Fréttablaðið - 23.12.2008, Side 56

Fréttablaðið - 23.12.2008, Side 56
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Landsprent Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 Í dag er þriðjudagurinn 23. desember, 358. dagur ársins. 11.23 13.27 15.31 11.40 13.11 14.44 Þorkláksmessa er loksins runn-in upp. Hjá sumum kannski allt of snemma því hið vel þekkta jólastress rís gjarnan hæst í dag. Verslanir eru opnar þar til klukk- an fer að ganga miðnætti í kvöld og margir eyða allri Þorláksmess- unni í síðustu innkaupin fyrir jólin. Fótafúnir hlaupa menn milli búða og leita uppi eitthvað, bara eitthvað, sem gæti hentað í jóla- pakkann. SÍÐAN ég man eftir mér hefur Þorláksmessan samt verið tiltölu- lega rólegur dagur. Laus við stress og hamagang og frekar umvafin einhverjum töfraljóma og eftir- væntingu, ekki síður en aðfanga- dagur. Ég ólst upp í sveit þar sem jólainnkaupin voru afgreidd í einni bæjarferð viku fyrir jól því ekki var að treysta á veður eða færð í afskekktum sveitum. Allar búrhillur voru því fylltar og ekki farið aftur í kaupstað fyrr en vel var liðið á nýtt ár. Innkaup voru því ekki streituvaldur á Þorláks- messu. VENJAN var að hengja upp jóla- skrautið á Þorláksmessu. Heima- tilbúnir músastigar og litríkar seríur rötuðu í glugga og á veggi, jólatréð var sótt út í brekkuna og fengu ég og litla systir mín jafnan það hlutverk að velja tré. Sú hefð hefur haldist nokkuð óslitið þó við séum báðar komnar yfir þrítugt. Hangikjötið kraumaði í pottunum svo allt húsið ilmaði af jólum og laufabrauðið var stundum skorið út þennan dag. Fram eftir kvöldi ómuðu jólakveðjurnar í útvarpinu meðan síðustu verkin voru kláruð, konfektskálin stóð á borðinu og tæmdist í rólegheitunum. ÉG hef stundum velt því fyrir mér hvort það geti verið að jólastress- ið svokallaða sé sjálfskapað. Að við séum einfaldlega of góðu vön. Tilhneigingin til að geyma hlutina fram á síðustu stundu sé tilkomin vegna þess að tíminn til að versla er svona rúmur og við reiknum með því að geta reddað öllum sköpuðum hlutum rétt fyrir jól. Hvað gera þeir sem þurfa að vinna í verslununum fram á síðustu stund? JÓLIN í ár verða um margt öðru- vísi en undanfarin jól. Jólagjafirn- ar verða færri undir trénu á mörg- um heimilum og jafnvel eitthvað minni í sniðum. Það er ekkert verra. Innst inni eru margir fegn- ir því að hafa gilda ástæðu til að kúpla sig út úr neyslubrjálæðinu. VIÐ skulum njóta dagsins. Á morgun koma gleðileg jól. Þorláksmessa Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.