Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 26
 23. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● þorláksmessa Þegar allsherjargoðinn Hilmar Örn Hilmarsson er spurður hvað hann geri yfirleitt á Þorláksmessu kemur ýmislegt skondið í ljós. „Það sem er fast hjá mér er að mér tekst aldrei að kaupa gjöf handa konunni minni fyrr en á Þor- láksmessu. Sama hvað ég reyni. Ég er búinn að reyna að breyta þessu í mörg ár en vikurnar fyrir jól hafa alltaf farið í eitthvert rugl. Elding- unni sem segir manni hvað sé rétt lýstur ekki niður fyrr en á Þorláks- messu. Þá skýrist þetta atriði. Annað sem hefur tekið tíma minn á Þorláksmessu síðustu ár er að ég hef fylgst svolítið með þessum sýklahernaði sem er kall- aður skata því skötuát er iðkað af vinum mínum. Þar er mjög dular- full hreyfing í gangi þar sem ólík- legustu menn eru að uppgötva í sér vestfirsk gen. Ég bara fylgist með þessu með undrun og ógeði. Kem gjarnan við hjá Steindóri Andersen vini mínum sem er far- inn að tengjast þessum eiturefna- hernaði.“ Spurður hvort þeir félagar fremji einhvern seið við þetta tækifæri svarar Hilmar Örn. „Nei, nei, ég skýt bara nefinu inn hjá Andersen og svo held ég mig í hæfilegri fjarlægð og fylgist með hröfnum og öðrum fuglum æla allt í kring.“ Allsherjargoðinn telur að lút- erstrúnni hafi hnignað við eflingu skötunnar. „Það er heiðið í eðli sínu að fara í svona manndóms- vígslu eins og að éta skötu. Þetta eru einhver afturvirk þjóðlegheit. Fólk er að uppgötva hluti sem það hefur ekki iðkað áður og enginn af þeirra forfeðrum. Það er kannski einhver trúarlegur þáttur í þessu sem ég er ekki búinn að meðtaka sjálfur því ég er náttúrulega svo mikil kveif. Samt er aðdáunar- vert að sjá fullorðið fólk og viti- borið standa í þessu. En svona er Þorláksmessan hjá mér og ég fer brosandi inn í aðfangadag.“ - gun Heiðið í eðli sínu Hilmari tekst aldrei að kaupa gjöf handa konunni sinni fyrr en á Þorláksmessu, sama hvað hann reynir, að eigin sögn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íslenskir friðarsinnar standa sem fyrr að blysför niður Laugaveginn klukkan 18 í dag, en þetta er í 29. sinn sem gengið er í þágu friðar á Þorláksmessu. Að göngunni stendur samstarfshópur friðarhreyfinga en í honum eru: Félag leikskólakennara, Friðar- og mannréttindahóp- ur BSRB, Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkj- unnar, Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista) og Samtök hernaðarandstæðinga. Í upphafi göngunnar gefst fólki kostur á að kaupa kyndla en Hamra- hlíðarkórinn leiðir hana að venju með söng. Göngunni lýkur svo á Ing- ólfstorgi þar sem efnt verður til fundar. Birna Þórðardóttir flytur ávarp en fundarstjóri er Lárus Páll Birgisson sjúkraliði og félagi í Samtökum herstöðvaandstæðinga. Hann segir göngunni ætlað að vekja fólk til um- hugsunar um frið. Að hans mati hefur sjaldan verið jafn mikil þörf á því. „Þetta er líka kröfuganga. Við viljum ekki að landið okkar sé notað undir hernað eða hernaðarhyggju og að peningarnir okkar fari í að taka þátt í hernaði. Það hefur engin ríkisstjórn á Íslandi, svo ég muni, gert jafn marga samninga við erlend herveldi um æfingaaðstöðu hér á landi en núverandi ríkisstjórn með tilheyrandi útgjöldum. Sýnist mér nýtt fjárlagafrumvarp benda til þess að útgjöld til Varnarmálastofnunar verði aukin enn frekar,“ segir Lárus. Birna Þórðardóttir hefur tekið þátt í friðar- göngunni frá upphafi. „Ég man ekki til þess að hafa legið inni á spítala á Þorláksmessu en það væri það eina sem gæti komið í veg fyrir það að ég færi í gönguna. Mér hefur aldrei áður hlotnast sá heiður að fá að ávarpa göngufólk en ég mun fjalla um frið í víðum skilningi.“ - ve Gengið í þágu friðar Birna Þórðardóttir hefur tekið þátt í friðargöngunni frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Hefð hefur skapast fyrir því að þrír tenórar komi fram á Þorláksmessukvöld og taki lagið. Í þetta sinn verða þeir hins vegar fjórir. Síðustu ár hafa nokkrir af fremstu tenórum þjóðarinnar haldið tón- leika á svölum kaffi- og veitinga- hússins Sólons við góðar und- irtektir. Þetta árið verður hins vegar brugðið aðeins út af van- anum þar sem tónleikarnir verða haldnir í Kvosinni á svölum Giml- is við úti taflið í Lækjargötu og verða tenórarnir fjórir. „Tenórarnir eru Jóhann Frið- geir Valdimarsson, Snorri Wiium, Gissur Páll Gissurarson og Garð- ar Thor Cortes. Undirleikari er Steinunn Birna Ragnarsdóttir og hefjast tónleikarnir klukkan níu að kveldi. Þetta er um fjörutíu mínútna dagskrá,“ segir Guðríður Inga Ingólfsdóttir, viðburðafull- trúi á Höfuðborgarstofu. Ástæðan fyrir breyttri stað- setningu er vegna hagræðingar. „Tónleikarnir eru búnir að festa sig í sessi sem Þorláksmessu- hefð og eru fastur liður hjá mörg- um, þannig að svæðið fyrir fram- an Sólon er ekki nógu stórt lengur. Hjá Gimli er mikið rými án þess að stöðva þurfi umferð eða nokk- uð annað og því þótti tilvalið að halda tónleikana á svölunum þar. Þá komast fleiri að og fleiri geta notið viðburðarins,“ útskýrir Guð- ríður Inga ánægð. Á boðstólum verða nokkrar af vinsælustu tenóraríum óperubók- menntanna, söngleikjatónlist og að sjálfsögðu hátíðleg jólalög. „Jó- hann Friðgeir hefur sungið á þess- um viðburði frá upphafi en Garð- ar Thor er að syngja með í fyrsta skipti. Tenórarnir fjórir hafa þó verið að syngja saman nú í aðdrag- anda jóla og hafa til dæmis verið með hátíðartónleika í Íslensku óp- erunni,“ segir Guðríður Inga. Tónleikarnir eru lokaviðburð- ur Miðborgarstofu á þessu ári en á Þorláksmessu mun Gabríeli- blásturskvintettinn einnig leika víða um bæinn. „Hann spilar ljúfa tóna víðs vegar um miðborgina milli klukkan átta og níu. Síðan er friðargangan klukkan sex, líkt og vant er. Okkar helsti viðburður er hins vegar tónleikar tenóranna,“ segir Guðríður Inga og hlakkar til að sjá sem flesta í miðborginni í kvöld. - hs Tenórar á Gimlissvölum Garðar Thor Cortes hefur bæst í fríðan hóp tenóra sem syngja á Þorláksmessutónleikum á svölum Gimlis í Kvosinni. Snorri Wiium hefur áður sungið á tónleikunum en auk þeirra verða Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Gissur Páll Gissurarson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðríður Inga Ingólfsdóttir hefur haft veg og vanda af því að skipuleggja tónleikana í samráði við tenórana og hlakka þau öll til kvöldsins. Íslenskur saltfiskur útvatnaður að hætti Spánverja frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood - fiskvinnsla frá árinu  Salisksteikurnar frá Ekta ski eru sérstaklega útvatnaðar fyrir matreiðslu eins og hún gerist best við Miðjarðarhað. 466 1016 www.ektafiskur.is pöntunarsími:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.