Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 50
34 23. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Íþróttamað- ur ársins fyrir árið 2008 verður útnefndur föstudaginn 2. janúar næstkomandi en atkvæði í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna hafa verið talin og því liggur ljóst fyrir hvaða tíu íþróttamenn urðu í efstu sætum í kjörinu. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Kjörið er þegar orðið sögulegt hvað varðar að níu af íþróttamönn- unum tíu koma úr hópíþróttum. Þetta er einstakt í 53 ára sögu kjörsins en gamla metið er frá árinu 2005 þegar aðeins tveir ein- staklingsíþróttamenn voru á list- anum. Það setur þetta sögulega kjör kannski í enn betra samhengi að í 51 af 53 kjörum Samtaka íþróttafréttamanna á Íþrótta- manni ársins þá hafa ein- staklingsíþróttamennirnir verið fjórir eða fleiri á topp tíu listanum. Eini einstaklingsíþrótta- maðurinn að þessu sinni er júdókappinn Þormóð- ur Árni Jónsson sem er jafnframt fyrsti júdómaður- inn í sextán ár til þess að komast inn á listann. Síð- astur á undan honum til þess að komast á list- ann var Bjarni Friðriksson árið 1992 en hann var þá á listanum ellefta árið í röð. Síðan þá hefur enginn júdómað- ur komist í hóp þeirra tíu bestu. Handbolta- og fótboltamenn eru fjölmennastir á listanum en fjórir leikmenn silfurliðsins frá Ólymp- íuleikunum í Peking komast á topp tíu listann. Á listanum eru einnig tveir knattspyrnumenn og tvær knattspyrnukonur. Þetta er í fimmta sinn sem handbolti á svo marga meðal þeirra tíu efstu en það gerðist einnig árin 1960, 1972 og 1987. Handboltamenn áttu þrjá á listanum 1989 þegar liðið vann b- keppnina í Frakklandi en þeir voru allir í þremur efstu sætunum. Ólafur Stefánsson er meðal tíu efstu í tíunda sinn en hann hefur verið á listanum allar götur frá og með árinu 1997 að árunum 1998 og 2005 undanskildum. Ólafur er aðeins áttundi íþróttamaðurinn í sögu kjörsins sem nær að komast meðal tíu efstu í tíu skipti eða fleiri en sundmaðurinn Guðmund- ur Gíslason á metið en hann komst fimmtán sinnum í hóp þeirra tíu bestu í kjörinu. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki langt á eftir Ólafi en hann er níunda árið í röð á lista yfir þá tíu bestu. Eiður Smári hefur fimm sinnum á undanförnum átta árum verið meðal þeirra fjögurra hæstu í kjörinu. Aðrir reynsluboltar á listanum eru þeir Jón Arnór Stefánsson sem er í sjötta sinn á listanum og Her- mann Hreiðarsson sem er í fimmta sinn á listanum. Þrír nýliðar eru á listanum í ár, hand- boltamaðurinn Alex- ander Petersson, knattspyrnukonan Katr- ín Jónsdóttir og júdó- maðurinn Þormóður Árni Jónsson. ooj@frettabladid.is ÞORMÓÐUR ÁRNI JÓNSSON 25 ára júdómaður hjá JR á Íslandi Í fyrsta sinn á topp tíu listanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON 27 ára handboltamaður hjá GOG í Danmörku Í þriðja sinn á topp tíu listanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR 22 ára fótboltakona hjá Val á Íslandi Í þriðja sinn á topp tíu listanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KATRÍN JÓNSDÓTTIR 31 árs fótboltakona hjá Val á Íslandi. Í fyrsta sinn á topp tíu listanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Metár hjá hópíþróttamönnum Kjör Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins er sögulegt í ár því í fyrsta sinn kemst aðeins einn einstaklingsíþróttamaður á topp tíu listann. Handbolta- og fótboltamenn eru fjölmennastir á listanum. JÓN ARNÓR STEFÁNSSON 26 ára körfu- boltamaður hjá KR á Íslandi. Í sjötta sinn á topp tíu listanum. MYND/ GRAZIANERI HERMANN HREIÐARSSON 34 ára fót- boltamaður hjá Portsmouth í Englandi Í fimmta sinn á topp tíu listanum. NORDICPHOTOS/GETTY GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON 29 ára handboltamaður hjá Rhein Neckar Löwen í Þýskalandi í fjórða sinn á topp tíu listanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN 30 ára fótboltamaður hjá Barcelona á Spáni Í níunda sinn á topp tíu listanum. NORDICPHOTOS/AFP ALEXANDER PETERSSON 28 ára hand- boltamaður hjá Flensburg í Þýskalandi. Í fyrsta sinn á topp tíu listanum FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÓLAFUR STEF- ÁNSSON 35 ára handboltamaður hjá Ciudad Real á Spáni. Í tíunda sinn á topp tíu listanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sóknarmaðurinn Haukur Ingi Guðnason ákvað í gær að ganga aftur í raðir uppeldisfélags síns Keflavíkur og skrifa undir tveggja ára samning eftir sex ára dvöl hjá Fylki en samningur hans við Árbæjarfélag átti að renna út um áramótin. Hinn þrítugi Haukur Ingi á að baki 138 leiki í efstu deild með Keflavík, KR og Fylki og hefur skorað 30 mörk í þeim leikjum en hann var einnig á mála hjá Liverpool um hríð. „Það má orða það þannig að það hafi verið erfitt að yfirgefa Fylki en auðvelt að velja Keflavík. Ég var búinn að vera í sex ár hjá Fylki og er sá leikmaður sem hefur verið lengst samfleytt þar af núverandi leikmannahópi og mér leið vel í Árbænum. Það voru nokkur félög sem höfðu samband við mig og ég var að skoða mín mál en þegar Keflavík kom inn í þetta þá var valið ekki erfitt. Ég er náttúrulega uppalinn í Keflavík og ef yngri flokkar eru teknir með þá hef ég eflaust leikið þar í einhver tuttugu ár,“ segir Haukur Ingi. Keflavík rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum síð- asta sumar eins og kunnugt er eftir mikið kapphlaup við FH en Haukur Ingi fer ekkert leynt með það að hann sé mætt- ur í Bítlabæinn til þess að ná enn betri árangri næsta sumar. „Það var ótrúlega svekkjandi fyrir Keflvíkinga að hafa ekki náð að klára dæmið síðasta sumar og ég viðurkenni það að ég var líka mjög svekktur fyrir þeirra hönd. Það er því vissulega krefjandi verkefni fyrir höndum að gera enn betur næsta sumar og ég er alla vega mættur til þess að gefa mig 100 prósent fram í að svo verði og ég tel víst að allir verði innstilltir á það.“ Haukur Ingi hittir fyrir mörg kunnugleg andlit í Kefla- víkurliðinu og þar á meðal er einn af bestu vinum hans, Jóhann Birnir Guðmundsson. „Árið 1997 skildu leiðir hjá mér og góðvini mínum Jóhanni Birni þegar við fórum báðir í atvinnumennsku erlendis en við hétum okkur því að spila aftur saman einn daginn og við höfðum reglulega talað um það síðan þá. Ég reyndi nú að plata hann yfir til Fylkis á tímabili en það gekk ekki eftir en núna verður gaman að spila með honum hjá Keflavík,“ segir Haukur Ingi að lokum. HAUKUR INGI GUÐNASON: SKRIFAÐI Í GÆR UNDIR TVEGGJA ÁRA SAMNING VIÐ UPPELDISFÉLAG SITT KEFLAVÍK Erfitt að yfirgefa Fylki, auðvelt að velja Keflavík Hefur þú séð þessa kerru? Þessi tveggja öxla kerra hvarf frá Hamarshöfða 8, Reykjavík á sunnudag eða mánudagsmorgun (14.–15. desember). Númerið á vagninum er TB 168. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvarf kerrunnar eru beðnir að hringja í lögregluna í Reykjavík í síma 444 1000 eða 820 1790. > Margrét Kara valdi að fara í KR Kvennalið KR í körfubolta fékk mikinn liðsstyrk í gær þegar landsliðskonan Margrét Kara Sturludóttir ákvað að ganga til liðs við Vesturbæjarliðið. Margrét Kara hóf tíma- bilið með bandaríska háskólaliðinu Elon en er nú komin aftur heim og valdi að fara í KR frekar en að snúa aftur til Keflavíkur. Kara er uppalinn Njarðvíkingur en hefur spilað undanfarin þrjú tímabil með Keflavík. Hún var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Keflavíkur í fyrra og var þá með 12,2 stig, 9,7 fráköst og 3,4 stoðsending- ar að meðaltali í leik. STAÐAN Í ENSKU DEILDINNI: Liverpool 18 11 6 1 27-12 39 Chelsea 18 11 5 2 36-7 38 Aston Villa 18 10 4 4 30-20 34 Man. United 16 9 5 2 27-10 32 Arsenal 18 9 4 5 30-21 31 Hull City 18 7 6 5 27-31 27 Everton 18 7 5 6 23-25 26 Fulham 17 6 6 5 16-12 24 Bolton 18 7 2 9 22-24 23 Portsmouth 18 6 5 7 20-28 23 Wigan 17 6 4 7 21-20 22 Newcastle 18 5 7 6 24-25 22 Sunderland 18 6 3 9 21-26 21 Middlesbrough 18 5 5 8 17-27 20 Stoke City 18 5 5 8 17-30 20 Tottenham 18 5 4 9 20-23 19 West Ham 18 5 4 9 18-26 19 Man.City 18 5 3 10 31-27 18 Blackburn 18 4 4 10 20-34 16 West Brom 18 4 3 11 14-33 15 FÓTBOLTI Sigurganga Chelsea á útivöllum endaði á Goodison Park í gærkvöldi þegar liðið gerði markalaust jafntefli við heima- menn í Everton. Liverpool verður þar með á toppnum í ensku úrvalsdeildinni um jólin, einu stigi á undan Chelsea. Chelsea var fyrir leikinn búið að vinna 11 útileiki í röð en eftir að liðið missti mann af velli eftir hálftíma leik hugsaði liðið meira um að komast burtu með stig. John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk rautt spjald strax á 35. mínútu fyrir tæklingu á Leon Osman. Terry sýndi takkanna og fór hátt í tæklinguna en rauða spjaldið var harður dómur. - óój Enska úrvalsdeildin í fótbolta: Terry fékk rautt ALVEG BRJÁLAÐUR John Terry var allt annað en sáttur við rauða spjaldið frá Phil Dowd dómara. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.