Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 48
32 23. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR SAMbíóin eru lokuð í dag Þorláksmessu opnum aftur 2. í jólum með frábærum jólamyndum gleðileg jól NÝTT Í BÍÓ - bara lúxus Sími: 553 2075 LOKAÐ Í DAG, ÞORLÁKSMESSU ÓSKUM LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OPNUM AFTUR 26. DESEMBER - ANNAN Í JÓLUM FRUMSÝND ANNAN Í JÓLUM Stórsveit Nix Nolte hefur gengið frá útgáfusamningi við enska plötufyrirtækið Fat Cat. Mun önnur skífa hljómsveitarinnar, Royal Family – Divorce, koma út með vorinu bæði í Bandaríkjun- um og Bretlandi, en platan kom út á Íslandi í fyrra. „Við erum gríð- arlega ánægð með þessi tíðindi,“ segir Ólafur Björn Ólafsson, trommuleikari sveitarinnar. „Þetta er staðfesting á gæðum plötunnar okkar, auk þess sem við erum miklir aðdáendur Fat Cat.“ Fat Cat hefur gefið út lista- menn á borð við Animal Coll- ective, The Bug og No Age, að ógleymdum plötum með bæði Sigur Rós og múm. Framúrstefnu- rokk og hávaðamúsík hefur verið aðal útgáfunnar svo léttleikandi og lífsglatt Balkanskaga-þjóð- lagapopp Nix Noltes stingur dálít- ið í stúf við annað efni hjá kettin- um. Að sögn Ólafs er ætlunin að fylgja eftir útgáfunni með tón- leikaferð beggja vegna Atlants ála með viðkomu á Fróni. Tónleika- ferðin verður farin með hækk- andi sól. - drg Stórsveitin semur við köttinn KOMIN TIL KATTARINS Stórsveitin Nix Noltes hefur samið við Fat Cat. Eurovision-vefsíðan esctod- ay.com hefur tilkynnt hvaða atriði eru tilnefnd til Eurovision-verðlaunanna. Íslenska Eurobandið fær sjö tilnefningar, þar á meðal fyrir besta lagið. „Þetta er auðvitað frábært og gaman að sjá að fólk skuli muna eftir okkur,“ segir Friðrik Ómar, annar söngvari Eurobandsins. Eur- obandið fær sjö tilnefningar í fimmtán verðlaunaflokkum. This Is My Life, er tilnefnt sem lag árs- ins og sem besta europopp-lagið. Flutningur þeirra Regínu Óskar og Friðriks er einnig tilnefnt auk þess að vera tilnefnd í flokknum besta hljómsveitin eða dúett og besti söngur hljómsveitar eða dúetts. Myndbandið og klæðaburðurinn fá svo einnig sína tilnefninguna hvor. Friðrik er nokkuð viss um af hverju klæðaburðurinn sé þarna. „Það eru upphandleggirnir, ekki nokkur spurning,“ segir Friðrik en sjálfur Gillzenegger hafði dáðst að því hversu miklum framförum þeir höfðu tekið í aðdraganda aðal- keppninnar í Belgrad fyrr í sumar. ESCtoday.com er samfélag fólks sem lifir og hrærist í sínum Eur- ovision-heimi en þetta er í þriðja sinn sem vefsíðan blæs til þessara verðlauna. Eðli málsins sam- kvæmt hafa Íslendingar ekki riðið feitum hesti frá þessum verðlaun- um en þó má nefna að Eiríkur Hauksson var kosinn annar besti söngvarinn í fyrra. Sigurvegar- arnir verða tilkynntir á morgun, aðfangadag, en eins og flestir Íslendingar er Friðrik nokkuð önnum kafinn þá við að keyra út jólapakka. „En ætli ég stelist ekki til að kíkja á síðuna rétt fyrir klukkan sex.“ Þúsundir manna taka þátt í kosningunni en talið er að yfir þrjátíu þúsund manns séu skráðir á vefsíðuna og í gær höfðu fjórtán þúsund greitt atkvæði í kosning- unni. Friðrik er í raun gáttaður á hversu mikið líf er eftir Eurov- ision-keppni. Menn geti haft tölu- vert að gera við það að spila fyrir Eurovision-aðdáendur. „Það eru einhverjir þrjátíu klúbbar víðs vegar um Evrópu sem halda nafni keppninnar á lofti,“ segir Friðrik en Eurobandið fer meðal annars til München, Gautaborgar og Brussel eftir áramót þar sem það spilar fyrir Eurovision-aðdáendur. Og það er ekki eins og hljómsveit- in hafi lognast út af eftir keppnina því þau eru nú í hljóðveri að taka upp plötu með sautján Eurovision- slögurum sem ráðgert er að komi út í febrúar. Friðik segir þau ann- ars fara hægt yfir enda ber Reg- ína barn undir belti. „Því hefur reyndar verið haldið fram á ein- hverjum síðum að ég sé pabbinn. Aðrir eru hins vegar handvissir um að við séum systkini,“ segir Friðrik. freyrgigja@frettabladid.is Íslenska Eurobandið slær í gegn á Eurovision-vefsíðu EFTIRMINNILEG Friðrik Ómar og Regína voru eftirminnileg á sviðinu í Belgrad og Eurovision-nördar hafa tilnefnt þau til sjö verðlauna. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 43 91 1 1/ 08 JÓLAGJÖFIN SEM FLÝGUR ÚT JÓLAPAKKAR ICELANDAIR VERÐ FRÁ 26.900 KR. + Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 31. mars 2009. + Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld með Icelandair. + Pantaðu jólapakkann á www.icelandair.is I EF ÞÚ BORGAR JÓLAPAKKANN MEÐ VILDARKORTI VISA OG ICELANDAIR FÆRÐU 5.000 AUKA VILDARPUNKTA. I ATHUGIÐ AÐ HÆGT ER AÐ GREIÐA FYRIR HÓTELGISTINGU MEÐ VILDARPUNKTUM, FRÁ 14.000 PUNKTUM Á NÓTT FYRIR TVO. Traustur íslenskur ferðafélagi * Innifalið: Flug fram og til baka, skattar og önnur gjöld. Sölutímabil er til 24. des. 2008 kl. 18:00. Bókunartímabil er frá 22. desember til og með 23. jan. 2009. Jólapakkatilboð gildir til Boston, New York, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Oslóar, London, Manchester, Frankfurt, Parísar og Amsterdam. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánari skilmála á www.icelandair.is. Þessar ferðir gefa 750–11.200 Vildarpunkta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.