Fréttablaðið - 23.12.2008, Page 10

Fréttablaðið - 23.12.2008, Page 10
10 23. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Fólk erlendis áttar sig kannski ekki á því raunverulega álagi sem hvílir á Ísraelum í sunnanverðu landinu sem búa við hættuna af flug- skeytaárásum.“ YIGAL PALMOR TALSMAÐUR UTANRÍKISRÁÐUNEYTIS Er síminn til þín? Lifðu núna Settu flottan síma í jólapakkann Nokia 6120 – gylltur 0 kr. út 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. Þú greiðir 0 kr. út og 2.000 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 24.000 kr. F í t o n / S Í A Nokia 1680 0 kr. út 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. Þú greiðir 0 kr. út og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 12.900 kr. ÍSRAEL, AP Erindrekar Ísraels- stjórnar erlendis hafa fengið fyr- irmæli um að draga athygli umheimsins að erfiðu hlutskipti þeirra Ísraela sem búa næst landamærum Gazastrandar. Til- gangurinn er sá að búa umheim- inn undir væntanlegar hernaðar- aðgerðir á Gazaströnd. „Fólk erlendis áttar sig kannski ekki á því raunverulega álagi sem hvílir á Ísraelum í sunnanverðu landinu sem búa við hættuna af flugskeytaárásum,“ segir Yigal Palmor, talsmaður ísraelska utan- ríkisráðuneytisins. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, tók af allan vafa um að Ísraelar myndu senda herinn á vettvang, þegar hún sagði við Condoleezzu Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að Ísraelar „geti ekki sætt sig við það ástand að Hamas haldi áfram að ráðast á ísraelska borgara“. Síðan hálfs árs vopnahléi Hamas-samtakanna og Ísraels lauk í síðustu viku hafa íbúar í næsta nágrenni landamæramúrs- ins mátt búa við flugskeytaregn nánast daglega, þótt hrein hend- ing sé hvort tjón hlýst af vegna þess að flugskeytin eru heima- smíðuð og án miðunarbúnaðar. Hamas-liðar á Gazaströnd segj- ast ekki geta framlengt vopna- hléið nema Ísraelar opni landa- mærin og aflétti þar með þeirri nánast algjöru einangrun sem íbúar þar hafa mátt búa við. Flugskeytaárásirnar frá Gaza efla andstöðu margra Ísraela við friðarsamninga, sem hvort eð er virðast engar líkur á nú þegar stutt er í þingkosningar í Ísrael. Á Vesturbakkanum gætu einn- ig brotist út átök hvenær sem er, eins og sjá mátti af viðbrögðum harðsnúinna landtökumanna nýlega þegar ísraelski herinn rýmdi hús í borginni Hebron, sem landtökumenn höfðu eignað sér. Herinn mætti að vísu lítilli mót- spyrnu, sem vakti vonir um að framhald yrði á slíkum aðgerð- um, en í framhaldinu tóku land- tökumenn til við skotárásir og íkveikjuárásir á Palestínumenn. Landtökumennirnir ætla greini- lega að koma í veg fyrir að Ísra- elsstjórn rými fleiri landtöku- byggðir, sem eru ein helsta hindrunin í vegi fyrir friðarsamn- ingum. gudsteinn@frettabladid.is Ísraelar boða átök á Gaza Ísraelskir ráðamenn reyna nú að beina athygli um- heimsins að hlutskipti íbúa við landamæri Gaza- svæðisins, í návígi við sprengiflaugaregn frá Hamas- liðum. Engar líkur virðast á friðarsamkomulagi. BEÐIÐ EFTIR BRAUÐI Langar biðraðir mynduðust við bakarí á Gazaströnd í gær af ótta við að hveitibirgðir væru á þrotum. Nánast algjör einangrun svæðisins veldur því að brýnustu nauðsynjar berast ekki þangað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÍKAMSMÁLUNARLIST Módel sýna líkamsmálunarlist ekvadorska lista- mannsins Johns Vargas á sýningu í Cali í Kólumbíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REYKJAVÍK Borgarráð samþykkti á laugardag drög að samkomulagi við Samtök iðnaðarins um að verð- tryggja samninga við verktaka, og kostar þetta borgina um 250 millj- ónir. Meirihlutinn gerist með þessu sekur um ósanngirni, með því að semja um „verðbætur aftur í tím- ann við einn aðila umfram aðra“, segir í bókun VG. Jafnframt var bent á að í ágúst hefði borgarráð fengið bréf frá fjármálaskrifstofu borgarinnar, þar sem „ekki var talið heimilt að endurskoða og taka upp verðbóta- ákvæði í stuttum samningum, með tilvísun til útboðsreglna og jafn- ræðisreglu“. Einnig hafi skrifstof- an ekki talið slíkt fyrirkomulag æskilegt út frá samkeppnissjónar- miðum. Sagði fulltrúi VG, Svandís Svav- arsdótttir, ljóst að Samtök iðnað- arins ættu „fleiri, sterkari og háværari talsmenn“ en til dæmis Stígamót og sjúklingasamtök sem ekki fá verðbætur. Fulltrúi Samfylkingar tók undir margt í málflutningi VG og Ólafur F. Magnússon lét bóka andstöðu sína. Borgarráðsfulltrúar Framsókn- ar og Sjálfstæðisflokks létu þá bóka að samningurinn væri gerð- ur með það að markmiði að „draga úr hættu á að verktakar segi sig frá verkum“. Engu var svarað um brot á jafnræðisreglu, né álit fjár- málaskrifstofu. - kóþ Meirihluta brigslað um ósanngirni, ójafnræði og ístöðuleysi í borgarráði í gær: Verðtryggja verktakagreiðslur BORGARSTJÓRN Á FUNDI Borgarráð er harðlega gagnrýnt fyrir að ætla að verðtryggja samninga við verktaka fyrir 250 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI Íslenska hugbúnaðarfyr- irtækið Crossroads Partner og ráðgjafarfyrirtækið Annata hafa gengið frá sölu á viðskiptakerfinu Microsoft Dynamics AX til Ameríku. Um tvo samninga er að ræða. Annar er við Rodman, eitt stærsta verktakafyrirtæki í Texas í Bandaríkjunum og hljóðar upp á 200 milljónir króna. Hinn er við umboðsfyrirtækið Navitrans og hljóðar upp á 150 milljónir króna. Hugbúnaðurinn vinnur með forritum frá Microsoft og er sérsniðið að fyrirtækjum í bílaiðnaði, að því er fram kemur í tilkynningu. - jab Selt fyrir 350 milljónir króna: Íslensk forrit í Ameríku

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.