Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 2
2 23. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Gunnar, átt þú hauk í horni í Ævari Erni? „Hann getur verið óttalegur fálki stundum.“ Ævar Örn Jósepsson rithöfundur skýrði persónu í glæpasögunni Land tækifær- anna eftir Gunnari Viktorssyni sjúkraþjálf- ara, vini sínum úr Hafnarfirði. Persónan í bókinni er Haukamaður, en alvöru Gunn- ar er eitilharður FH-ingur. Gunnar skrifar þetta á „óþverraskap“ af hálfu Ævars. Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200 Reykjavíkurvegi 68 • 220 Hafnarfirði • s: 5557220 www.hafid.is LÖGREGLUMÁL Lögregluvarðstjóri af Suðurnesjum var handtekinn tvívegis vegna óláta og slagsmála á Hótel Nordica fyrir mánuði. Engar skýrslur eru til um málið hjá lögreglu og maðurinn er enn við störf. Fréttablaðið hefur undir hönd- um afrit af dagbókarfærslum lög- reglu um atvikið, sem átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 23. nóv- ember. Þar kemur fram að lögregla hafi verið kvödd að hótelinu vegna ölv- aðs manns sem væri „með leiðindi og uppivöðslu“. Þar rita lögreglu- menn sem fóru á vettvang að umræddur varðstjóri hafi átt í rifrildi við þrjá aðra og verið „mjög ógnandi“ við einn þeirra. Þeir höfðu lent í átökum fyrr um kvöldið, en ber ekki saman um hver átti upptökin. Einn mannanna sakaði varðstjórann um að hafa slegið sig með krepptum hnefa í andlitið. Hann hefur þó ekki kært. „Í viðræðum við starfsfólk hafði komið fram að ... var ekki velkom- inn á hótelið ef hann myndi ekki róa sig niður og virtust samstarfs- menn frekar uggandi um ástand hans,“ segir í dagbókinni. Ákveðið var að færa hann á lög- reglustöð úr því að hann virti ekki tilmæli um að halda sig frá fólkinu sem hann lenti í útistöðum við. Honum var kynnt réttarstaða handtekins og sakbornings, að því er segir í dagbókinni. Hann var mjög ölvaður við yfir- heyrslur og nefndi ítrekað að hann væri lögreglumaður og þyrfti ekki að kynna sér neinar upplýsingar. Að yfirheyrslu lokinni var honum ekið aftur á hótelið. Hann hafði áður lofað því að fara rakleiðis að sofa, en þegar hann kvaddi sagði hann hins vegar að hann hygðist halda áfram að skemmta sér. „Þess ber að geta að ...var mjög dónaleg- ur og hrokafullur í garð lögreglu- manna“ segir í dagbókinni. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins þurfti síðan aftur að hand- taka manninn og færa hann á lög- reglustöð síðar um nóttina. Þegar menn eru handteknir ber lögreglu að rita handtökuskýrslu um málið. Engin slík er hins vegar til um þetta mál, né heldur svoköll- uð frumskýrsla um málið. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuð- borgarsvæðinu, segir að þar sé um handvömm að ræða og úr því verði bætt. Fráleitt sé að slak að hafi verið á reglum um skráningu vegna starfa mannsins. Lögregluvarðstjórinn er enn við störf. Jón Bjartmarz, starfandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að embættið hafi verið látið vita af málinu og verið sé að vinna í því. stigur@frettabladid.is Ekki gerð skýrsla um ólæti lögreglumanns Lögregluvarðstjóri af Suðurnesjum handtekinn fyrir slagsmál og ólæti. „Dóna- legur og hrokafullur í garð lögreglu,“ segir í dagbók. Lögregla skrifaði ekki skýrslu um málið. Handvömm, segir lögreglustjóri. Varðstjórinn enn við störf. HÓTEL NORDICA Árshátíð stóð yfir á hótelinu umrætt kvöld. Átökin milli varðstjórans og eins mannanna brutust út á salerninu. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN STEFÁN EIRÍKSSON JÓN BJARTMARZ Halldóra Eldjárn, fyrrverandi forsetafrú, lést síðast- liðinn sunnudag, 85 ára að aldri. Halldóra fæddist á Ísafirði 24. nóvember 1923. Foreldrar hennar voru Ingólfur Árnason, fram- kvæmdastjóri á Ísafirði, og Ólöf Sigríður Jónasdóttir húsfreyja. Halldóra lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1942. Hún starfaði meðal annars hjá Orðabók Háskóla Íslands. Hún giftist Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði árið 1947. Kristján var kjörinn forseti Íslands 1968 og gegndi embætti í þrjú kjörtímabil, til ársins 1980. Kristján lést 14. september 1982. Börn Halldóru og Kristjáns eru Ólöf Eldjárn, Þórarinn Eldjárn, Sigrún Eldjárn og Ingólfur Árni Eldjárn. Halldóra Eld- járn látin DANMÖRK Fimmtán ungmenni fá níu til fimmtán mánaða óskilorðs- bundna fangelsisdóma vegna mótmælanna út af niðurrifi Ungmennahússins á Norðurbrú í Kaupmannahöfn vorið 2007. Sannað þótti að þau hefðu búið sig undir blóðug átök við lögreglu. Ungmennin fimmtán höfðu dvalist í húsinu síðustu dagana áður en það var rifið. Í húsinu fundust járnstengur, bens- ín sprengjur, grjót og fleira vopnakyns, sem þótti ótvíræð merki þess að beita hafi átt ofbeldi. - gb Deilur um Ungdómshúsið: Fimmtán hlutu fangelsisdóma HARÐAR DEILUR Óeirðir stóðu vikum saman á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI MENNTUN Greiðsluseðlar til nýrra nemenda við Háskóla Íslands eru á leiðinni í heimabanka þeirra, eftir að í ljós kom að skólinn fær úthlutað 130 milljónum meira frá ríkinu en talið var. Skólinn hafði látið eyða greiðsluseðlunum úr heimabönkunum, eftir að tilkynnt var um að framlög ríkisins lækkuðu um 960 milljónir frá því sem áður var áætlað. Rektor skólans sagði þá að ekki væri hægt að taka á móti 1.630 nýjum nemendum án aukafjár- veitingar. Milli annarrar og þriðju umræðu frumvarpsins á Alþingi bættust svo við þessar 130 milljónir í verðlagsuppfærslur. Kristín segir að þessi viðbót hafi verið óvænt en mjög ánægjuleg. „Okkur hafði verið sagt að fjárveitingin yrði minni og því teljum við komið til móts við okkur. Við bjóðum því þá nemendur velkomna sem uppfylla inntökuskilyrði,“ segir Kristín Ingólfsdóttir rektor. Góður hugur sé í starfsfólinu og það tilbúið til að leggja á sig þetta aukaálag. Heildarniðurskurður Alþingis hljóði nú upp á 830 milljónir í stað 960. „Og það breytir talsverðu,“ segir rektor. Aukinn fjöldi nema og minna fé bitni alls ekki á námsgæðum. Menntamálaráðherra sagði á sunnu- dag að jafnvel þyrfti að skera enn meira niður á næsta ári. - kóþ Rektor HÍ telur 130 milljónir duga háskólanum til að taka á móti 1.600 nemum: Greiðsluseðlar HÍ birtast brátt KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR OG MENNTAMÁLARÁÐHERRA Rektor HÍ er óðum að jafna sig á 830 milljóna króna minnkun á fram- lagi ríkisins í ár. Þorgerður Katrín hefur gefið til kynna að rektor geti átt von á enn meiri samdrætti á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki eiga von á því að gerð verði breyting á ráðherraskipan Sjálfstæðismanna fyrir landsfund sem haldinn verður í lok næsta mánaðar. Þetta kom fram í viðtali við hann á Stöð 2 í gær. Hann sagði það þó ekki útilokað að slíkar breytingar yrðu gerðar á þessu kjörtímabili. Hann sagði jafn- framt að fleyting krónunnar hefði farið vel af stað og að hann vonaðist til þess að hægt yrði að slaka á höftum með fjármagns- viðskipti eftir áramót - jse Geir Haarde forsætisráherra: Ekki breyting á ráðherraskipan DÝRAHALD Stærstur hluti útigangs- hrossa á Kjalarnesi reyndist vera orðinn fárveikur í fyrradag, þegar fólk bar þar að. Í hópnum voru samtals fjörutíu hross. Eitt þeirra drapst úr veikinni. Fimm hesthús í Mosfellsbæ hafa verið innsigluð vegna málsins, svo og eitt utan svæðisins. „Hrossin sem veiktust voru með niðurgang og háan hita,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarumdæmis. „Það vakti með okkur ugg að blóðmyndin gat í fyrstu bent til veirusmits. En við erum búin að kryfja þetta eina hross sem drapst og krufningin sýndi mikið smit í meltingar- færum. Við erum því frekar á því að þarna sé um bakteríusmit að ræða, líklega salmonellu, sem gæti hafa verið í vatni eða fóðri hrossanna.“ Að sögn Gunnars Arnar hafði hluti hrossanna verið fluttur í fyrrakvöld og fyrrinótt niður í hesthúsahverfið í Mosfellsbæ. „Ég var í fyrstu nokkuð áhyggju- fullur yfir því,“ segir Gunnar Örn. „En það spáði svo illa að menn voru áhyggjufullir og vildu koma hrossunum undir þak. Þeim sem eftir eru er verið að koma í húsa- skjól. Ég mun þó ekki loka öllu hverfinu heldur þeim húsum þar sem hrossin eru hýst og setja upp ákveðnar varúðarreglur hvað þau varðar.“ - jss HESTHÚSABYGGÐ Í MOSFELLSBÆ Fjögur hesthús í hverfinu hafa verið innsigluð. Myndin er úr safni. Um fjörutíu útigangshross á Kjalarnesi veiktust hastarlega og eitt drapst : Sex hesthús sett í einangrun MÓTMÆLI Hvatt er til þess að almenningur fari í verslanir Bónuss í dag og sleppi því að versla í mótmælaskyni. Eva Hauksdóttir, ein af forsprökkum mótmælanna, segir hugmyndina að hindra viðskipti. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir mótmælendur velkomna í verslunina, öryggisgæsla verði ekki aukin. „Við vonum mótmæl- in verði friðsöm. Við höfum líka boðið forsprökkunum að koma á skrifstofuna þar sem við Jóhann- es getum farið yfir þau mál sem fólki finnst að standi upp á okkur,“ segir hann. - ghs Boðnir velkomnir í verslanir: Mótmælt verð- ur í Bónus í dag LÖGREGLAN Eftir rannsókn á kortanotkun þrjátíu einstaklinga, sem grunaðir eru um að svíkja undan skatti, hefur ríkisskatt- stjóri ákveðið að biðja þá um skýringar á notkuninni. Fólkið notaði erlend kort á Íslandi og greiddi inn á þau úti. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö munu einstök kort hafa verið notuð fyrir allt að fjörutíu milljónir á ári. Viðtölin fara fram í janúar, og verða óútskýrð mál send skattrannsóknarstjóra. - kóþ Ríkisskattstjóri rannsakar: Skoðar kort 30 auðugra manna SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.