takmarkað flot hennar hófst í síðustu viku. Styrking krónunnar er vonandi varanleg þannig að draga megi sem fyrst úr þeim höftum sem sett voru á gjaldeyrisviðskipti. Líklegt er að inneignir erlendra aðila í íslenskum krónum muni leita úr landi þegar höftunum verður aflétt. Hér er um að ræða fjármuni fjárfestingasjóða sem hafa það að markmiði að ávaxta pund sitt sem best. Flótti þeirra ræðst af áhyggjum af horfum í íslensku efnahagslífi og sveiflum á gjaldmiðlinum. Fyrirsjáanleg afleiðing þessa er tímabundinn þrýstingur til lækkunar á geng- inu meðan sú þróun gengur yfir. Hér vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að gera samkomulag við þessa aðila sem gæti haft þau áhrif að þeir sjái hag sínum best borgið með því að halda þessu fjármagni í landinu næstu árin. Slík aðgerð myndi takmarka hættuna á veikingu íslensku krón- unnar. Í dag eru orkufyrirtæki okkar í ákveðnum vandræðum með að fjármagna mikilvægar fram- kvæmdir vegna aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Við þessar aðstæður væri æski- legt að semja m.a. við eigendur krónubréfanna um að í stað þess að þessum fjárhæðum væri á næstu misserum snúið í erlendan gjaldeyri og hann fluttur úr land- inu yrði þetta fjármagn lánað til framkvæmda innanlands. Slík lán gætu eftir atvikum þurft að vera með ríkisábyrgð eða möguleika á að breyta þeim í hlutafé í viðkom- andi fyrirtækjum eða verkefnum eftir tiltekinn tíma. Lausn af þessum toga gæti leyst tvö vandamál í senn. Fjármagnið gæti gert gæfumuninn í því að ekki þyrfti að tefja fram- kvæmdir við byggingu nýrrar stóriðju og tengdra virkj- ana. Jafnframt yrðum við ekki fyrir tímabundnum erfiðleikum við að greiða þessar kröfur út í erlendum gjaldeyri með tilheyr- andi þrýstingi á gengið. Ávinn- ingur þeirra sem fjármagnið eiga liggur í góðri langtímaávöxtun í traustum verkefnum. Við stöndum á miklum tíma- mótum í efnahagsmálum og umræða um framtíðargjaldmiðil landsins er knýjandi. Almennt er óumdeilt að minnkandi tiltrú er á að hægt verði að byggja á krón- unni sem framtíðargjaldmiðli þjóðarinnar. Langtímalausn þarf að liggja fyrir í þessu máli áður en langt um líður. Til skamms tíma er hins vegar mikilvægast að stöðva verðbólgu og lækka vexti. Sterk- ari króna er lykilatriði í því sam- hengi. Atvinnusköpun er okkur einnig gríðarlega mikilvæg á komandi misserum vegna þess samdráttar sem framundan er í landsfram- leiðslunni. Ofangreindar hugmyndir taka á öllum þessum þáttum; vinna gegn þrýstingu á krónuna og tryggja fjármögnun mikilvægra verkefna sem eru atvinnuskap- andi og framleiðsluhvetjandi. Hér þarf að hafa snör handtök. Höfundur er alþingismaður. Snar handtök UMRÆÐAN Stefán Eiríksson skrifar um kynbundið ofbeldi Stefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur frá stofnun emb- ættisins verið að auka öryggi og öryggistilfinn- ingu íbúa. Til þess að vinna að þessum mikil- vægu markmiðum hefur verið horft til nokkurra lykilatriða á sviði löggæslu, eins og t.d. aukins sýnileika lögreglu og öflugrar hverfa- og grenndarlöggæslu. Þegar kemur að rannsóknum saka- mála er að því unnið að auka gæði og skilvirkni rannsókna með ýmsum hætti, þar á meðal aukinni sérhæfingu og markvissri grein- ingarvinnu. Þessir þættir ásamt mörgum öðrum skipta miklu máli ef árangur á að nást. Lögreglan og raunar réttarkerf- ið í heild hefur á liðnum árum verið gagnrýnt fyrir frammistöðu sína vegna meðferðar kynferðis- brotamála. Þessi gagnrýni hefur að mörgu leyti verið réttmæt. Til þess að auka gæði og skilvirkni á þessu sviði sérstaklega var við stofnun LRH ákveðið að setja á laggirnar sérstaka rannsóknar- deild sem hefði það hlutverk að rannsaka kynferðisbrot. Það var mat embættisins að með stofnun sérstakrar rannsóknardeildar mætti bæði auka gæði og skil- virkni rannsókna á þessu flókna og erfiða sviði og um leið tiltrú almennings og einkum þolenda kyn- ferðisbrota á getu og áhuga lögreglu til að tak- ast á við rannsóknir þess- ara alvarlegu brota. Margt bendir til að það hafi geng- ið eftir. Hjá LRH er nú unnið að endurskoðun á skipulagi rannsóknardeildar embættisins, í samræmi við stefnu embættisins og með hliðsjón af gildistöku nýrra laga um meðferð sakamála. Í þeirri vinnu er m.a. horft til auk- innar sérhæfingar á ýmsum svið- um, aukinnar samvinnu milli ein- inga og aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Eitt af því sem nú er til skoðunar er að auka áherslu embættisins á rannsóknir heimilisofbeldismála, m.a. með það að markmiði að grípa mun fyrr til aðgerða en áður á þessu viðkvæma og mikilvæga sviði. Markmið slíkra breytinga er að koma í veg fyrir áframhaldandi heimilisofbeldi, auka gæði og skil- virkni rannsókna og um leið tiltrú almennings á lögreglu. Vonir standa til að tillögur að nýju skipu- lagi verði kynntar dóms- og kirkju- málaráðherra um næstu áramót og breytingar á skipulagi taki í kjölfarið þegar gildi. Höfundur er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknir á kynferð- is- og heimilisofbeldi SIGMUNDUR GUÐ- BJARNASON JÓN GUNNARSSON STEFÁN EIRÍKSSON Umsóknarfrestur er til 15. desember Kynntu þér námið á www.idnfraedi.is IÐNFRÆÐI VIÐ HR Iðnfræði er hagnýtt 45 eininga nám á háskólastigi. Markmið námsins er að styrkja stöðu nemenda á vinnumarkaði og gera þá hæfari til að takast á við fleiri og fjölbreyttari störf. Iðnfræði er eingöngu kennd í fjarnámi og er gert ráð fyrir að námið taki þrjú ár samhliða vinnu. Námið skiptist í þrjú svið: Byggingariðnfræði, rafiðnfræði og véliðnfræði. Skilyrði fyrir inngöngu er iðnmenntun. Í iðnfræðináminu bæta nemendur verulega við þekkingu og færni á sínu fagsviði, en náminu lýkur með lokaverkefni þar sem þeir sýna fram á verkþekkingu og faglega hæfni við tækni- legar úrlausnir í hönnun, skipulagningu og þróun. Iðnfræðingar geta bætt við sig 15 einingum í rekstrargreinum og útskrifast sem rekstrar- iðnfræðingar. NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ STYRKJA STÖÐU SÍNA Á VINNUMARKAÐI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.