Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 54
38 23. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 NÝJU JÓLASVEINARNIR LÁRÉTT 2. hærra, 6. í röð, 8. skordýr, 9. suss, 11. verslun, 12. þverra, 14. dul, 16. guð, 17. tala, 18. hylli, 20. frá, 21. samtök. LÓÐRÉTT 1. blað, 3. tveir eins, 4. land í S.-Evrópu, 5. upphaf, 7. girnast, 10. gerast, 13. stofn, 15. daður, 16. farvegur, 19. drykkur. LAUSN LÁRÉTT: 2. ofar, 6. aá, 8. fló, 9. uss, 11. bt, 12. fækka, 14. leynd, 16. ra, 17. níu, 18. ást, 20. af, 21. stef. LÓÐRÉTT: 1. lauf, 3. ff, 4. albanía, 5. rót, 7. ásælast, 10. ske, 13. kyn, 15. dufl, 16. rás, 19. te. Erling Egilssyni hefur verið boðið að spila aftur á skemmtistaðnum Bungalow 8 í London. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá kom til slagsmála inni á staðnum um helgina þegar einn gest- anna, undirfatahönnuðurinn og milljarða- mæringurinn Joseph Corre, heimtaði að Erling hætti að spila sína tónlist og léki frekar rokk og ról af plötum. Þrátt fyrir vinsamleg tilmæli frá dyravörðum staðarins um að hætta afskiptum af plötusnúðnum lét Corre ekki segjast og var að endingu hent út, í bókstaflegri merkingu. „Ég held að þetta sé í eitt af fáum skiptum sem einhverjum er hent út með þessum hætti,“ segir Erling en Bungalow 8 er staður fyrir fína og fræga fólkið. Erling fann óþægilega mikið fyrir nærveru Corres á skemmtistaðn- um en sagðist bara hafa reynt að leiða hann hjá sér þar sem hann stóð inni í plötu- snúðabúrinu. „Já, hann kom til okkar, öskraði á okkur og var með alls kyns leiðindi,“ útskýrir Erling. Eigendur staðarins voru þó himinlifandi með frammistöðu íslenska plötusnúðsins og buðu honum að koma aftur. „Og lofuðu því að þetta yrði þá enn meira rokk.“ Erling segir framkomu Corres nokkuð skondna í ljósi þess hverra manna hann er. Pabbi stráksins er enginn annar en Malcolm McLaren, hugmyndasmiðurinn á bak við Sex Pistols og pönk-tískuna, og frumkvöðull á sviði pönkraftónlistar. „Já, ég er viss um að hann hefði ekkert orðið mjög ánægður með strákinn, Malcolm hefði sennilega sjálfur verið dansandi uppi á borðum ef hann hefði verið þarna,“ segir Erling. - fgg Hann var með alls kyns leiðindi „Það eru orð að sönnu. Jólin „kikka“ ekki inn fyrr en ég er búinn að fara á Litla-Hraun á aðfangadag,“ segir Bubbi Mort- hens. Bubbi er nú að fara í tuttugasta og fjórða sinni á Litla-Hraun til að gleðja fanga sem þar dvelja yfir hátíðarnar. Það er óneitanlega kuldalegur staður til að dvelja á yfir hátíðarnar og að sögn fanga- varða er þetta hápunkturinn fyrir marga þegar Bubbi kemur ásamt föruneyti. Bubbi fór fyrst til að halda jólatónleika á Hrauninu árið 1981 og fór þá með hljóm- sveitinni Utangarðsmönnum. Nú fer hann með hljómsveit sína Egó en auk þeirra verða með í för kærustuparið Ragn- heiður Gröndal og gítarsnillingur- inn Guðmundur Pétursson. „Við ætlum að reyna að gera flott „gigg“ eins og það heitir á góðu máli. „Line-up-ið“ er Addi úr Ham á trommur, Beggi bróðir Morthens, Krummi sem var í Jet Black Joe verður á hljómborð og Kobbi [Jakob Magnússon] á bassa.“ Bubbi er að ýta Egóinu úr vör og stendur til að fara um borg og bý með hljómsveitina. „Já, við erum að fara að spila á Players 27. desember. Taka ball. Ætlum að spila það besta sem Bubbi hefur gert, besta með Egó, Utangarðs- mönnum og GCD. Já, vá. Ég hef ekki spilað á balli síðan með GCD. Ég hlakka mikið til.“ - jbg Bubbi og Egó á Litla-Hraun um jólin BUBBI OG JAKOB BASSALEIKARI Jólin detta ekki inn fyrr en Bubbi hefur farið á Litla Hraun til að spila fyrir fanga þar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BOÐIÐ AFTUR Þrátt fyrir að milljarðamæringnum Joseph Corre hafi verið hent út hefur Erling Egilssyni verið boðið að spila aftur á Bungalow 8. Jólin verða með sérkennilegu móti hjá Agli Einarssyni eða Störe lík- amsræktarfrömuði því þegar hann er ekki að vinna í líkama sínum (og annarra), en hann er að skríða í 96 kíló af „hreinu kjöti“, er hann í stíf- um æfingum fyrir landsliðsferðina sem farin verður til Portúgals 12. febrúar. Þar keppir Egill auk Audda Blö og fleirum í póker eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Er æft á hverju kvöldi yfir hátíðarnar og allar etikettur um spil og jól þverbrotnar. Í dag er skötudagurinn mikli og einn þeirra sem hafa hefðina með sér í því að slá upp rómaðri skötuveislu er meistari Bjartmar Guð- laugsson. Eins þeirra sem sótt hefur þessar veislur verður sárt saknað en það er Rúnar Júlíusson og má bóka að lyft verður brenni- vínsstaupi honum til heiðurs. Kvikmyndin um glaðlyndu furðu- konurnar Skoppu og Skrítlu var frumsýnd í Smárabíói á sunnu- daginn. Margt góðra gesta var samankomið, meðal annars mátti sjá Jónsa í Svörtum fötum, Jóa úr Idol, Jón Gnarr og Óskar Jónas- son skemmta sér með börnum sínum. Þá mættu þrír ráðherrar auk afkvæma, þau Björgvin G. Sigurðs- son, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Menntamálaráðherr- ann kemur fram í myndinni, sýnir stórleik sem sirkus- áhorfandi þegar Skoppa situr á milli hennar og hand- boltakappans Sigfúsar Sig- urðssonar. - jbg, drg FRÉTTIR AF FÓLKI „Það sauð aðeins á mér því þetta var nú dóttir mín, þá kvikna ein- hver foreldraviðbrögð. Annars hefur maður hingað til haft vit á því að þegja yfir svona málum,“ segir Eyþór Gunnarsson úr Mezzo- forte. Hann hefur átt í harðri ritdeilu við Jón Agnar Ólason, gagnrýn- anda Morgunblaðsins, á bloggsíðu hins síðarnefnda vegna tveggja stjörnu dóms sem fyrsta sólóplata Elínar dóttur hans fékk hjá honum. Platan heitir See you in Dream land og bar dómur Jóns Agnars yfir- skriftina Fátt um fína drauma. „Eins og gengur þá vinnast sumar orustur í fyrsta áhlaupi, og aðrar ekki. Elín Ey (-þórsdóttir) sendi á dögunum frá sér skífuna See you in dreamland og verður að segjast að hún fellur mestmegnis í síðari flokkinn,“ segir í dómnum. Eyþór sagði á bloggsíðu Jóns að viðskiptafræðingur á fertugsaldri hefði ekkert með það að skjóta niður sköpunarverk 17 ára ungl- inga með hrokafullum og meið- andi hætti. Sagði Eyþór hann van- hæfan til að fjalla um plötuna. „Það er eins og maður finni stundum fyrir því að gagnrýnend- ur tilheyri ekki markhópi viðkom- andi listamans. Að þeir séu að meta músíkina út frá vitlausum forsendum, eins og þeir séu að óska þess að hún sé eitthvað annað en hún er,“ segir Eyþór um tónlist- argagnrýni almennt. „Mér finnst stundum eins og þetta sé vett- vangur fyrir einhverja „besser- vissera“ til þess að skjóta.“ Hann segir að aðrir gagnrýn- endur á Mogganum, þeir Árni Matthíasson og Arnar Eggert Thoroddsen, hafi báðir verið miður sín yfir þessum dómi Jóns. „Arnar Eggert er búinn að mæra þessa stúlku í hástert. Ef hann hefði skrifað dóminn hefði hann hljómað allt öðruvísi.“ Jón Agnar segir að viðbrögð Eyþórs hafi að sumu leyti komið sér á óvart. „Kannski er ég hissa á að jafnsjóaður og reyndur tónlist- armaður og Eyþór er skuli bregð- ast yfirleitt svona við dómi. Á hinn bóginn kemur þetta ekki á óvart því það er örugglega hverjum manni eðlislægt að stökkva til varnar ef honum þykir hallað á börnin sín. En eftir stendur að smekkur manna er misjafn,“ segir Jón, sem gaf mági Eyþórs, KK, mjög góða dóma fyrir sína plötu. Þá efaðist enginn um hæfni hans sem gagnrýnanda þrátt fyrir að tónlist KK og Elínar sé nokkuð svipuð. „Eflaust þykir KK geta svarað fyrir sig ef á því þarf að halda,“ segir Jón. Hann segist ekki sjá eftir neinu sem hann skrifaði. „Það er leiðin- legt ef fólk tekur hlutina mikið inn á sig og kannski erfitt við að eiga þegar um svona unga tónlistar- menn er að ræða en svona fannst mér þessi geisladiskur eftir ítrek- aðar hlustanir og þar við situr.“ Þess má geta að ritdeila Jóns og Eyþórs var horfin með öllu af bloggsíðunni í gær, skömmu eftir samtal Jóns við blaðamann. freyr@frettabladid.is EYÞÓR GUNNARSSON: HEFUR HINGAÐ TIL HAFT VIT Á ÞVÍ AÐ ÞEGJA Gagnrýnandi sagður hrokafullur og vanhæfur Sigurður, sá tólfti, kunni á aurum lag. og sagði allt í fína fram á lokadag. Hann byggði svaka bústað, en kom þar aldrei við. Flaug þó stundum yfir og glápt‘ á ferlíkið. DEILT UM GAGNRÝNI Elín Eyþórsdóttir, til vinstri, gaf út fyrstu sóló- plötu sína fyrir skemmstu. Jón Agnar Ólason, til vinstri fyrir neðan, gagnrýndi plötuna í Morgunblaðinu og gaf henni tvær stjörnur. Jón Agnar og Eyþór Gunnarsson, faðir Elínar, hafa síðan átt í ritdeilu á bloggsíðu gagnrýn- andans. Jón Agnar fjarlægði öll ummerki um orðaskak þeirra eftir að Fréttablaðið spurðist fyrir um málið í gær. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á blaðsíðu 8 1 Bjarni Haukur Þórsson. 2 25 ára. 3 Margrét Frímannsdóttir. Bækur frá Forlaginu Brynja Kristjánsdóttir Hof Einar Ásgeirsson Hólmgarður 50 Elín Þórðardóttir Lyngmóum 9 Erna Kristinsdóttir Réttarholtsvegur 73 Guðlaugur Guðmundsson Skeljatanga 46 Guðrún Guðmundsdóttir Óðinsgata 4 Ingigerður Einarsdóttir Langamýri 20 Ingveldur M. Tryggvadóttir Reykjabyggð 15 Monica Roismann Álfhólsvegur 89 Jólaleikurfréttablaðsins Ragnar M. Sævarsson Burknavellir 9 Sigríður Diljá Guðmundsd. Nýjabúð Sædís Inga Ingimarsdóttir Norðurgötu 28 Bíókort frá Sambíóunum Andri Þór Sólbergsson Háaleitisbraut 123 Aníta Ósk Haraldsdóttir Eskivellir 9b Ásta Kristín Guðbjörnsd. Laufrima 45 Birgir Sólveigarson Oddabraut 9 Birkir Steinn Vésteinsson Kaldasel 4 Jórunn Símonardóttir Hólmgarður 1 Lilja Bjarnadóttir Hraunbraut 36 María Dögg Tryggvadóttir Ásakór 1 Ólöf Rún Óladóttir Ásvellir 7 Sigrún Alla Barðadóttir Kjarrhólmi 8 Steinunn Ósk Magnúsd. Pósthússtræti 1 Viktor Björn Jónsson Dofrakór 6 Gjafakort frá Þjóðleikhúsinu Arnþrúður H. Gunnlaugsd. Kirkjustétt 11 Guðmundur Fr Þorsteins. Móagerði 2 Taktu þátt á visir.is Vinningshafar Vinninga skal nálgast í móttöku Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24. Opið alla virka daga frá klukkan 8-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.