Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 16
16 23. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Frelsi og fögnuður eru orðin sem hljóma í kirkjum landsins á næstu dögum í tali og tónum þegar haldið er upp á fæðingu höfundar fagnaðarerindisins. Orð sem við þyljum eða syngjum árum saman, fallega texta sem minna okkur á jól bernskunnar. En hvert er erindi fagnaðarerind- isins? Frá hverju erum við frelsuð? Þegar kerfinu sem við höfum komið okkur upp í kringum þessa kenningu sleppir, hvert er þá erindið? Erum við frjáls af okkur sjálfum? Frjáls af áliti annarra, öfund, heift, tilætlunarsemi og vanþakklæti? Varla. En jólin minna okkur engu að síður á að þetta tilboð stendur enn. Þó að umbúðir kringum jólin séu fyrirferðarmiklar á Vestur- löndum vekur þessi tími okkur yfirleitt til vitundar um kjarnann í tilverunni; gjöfult fjölskyldulíf, góða vini og frið í sál og sinni. Frímínútur Við Íslendingar erum sem stendur í erfiðu námi. Námsefnið er þolinmæði, þrautseigja og útsjónarsemi. Helgidagarnir framundan eru frímínútur. Þessar mínútur eiga að vera frí frá kvíða, reiði og vonleysi. Við eigum að drekka í okkur gleðina yfir öllu sem við eigum og gleyma því sem okkur vantar. Umræður í jólaboðum eiga ekki að snúast um fjármálakreppu, atvinnuleysi eða svik og pretti, heldur hvað það er gaman að vera saman og eiga hvert annað. Val á jólagjöfum í ár er gleðilegur vitnisburður um að kompásinn hjá þjóðinni er í góðu lagi. Bókaþjóðin stendur undir nafni og í harðærinu velja fleiri en nokkru sinni fyrr að gefa bækur í jólagjöf. Vinkona mín sem starfar hjá fyrirtæki sem selur vandaðan rúmfatnað á góðu verði segir söluna á sængurvera- settum til jólagjafa fara fram úr öllu sem þær hafi áður kynnst. Maður heyrir úr öllum áttum frá fyrirtækjum og einstaklingum sem gefa rausnarlegar matargjaf- ir í jólagjöf, og kona sem ég þekki tilkynnti fjölskyldu og vinum að hún vildi aðeins fá gjafir sem kostuðu innan við eitt þúsund krónur. Sjálf myndi hún ekki gefa dýrari gjafir. Og svo er það fjölskyldan sem skilur allt stress eftir í bænum og fer í friðinn og kyrrðina í þorpi á landsbyggðinni. Þó að hefðir séu dýrmætar geta þær líka orðið að fjötrum ef maður er ekki í rónni nema allt sé eins og á síðustu jólum og jólunum þar á undan. Þegar aðstæður breytast og kalla á minni viðhöfn og öðruvísi jólahald, er ekki ólíklegt að kvíðinn snúist upp í létti og undrun yfir hvað hægt er að skapa góða hátíðarstemningu ef ekki er horft til baka. Það er frelsi að geta skipt um skoðun og hefðir, en við áttum okkur ekki á því fyrr en við reynum það. Gjafir eru gjarnan í aðalhlut- verki á bernsku- og æskuárum. Þegar fólk fullorðnast færist áherslan yfir á borðhaldið og félagsskapinn. Það nýtur þess að klæða sig upp á, snæða saman góðan mat, sitja lengi yfir borðum og spjalla. Kannski væri ráð að reyna að koma fjölskyldu – og samverugleðinni fyrr inn hjá börnum og unglingum. Heims um ból Alþjóðleg samvinna er víðtæk á okkar tímum og afar mikilvæg. Samskipti milli ólíkra þjóða getur verið góð þó að menning þeirra og gildismat sé gjörólíkt. Flestir upplifa þó og njóta tónlistar eins hvar sem er í heiminum. Sálmur- inn Heims um ból er þannig eins og fugl sem flýgur frjáls um heiminn. Er velkominn í öllum löndum, enginn veltir fyrir sér hvaðan hann er upprunninn. Allir gera hann að sínum. Halda laginu en snúa textanum yfir á mál sem þeir skilja. Hann er eins og friðardúfa, alls staðar velkominn og vekur gleði hvar sem hann er sunginn. Lag sem var samið fyrir tæplega tvöhundruð árum af manni í smábæ í Austurríki. Texti af presti staðarins, sem var fenginn til að fara á jólum upp í fjöllin til að blessa nýfætt barn. Var frá Vín og því fjarri sínum heimahögum. Saknaði jólanna þar, en þegar hann kom í þetta hús og blessaði barnið fékk hann hugljómun. Er hann gekk heim á leið inn í þorpið, komu orðin í sálminum til hans, einlæg, sönn og sígild. Fara aldrei úr tísku. Maður getur séð fyrir sér í huganum hvernig þessi sálmur tengir heimsbyggðina saman um jólin eins og ósýnilegur friðarvef- ur. Gaman væri ef við Íslendingar gætum ofið okkar eigin sameigin- lega friðarvef yfir hátíðarnar. Svo kemur nýtt ár. Gleði og gjafir JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Á jólum UMRÆÐAN Guðmundur J. Guðmundsson skrifar um ríkisstjórnina Kröfunni um að ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga hefur vaxið ásmegin síðustu vikurnar. Skoðanakannan- ir benda til að meirihluti þjóðarinnar vilji stjórnina frá, vantraustið er algjört. Ráð- herrar og stjórnarliðar vísa hins vegar öllu slíku á bug. Þeir benda á traustan meiri- hluta stjórnarinnar á þingi og hnýta því svo aftan við að nú sé ekki rétti tíminn til að fara í kosningar, stjórnin þurfi frið til að ráða fram úr vandamálun- um. Þessi rök verða þó léttvæg við nánari skoðun. Ríkisstjórnin stendur ekki bara frammi fyrir efna- hagslegu áfalli heldur efnahagshruni, og ekki síður hruni hugmyndafræðinnar sem lá að baki þeirrar efnahagsstefnu sem fylgt hefur verið sl. 17 ár og Sjálfstæðisflokkurinn á höfundarrétt að. Geir Haarde stritast hins vegar við að sitja og stefnan, hugmyndafræðin sem setti allt á annan endann hún er hin sama, það kom hvað skýrast fram í fjárlagafrumvarpi því sem liggur fyrir þingi þegar þessi orð eru skrifuð. Þar er haldið áfram að hygla þeim sem mestu hafa úr að moða en láta hina sem nú eru um það bil að missa bæði atvinnu og húsnæði borga brúsann. Velferð- arkerfið er skorið niður við trog en auð- mennirnir sem mulið var undir í góðærinu sitja að sínu. Þeir greiða áfram 10 prósenta fjármagnstekjuskatt meðan almennur tekjuskattur er hækkaður. Á þá er ekki lagð- ur hátekjuskattur, vegna þess að það væri bara táknrænt sagði utanríkisráðherra, trú og trygg stefnu forsætisráðherra. Vel má vera að ríkissjóður hefði ekki miklar tekjur af hátekjuskattinum en að leggja slíkan skatt á væri einmitt tákn þess að breytt hefði verið um stefnu, breytt hefði verið um hugmyndafræði. Sama má segja um hækkun á fjármagnstekjuskatti og skatti á fyrirtækjum. En nei, stefnan er sú sama, þeim sem eru í kall- færi við stjórnarflokkana skal hyglað en hinir geta snapað gams. Það er forgangsmál að koma ríkis- stjórn Geirs Haarde frá, ekki bara til að skipta um ráðherra heldur til að breyta í grundvallaratriðum þeirri stefnu sem fylgt hefur verið undanfarin 17 ár og virðist á góðri leið með að koma stórum hluta þjóðarinnar á vonarvöl. Höfundur er kennari. Stritast þeir við að sitja GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON Gísli í leyfi Gísli Marteinn Baldursson hefur ákveðið að fara í launalaust leyfi á næsta ári, en eins og kunnugt er hefur hann gegnt starfi borg- arfulltrúa meðfram háskólanámi í Skotlandi undanfarna mánuði. Gísli Marteinn rak sig hins vegar á að þetta fyrirkomulag gekk ekki til lengdar; á bloggi sínu lýsir hann því hvernig störf hans fyrir skattgreiðendur í Reykjavík voru orðin dragbítur á nám hans út í Edinborg. Sif Sigfúsdóttir tekur sæti Gísla Marteins í borgarstjórn meðan hann lýkur námi. Þriðjungur Borgarfulltrúar eru fimmtán talsins. Það sem af er kjörtímabilinu hefur þriðjungur þeirra horfið til annarra starfa, ýmist tímabundið eða fyrir fullt og allt. Árni Þór Sigurðsson, VG, Björn Ingi Hrafnsson, Framsóknar- flokki, og Steinunn Valdís Óskars- dóttir, Samfylkingunni, eru hætt. Stefán Jón Hafstein fór í tveggja ára leyfi og Gísli Marteinn verður í námsleyfi fram á haust eins og áður sagði. Allt þetta fólk bauð sig fram til fjögurra ára og náði kjöri á þeim forsendum. Hér er þeirri bón komið á framfæri að í næstu borgar- stjórnarkosningum taki frambjóðendur fram hvort þeir bjóði fram krafta sína allt kjörtímabil- ið eða til skemmri tíma. Kjarabaráttan Forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, heyr nú baráttu fyrir því að fá laun sín lækkuð. Byrjaði hann á því að óska eftir því að kjararáð lækkaði laun hans en fékk synjun þar sem það stangaðist á við lög. Nú hefur hann beðið fjármálaráð- herra um að skera niður laun for- setans. Verði fjármálaráð- herra ekki við því eru góð ráð dýr fyrir Ólaf Ragnar. Ætli forseti Íslands hafi verkfallsrétt? bergsteinn@frettabladid.is Gleðileg Jól Þ áttaskil urðu í gær í einhverju umdeildasta pólitíska máli seinni tíma. Fimm árum eftir að alþingismenn tóku sér með lögum mun rausnarlegri eftirlaunakjör en aðrir þjóðfélagshópar, komst loks í verk að lagfæra þann dómgreindarlausa sérhagsmunagjörning. Það tók Alþingi aðeins örfáa daga skömmu fyrir jól 2003 að keyra í gegn eftirlaunalögin, sem gilda um alþingismenn, ráð- herra, forseta og hæstaréttardómara. Það er ekki góður vitnis- burður um störf þingsins að það hafi tekið fimm ár að leiðrétta ranglæti þeirra. Allt frá setningu eftirlaunalaganna 2003 var gagnrýnin á þau linnulaus. Breytingin frá því í gær stöðvar örugglega ekki þær deilur. Nýju eftirlaunalögin tryggja alþingismönnum og ráð- herrum enn umtalsvert rýmri eftirlaunakjör en öðrum. Á meðan svo er verða þau umdeild. Kjarni þeirrar umræðu hlýtur að snúast um þá grundvallar- spurningu af hverju alþingismenn og ráðherrar eigi skilið að njóta betri eftirlaunakjara en aðrir? Í athugasemdum með eftirlaunafrumvarpinu frá 2003 voru tínd til ýmis athyglisverð rök fyrir því sjónarmiði. Meðal þeirra helstu voru að lögin áttu að hvetja til þátttöku í stjórnmálum og styrkja lýðræðið. Þeir, sem hafa varið meginhluta starfsævi sinnar til stjórnmálastarfa á opinberum vettvangi, áttu að hafa þann kost að geta dregið sig í hlé fyrir yngra fólki án þess að hætta fjárhagslegri afkomu sinni, eins og það var orðað. Hugsunin var sem sagt að tryggja ákveðna endurnýjun í röðum þingmanna, og þar með ráðherra, eins og kerfið hefur verið. Þessi hugmynd um nauðsynlega endurnýjun í röðum ráða- manna þjóðarinnar er í raun og veru afskaplega góð. En útfærsla eftirlaunalaganna, sú mikla græðgi og sérhagsmunagæsla ekki síst í þeim kafla sem sneri að eftirlaunakjörum forsætisráð- herra, varð hins vegar til þess að þessi ágæta hlið laganna féll algjörlega í skuggann. Í nýja lögunum hafa sérkjör forsætisráðherra verið felld út og ýmsir aðrir þættir laganna sem voru harðast gagnrýndir. Eftir stendur hvort þau ná þeim tilgangi sínum að tryggja nægilega vel að þjóðin sitji ekki uppi með þingmenn, sem í krafti stöðu sinnar í flokkum sínum, geta setið á þingi eins lengi og þeim sýnist. Annað, ekki síður mikilvægt álitamál, er hvort rausnarleg eft- irlaun séu rétta aðferðin til að laða að þingstörfum „ungt efnis- fólk“ eins kemur líka fram í fyrrnefndum athugasemdum. Veikleikar Alþingis hafa komið berlega í ljós undanfarnar vikur. Það er stórmál fyrir þjóðina að starf alþingismanna verði gert eftirsóknarverðara. Sterkari hópur þingmanna þýðir sterk- ara Alþingi. Það væri væntanlega gæfuríkara fyrir þjóðina að afnema með öllu umframeftirlaunakjör ráðherra og alþingismanna og hækka þess í stað föst laun þeirra. Sú leið er líklegri til að tryggja hrað- ari endurnýjun heldur en útgönguleið við lok þingferils. Gleymd hlið eftirlaunafrumvarpsins. Eftirlaun og stjórnmálamenn JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.